Vísir - 07.03.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 07.03.1957, Blaðsíða 8
Þeir, sem geiast kaupendur VÍSIS efíir 10. hvers mánaðar íá blaðið ókeypís tíl niánaðamóta. — Simi 1660. WlSI VÍSIR er ódýrasta blaSið og þó það fjöl- brcyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Fimmtudaginn 7. marz 1957 ,Jólatalning" á fughmi hefur far- ii fram bér sðan 1952. í fyrstu talningu varð vart 33 ja tegunda á öllu landinu. f tímaritinu „Atlantic Natur- alist", sem gefið er út í höfuð- ftorg Banðarikjanna, hefir Mrzt grein um fuglatal hér á landi. Grein þessi, sem birtist í jánúár-marz-hefti tímaritsins á þessú ári, er eftir M. Lorimer ííoe, er var forstöðumaður upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér fyrir nokkrum árum. Er .hann~ rhikill áhugamaður um fugláiíf, svó sem fram kemur í grei.hinni, en hún fjallar um „fyrstu jólatalninguna á Is- landi." Fóru þeir Moe og dr. Finnur Guðmundsson þann 22. des. 1952 saman á ýmsa staði í desember 1952 saman á ýmsa staði í grennd bæjarins, meðal uðu hjá sér heiti allra fugla- tegunda, sem þeir sáu. Þeir Moe og Finnur komust upp í 20 tegundir, sem þeir sáu þennan stutta dag um vetrar- sólhvörfin, en þeir voru ekki hinir einu, er voru að verki. AS auki voru þrir aðrir menn að byggja að fuglum þennan dag á bæjarlandinu, og höfðu sam- band við þá og gátu þeir bætt við tveim tegundum, sem Moe og Finnur urðu ekki varir við. Þar með voru tegundirnar orðnar 22 og loks bárust skýrslur frá sjö öðrum stöðum á landinu, þar sem dr. Finnur haíði undirbúið „manntal". Með þessu móti varð tala tegundanna, sem menn sáu hér á landi þennan dag, svo að fært hafi verið á skrá, þrjátíu og þrjár. Dr. Finnur hefir skýrt Vísi svo frá, að þessum talningum hafi verið haldið áfram síðan á sama árstíma, og síðast tóku 30—40 menn þátt í þeim. Hins-J vegar er dr. Finnur svo störf- um hlaðinn við Náttúrugripa- safnið, að honum hefir ekki gef- izt tími til að vinna úr gögnum í sambandi við þessar athuganir. Menntaskólanemar héðan sækja Akureyri heim. Frá fréttaritara Vísis Akureyri í gærmorgun. Fjórir nemendur úr Mennta- skólanum í Eeykjavík komu sJ. sunnudág í heimsókn til Mennta- skólans á Akureyri, ert nemar úr báðum þessum skólum hafa skipzt á heimsóknum nokkur undanfarin ár. Reykvíkingarnir voru boðnir velkomnir á Sal árla mánudags- morgun, en síðan hafa þeir setið i tímum, farið í Útgarð, — Skíðaskála M. A. — og síðast á grímudansleik skólans í gær- kveldi. Á morgun hyggja þeir á heimferð. Þrjú sSys í gær. í gær urðu þrjú slys hér í bænum og voru sjúkrabifreiðir kvaddar til í öllum tilfellum. Árdegis í gær slasaðist Stefán Jóh. Stefánsson fyrrum ráðherra er hann hrasaði í stiga í Alþýðuhúsinu, skall með höfuðið á steinvegg og skarst við það á höfði, aúk þess sem hann handieggsbrotnaði og mun hafa meiðzt eitthvað meira. Hann var fluttur í Landspítalann. Eftir hádegi voru sjúkrabif- reiðar kvaddar tvívegis á vett- vang til að flytja slasað fólk í slysavarðstofuna. — | annað skiptið flutti það mann aðj nafni Karl Þorvaldsson frá Bergstaðastræti 61, en þar hafði timburhlaði fallið ofan á hann og voru aðalmeiðsli hans talin vera í vinstri öxl. Að öðru leyti er blaðinu ekki kunnugt um hve mikil meiðsli voru. Hitt slysið varð á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Þar féll Guðlaug Magnúsdóttir á hálku og kvartaði undan eymslum í fæti og baki. '¦¦ " "rr*^-"m"M «1 ^lililii m ¦já *g* h:-,,. --ft ¦:¦' :¦¦::¦ ¦¦ ¦ ,-.. ¦'.-- lf i * ¦'í ¦*foi%.i&y-i X i Í 1 <"%& ¦ i h 'f'S ú ¦ / . ¦; : í .>¦,::***!'' ,..; \-:V -*-::.:;;: WjjlSIBMÍ IfaV^^^T r:SÍ\ 1 1 t \ %Í m"' *>V X \ \ - ¦¦ \ ; . III "¦ %:¦¦ ¦'%¦¦ %» ¦X%. íi. IL'1 --r'"-;:;;^:;fes:-;-""::'"' ,;::::;'-" i i Wí£fzS8s8B "- * ¦ Nú gcta venjulegir skriðdrekar farið að „synda". Bretar hafa útbúið Centurion-skriðdreka með vatnsheldum striga, er festur er við hann á „núðjum síðum". Fyrir neðan strigann er skrið- drekinn vatnsþéttur, og þegar hann er kominn á nægilegt dýpi flýtur haim, og er þá vélin, er jafnan hreyfir skriðbeltin, látin snúa tveún skrúfum. Rússar hafa og fkgvöll í Albamu. Gætu hæglega Sokað mymí Adríahafs. Thnes í Lundúnum hefur birt grein, sem nefnist „Verkfæri Rússa". 1 grein þessari er 'því haldið fram, að Albanar inni af hönd- um tvennskonar þjónustu við Rússa. Hin fyrri sé „þögul", hin „hávaðasöm". Fyrri þjónustan er sú að þeir hafa leyft Rússum að koma sér upp kafbátastöð á Saseno-ey og flugvelli, við mynni Adriahafs. Um þetía sé vandlega þagað af Albönum. Ktn þjónustan er sú e.ð koma fram sem „geltandi hundar" gagnvart Júgoslavíu. En gelt þeirraf geti stundum komið sér vcl fyrir Tito, sem þannig fái tækifæri til taka Enver Hoxha, albanska komm- únistaleiðtogann til bæna. En í seinni tið hefur Hoxha gengið skrefi lengra en vana- lega- og látið taka af lífi menn, sem sakaðir voru um njósnir fyrir Júgoslava og gert land- rækan júgoslavneskan sendi- sveitarstarfsmann. Times segir um þetta, að Rússar noti Albani sem hand- hægt verkfæri til þess að reyna að spilla áliti Júgoslava meðal þjóðanna i Suðaustur-Evrópu og draga úr áhrifum af þvi for- dæmi, sem Tito hefur gefið leið- togum þessara þjóða. Kadar óttast byltingu. Búisf vfö framhaldí á fjöMahandtökuni. Fregnir frá Vínarborg herma, að haldið sé áfram handtökum í TJngverjalandi. Ýmsar fregnir berast nú um, að lögreglan noti þær aðferðir að setja sjálf handsprengjur og vopn í híbýli manna og annars- staðar, til þess að réttlæta hand- tökur saklausra manna. Fyrst var kunnugt um slíkar aðferðir í fyrradag, er þrír stórir bílar fullir af hermönnum komu að stúdentaheimili, umkingdu það og handtóku 25 stúdenta. Eftir seinustu fregnum aS dæma, er um handtökur að ræða í stórum stíl og er búist við áframhaldi í þessari viku og næstu, en í lok næstu viku er afmæli byltingarinnar 1848, og virðist Kadarstjórnin dauð- skelkuð við nýja byltingartil- De Vabra ssgrar. Fianna Fail hefur fengið 67 sæti. Af úrslitum þehn, sem kunn eru í kosningunum í Eire er Ijóst, að spárnar um glæsilegan sigur De Valera og flokks hans Fianna Fail flokksins, munu rætast. Hann hefur fengið 68 þing- sæti, en flokkur Costello for- sætisráðherra, Fine Gull, aðeins 32. (í þessari fregn er ekki get- ið um þingsæti Verkamannafl. og smáflokka. Ókunnugt er um úrslit í 23 kjördæmum og má ætla, að De Valera fái þar eirihver þing- sæti, en hann hefur þegar feng- ið einu fleira en hann hafði í vetur. Verkamannaflokkurinn hafði 18 þingsæti í vetur, en Costello 48, Bændaflokkur 5, Lýðveldis- flokkur 5 og óháðir 3. AfEi enn tregur í Faxaflda. Frá fréttaritara Visis Akranesi í morgun. Bátamir fi&kuðu lítið i gær,, enda voru þeir með síld í beitu.. Segja sjómen að tilgangslaust sé að leggja linu með sildarbeitu þar sem áður er búið að leggja linu beitta loðnu. Aflinn af 21 bát í gær var ekki nema tæpar 70 lestir. Þó loðnan sem róið var með í fyrradag hafi verið orðin gömul fiskaðist betur á hana en sildina. og komu bátarnir þá með 140 lestir. M. b. Skógarfoss kom me5 nýja loðhu .tií Akrariess í gæir' og í dag répu allir bátar me<5> loðnu. HefEfisheiiarvegur ruddur. Frá fréttaritara Visis Selfossi f morgun. MikiH spenningur er hér iui.sf an fjalls fyrir því, að leiðin yf íf Hellisheiði verði opnuð. 1 dag lögðu margir leið sínai upp á Kamba til að sjá hvernig útlitið væri með opnun vegar" ins, en mjög djúpur snjór er á. fjallinu. Vegagerð rikisins hefur dregið að sér mikinn vélakost, m. a, 7 ýtur til að ryðja veginn, ÞaS er ekkert álilaupaverk að ryðja burtu snjónum, sem safnast hef- ur þar á 7. vikum, en Hellis- heiðarvegurinn lokaðist síðustu dagana i janúar s. I. Ekki er talið að leiðin opnisí í dag og jafnvel er þess varla. að vænta á morgun. raun. Ghana viil ganga í Sþ. Öryggisráðið kemur saman til fundar í dag til þess að íhuga upptökubeiðni Ghana í samtök Sameinuðu þjóðanna, meðmæl- endur eru Bretland og Ástralía. Bretland hefur formlega til- kynnt sameiningu Tagolands 03 Ghana í samræmi við áður gerða ályktun á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. McMillan hefur fagnað aðild Ghana að brezka samveldinu og segir Breta fagna yfir sjálf- stæði Ghana og óska því fram- tíðarheilla. Olíuskipum veitt undanþága að sigla. Sáttafundur í farmannadeil- unni stóð í alla nótt til kl. 8 í morgun. Boðað hefur verið aftur til fundar í dag. Vegna yfirvofandi olíuskorts í kaupstöðum og verstöðvum úti á landi hafa olíuflutninga- skipin fengið undanþágu til að sigla. M.s. Kyndill hefur ekki stöðvast, en Litlafell, oliuflutn- ingaskip S.Í.S. stöðvaðist um tíma, en lestar nú olíu út á land í dag. Olíubirgðir eru nú, víða á þrotum m. a. í Vestmannaeyj- um. Sagði stjórn Sjómannafé- lagsins að undanþásur þessar hefðu verið veittar til þess að framleiðsla landsmanna stöðv- aðist eldii végna verkfallsins. Indverskt blaft óvlrðsr Elísabetu. Eitt af blöðum indverska Kongressflokksins hefur farifii gagnrýni- og óvirðingarorðunn um Elísabetu drottningu Bretat og af því tilefni hefur frú Pan- dit, fulltrúi Indlands í Lundún- um, skrifað drottningu og beöíS hana afsökunar fyrir hönd lands síns og þjóðar. í bréfinu fer frú Pandit sem er systir Nehrus forsætis- ráðherra mörgum orðum um aðdáun þá, sem indverska þjóð- | in hafi á drottningu. Nehru hefur sjálfur beðist af- sökunar formlega. Kvað hann ummælin bera vott um mikla vanstillingu skapsmuna og frá- munanlega ósmekkvísi og kveðst finna sig tilknúinn að biðja drottningu, sem njóti að- dáunar og virðingar í Indlandi, afsökunar á ummælunum. Samkvæmt samkomulagi í Lundúnum, leggur stjóm Vestur-Þýzkalands 75 millj. stpd. í Englandsbanka upp £ skuldir fyrir styrjöldina. Vopnakaup V. Þ. í Bretlandi verða aukin um 20—30 niillji, stpd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.