Vísir - 05.03.1957, Side 4

Vísir - 05.03.1957, Side 4
4 ▼fsn Þriðjudaginn 5. marz 1957 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Bréf: Hiísmædrakennaraskólinn á að vera í Reykjavík. Hér eru skilyrðin Isezt fyrir hann. Fékk Tíminn fyrirmæli? Á föstudaginn skrifuðu bæði Tíminn og Alþýðublaðið um það, að Einar Olgeirsson einn aðalforingi kommún- ista, mundi eiga að taka við í nýrri línu frá Moskvu, er ' fundi Norðurlandaráðs væri ' lokið í Helsinki. Taldi Tím- ! inn ekki ósennilegt, að fleiri ,,mætir“ kommúnistar væru á förurn eða farnir utan til þess að taka við línunni með Einari, og nefndi meðal j annars Björn Bjarnason, fyrrv. formann Iðju, Stein- þór Guðmundsson kennara, auk Brynjólfs og Kristins E. Andréssonar. En ekki varð vart neinnar fordæmingar í skrifum þessarra blaða. Þjóðviljinn tók þessum skrifum mjög illa á laugardag og taldi þau met í pólitísku sið- ieysi og lubbamennsku. f Hann leit vitanlega svo a. að 1 ef Einar ætlaði að nálgast 1 hina íslenzku stefnu þar ytra, þá ættu menn ekki að I vera hafa orð á slíku, og lét þess getið, að Alþýðuflokk- urinn væri eini flokkurinn hér á landi, sem væri í or- lendurn samtökum. Það eru I svo sem ekki útlendu sam- I böndin hjá kommúnista- flokknum islenzka öðru nær. eins og allir gera sér grein fyrir. Menn biðu þess nú með nokk- urri eftirvæntingu, hver yrði næsti leikur i þessu máli, og hann áttu Tíminn og Alþýðu blaðið. Hið síðarnefnda svaraði fullum hálsi — aldrei slíku vant — og lagði fyrir Þjóðviljann spurningu um það, hvar Einar Olgeirsson væri niður kominn, og’ hverra erindahann væri. Tíminn mælti hinsvegar ekki orð og er það hald raanna. að hann hafi fengið fyrirmæli um það frá æðri stöðum að vera ekki að vekja reiði banda- manoanr.'i. Það er íall ástæða til þess fyrir þá stjórnarflokkanna, sem telja sig fylgja lýðræðinu og vilja ekki ganga á mála hjá einræðisstefnum, að þeir geri sér grein fyrir því, hvernig vinnubrögðum er hagað hjá kommúnistum c-«» fyrir hverja "þeir starfa fyrst og fremst. Þjóðviljinn varð að sjálfsögðu æfur, af því að hann hélt að Einar og fleiri slikir mættu fara frjálsir ferða sinna fyrir öðrum stjórnarsinnum. úr því að kommúnistar veittu svo mikilvæga hjálp við að koma Stjórninni í heiminn. Al- þýðublaðið virðist ekki vera sömu skoðunar og kommún- istarnir að þessu leyti, enda þótt það hafi oft verið dauft í dálkinn þegar kom- múnistar hafa æst sig við það, en Tíminn virðist alveg hafa lagt niður rófuna eins og hann vilji játa, að um frum- hlaup hafi verið að ræða. Hreyfing virðist vera í þá átt, að flytja Húsmæðraskóla íslands frá Reykjavík og stað- ! setja hann framvegis úti á 1 landi, en helzt mun Akure/i hafa komið til greina sem heppilegur staður fyrir hann. Mér finnst, að við konur gét- um ekki látið því ómótmælt, ef ætlunin er að flytja skólann á brott héðan. Það er áreiðan- legt, að hann er í alla staði bezt settur hér í Reykjavík því að hér er öll aðstaða mun betri fyrir starfsemi hans, en til dæmis úti á landi, þar sem fólk er miklu færra. í því samband er rétt að benda á eitt, sem er veigamikið atriði í skólastarfseminni, en það er æfingakennsla. Hér eru vitanlega margfalt betri að- stæður og tækifæri til að stunda æfingakennslu, af því að hér eru miklu fleiri skólar og stúlk- ur sem hægt er að hafa æf- ingakennslu í sambandi við. Þetta er mjög veigimikið atr- iði, því að þótt kennsla sú, sem námsmeyjarnar njóta, sé vit- anlega mjög mikilvæg, er það ekki síður mikilvægt, að þær g'eti notfært sér þá þekkingu, sem þær hafa aflað sér, með því að segja öðrum til. Þá kem- ur einnig í ljós, hversu heppi- leg kennaraefni þær eru. Húsmæðrakennaraskólinn hefir verið í húsnæðisvandræð- um, og er illt til þess að vita, því að segja má með nokkrum Mikilvæg stofnun. Heilsuverndarstöð Reykjavíltur var vígð formlega á laugar- daginn, en stofnunin var raunverulega tekin til starfa fyrir nokkru. Þar er nú mið- stöð heilsuverndarstarfsins í bænum, og þeir eru því margir, sem þangað eiga ein- hvern tíma erindi. Undir- búningur stöðvarinnar hefir staðið all-lengi, enda eðlilegt að höndunum sé ekki kastað til slíkra framkvæmdá, er snerta hvern bæjarbúa að meira eða minna ieyti. Mál- inu var fyrst hreyft fyrir um það bil ellefu árum, þeg- ar bæjarstjórnin kaus nefnd til að hafa með höndum und- irbúning á byggingu og skipulagi . fullkominnar heilsuverndarstöðvar. Síðan hefir verið unnið jafnt og þétt að lausn inálsins svo að það er nú komið farsælleg'a í höfn. Það eru sem næst sjö ái', siðan hafizt var handa við sjálfa í bygginguna, og fyrsti þátt- ur heilsuverndarstarfsins í henni hófst fyrir um þrem árum. Siðan hefir starfsemin í byggingunni aukizt jafnt og þétt, svo að þar er nú unnið á einum stað það heilsu- gæzlustarf, sem var áður deift um allan bæinn að kalla. Mikilvægi stofnunar- innar kemur bezt í ljós, þeg- ar þess er gætt, sem skýrt var frá í sambandi við vígsl- una, að þar kæmi svo mikill fjöldi manna að því svaraði, að hver bæjarbúi ieitaði þangað einu sinni á ári hverju. Merkum áfanga í heilbrigðis- málum bæjarins hefir nú verið náð, er þessi stofnun cr tekin til starfa af kappi. En ekki má gleyma frumherj- unum í þessu sambandi, þeim, íem lögðu grundvöll þess starfs, sem nú er unnið í hinni glæsilegu byggingu við Barónsstíg. Fjörutíu ára starf hjúkrunarfélagsins Líknar verður seint þakkað sanni, að hann sé að vissu leyti háskóli kvennamenntanna, í Indinu. Engum mun koma til hugar að flytja háskóla íslands norður á Akureyri eða á ein- hvern annan stað en með tíð og tima getur vel verið, að þar rísi annar háskóli, þegar mann- fjöldinn 1 landinu og aðrar að- stæður eru hentugar til þess. Eins má seg'ja, að Húsmæðra- skólinn eigi hvergi heima ann- ars staðar en hér í Reykjavík, enda þótt sá tími kunni að koma, að annar samskonar skóli verði settur á fót úti á landi. En meöan aðstæður eru livergi eins góðar og hér — því að húsnæðjfleysi má leysa með góðum vilja en aðrar að- stæður ekki skapar eins fljótt — á skólinn að verða hér og enginn vafi er á því, að náms- meyjum er það fyrirbeztu. Ættu konur, hvar í flokki sem þær standa, að reyna að beita áhrif- um sínum í þá átt að skólinn verði framvegis þar sem vaxt- arskilyrði hans eru bezt og öll skilyrði fyrir heilladrjúga starfsemi. Húsmóðir. Akranesbátar beita loðnu. Frá fréttarltara Vísis Akranesi í morgun. Frá áramótuni til febrúarloka hafa Akranesbátar lagt á land 2463 lestir, en á sama tima í fyn-a var aflinn 2943 lestir. Sigurvon er aflahæst með 170 lestir, Höfrungiir ineð 167, og' Skipaskagi með 165 lestir. Aðrii- bátar hafa allmikhi minna. Á þessu tímabili hafa þeir bátar, sem flesta róðra hafa, farið róið 32. sinnum. Verður því meðalafli í róðri fremur lítill, jafnvel hjá þeirn sem bezt hafa fiskað. Fyrsti róðurinn með loðnu var á laugardag. Fengu bátar Har- aldar Böðvarssonar loðr.u til beitu á 10 stampa hver, en aðrir beittu síld. Aflinn á loðn- una var heldur betri og voru þeir með um sjö lestir. Von er á loðnu frá Þorláks- höfn í dag og á morgun munu allir róa með loðnu. Tveir bátar, verða gerðir héðan út til loðnu- veiða, eru það Freyja sem farin er út og Skógarfoss frá Reykja- vík, sem verið er að útbúa til veiða. Pilnik í f jöl- teflum. Síðastliðinn miðvikudag tefldi Hermann Pilnik fjöltefli í Sjómannaskólanum við 56 þátttakendur. Úrslit urðu þau, að Pilnik vann 42 skákir, gerði 12 jafn- tefli og' apaði 2 skákum. Þeir, sem unnu, voru Haukur Bjarna son og Þórarinn Sigfússon. Eru þetta rúm 85 % vinninga, sem er mjög góð útkoma. Hernian Pilnik, stórmeistari, tefldi fjölskák í Keflavík í gær- kveldi. Var teflt á 50 borðum og fór fjölteflið fram í bíókjallaran- um. Vann hann 41 skák, tapaði fjórum og gerði fimm jafntefli. Listamannaklúbb- urinn í Naustinu. Listamaimaklúbbiirinn hefir nú fengið inni í Naustinu, verð- ur framvegis í súðinni. Samkomudagar verða fram- vegis á miðvikudögum, og verð- ur opið frá klukkan fjögur. Sér- stök fundarefni, sem verið hafa hingað til, falla niður, og verður þetta fyrst og fremst staður fyrir menn til að hittast og skrafa saman. Rétt er að geta þess, að enginn fær veitingar án þess að framvísa félagsskírteini. til fulls og það má aldrei gleymast, því að þá mundi glatast mikilvægur þáttur úr sögu bæjarins, i Heintz Lúbeke landbúnaðar- ráðlierra V. Fýzkalands hef- ur lagt lyrir sambandsþingið í Bonn nýja áætlun til stuðn- Ings landbúnaðlnum og nema útgjöld samkvæmt henni 1.212 niilljörðuni marka. Sagt hefur verið frá nokkrum atriðum úr sögu fánamálsins í þessum dálki, en rétt er að geta nokkru hins óvænta og mikil- væga atburðar, fánatökunnar, og hver áhrif hún hafði á hugi landsmanna. Fánatakan. Það var hinn 12. júní 1913, að ungur maður hér í bæ, Einar Pétursson (síðar stórkaupmað- ur) var að róa á skemmtibáti hér í höfninni og hafði uppi íslenzka fánann. Þá var hér statt danskt varðskip og var mannaður á því bátur, til þess að elta uppi bát Einars, og taka af honum fánann. Um þetta segir G. G. H. í fyrrnefndri Andvaragrein: ,,Nú var íslendingum einu sinni nóg boðið. Danskir fánar blöktu á allmörgum húsum þennan dag í virðingarskyni við varðskipið danska. En þegar fregnin barst um tiltæki hins danska sjóliðsforingja hurfu dönsku fánarnir skyndilega — allir sem einn, og um kvöldið skar skólapiltur niður fánann á sjálfu Stjórnarráðshúsinu. Blá- livíti fáninn blakti nú á hverri stöng og börn veifuðu lionum framan í hina dönsku sjóliða á götum bæjarins.“ Daniim varð að lúta. Á varðskipinu var tekin ákvörðun um að skila fánanum í Stjórnarráðið og er bátur varð- skipsins kom að landi varð sjó- liðsforinginn, er bar fánann, að lúta með fánann, því áð menn höfðu safnast saman á bryggj unni, og mynduðu eins konar fánarrjáfur, er hann varð að ganga undir upp endilanga bryggjuna. Setti liðsforingjann dreyi'rauðan, en mannfjöldinn hló. Borgarafundur. Fregnin um fáhatökuna barst ! með eldinghraða um allt land og nú vaknaði slík alda, að allri mótspyrnu gegn fánanum virt ist sópað burtu í einu vetfangi. 1 Reykjavík var háldinn borg arafundur um kvöldið — og var boðað til hans af þingmönnum bæjarins. Þessi fundur var mjög fjölmennur. Gengu nú ýmsir } fram fyrir skjöldu, sem ekki höfðu áður barist fyrir fánann. Fánamálið tekið upp að nýju. Þessi atburður leiddi til þess, að fánamálið var tekið upp að ' riýju. Þeir menn, sem ötullegast og af mestu harðfylgi höfðu barist fyrir því, að þjóðin fengi sinn eigin fána, vildu nú, að skorað yrði á stjórnina að leggja fram frumvarp um sigl- ingafána, og voru þar fremstir Benedikt Sveinsson, Bjarni Jóns- son frá Vogi, og Skúli Thorodd- sen, „en aðrir smátækari vildu láta sér nægja staðarfána. Slík- an fána kallaði Bjarni frá Vogi, „skattlandssvuntu.“ Fylgismenn staðarfánans fengu samþykkta breytingartillögu, sem þremenn ingarnir töldu lemstrun á aðal tillögunni, og var hin breytta aðaltillaga síðan felld, meðal annars með atkvæðum flutn ingsmanna. Hins vegar sam þykkti síðan Alþingi tillögur £ málinu, þar sem að nokkru var farið bil beggja.“ (G.G.H. i And- vara) ★ í Austurríki eru nú 7000 sjónvarptæki, 3000 fleiri em fyrir óri. Sjóuvarpað er 14 stundir á viku, ___

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.