Vísir - 09.03.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1957, Blaðsíða 4
4 I Tfsm Laugardaginn 9. marz 1957 WXSIR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálssen. 1 Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1680 ífinun línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJF. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.í. Ktrkjjst ojr/ irMestt ttlz ffiveritig les þn*i ’j Hverju á að leyna Eins og menn rekur minni til, voru fengnir til landsins á síðasta ári erlendir sórfræð- ingar í efnahagsmálum. Hlutverk þeirra var að ' kynna sér efnahag íslenzku 1 þjóðarinnar, komast til botns i því_ hvert væri aðalmeinið ■ í efnahagskerfinu og gefa síðan þau ráð, sem gætu dug- að til að lækna meinsemd- ina. Rikisstjórnin haíði boð- að, að hún ætlaði að taka upp nýja stefnu í efnahags- málunum, því að hún taldi ófært að halda áfram á sömu braut og farin hafði verið áður, enda lýsti forsætisráð- herrann yfir, að ekkert ann- að kæmi til greina, þar sem efnahagskerfið væri allt helsjúkt. Sérfræðingarnir k dvöldu hér skamma hrið, 1 sömdu síðan álit sitt og sendu 1 ríkisstjórninni eins og ráð hafði verið fyrir gert, en síð- an hefir varla verið á það ! minnzt, og er slíkt haria ein- kennilegt. Nú hefir verið spurt um það á þingi, hvar plagg þetta sé niður komið, og hvei’s vegna ! almenningi sé ekki gefinn 1 kostur á að fræðast um efni þess og innihald. — Fram- sóknarmenn létu svo á síðasta ári að „úttekt þjóðarbúsins" skyldi frám fara i'yrir allra augum, og vitanlega væri það hið eina rétta. En þótt stóru orð- I in á síðasta ári hafi verið mörg og loforðin falleg, hafa • athaínir eða efndir ekki verið i sama hlutfalli. Þeir. sem trúðu því skilyrðislaust, ' að ríkisstjórnin mundi fletta ofan af ásandinu, liafa orðið fyrir vonbrigðum. Hinir, sem töldu framsóknarmenn lítt trúverðuga, hafa hins- vegar komizt að því eins og oft áður, að þeir áttu koll- gátuna. Það er erfitt að koma auga á það í fljótu bragði hvers vegna ríkisstjórnin vill ekki gefa almenningi, stuðnings- . mönnum sínum um land allt, kost á að kynnast áliti sér- fræðinga þeirra, sem hún fékk til landsins. Henni ætti að vera það kærkomið að kynna mönnum ástahdið, eins og það var í raun og veru, og kenna svo bara „íhaldinu“ um allt saman. En nú virðist eitthvert hik á stjórnarherrunum^ þegar þeir eru spurðir um það, hvers vegna þeir vilja ekki birta álitsgerð sérfræðing- anna. Að vísu er fallizt á það með semingi_ að eitthvað skuli birt úr henni, en það tekur sinn tíma að undirbúa það, því að eitthvað þarf að lagfæra orðalagið; eins og forsætisráðherrann komst að orði, er málið var rætt á þingi um miðja vikuna. Mönn um verður á að spyrja, hvers konar lagfæringar sé þörf. hvað það sé, sem forsætis- ráðherranum finnst óheppi- legt við orðalagið. Ef ríkisstjórnin hefði hreint mjöl í pokanum_ mundi hún vafalaust vera búin að birtaj álitsgerðina. Hik hennar og undanfærslur eru aðeins sönnun þess í augum al-J mennings, að hún hcfir ekki hreina samvizku. Ekknasjóður íslands. Fyrir nokkrum árum var stofn- aður sjóður sem hefir það hlutverk að veita ekkjum og munaðarleysingjum styrk. svo að þeim veitist Jífsbar- áttan heldur auðVeldari. Enn hefir hann ekki tekið til starfa, því að tii þess hefir hann ekki bolmagn. en mönnum verður gefinn kost- ur á að styrkja hann á morg- un, því að þá er fjáröflunar- dagur hans, fé safnað í kirkjum og með merkjasölu. Þess er að vænta, að sjóðurinn verði, áður en mjög langt líður, fær um að veita þó hjálp, sem honum er ætluð, og margar ekkjur haía, því i... miður, mikla þörf fyrir. Enginn vafi er hinsvegar á því, að vöxtur hans yrði meiri og hraðari, ef honum væri tryggður tekjustofn á svipaðan hátt og Land- græðslusjóði og Styrktarfé- lagi lamaðra og fatlaðra, sem fá árlega hundruð þús- und tiJ sinna þarfa. Ekki þarf að efa það, að yfirvöldin mundu taka tilmælum frá sjóðsstjórninni um slíkan tekjustofn af vinsemd og( skilningi, og almenningur ^ styrkja sjóðinn með glöðu geði. Vonandi athugar sjóðs- j stjórnin þetta atriði, svo að| ekkjur og munaðarleysingjar ^ njóti sem fyrst góðs af starf- senii hans. • Þú segist stundum hafa reynt að lesa í Bibliunni, en gefizt upp. Þér finnst þú hnjóta um svo margt. Sumt er með öllu ó- skiljanlegþ annað framándi, fjarstætt jafnvel ljótt. Þér finnst mannlegur ófullkomleiki1 blasa þar við i öllum áttum en( djúpt á guðdómleikanum. Og þér virðist í rauninni fjarska torvelt að ti’úa þvi, að þessi bók sé Guðs orð fremur en aðrai’.-J Það skal viðurkennt, að Biblían er ekki auðveldur lest- ur, upp og ofan. Sama máli gegnir raunar um öll mikilvæg rit. Þau krefjast athygii og íhugunar, renna ekki inn og út aftur eins og gludrið en veig- urinn kemur því betur fram og notagildið vex að því skapi, sem kynnin verða lengri og nánari. AJlir reyndir biblíu- lesendur ráðleggja þeim, sem óvanir eru, en vilja lesa bók bókanná, að byrja á því að lesa' guðspjöllin og gera sér að fastri i reglu að lesa einhvern kaflaj daglega. Síðan er gott að lesa Postulasöguna með sama hætti, þá bréfin, byrja t. d. á bréfi' Páls til Filippimanna, lesa sið- an 1. Pétursbréf, Jakobsbi’éf,' 1. Jóhannesarbréf, Galatabréf,1 Efesusbréf. Þá má byrja á( guðsjöllunum aftur áður en hin þyngri bréf eru lesin. Ann- ars er nauðsynlegt að fylgja einhverri fastri reglu um lest- ur Biblíunnar, en grípa ekki niður ýmist þar, ýmist hér, eft-' ir því sem til vill hverju sinni. Bent skal á það, að í Bænabók, sem síra Sigurður Pálsson heíir tekið saman, er leskaflasltrá, þar sem til er tekinn ákveðinn kafli Ritningarinnar fyrir hvern dag ársins. Þessi bók ér tilvalin til afnota við helgar stundir á heimilum og i ein- rúmi. í leskaflaskrá þessari er vísað til valinna lcafla í Gamla test. auk Nýja test. sem gert er ráð fyrir að lesið sé allt einu sinni á ári. Hins er elíki að dyljast, að hér á landi og á voru máli er tilfinnanlegur skortur aðgengi- j legra og alþýðlegra hjálpar- gagna til aðstoðor við bibliu-* lestur. Hvernig les þú? spurði Jesús lærðan mann, sem var vel les- j inn í ritningunum. Það er ekki. sama hvernig' lesið er. Þegar þú lýkur upp Biblíunni þinni, þá ertu að ganga til fundar við Guð. Þú ætlar að hlusta á hann. En til þess að heyra það', sem hann vill við þig tala. er ekki nóg að sjá orðin, sem prentuð eru á blaðsíðum bókarinnar, þú þarft að ljúka upp huga þínum, en það gerist ekki nema með bæn. Bænin er lykill að Drott- ins náð. An bænar er sála þín sjónlaus og dauf á orðið frá Guði. „Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir.“ Með slikri bæn skyldir þú hefja lestur þinn og láta hana búa þér í hjarta méðan á léstri stendur. Og orð- in, sem þú lest, áttu að gera að bæn-þinni. Það er meginatriðd. Þegar þú lest biðjandi huga, vakna sifellt nýjar hugsanir. ný bænarefni og „Guðs anda hræring hrein“ fer um bókstaf- inn og hugskot þitt. Og þegar þér finnst allt vera dautt og þú ekki fá neinn ábata af lestrin- um, máttu ekki gefast upp né bregðast hollustu þinni við Guð og svíkja svo sjálfan þig um þá blessun sem hami geym- ir þér, þegar liann er búinn að prófa þig um stundar sakir. „Guð metur aldrei amiað i heim en auðmýkt og hjartans trúnað“. Það er algildur sann- leikur. Hann gildir fullkom- lega um lestur Guðs orðs. Þú skilur ekki margt af því, sem þú lest. Það gerir ekkert til. Ef þú tekur til þin allt. sem þú skilur, þá er nóg. Þú þarft ekki öuruvísi Biblíu. En þú þarft að verða öðruvísi sjálfur. Biblían þarf að breyta þér, ekki þú henni. Þar talar sá, sem segir: Eg gjöri alla hluti nýja. Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja Guðs, hami mun komast að raun uni hvort kenningin er frá Guði eða ég taJa af sjálfum mér. (Jóh. 7, 17). Þegar þú hnýtur um eitthvað,' sem þú lest í Bibliunni, þá skaltu minnast þess, að hún er ekki skrifuð eingöngu handa þér. Ilún er vissulega gefin þér og þér fullnóg og’ einhlít. En það væri til of mikils ætlazt að heimta að hún væri einskorðuð við þitt hæfi. Hún hefur verið gefin mörgum þúsundum kyn- slóða. Þær elztu þeirra voru uppi fyrir þrjátíu öldum. Það þurfti að tala öði’uvísi við þig og fara öðruvísi að þér þegar þú varst á barnsaldri en þegar þú ert orðinn fulltiða. En vitur- legt uppeldi barnsáranna er herzlan og kvikan i gerð þinni, þótt þú myndir bregðast ó- kunnuglega við ef farið væri að tala við þig nú eins og faðir þinn gerði eða kennari þinn forðum. Sumt, sem í Bibliunni stendur, er fyrst og fremst talað til manna, sem eru löngu liðnir og á ekki beint erindi við oss nú. Svo er um mörg lögmáls- fyrirmæJi. Sumt á erindi við aðra þótt þau fari framhjá þér. Og það hið sama getur reyndar átt erindi við þig, þeg- ar öðruvísi stendur á fyrir þér. Það er talað til margra og með mörgu móti í Biblíunni. Það er áreiðanlega talað líka til þín. Leitaðu þess, sem varðar þig. Hlustaðu eftir því, sem til þín er talað. Það líður ekki á löngu, að þú getur tekið þér í munn játninguna fornu: Þitt orð, Drottinn, er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Skiðamórið — Frh. af 1. s. eru þátttakendur í henni 32. Meðal kunnra þátttakenda í henni má nefna þá Pál Guð- björnsson. Hrein Hermunds- son, Harald Pálsson Grím Sveinsson og Grétar Árnason. Þar verður keppt í 3ja mannaj sveitum um bikar, sem Raf- tækjaverzlun íslands h.f. hefir gefið. q Áforni eru ú döfinni lun smíði tveggja kjamorku- kuúhma sklpa i Svíþjóð. Hér - er um að ræða tvö 45.000 sraúL oliuflutaúngaslíip.. Eítirfarandi bréf hefir Berg- .máli borizt: „Góði ritstj. Bergmáls: Þótt mér sé málið óskylt, sendi ég yður hérna „úrklippu" úr Ak- preyrarblaðinu DEGI frá 30. jan. s.l. Hafa þessar 10 linur orðið einum lésanda Bergmáls háska legt fótakefli í heilum dálki 6, febr. s.l. Er það alltof löng brekka að kútveltast í út af einni prentiilJu! — ekki í blað- inu Degi, þar sem línur þessar eru allar réttar, heldur í „dag blaði hér“, að sögn lesanda. Og annaðhvort hefh’ hann þá séð eina villtrþrefalda, eða þá hefir „blaðið hér“ þríprentað vitlaust sömu forsetninguna: ú í staðinn. íyrir í, eins og stendur þrivegis rétt í „DEGI“: . . . hjörs í þrá. — En lesandi seniur heilan dálk um lijörs ú þrá! — Hefir hann leit að fanga allvíða og liaft mikið fyrir prentvillu sinni. — En auð vitað liefði verið íyrirhafnar minnst fyrir hann að bregða sér niður i Söluturninn við Arnar- hól og ná í siðasta tbl. „Dags“! — Bið ég nú ritstjóra Bergmáls votta, að ég fari hér með rétt mál: — — Rímur sem iieimild. Lesandi virðist telja rimur býsna lélega heimild, sennilega bæði um eitt og annað. En sann leikurinn er samt sá, að gömlu rímurnar eru gullnáma snilli- yrða, sem rímnaskáldin liafa sjálf samið, en síðan orðið land fleyg almenningseign. Og þann ig mun einmitt vei'ða hér. Annar lesandi Vísis. tfrklippa fylgdi. Bréf þetta er frá lesanda á Akureyri, og vottast það sem- kvæmt beiðni hans, að í úr- klippu þeirri í Degi, er hann sendir með bréfinu, stendur hjörs í þrá. Höfundi bréfs þess, sem Ak ureyrar-lesandinn gerir að um talsefni, hefur verið sýnt bréf hans, og hefur hann óskað að taka þetta fram: Að cudingu. „Höfundur segir mig hafa leit að fanga allvíða og „haft all mikið fyrir prentvillu sinni“, en um þá prentvillu, sem honum verður svo tíðrætt um, þarf hann ekki við mig að sakast. Eg gerði afhugasemdir mínar eftir að hafa lesið kafla úr „Orða dálkinum“, sem tekinn var upp í dagblað hér, dagblað, sem a. m. k. Dagur mun telja góða heimild, en það var hið ágæta dagblað Tíminn, en þar stóð hjörs ú þrá. Nú veit þessi bréfs- höfundur sjálfsagt mæta vel, eins og allir aðrir, að oft er sagt „hvergi smeykur hjörs í þrá“ - ég hefi allt af heyrt þetta orðað svo, en hitt er svo annað mál, að höfundur hinna ágætu Andra- rímna þurfti á því að lialda, að nota orðið hræddur í stað smeykur, en beeði orðin munu góð og gild íslenzka. Mér virðist sök mín helzt, að ég skyldi ekki bregða mér niður i Söluturn til að ná mér i eintak af Degi, og það geri ég sjálfsagt, ef ég tel það ómaksins vert, þar sem bréfshöfundur segir um álit mitt á rímunum er fleipur eitt.“ q Farþegar ú brezkum júrn br.iutuni geta brúólega notið sjónvarps. S.jónvarpwiótækj uiium verður komið íyrir í öðrum enda Uvers 0-ira sæta faxþegavagns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.