Vísir - 18.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 18.02.1957, Blaðsíða 10
vísm Mánudaginn 18. febrúar 1957 ■ti 10 3® • -7,í rm EDISOM ^ARSHALL: Víkiwqunm 54 IBBB.íEIEBHBESBfi^BBBBBSIIB skreytingar, og þar fram eftir götiinum. Salir okkar voru sem greni í samanburði v.ið marmarahallir suður í löndum, og með- an við, að því er þeir hugðu, bjuggum til snjókarla til að hlægja að, reistu þeir líkön úr steini, skreytt fílabeini og gulli, guðum sínúm til dýrðar. Alan hafði sagt mér frá hinum ljóshærðu Þjóðverjum Norður- Evrópu, sem gátu ekki staðist alla þassa dýrð, meðan við sát- um. í hreysum okkai’, en á þeim ógnarinnar og smánarinnar stundum, er yfir menn og þjóðir koma, risu menn upp og brutu á bak aftur veldi Rómar, ruðst var inn fyrir veggi hennar, sólin var sem skýjum hulin, og kvöldmistur seig á, og var að- eins tekið greiðast sundur. En hví skyldum við, þjóðverskir menn, fyrirverða okkur, fyrir að knýja þá í duftið, sem höfðu hlegið að okkur í eymd okkar? Og nú vaknaði skyndilega með mér sú hugsun, að styrjöld ökkar við Róma væri ekki lokið, og að í hvert skipti sem vík- ingafloti færi til árása væri það áfall fyrir Rómaborg. Við höt- uðum hana frá dýpstu hjartarótum. Þar sem hennar Ijós log- aði skyldi það slökkt verða — og við skyldum slökkva það. Flestir af okkar ljósa kynstofni höfðu viðurkennt hana, Englar og Saxlendingar og Jótlendingar, og margir aðrir, svo að við Norðmenn urðum að halda áfram að brenna hallir þeirra, sem voru fegurri en þær, sem við gátum byggt. Qkkur fannst að við yrðum að gera þetta, og að við yrðum að stela guili þeirra og nauga konum þeirra, en framar öðrum kölluðum við til Óðins: Dreptu presta þeirra. Það var fornt hatur, sem brann mér í lorjósti, og ást til krist- innar meyjar gat ekki slökkt það, og það hlakkaði í mér af tilhugsuninni á þessari sjóferð úr norðursins og vindanna heimi, að geta aftur ráðist á þá sem höfðu hætt okkur — það hlakkaði í mér af tilhugsuninni um að geta traðkað á öllu í Rómaborg. Er ég hugleiddi allt þetta varð ég tregur til að gera árás á serkneskan bæ, sem við fundum handan Klettsins. Eins og við voru Serkjar innrásarþjóð hér, og rændandi og ruplandi um borgirnar, þar sem menn vildu ekki greiða þeim fé sem þeir kröfðust. Er þeir gengu til orustu ákölluðu þeir hástöíum guð sinn, Allah, en Móhammeð var spámaður hans, en þótt þeir að gáf- um og lærdómi gætu ekki jafnast á við hina fornu Rómverja, stóðu þeir framar að mörgum hinum kristnu mönnum okkar tíma. Þannig höfðu þeir sýnt, að kristnir menn voru ekki eins mektugir og þeir vildu vera láta, og þeúra guð ekki sá eini guð, sem var þess verður að tilbiðja. En á sviði lista voru Márar langt komnir og á lærdóms vegi lengra en vér. Kristnir menn kölluðu þá vantrúarmenn, en okkur, sem áköllum Óðinn, kalla þeir heiðingja. Við réðumst því á Agezera, eins og borgin var kölluð og ég kveikti með eigin hendi 1 hinu reisulega Serkjamusteri, sem þeir kalla mosku. Blóðið rann í straumum, en ég vildi, að það hefði verið blóð kristinna manna, en ekki Serkja. Við Malaga réðjst á okkur floti, se mí voru hundrað galeiður og áhafnir þeirra voru ólmar að hefna sín. Þeir réðust á okkur af mikilii heift. En við unnum sigur, ekki þó ún þess að rnissa þrjú skip. Frá hinni háturnuðu Valencia urðum við þó að flýja. Út um hlið borgarinnar seddu óðir Serkir, svo að við sáum þann kostinn beztan að hörfa aftur til skipanna. Það eina, sem við græddum á þessu strandhöggi voru nokkrir ávextir, sem þeir kölluðu appelsínur og sítrónur. En við misstum um hundrað menn. 2. Þar eð allar hafnarborgir voru .víggirtar og varðar af öflug- um Serkjaflotum, datt mér í hug að læðast í land og heimsækja einhverja borg inni í landi. Við Kitti höfðum uppgötvað fyrir löngu síðan, að kænska var einskis virði án þekkingar. Fyrst varð því að afla sér þessarar þekkingai’, og sá líklegasti til að geta miðlað henni var lærður maður, sem hét Paul, kristinn maður, einn af galeiðuþrælunum, sem ég hafði bjargað, þegar Björn ætlaði að sökkva galeiðunum. Ég gat ekki talað við hann, en Alan gat gert sig skiljanlegan við hann á lélegri latínu. Ég hét Paul því, að ég skyldi útvega honum frelsi, ef bragð okkar heppnaðist. Paul sagði okkur, að þar sem Ebiofijót rynni til sjávar væri mjög strjálbýlt, og grunnskreiðustu skip okkar gætu komizt alla leið til Sarkosta, sem væri tæpar hundrað milur frá landamærum konungsríkisins Navarra. Þegar minnst var á þetta við Hasting, hafði hann ekkert við það að athuga. Við settumst því niður á ráðstefnu á flaggskipi hans og höfðum rauðvínskút á milli'okkar. Þar réðum við ráðum okkar. Fyrst létum við varðmennina í turnum, Serkjanna horfa á flota okkar, þar sem hann stefndi í suðurátt með fram strönd Valencia. En þeir höfðu ekki minnstu grun um, að þegar við vorum komnir fyrir höfða einn, beygðum við á haf út, snerum síðan við og fórum til baka. Það var líka þoka þennan dag, svo að þeirra eigin skip urðu að sigla með ströndurn fram. Þegar við komum til Tortosa, sem er í um þrjátiu mílna fjarlægð frá ströndinni tókum við gísla, svo að ibúar borgar- innar gerðu ekki vart við okkur. Annars hefðu þeir vafalaust gert flotum Serkja aðvart og okkur herfði verið gerð fyrirsát. Þegar við komum til Sarkosta, voru þar háir borgarveggir, en íbúarnir höfðu engan skipakost og gátu því ekki gert okkur neitt mein. Þar skildum við eftir dreka okkar og þriðjung liðs- ins, til að verja hann, en hinir flýttu sér til Navarra. Þegar við vorum komnir rétt inn fyrir landamærin áttum við stór- orustu við Garcia konung og fjögur þúsund manna her, vopn- aðan spjótum. I þessari orustu misstum við þrjú hundruð manna, felldum r,íu hundruð og tókum Garcia til fanga. Til þess að leysa hann út, borgaði ríkisféhirðirinn okkur 90.000 denara — yfir þúsund pund í skæru silfri. Jafnvel Hasting glennti upp augun, þegar hann sá silfur hrúguna, sem var stærri en sú, sem Parísarbúar höfðu greitt Ragnari tíu árum áður, þegar hann réðist á Parísar- borg. _ En þegar ég hafði gefið Paul frelsi og leyfi til að fara heim til sín, yfir um Alpana, sem liggja niður að strönd Miðjarðar- hafsins, var hann hikandi. Þegar ég spurði hann, hvernig á því stæði, sagði hann, að kona sin væri gift aftur, synir sínir væri búnir að erfa jörð sína, og presturinn væri lcngu búinn að syngja sálúmessu yfir sér. Ég fékk honum því spiót og skjöld fallins víkings og bauð honum áð fylgjast með okkur. Við rændum öilu, sem hönd á festi og tókum alla þá hesta, sem við fundum, til að bera á þeim baggana. Auk þess bundum við bagga á okkur sjálfa. Við fórum aðra leið til baka, ekki til að auka ránsfeng okkar, heldur vegna nýjungagirni her-1 mannanna, sem alltaf vildu, að eitthvað nýtt bæri fyrir augað. Þeir fengu líka að lenda í ævintýrum. Við komum að fjalla- borg einni, sem var girt háum garði. Serkirnir, sem byggðu þessa borg, þekktu áreiðanlega ekkert til Norðurlandabúa, því að þeir fylktu öllu liði sínu fyrir framan aðalhlið borgarinnar. Þetta var allfjölmennt lið og sýnilega skipað öllum karl- mönnum í borginni, sem vettlingi gátu valdið. í her þeirra voru gráhærð gamalmenni og unglingar, sem ekki var sprottin grön. Við áttum ekki von á miklu herfangi í þessari borg, svo að við vorum í vafa um, hvort við ættum að leggja til orustu. Við mundum áreiðanlega missa eitthvað af liði okkar. Hasting, Björn, ég og nokkrir af skipstjórnarmönnum skut- um á ráðstefnu. — Við skulum berjast sagði Björn. Hann langaði til að fá að sveifla öxi sinni. iú A» k«v*ö*l*d*v*ö*k*u*n*n*i Sextán ára gamall piltur í Detroit framdi þjófnað í banka, sem þótti einstæður í sinni röð, og lögreglan þar í borg hafði ekkf vitað slíks dæmi áður. Pilturinn hafði fest togleður á gönguprik, skotið prikinu milli rimlanna hjá bankagjald- keranum á meðan hann sneri sér andartak frá og við staf- prikið loddu tiu 50 dollara seðlar. í Bandaríkjunum hefir verið framleiddur sérstakur búning- ur, sem þolir meiri liita en nokkur annar fatnaður sem framleiddur hefir veri’ð til þessa. Og sá, sem klæddur er búningnum, finnur ekki held- ur fyrir hitanum Þegar búningur þessi var sýndur opinberlega fyrir skemstu, kveikti sá, sem í bún- ingnum var, eld í mjög stórum öfni. Þegar tekið var að loga glatt í ofninum fór maðurinn með stærðar sneið af hráu kjöti inn í ofninn og kom að vörmu spori út aftui’ — heill á húfi eins og ekkert hafi í skörizt — með kjötsneiðina steikta. ★ Vegfarandi, sem var á gangi á götu heyrði hræðsiuóp konu inni i einu húsinu sem hann gekk framhjá. Hann æddi inn í húsið ef það gæti orðið til þess að hann gæti orðið hinni nauðVöddu konu að einhverju liði. Þegar inn í húsið kom, skýrði hin óttaslegna kona gestinum frá því áð sonur hennar lítill hefði gleypt stóran pening. Maðurinn gerði sér lítið fyr- ir, tók í fætur stráksa og dingl- aði honum og hristi hann til þar til honum varð bumbult og kastaði upp, þ. á m. peningnum, Allshugar fegin sagði konan: „Kærar þakkir, læknir góð- ur. Hvílík heppni að þér skyld- uð hafa gengið hér framhjá á réttu augnabliki! Hvað skulda eg yður?“ „Eg er ekki lælcnir,“ sagði fjármálaráðherrann“ og tók um leið hatt sinn og fór. C. £. SunouqhA — TARZAIM — 2294 k L. y* víu iki’aoana hélt áfram og Tarzan dulbúinn sem John Shea varðist þar fremstur í flokki. í hvert sinn sem hleypi. v.ar at skou xeu einn Arabi. En Arabarnir vpru margii’ og þeir voru einnig afbi*agðs skyttur og jl- hermennmir íenu unnvórpum og um hádegi var helmingur hermannanna í virkinu fallnir eða láu helsærðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.