Vísir - 27.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 27.02.1957, Blaðsíða 10
'Jlt io vísm Miðvikudaginn 27. febrúar 1957 EÖSSO.M IWI4RSHALL: ■«■■ : »] VíkiHflUfiÍM f£2 •— Jú, það er mjög sennilegt. ! — Takið þá eftir því, sem ég segi: Hrólfur, þú ferð með Hugh til bækistöðva okkar, eins og honum var lofað, og ef hann deyr, þá sjáðu um, að hann fái þá útför, sem hann óskar. 9ttó fer með þér, en hinir koma með mér. Við skulum ekki fara okkur ótt, en þegar við komum til York, ráðumst við á þá eins og hungraðir úlfar. -Ottó lagði Hugh á bak sér og hann og Hrólfur lögðu af stgð til hestanna. Við rérum lífróður eftir fljótinu og eftir um fjóra klukkutíma komum við til Hálfdáns. — Aella er á leiðinni iandveg með tvö hundruð riddara frá Lincoln til York, sagði ég við hinn mikla víking. ■ — Þú gerir mig blóðþyrstan, sagði Hálfdán og hristi sitt fræga spjót. — Hvað er langt síðan hann lagði af stað? — Rétt eftir myrkur. — Ég geri ráð fyrir, að landleiðin sé helmingi styttri en sjó- Iþiðin. En ef hann hvessir og gerir góðan byr. Og hann leit í suðurátt til að gá til veðurs. — Því fleiri skip, sem þú getur lánað okkur, því meiri von er til að við getum varnað honum að komast til York. Ef þú getur lánað okkur hundrað getum við tekið York. — Ég get lánað ykkur tíu fullskipuð. Það er hálf skipshöfn <jf tuttugu skipum. Ég verð að hafa hitt til að berjast við Ját- mund, konung Austur-Englands. \ Mennirnir, sem við höfðum skilið eftir um borð í Grímhildi, Urðu harla glaðir, þegar við komum aftur. Því næst lögðum \fið-af stað út úr fljótsmynninu í fararbroddi skipa okkar og ^igldum og rérum út á flóann. Innan stundar létti regninu og það rann á, blásandi byr. Við sigldum æsibyr allan daginn og állir voru í bezta skapi. Þegar dimmdi aftur vorum við nálægt þorp Wyke. Þá lægði ákyndilega og eftir það urðu ræðarar okkar að róa. í Ijósa- Jkiptunum voru við staddir við Oúse. Þar fóru um fjögur hwndruð manns af skipunum og lögðust í launsátur. Því næst þéldum við áfram og tókum herfángi allar ferjur, sem á leið ojíkar urðu, en gáfum ferjumönnum grið, því að þeir færðu Qkkur góðar fréttir. Það var engin efi á því lengur, að við höfð- um unnið kapphlaupið. Tveir hraðboðar höfðu nýlega komið þeysandi á hálf- sprungnum hestum með fréttir um, að konungurinn væri á leiðinni, svo að ferjurnar væru tilbúnar að ferja þá yfir. Búið' var að setja kjöt inn í bakarofnana í konungshöllinni, kælaj vínið, hirðmennirnir höfðu smurt.kné sín og silkisvæflum hafði verið hagrætt í rúmi konungsins. Nú gátum við veitt þeim varmar viðtökur, ef heppnin var með okkur. 4 ----- Við höfðum sett varðmenn, sem áttu að sjá fyrir öllum þeim, sem ætluðu að vara konunginn við. En sjálfur varð ég að vera um borð í skipi mínu. Stjörnur voru nýlega kviknaðar, þegar ég fékk boð frá drek- ernum Helgu um það, að bátux-, mannaður fjórum ræðurum, væri að læðast í áttina til bryggju konungsins. Ég sagði skip- stjóranum að láta sem hann vissi ekki af bátnurn, en ég færði skip mitt í skuggann neðar í flótinu. Naumast höfðum við tekið okkur stöðu, þegar sunnanvindurinn bar að eyrum okkar há köll og hróp, sem komu úr fjarska. Við vissum, að menn okkar höfðu ráðist á fjandmennina. Orustugnýrinn hljóðnaði innan skamms. í huganum sá ég Aella á hröðum flótta á gæðingi sínum. En ég hafði lagt svo fyrir, að enginn mætti bera vopn á hann af ótta við, að Morg- ana kynni að særast. Þeir, sem fleygðu sér í fljótið, annað hvort ríðandi eða á fæti, voru þegar drepnir eða teknir höndum. Við, víkingarnir um borð í Helgu og Grímhildi, biðum eftir bátnum, sem kom út úr sefinu. Innan skamms sáum við bátinn koma út úr sefinu og fram á mánabjartan vatnsflötinn. Hann rann hægt áíram eins og sæi'ð önd. Offa benti upp sex fingrum, sem áttu að merkja fjóra ræðara og tvo farþega. Ég átti von á að heyra Moi'gana kalla á hjálp frá skipunum, en það varð ekki. Annað hvort hafði verið bundið fyrir munn henni, eða henni hafði verið hótað bana, ef hún léti til sín heyra. Þegar báturinn var kominn góð- aix spöl út á ána, gaf ég ræðurum minum merki. Við vorum komnir hálfa leið, þegar víkingarnir um borð í Helgu ráku upp óp. Báturinn sneri þegai’ undan straumnum. En í sama bili komu bátsmennirnir auga á okkur og sáu, að engin von var til undankomu. Þá greip Aella til örþrifaráða, en hann var í bátnum. Hann stökk upp, hvolfdi bátnum og stakk sér. Ég sá einn af ræður- unum grípa um Morgana með öðrum handleggnum, en hinni hendinni hélt hann í bátinn. Fyrir þetta gaf ég honum lif seinna meir. Þegar mér var Ijóst, að henni var borgið, gat ég snúið mér að Aella. Ég sá hann berast með flóðinu. Hann var að í’eyna að losa sig við herklæðin, svo að hann væri léttari til sunds, en hann varð of seint að stinga sér. Ég þreif upp stóran járnkrók, sem tengdur var við festi og varpaði honum. Krókurinn festist undir hendinni á honum. Þetta var álíka veiði og sú, sem Kitti hafði fengið undan ströndum Fríslands. Ég dró hann í flýti upp í skipið. — Bindið hann eða drepið hann, eftir því sem ykkur þóknast, sagði ég við menn mína, sem stóðu þögulir af undrun. Því næst hijóp ég fyrir boi'ð. í einu vetfangi var ég kominn að bátnum. En þegar ég rétti Morgana hönd mína, tók hún ekki í hana. Ég þarfnast ekki þinnar hjálpar, Ogier, sagði hún og leit undan. XVI. KAFLI. DAUÐA HÖNDIN. 1. Skipshöfn mín dró okkur upp og því næst var róið að strönd- inni, sem við höfðum komið fi'á. Þar var kveiktur upp eldur. Sumir störðu á fangann, aðrir blönduðu sér við hinar skips- hafnirnar, en enginn leit á Morgana, því að Kitti var að færa hana úr fötunum og sveipaði hana brekáni. -Ég talaði í hljóði við skipstjórnai'mennina viðvíkjandi náttstað og varúðarráð- stöfunum gagnvart árásum borgarliðsins. Skömmu seinna kom landgöngulið okkar. — Aella, konungurinn, sat rétt hjá eldinum, í þeim bönd- um, sem Kuola hafði brugðið um hann. Ég skar á böndin um úlnlifír hans, svo að hann gæti borðað. Einn af lávörðum hans hafði bundið um' áverkann undir hendi hans, en það hafði kom- izt kuídi í sárið og höndin var stirðnuð. — Þú hefðir ekki náð mér, ef sverðið hefði ekki þvælzt fyrir mér, sagði hann. — Ég gat ekki losað reimina. — Er þetta sama sverðið? spurði ég. Ég hafði tekið eftir því, að sverðsklótið var úr tré. — Segðu mönnum þínum að færa sig fjær, og þá skal ég svara þér. Því næst tók hann eftir Alan, sem stóð þar. — Alan var viðstaddur í fyrra skiptið, svo að hann má gjarnan vera viðstaddur nu, sagði konungurhxn. Ég rak burtú alla norrænu mennina, en hafði aðeins hjá mér Alan og hina íélaga mina. En hjá Alan varð aðeins Rudolf eftir. — Ef þú heldur, að ég hafi gleymt, þá ertu á villigötum, sagði konungúrinn. — Ég man öll atriði, sem skeðu þetta r k»v*ö«I*d*v*ö4*u*n*n«i Innbrotsþjófur brauzt inn í íbúð nokkra í Florida. Þar inni fann þjófui'inn soltinn kött og leitaði handa honum að mjólk, sem kisa lapti með góðri lyst. Þegar þjófurinn var búinn að reka erindi sín eftir vild í hús- inu hengdi hann miða á hurð- ai'húninn um leið og hann fór út. Á miðanum stóð: ,,Eg mun kæra yður fyrir brot á dýraverndunai'Iögunum sökum slæmrar meðferðar á kettinum.“ ★ Fátt fólk var að þessu sinni í næturlestinni milli Kölnar og Munchen og ungur stúdent hugsaði gott til glóðarinnar að geta lagt sig út af á leiðinni og sofnað. Hann kallaði á brautai’þjóninn, um leið og hann gaf honum drykkjupen- inga og bað hann að vekja sig' um leið og lestin komi til Heid- elberg^ því þar ætlaði hann út. „En í guðanna bænum," bað stúdentinn, „hristið þér mig duglega og hættið ekki fyrr en eg er örugglega kominn út, því eg sef eins og steinn og það er erfitt að vekja mig.“ Brautarþjónninn hét að gera sitt bezta og stúdentinn lagði sig til svefns. Morguninn eftir vaknaði hann af sjálfsdóðum, erx vai’ð skelfingu lostinn þeg- ar hann varð þess áskynja, að letsin var komin langt fram- hjá Heidelberg og langleiðis til Múnchen. Hamslaus af bræði leitaði hann brautai'þjóninn upþi og’ helti úr skálum reiði sinnar yfir hann. Brautai'þjónninn sat stein- þegjandi og gneypur og hlust- aði á bölbænir farþegans, Loks þegar stúdentinn þagnaði tók hinn til máls og sagði: „En hvað er þetta samanbor- ið við veslings manninn, sem eg fleygði sofandi út úr í Hei- delberg.* * Blaðið „Wall Street JournaI“ í New York hefir lýst því yfir, að bílar sé nú svo fullkomnix' orðnir, að þeir verði naumast endurbættir úr þessu. Það eixxa, sem unnt væri að fir.i.a uyp til viðbótar því_ sem þegar hefir verið gert, eru hemlar, sem stíga á ökumanninn. £ & SuwcugkA TARZAN 2301 L. Tarzan rak hnífinn í manninn, sem féll andvana trl jarðar. Tarzan leit snöggvast i andlit Gora, nxánans, sem var þögult vitni um sigur apa- mannsins. Þeir biðu til dögunar bak við hæð- ina, en þegar glæta sást á himni í austri stigu þeir á bak reiðskjótum sinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.