Vísir - 18.03.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 18.03.1957, Blaðsíða 3
Mánudaginn 18. marz 1957 VtSIB S ♦ FRAMFARIR OG TÆKNI Þctta er nýjasta gerðin af flugvélategund þcírri, sem Bretar kalla „rúmstæðið fljúgan.di‘f, cn Jiaft er þota, scm getur hafið sig til lofts lóSrétt, og lent á sama hátt. Flugvél 'þessi er framleidd hjá Short Brothers & Harland í tilraunaskyni fyrir brezku stjórnina. Ný flutningaaðferð milli heimsálfa reynd. Skip flytur vagna og bíla, hlaðna vörum, sem ek&Ö er á og af skipsfjöi. Tilraunum með gashverfla í bifreiðar miðar vel. Stóru bíflafélögin i Banda- rílíjunum vinna að þeim. Fregnir frá Detroit hcrma að aðal-bílaframleiðendur Bandaríkjanna hraða nú til- raunum til að framleiða full- kominn og sparneytinn gas- hverfil í bifreiðar. Georg J. Huebner, rannsókn- arstjóri Chrysler bifreiðafé- lagsins, segist nú gera sér hin- ar beztu vonir um árangur vegna þess, hve vel hafi miðað %nð rannsóknirnar á sl. ári. — Samtímis var kunnugt. að gólfrými í verskmiðjunum, sem ætlað er fyrir rannsóknarstarf- semina, hafi verið aukið um helming. Fregnir frá Chevrolet, hreyfla deildinni, vekja einnig hinar betzu vonir, en þar hefir verið Jramleiddur í tilrauna skyni gashverfill í flutningabifreið. Var hann settur í hana og hvort tveggja reynt til þrautar á þjóðvegunirm, gashverfillinn og bíllinn, og hafa þessar til- raunir, í tilraunastöð félagsins og á vegum úti_ staðið í misseri. Ford-félagið ætlar ekki að ‘Játa sinn hlut eftir liggja í þessari keppni og tilkynnti, að gashverfill hefði verið settur í tilrauna skyni í flutningabif- reið af þessa árs tegund (1957 iélt. eaþ truck R. C. McNa- mara). Prófanir fara fram í tilraunastöð félagsins í Romu- lus, Michigan. Stranglega haldið leyndu. Bifreiðafélögin hafa hvert um sig haldið öllu varðandi á- form sín í þessum efnum strang lega leyndum, en tilkynningar félagsins nú fyrir skemmstu hafa sýnt, að bjartýni er ríkj- andi meðal þessara keppinauta allra, og að nú hyllir undir það, að gashvcrflar í bifreiðar verði brátt frámleiddir til þess að setja á markað. Hvorki Ford eða Gcneral Motors hafa viljað segja neitt um hvenær ætla megi, að fjöldaframleiðslan hefjist. I grundvallaratriðum líkjast gashverflar turbonrophverfl- um, sem nú eru í notkun í sumum flugvélartegúndum, og hagnýta ódýrt eldsneyti. Ný gorð talsíma ryður sér tíl rúms. FramtíSar-talsímatæki verða seimilega allt öðru vísi útlits en þau, sem nú eru í notkim. A. m. k. verður sú reyndin, ef hið nýja talsímatæki hins fræga sænska fyrirtækis L. M. Sricssons h.f. fær útbreiðslu, en það er þegar farið að ryðja Fyrir nokkru var um 250 sérfræðingimi skipa- og flutn- ingafélaga í Evrópu boðið íil Sí. Nazaire i Frakklandi. Bandarískt félag sýndi þeim þar skipið TMT Carib Queen. en það er um 8000 lostir. Er það ^ætlað til að flytja vagna og bif- |reiðar hlaðnar vörum, sem svo er ekið áfram á áfangastað, eftir að þeim hefur verið ekið af skipsfjöl. Félagið sem nefnist TMT Trailer Ferry Inc. hefur höfuð- stöð í Miami í Florida. Skipið fór fyrstu ferð sína frá New York 22. janúar, og var það hinn 6. febrúar s.l., sem skipið var sýnt sérfræðingunum í St. Nazaire. Fyrstu þrjár ferðirnar fara fram við eftirlit flutningadelid- ar Bandaríkjahers, sem hefur mikinn áhuga fyrir þessari flutningaaðferð, en sérfræðdng- ar ýmsir eru enn í vafa hvort flutningafyrirkomulag af þessu tagi sé æskilegt á löngum flutningaleiðum ★ Argentína, sem gcrir kröfu til Falklandseyja, hefur borið fram mótmæli út af því, að brezka stjómin hef- ur gefið út frímerki með korti af eyjunum. Rafeindaheili fyrir Fyrirtækið WestÍHghoust Electric Corporation í Banda- ríkjunum hefur látið búa nýja rafeindareiknisvél, sem at- hugar upplýsingar, er hennf. eru gefnar og tekur síðan á- kvörðun um, hvcrnig leysa eigf úr viðkomandi vandamáli. Þessi „rafeindaheili“ var gerður með það fyrir augum, að hann stjórnaði efnabreyt- ingum, sem eru of ílóknar úrlausnar fyrir menn. Vélinni eru gefnar upplýsingar með sérstökum tækjum, sem notuí eru til mælinga við efnabrcyt- inguna, og síðan þreifar hún fyrir sér að réttri lausn vanda- málsins, en Jeysir ekki bars úr jöfnum eins og flestar raf- eindareiknivélar gera. Vélin prófar eina hugsanleg'a iausn á vandamálinu, sem ura er að ræða, og ef sú lausn reynist ekki rétt, reynir hún aðra. Þegar hún hefur fundið bezta svar við vandamálinu,. gerir hún viljandi smærri mis- tök til þess að prófa, hvori niðurstaða sín sé rétt og ganga úr skugga um, að þetts sé bezta svarið. ★ Hjá Sothcby’s í London var á dögunum selt álvcrk eftir 17. aldar hollenzka.mcistar- ann Hendrick Avercamp fyrir 17.000 stpd. og er það liæsta verð sein nokkurn tíma Iiefur Verið greitt fyrir sér til rúms víðsvegar um heim. Sköfunni er komið fyrir í botni tækisins, sem samtírnis er hljóðnémi. Kallast tækið „Ericofon“. Meðfylgjandi myndir sýiia hve handhægt, snoturt og auð - velt tækið er í notkun. má! verk meistara. eftir þcnnan © A suðurbaklía Tluuues í Lundúnum á að reisa skýja- kl.júí — liæstu byggingu borgarinnar. Ekki mun þó enn fulh'áðið liversu hár Iianu verður. Þvottavél — ísskápur Vegna brottflutnings eru til sölu nýstandsett Bcndix- þvottavél, sjálfvirk á kr. 3700, og næstum nýr 9 kúbikfcta Norge-ísskápur fyrir kr. 6000. — Til sýnis í Úthlíð 16, kjallara, eftir kl. 17,30 í dag. Stefán J. Lo&mfjörð : Sýn Sigurðar á Sævarenda. Um miðja 19. öldina bjuggu ung hjón.á Sævarenda í Loð- mundarfirði, Einar Eiríksson og Sigríður Sigurðardóttir. Þau áttu tvo syni barna, er -hétu Sigurður og Finnur. Sig- urður var einu eða tveimur árum eldri. Ekki get eg staðhæft fæðing- arár þeirra því allar kirkju- bækur Klippstaðarkirkju brunnu. Þeir Sævarendabræð- ur ólust upp hjá foreldrum sínum og urðu mestu athafna- menn, en mjög voru þeir bræð- ur ólíkir bæði í sjón og skap- gerð. Sigurður var glæsimenni, þýður og léttur i lund við alla og vel greindur. Hann var meðal þeirra fyrstu, er settist á skólabekk í Möðru- vallaskóla. Að afloknu prófi eða eftir tvö ár kom hann heim aftur til foreldra sinna og settist þar að og vann þeim eins og hver annar vinnumað- ur. Hvað það var lengi, sem Sig- urður dvaldist heima. man eg ekki. Þar var fólksstraumurinn einna harðastur frá Austfjörð- um vestur um haf. Lenti Sig- urður í því flóði og fór til Am- eríku. Þar dvaldi hann i nokk- ur ár, lagði þar stund á tré- smiði, , varð fullnuma í þeirri iðn og farnaðist vel og varð vel fjáður, enda var hann stak- ur reglumaður. Hann kom síð- an heim aftur og settist að á Sævarenda hjá foreldrum sin- um og bróður, Finni sem þá var orðinn' fyrirvinna foreldra sinna og að mestu tekinn við öllum búsforráðum. Skötnmu eftir heimkomuna giftist Sigui'ður æskuvinkonu sinni. Arnbjörgu Stefánsdóttur, Gunnarssonar frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Fyrsta hálfí annað árið áttu þau Arnbjörg og Sigurður heima á Sævar- enda í nokkurri húsmennsku. Síðan fiuttust þau suður á Seyðisfjörð og byggði Sigurð- ur þeim hús fyrir neðan Há- nefsstaði og fór að stunda út- gerð Þau hjónin dóu bæði lið- lega fimmtug, Sigurður nokkr- um árum á undan konu sinni. Þau eignuðust, að mig minnir, tvö börn pilt og stúlku, en hvar jxiu eru, eða hvort þau eru á lífi, veit eg ekki. En skyldi svo ólíklega ske. að þau læsu línur þessar, sendi eg þeirn kærar kveðjur Eg hefi getið þess áður, að þeir Sævarendabræður voru gerólíkir að flestu. Sigurður var glæsimenni hvar sem á hann var litið. Finnur var í hærra lagi, meðalmaður, en allur heldur rýr og bauð ekki af sér-góðan þokka. Samt var hann alltaf hýr og glaour í lund og aldrei sá eg hann breyta skapi sínu. Hann hafði gaman af að skemmta sér, einkum að dansa. Spilamaður var hann góður og töluvert glúrinn í skák. Hann var vinnugefinn og verklag- inn, bæði til sjós og lands, og stundaði með alúð bú foreldrc slnna, sem aldrei var stórt, er þar fór saman snyrtimennska hagsýni og nýtni, bæði utan- bæjar og innan, og oft var e, hissa á því, hvað Sævarenda- búið bar sig vel með allri þeirn gestanauð, sem þar var Finnur las mikið, einkum fræðibækui" hann var vel skynsamur. hafð: stálminni, enda var hann marg- [fróður; einkum var hann hest- ] ur í landafræði og sögu Finnur var mjög gestrisinn og greiðugur, og vildi hvers manns bón gera En Segði Finn- ur nei við einhverju, var hvorkl fyrir Pétur eða Pál að fá hanr til að segja já því hann var mjög sérlyndur og sérvitur sem það er kallað. En fyrir þetta skopuðust sumir að hon- um og til voru menn, sem höfðu horn sin full djúpt í síðu hans að ósekju. En þó Fiiinur yrði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.