Vísir - 22.01.1957, Blaðsíða 2

Vísir - 22.01.1957, Blaðsíða 2
vísnc Þriðjudaginn 22. janúar 1937. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30 Erindi: Thomas Aquinas; I: Ævisaga. (Jóhannes Gunnars- son biskup). — 20.55 Frá sjón- arhóli tónlistarmanna: Björn Franzson flytur annað erindi sitt með tónleikum. — 21.45 íslenzkt mál. (Ásgeir Blöndal Magnússon kand mag.). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. — 22.10 „Þriðjudagsþátturinn“. Jónas Jónasson og Haukur Morthens stjórna þættinum til kl. 23.10. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla fer frá Rvk. annað kvöld austur um land í hringferð. Herðubreið er á Aust fjörðum á suðurleið. Skjald- breið er á Húnaflóahöfnum á leið til Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Hamborgar síðdegis í dag frá Bergen. Eimskip Brúarfoss fór frá Rotterdam í gær til Khafiiar og Rvk. Dettifoss fór frá Rvk. í dag vestur og norður um land til Boulogne og Hamborgar. Rjallfss fór frá Antwerpen 20. jan. til Hull og Rvk. Goðafoss fer frá Rotterdam í dag til Ham borgar og Rvk. Gullfoss fer frá Rvk. á morgun til Hamborgar og K.hafnar. Lagarfoss fer frá New York 19. jan. frá Vestm.- eyum. Reykjafoss fór frá Rvk. í gærkvöldi til ísafjarðar Siglu- fjarðar Dalvíkur. Akureyrar og Húsavíkur. Tröllafoss fór frá New York 18. jan. til Rvk. Tunufoss fór frá Rvk. kl. 20.00 í gærkvöldi til Siglufjarðar, Akureyrar, Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar Reyðarfjarðar, Vestm.- eyja, Hafnafjarðar_ Keflavíkur og Rvk. Drangajökull fór frá Hamborg 15. jan.; væntanlegur til Rvk. um kl. 15.00 í gær. Skip SÍS: Hvassafell átti að fara í gær frá Hangö til Stettin. Arnarfell er í New York, fer þaðan á morgun áleiðis til Reykjavíkur. Jökulfell er í Reykavík. Dísarfell losar kol á Austfjörðum. Litlafell losar á Norðurlandshöfnum.' Helgafell og Hamrafell eru í Reykjavík. Dronning Alexandrine er væntanleg á ytri höfnina kl. 17.00 í dag. Flugfélg íslands flutti 70.000 farþega árið 1956. Var það mesta annaár í sögu félagsins. Flugvélar þess fluttu fleiri farþega og meira vöru- og póstmagn en nokkurt annað ár í sögu þess. Fluttir voru samtals 70.002 farþegar, 54.850 á innanlandsleiðum og 15.170 milli landa. Svarar það til að næstum annar hver ís- lendingur hafi flogið með Föx- unum árið 1956. Aukningin í millilandafluginu nam 46% sé gerður samanburður á árinu á undan en 23% í innanlands- flugi. Krossgáta 3157 Lárétt: 2 Nabbinn, 5 loðdýr, 6 . . .orka. 8 oliufélag, 10 jróm- ur 12 ráp 14 bílategund, 15 rán- dýr,. 17 aðventistar 18 á kviði. Lóðrétt: 1 Fegurðardrottn- ing 1950; 2 sonur, 3 grunar, 4 landafundamenn, 7 ferð, 9 verk færa, 11 ey í Norðurárdl 13 þrír eins 16 flein Lausn á krossgátu nr. 3156. Lárétt: 2 Kelta, 5 otar, 6 fit, 8 bs, 10 náir, 12 eir, 14 lóa, 15 INRI, 17 tð, Í8 Narfi. Lóðrétt: 1 Kolbein, 2 kaf, 3 Erin, 4 aftraði, 7 tál, 9 sina, 11 iót, 13 rrr 16 If. Pan-amreican flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Oslóar Stokkhólms og Helsinki. Til baka er flugvélin væntan- leg ananð kvöld og fer þá til New York. Veðrið í morgun: Reykjavík A 4, -í-6. Síðumúli SA 4, -f-6. Stykkishólmur ASÁ 1, -h3. Galtarviti ANA 4. -f-5. Blönduós SA 2, -f-7. Sauðár- krókur logn, -h7. Akureyri SA 1, -h5. Grímsey A 4, -r-3. Grímsstaðir á Fjöllum logn, h-8. Raufarhöfn A 2, h-9. Dala- tangi NNA 2 h-3. Hólar í Hornafirði logn, H-5, Stórhöfði i Vestmannaeyjum A 2, -h-2. Þingvellir A 1, h-6. Keflavíkur- flugvöllur SSA 2, H-3. — Veðúrhorfur, Faxaflói: Suð- austan og síðan austan kaldi. Víða snjókoma með köflum. Léttir sennilega til með norð- aust an stinningskalda í nótt. 500 þús. krónur á heilmiða í Rvík. í gær var dregið í 1. flokki í Happdrætti háskóla íslands. Vinningar voru 306 talsins og' samtals 900 þúsund krónur. Hæsti vinningurinn 500 þúsuaid krónur kom á miða nr. 25998, sem er heilmiði og var seldur í umboði ritfangadeildar ísa- foldar í Bankastræti. 50 þúsund króna vinningur- inn kom á miða nr. 7269 sem er fjórðungsmiði. Þrír hlutar hans voru seldir hjá Frímanni í Hafnarhúsinu en einn hlutinn á Akureyri. 10 þúsund króna vinningur kom á miða nr. 23377 sem er fjórðungsmiði seldur í umboð- inu í Vesturveri. Þá komu 10 þúsund krónur á nr. 26083 heilmiða, sem seldur var í umboðinu á Siglufirði. (Birt án ábyrgðár), Þriðudagur, 22. janúar — 22. dagur ársins. .% i. m i: x x i v s ♦ ♦ Árdegisháflæður kl. 9.57. Ljósatíini bifreiða og annarra ökutækja í lögsagnjp-umdæmi Reykja- víkur verðúr kl. 15.00—9.35. Næturvörður er Reykjavíkur apóteki. — Sími 1760. — Þá eru apótek Austurbæjar og Holtsapótek opin kl. 8 daglega, nema laug- ardaga, þá til kl. 4 síðd., en auk þess er Holtsapótek opið alla sunnudaga frá kl. 1—4 síðd.— Vesturbæjar apótek er opið til kl. 8 daglega, nema á laugar- <dögum, þá til kl. 4. Garðs apó- tek er opið daglega frá kl. 9-20, nema á laugardögum, þá frá 'kl. 9—16 og á sunnudögum frá kl. 13—16. — Simi 82006. SlysavarSstofa Reykjavíkur i Heilsuverndarstoðinni gc op- in allan sólarhringinn. Lækna- vörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sama stað kl. 18 til kl. 8. — Sími 5030. Lögregluvarðstof an hefir síma 1166. Næturlæknir verður í Heilsuverndarstöðinni. Slökkvistöðin hefir síma 1100. Sími 5030. K. F. U. M. Lúk.: 6, 27—36. Elska án end- urgjalds. Landsbókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 10—12, 13—19 og 20—22, nema laugardaga, þá frá kl. 10—12 og 13—19. Tæknibókasafnið í Iðnskólahúsinu er opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudðgum kl. 16~19. Bæjarbókasafnið er opið sem hér segir: Lesstof- an alla virka daga kl. 10—12 og 1—10; laugardaga kl.. 10— 12 og 1—7, og sunnudaga kl. 2—7. — Útlánsdeildin er opin alla virka daga kl. 2—10; laug- ardaga kl. 2—7 og sunnudaga kl. 5—7. — Útibúið á Hofsvalla- götu 16 er opið alla virka daga, inema laugardaga, þá kl. 6—7. Útibúið, Efstasundi 26, opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5%—7%. Þjóðminjasafnið er opið á þriðjudagum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 1— 8 e. h. og á sunnudögum kl. 1— 4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðin tima.. Skiðasleiar íyrirliggjandi. GEYSIR H.F. V eiðarf æradeildin. Vesturgötu 1. Kddaúlpur á böra og fullorðna, allar tegundir. - Kuldahúfur á börn og fullorðna, glæsilegt úrval. Snjébomsur Nærföt hlý og vönduð. Peysur ágætt úrvaL öllarsokkar Hosur Vandaðar vörur! Smekklegar vörur! Fatadeildin, Aðalstræti 2. Bæfakeppni í hendknattBeik. Úrslií á föstudag (í fyrri hluta) urðu þessi: 2. fl. kvenna, Rvk. 9. Háfnarf. Ó. í fyrra 7:3 Meistarafl. kvenna: Rvk. 9. Hafnarf. 5; í fyrra 18:7. . 2.U. karla: Rvk. 18. Hafnarf. 15. í fyrra 13:13. í 2, fl. kvenna voru yfirburð- ir Reykavíkur of miklir til þess að leikurinn yrði skemtilegur. ^tafnarf jarðarstúlkurnar voru flestar mun yngri og lægri í loftinu en sumar þeirra sýndu þó skemmtileg tilþrif, sem lofa góðu um framtiðina. Ármanns- liðið lék fyrir Reykjavík. Meistarflokksléikurinn varð jafnari en búizt var við. Kom það helzt til af því, að mark- vörður Þróttar (sem lék fyrir Reykjavík) var forfallaður, en að öðru leýti voru yfirburðir Þróttar miklir. Hápunktur kvöldsins var leikurinn í 2. fl. karla, enda var búizt við. mjög tvísýnum leik eftir jafnteflið í fyrra. Lið Reykjavíkur (í. R.) tók for- ustuna en hélt henni ekki lengi og skiptust á jafntefli og eitt mark yfir á annan hvorn veg- inn. Lið f. R. hefir á að skipa sterkari einstaklingum, en sund urlaus og opin vörn er þeirra veika hlið. í hálfleik stóð 8:7 fyrir Reykjavík. ; í byrjun síðara hálfleiks náði iReykjayík góðu forskott (10:7) sem fljótllega var jafnað upp aftur. En nú virtist úthald Hafnfirðinga á þrotum og voru Reykvíkingar íiprari það sem eftir var. Síðara kvöld. Úrslit: 3. fl. karla: Rvík 6, Hafnarfj. 9. í fyrra 7:8. 1. fl. karla: Rvík 10, Hafnarfj. 10. í fyrra 17:12. Meistarafl. karla: Rvík 20, Hafnarfj. 24. í fyrra 12:17, í 3. fl. tóku Hafnfirðingar þegar forystuna og höfðu fljót- lega fært stöðuna í 4:1, en þá tók Reykjavík að sækja á (Ármannsliðið) og í hálfleik stóð 5:4 fyrir Hafnarfjörð). í byrjun síðari hálfleiks juku Hafnfirðingar forskotið í 7:4 en Ármann minnkaði bilið aftur (7:6), en Hafnfirðingar bættu enn við og sigruðu á samstillt- ari leik. Höfuðgalli Ármenninga er ofmikið fum og ekki nóg hugsun, en viljann og áhugami vantar ekki. í 1. flokki kepptu Reykjavík- urmeistarar K.R. fyrir höfuð- borgina. Leikið var framur ró- lega í byrjun og kom fyrsta markið (K.R.) ekki fyrr en á 8. mín. Hafnfirðingar jöfnuðu strax og nú komst verulegt fjör í leikinn (2:2, 3:3, 4:4), en Hafn- firðingar náðu 6:4 og aftur jafnaði K.R. og. komst yfir í lok hálfleiksins (7:6). Hafnfirðingar jöfnuðu þrisv- ai' en (7:7, 8:8 og 9:9), en þá tók K.R. góða forystu (13:9) og eftir það misstu Hafnfirðingar öll tök á leiknum. Markmaður Reykvíkinga. hinn gamalkunni Sólmundur Jónsson stóð sig af- burðavel og á stóran þátt í þess- um sigri. Nú var komið að hápunkti þessarar bæjarkeppni, leiks meistarfl. karla. Hafnarfjörður bju'jaði vel og' náði góðri forystu með virkari og samstilltari leik. Vörn þeirra var mjög þétt og gekk Rvík illa að komast í gegn. Hafnarfj. hafði skorað 4 mörk þegar það fyrsta kom frá hinum. Hf. hélt sínu góða forskoti lengi vel og seint gekk að jafna bilið (8:4, 9:5, 10:6, 11:7) og hálfleikur endaði 12:8. 1 Síðari hálfleikur byrjaði á mjög glæsilegu marki með vinstri hendi frá Karli Jóhanns- syni (12:9). Birgir Björnsson svai'aði með að skora snöggt í gegn. Og aftur skoraði. Karl fallega en vörn R. losnaði nú mjög og færði H. töluna í 16:11. Nú fór að harðna fyrir alvöru og skyndilega stóð 17:15 og 18:17 og 18:18. Engu var líkara en þakið ætlaði að rifna af hús- inu, slík voru hróp áhorfenda. Reykjavík tók nú forystuna í fyrsta sinn með 19:18, en aftur var jafnað. Staðan var 21.20 fyrir Hf. er dæmt var- vítakast á R (22:20) og réði það úrslit- um, spennan minnkaði og sigur Hafnarfjarðar öruggur í einum harðasta og skemmtilegasta leik er sést hefur að Háloga- landi. Reykjavík vann þessa.bæja- keppni með, 8 stigmn gegn 4 og vann til eignar. bikar gefinn af- Ásbirni Ólafssyni stórkauo- í manni, I Kormákr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.