Vísir - 16.03.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 16.03.1957, Blaðsíða 8
i ! Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS cftir VÍSIR er buyrasta blaðið og þó það f jöl- 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til vK/W W Wp breyttasta. — Hringið í síma 1660 mánaðamóta. — Sími 1G80. Wr (A dM gerist áskrifendur. Laugardaginn 16. marz 1957 Hve mikið eiga nýir borgarar að breyta nöfnum sínum? Skiptar skoðanir á þingi. Undanfarna tvo daga hafa! farið fram allmiklar umræður um frumvarp tii laga um veit- :ingu ríkisborgararéttar til handa 33 konum og körlum af ýmsu þjóðerni, sem lagt er til að hann hljóti. Allsherjarnefnd deildarinnar hefir athugað umsóknirnar og leggur til að frv. verði sam- þykkt. Prófessor Óiafur Björnsson hefir flutt breytingartillögu við frumvarpið þess efnis, að niður falli önnur grein þess, þar sem svo er kveðið á, að þeir, sem heita erlendum nöfnum, skuli þó ekki öðlazt íslenzkan ríkis- borgararétt með lögum þessum, fyrr en þeir hafi fengið íslenzk nöfn skv. lögum um manna- nöfn. Hefir Ólafur lýst þeirri skoðun sinni, að auk þess sem hér sé um tilfinningamál að ræða, geti nafnbreytingin bak- að hlutaðeigandi fólki fjárhags- legt tjón og beri því að fella niður þetta ákvæði, sem ekki sé kunnugt um að eigi sér hlið- stæðu í nokkru öðru landi. Björn Ólafssón, framsögu- maður nefndarinnar, kvaðst telja nauðsynlegt að hiriir nýju ríkisborgarar liétu nöfnum, sem lytu lögmálum tungunnar. Milli 30 og 60 manns fengi ríkis- borgararéttáhverju ári og mik- ill hluti þeirra bæri erlend nöfn, sem væru mjög erfið í framburði fyrir íslenzkt fólk. Ákvæðin um að ríkisborgara- rétturinn skyldi háður nafn- Aílir togararnir ieggja afla á land hér. Allir togararnir eru nú á veiðum fyrir innlentlan mark- að. Afli liefur verið tregur og cr enn. Af togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur veiða fjórir I salt, en hinir í ís. Jón Þorláksson er nýfarinn á veiðar aftur, eftir að hafa land- að 125 lestum af ísuðum upsa, 65 af þorski, 26 af ýsu, 9 af karfa, tæplega 1 lest af lúðu og álíka af keilu ög 2 lestum af hrognum. breytingu í slíkum tilfellum hefðu verið tekin upp árið 1952, og þeir meim skiptu nú hundr- uðum, sem af þessum sökum hefðu tekið upp ný nöfn, án þess að vart hefði orðið nokk- urra vandkvæða. Því væri mjög óraunhæft að ætla að gera breytingu á þessu nú. Það væri og eðlilegt, að íslenzka þjóðin gerði þá kröfu til nýrra ríkis- borgara, að þeir skertu ekki einn elzta og merkasta þátt ís- lenzks þjóðernis, mannanöfnin. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, kvað það tví- mælalaust mjög óæskilegt að útlend nöfn festust í málinu um alla framtíð,. en aftur á móti væri margt, sem mælti gegn því að skylda menn til að breyta skírnarnafni sínu á full- orðinsaldri. Hér væri um mikið vandamál að ræða og æskilegt ef hægt væri að fara einhvern milliveg. Sveinbjörn Högnason taldi fremur ástæðu til að gera kröfu til þess, að nýir ríkisborgarar gætu talað og ritað íslenzka tungu á sómasamlegan hátt. Benedikt Gröndal kvað það að lokum sína skoðun, að um- rætt ákvæði væri ill fram- kvæmanlegt, ómannúðlegt og bæri vott um þjóðernisdramb. Því væri ástæða til að menn íhuguðu, hvort erlend manna- nöfn væru hættulegri fyrir tunguna en t. d. heiti ýmissa vörutegunda, sem hér væru á markaðnum. Atkvæðagreiðsla um málið hefir enn ekki farið fram. Mikil aðsókn að Borgarættinni. Nýja Bíó fer nú að hætta sýningum á „Sögu Borgarætt- arinnar“, en myndin hefir verið sýnd á 4. viku, Sannar aðsóknin það, sem sagt var um hana í Vísi, er sýningar vora hafnar í s.l. mánuði, að þessi gamla mynd byggi enn yfir töfrum sínum óskertum, enda hefir hún hrif- ið bæði unga og gamla. — Síð- ustu sýningar munu verða á morgun. pest, eða fara í vélknúnuin her- ið taka menn höndum þúsund- íækjum um götur, en í nálægð um saman að undanförnu, aft- Iborgarinnar var haft til taks fjölmennt rússneskt herlið. Þegar ýmsum helztu götum, sem lágu að minnismerkjum frelsishetjanna frá 1948 hafðil Verið lokaðt komu kommúnista,- ' ''leiðtogarnir og lögðu sveiga á • stallana, en engir fengu aðl Rau5i krossénn: 125 jtús. króna tekjur á öskudag. Eins og venjulega liafði Rauði kross íslands merkjasölu á öskudag. Hér í Reykjavík komu um kr. 125 þúsund fyrir merki, en í fyrra komu inn kr. 103 þús- und. Sölubörn voru 2265 og voru þau einu þúsundi færri en í fyrra. Er þetta bezta sala. sem nokkru sirini hefur verið hér í Reykjavík. Einnig hefur selzt vel úti á landi. Tvær tegundir merkja voru seldar, önnur á fimm krónur, en hin á tíu krónur. Norski selfangarinn „Polar Quest“ liggur enn á Slýjafjöru, og hcfir sjó verið dælt úr skipinu, en reynt verður að ná því út, þegar sjó lægir. Eru taldar horfur á að það megi takast. — Myndin var tekin morguniim eftir strandið, og iná sjá björgxm- arvaðinn og stólinn í fjörunni. — (Ljósm. Guðm. Bjarnason.) Eignir DAS og FuUtrúð- rá5s 11,4 millj. kréna. Frá aðalfundi Fulltrúaráðs Sjómanna- dagsins. Her itm aUa Bádapest í gær. Kommúnistar minnast byltingar. Ungverskir kommúnistaleið-vera viðstaddir nema þeir, logar minntust hyltingarinnar Sem höfðu aðgönguskírteini.; frá 1848 í gær með því að láta Vestrænum blaðamönnum var ffjölmargar sveitir hermanna og ekki leyft að koma þar. lögreglu vera á verði í Búda- Stjórn Kadars, sem hefur lát urkallaði loforð sitt um al- mennan frídag í gær og skip- aði fólki að fara til vinnu eins og vanalega. Segja má, að öll þjóðin hafi verið í viðjum á sjálfum minp- ingardegi frelsisbyltingarinnar. Fulltrúaiáð Sjómamiadagsins Iiélt aðalfund sinn s.l. sunnudag. Við fundarsetningu minntist formaður fulltrúaráðsins, Henry Hálfdánarsson, þess að þetta væri í 20. skiptið, sem Fulltrúa- ráð Sjómannadagsins kæmi saman til aðalfundar, en fyrsti fundur fulltrúaráðsins var hald- inn 8. marz 1937. Þá rakti hann tildrögin að stofnun samtakanna um Sjómannadag, en þessu máli var fyrst hreyft á aðalfimdi í Félagi íslenzkra loftskeyta- manna 1935, en það félag beitti sér siðan fyrir stofnun þessara samtaka, en samtökin eru talin stofnuð 25. nóv. 1936. Að stofnuninni stóðu 11 félög sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði. Tilnefndi hvert félag tvo fulltrúa í Sjómannadagsráð og samanstóð fyrsta sjómannadags- ráðið þannig af 22 fulltrúum. Af þessum fyrstu fulltrúum í Sjómannadagsráði eru nú 9 látnir og minntust fundarmenn þessara félaga ásamt 652 sjó- manna er drukknað hafa eða látið lífið við störf sín á siónum frá þvl samtökin voru stoíntíð. í Fulltrúaráði Sjómannadags- ins í Reykjavík eru nú 28 full- trúar frá 14 félögum og voru flestir fulltrúanna mættir á fundinum en af þeim hafa tveir átt sæti í Fulltrúaráðinu óslitlð frá byrjun, Hallgrimur Jónsson lengi formaður og nú heiðurs- félagl í Vélstjórafélagi Islands og Heni*y Hálfdánarsson skrif- stofustjóri Slysavamafélags Is- lands. Á fundinum flutti formaður skýrslu um störf stjórnarinnar á árinu og ennfremur byggingar- framkvæmdir D. A. S., á árinu. Gjaldkeri Sjómannadagsins. i Þorvaldur Bjömsson, lagði fram endurskoðaða reikninga sjói mannadagsins. Samkvæmt þeim I nam byggingarkostnaður dval- ai‘heimilisins, það sem af er, um 110 milljónum króna. Eru þá full- byggðir rúmir 12000 m3 af þeim i sem næst 20.000 m3 sem búið er I að teikna og búið að fá sam- þykkt af Byjfgingamefnd. Er þetta mun lægri byggingar- kostnaður pr. teningsmetra — en á sambærilegum byggingum, sem byggðar hafa verið á sama tíma. 1 heimilinu er óvenju- mikið af innbyggðum skápum og snyrtiherbergjum. Eignir Dvalcirheimilisins og FulltrúaiTáðs sjómannadagsins nema samanlagt 11.4 miiljónum króna. Af því hafa 4.1 milljór fengist sem ágóði af happdrætt’ D. A. S. Rúmlega milljón er byggingarstyrkur frá Reykja- víkurbæ og ríkissjóði, en 6 millj hafa safnast með ýmislegri fjár- öflun Sjómannadagsins eða fen.'fist í beinum gjöfum frá fyrirtækjum einstaklingúm, þar á meðal 89 herbergisgjafir, en erfitt er taiið að úthluta her- bergjunum á nöfn, eins og margir gefendur óska, fyr en allar byggingarnar eru komn- ar upp. Stjóm Fulltrúáráðsins var ÖIl endurkjörin einróma. R. Beck forseti Þjöðræknls- fétagsins. Hið 38. ársþuig Þjóðræknk- félags íslendinga í Vesturheinn var lialdið í VVinnipeg 18—20 ferúar. Margar deildir félagsins áttu fnlltrúa á þinginu, og var þeirra lengst að koiniiui fulitrúi deild- arinnar „Ströndin" í Vancouver, séra Eiríkur Brynjólfsson, sókn- arprestur íslendinga þar í borg. j Ýmsir aðrir fulltrúar og þing- gestir voru einnig langt að komnir. Þingið fjallaði um þau málin, sem löngu eru orðin fastir liðir á starfsskrá félagsins, svo sem fræðslumál og útbreiðslumál. Einnig var rætt um nauðsyn sameiginlegs heimilis fyrir ís- lenzkt félagssamtök í Winnipeg, og var það mál sett I milliþinga- nefnd til frekari athugunar, ásamt ýmsu öðrum málum. Forseti félagsins var kosinn dr. Richard Beck prófessor í stað dr. Valdimars J. Eylands, er baðst undan endurkosningu. Ritari var kosinn prófessor Har- aldur Bessason í stað frú Ingi- bjargar Jónsson, er einnig baðst undan endurkosningu, en vara- ritari Walter J. Lindal, dómari; hafði prófessor Finnbogi Guð- mundsson þann sess, er hann hvarf heim til Islands. Heiðursfélagar Þjóðræknisfé- lagsins voru þeir kjömir Gunn- ar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykjavík, og Valdimar Bjöms- son, fjármálaráðherra Minne- sotaríkis. 1400 bilar í ©Iríia skipi. í næstu viku munu Bretar senda vestur um hif mestu bílasendingu, sem um getur. Mun eitt og sama skap taka 1400 bifreiðar, aliar af Austin- gerðum, og er verðmæti þeirra fyrir Breta um 51 illj. kr. í gjaldeyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.