Vísir - 28.03.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 28.03.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 28. marz 1957 VlSEB . . • . • . • • / AJVÐJVEJMARJVIIi * . •. EFTIR RI TII MOORE • . . . . • . • . • . — Humm, sagði Elíabet. — Þú sagðir mér ekki að sárið hefði verið saumað saman. Þú sagðist aðeins hafa hreinsað það. — Það gerði hann líka, sagði Eddi allt í einu. — Hann hellti brennivíni í augun á mér og var nærri því búinn að gera mig blindan. Hann var mjög mjóróma. Hann leit snöggvast til Edda, en síðan sneri hann sér undan og hélt áfram að sofa. Elísabet horfði á hann. Hún var þreytt. Natti vissi, að hún. hafði ekki sofnað dúr nóttina áður, því að hann hafði sjálfur verið á fótum alla nóttina. Hann hafði ekki getað sofið. Hann hélt, að Eddi kynni að sparka ofan af sér sængirmi og fá kvef. Hann hafði því læðst upp stigann, en þegar hann gægðist inn, sat móðir hans á stól við rúmið og þar logaði á kerti. Síðast þegar hann fór upp, hreyfði Eddi sig í rúminu og tautaði eitt- hvað. Hann gekk inn, en móðir hans benti honum að fara og laut yfir Ed. — Þetta er allt í lagi, sagði hún. — Það er bara mara. Farðu í rúmið aftur, Natti. Hann fór aftur og var mjög áhyggjufullur. Ef Eddi talaði nú í svefni. Hvað skyldi hann segja. Að hverju skyldi mamma komast? Hann fór í rúmið aftur og lokaði augunum. Sömu myndinni brá aftur fyrir hugarsjónir hans. Það var náfölt andlit undir vatnsborðinu, með blá, opin, starandi augu. Eddi og þessi piltur höfðu komið saman á bátnum. Hvemig gat hann komizt öðru vísi en í bát með Edda? Og Eddi hafði sýnilega lent í áflogum. Allt varð ein hringiða í höfðinu á Natta og andlitinu brá iyrir aftur o’g aftur. Natti minntist þess ekki, að hann hefði nokkurntíma fyrr orðið andvaka. Jafnvel eftir að faðir hans dó hafði hann getað sofið. — Eddi mundi geta útskýrt þetta allt saman, þegar hann vaknaði, en mamma hans virtist ekki ætla að víkja frá rúmi hans. Hún lét stúlkurnar sjá um veitingahúsið, meðan hún sat inni hjá Edda með hannyrðir sínar. Stundum fellust henni hendur og hún horfði á Edda sofandi. Ef einhver kom inn, hann eða Beta, hristi hún höfuðið og benti þeim að fara. Karólína kom ekki upp. Hún var þögul og sá um, að allt gengi sinn vana gang. En Beta sinnti ekki verkum og gekk um eirðarlaus. Natta fannst það eðlilegt. Það hafði alltaf verið hlýtt mílli hennar og Edda. Þegar þau voru börn og voru að leika sér, höfðu Beta og Eddi alltaf verið saman í leik og Natti og Karólína. Á þriðja morgni, eftir að Eddi kom heim, vaknaði hann og ; var að byrja að ná sér. Hann var enn þá eins cg skuggi af sjálfum sér. Hann át gríðarlega mikið, og þegar Elísabet var | búin að þvo honum, kallaði hún á Natta til að sjá hann. En Natti vissi, að hún mundi ekki lofa honum að vera einum inni hjá Edda. Hún mundi að vísu fara sjálf en segja hon.um um leið fyrir ótal verkum. Og það reyndist rétt. Hún tók upp bakkann, sem Edda hafði verið færður maturinn á og sagði um leið og hún fór. — Komdu, Natti! Þú ert búinn að sjá Edda. Það er nóg að gera. Það þarf að sækja eldivið. Hún þagnaði og ætlaði að telja upp fleira, sem þyrfti að gera. En Eddi greip fram í fyrir henni. — Lofaðu honum að - vera hjá mér svolitla stund, mamma. — Þú mátt ekki tala meira. Þú ættir að sofa og hvíla þig'. — Sofa og hvíla mig! Mér líður ágætlega. Heyrðu, Natti! Farðu fyrir mig út í vagnskýlið og sæktu kistuna mína. Ég hef þar gjafir handa öllum. — Á ég að bera hana á bakinu? — Því ekki það? Fyrst ég gat flutt hana veikur, ættir þú að geta það! Eða eru engir vöðvar á þér, bara fita? Natti glotti framan i hann. Þetta var gamli Eddi, sá Eddi, sem hann kannaðist við frá gömlum dögum. Það gat ekki verið neitt alvarlegt að honum. — Þegar þú kemst á fætur aftur skaltu fá að komast að raun um það, sagði Natti. — En það verður erfitt að koma kistunni upp stigann. Hvers vegna færðu mér ekki lykilinn, svo að ég geti tekið eitthvað af þessu blýi úr henni. Það var eins og tjald hefði fallið frá andliti Edda. Nú var hann eins og framandi maður og allt annað en alúðlegur. Natti starði á hann og honum féllust hendur. •— Nei, þú færð ekki að hnýsast í hana. — Hvers vegna ekki, Eddi? — Éig vissi, að þegar ég .kæmi heim, munduð þið vilja fá að hnýsast í mínar sakir. En hlustið nú á mig. Ef mér skjöplast ekki því meir er ég húsbóndi hér. Pabbi sagði mér, að hann ætlaðist til að ég fengi veitingahúsið.. — Hamingjan góða, Eddi! sagði Elísabet. — Við vitum það öll. Bréfið, sem hann skrifaði þér er erfðaskráin hans. En hvað um það? Natti leit snöggt til hennar. Hún stóð þarna róleg og horfði á Edda. Það var ekki hægt að sjá á henni hvað hún hugsaði. — Ekkert, sagði Eddi, annað en það, að það er ég sem ræð hér. Er það ekki? — Ég hef nú reyndar ekkert hugsað út í það, sagði Elísabet. — En er það nokkuð til að æsa sig yfir. Af hverju hvílurðu þig ekki núna. Við getum talað um það, þegar þér er batnað. Það fer enginn að hreyfa við farangri þínum. Eddi starði á hana. Hann var náfölur og magur í andliti. — Mér finnst, að fyrst faðir minn skildi eftir bréf til mín, sem hann skrifaði á banasænginni, ætti að lesa það, en ekki fela það. — Síðan þú komst heim hefurðu verið vakandi í aðeins klukkutíma og ég hef ekki haft tíma til að hugsa um annað en að hjúkra þér, sagði móðir hans. — Bréfið er í boxinu minu. Ég skal ná í það. Hún gekk rólega út úr herberginu. En það komu rauðir dílar í kinnar henni og hún var stíf í hreyfingum. Natti horfði reiðiþrungnu augnaráði á bróður sinn. — Hvers konar tal er þetta? spurði hann. Hvað hefur eiginlega komið yfir þig? — Ætlarðu að koma kistunni upp eða ekki? — Jú, í hamingju bænum, ef það er nauðsynlegt. — Jæja, viltu þá gera það? J l Firndobler sveitamaður, Vínarborgar. verzlun og var austurrískur sem fluttist til Stofnaði þar varð ríkur. Þá ARSHATðÐ DAGSBRtJIMAR verður í Iðnó n.k. laugardag 30. marz og hefst kl. 8 með sameiginlegri kaffidrykkju. Skemmtiatriði: Stu+t ávarp. Einsöngur: Frú Hanna Bjarnad., óperusöngkona. Vísnaþáttur. Gamanvísur: Sigríður Hannesdóttir. Dans. Hljómsveitir Björns R. Einarssonar og Gunnars Ormslev leika. Aðgöng'umiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í dag , og næstu daga. Sími 3724. SKEMMTINEFNDIN. bauð hann móður sinni sem alið hafði allan aldur sinn. í sveit og aldrei í stórborg komið — til Vínar. Hann tók hfðinglega á móti henni og útvegaði henni herbergi með baði í einu dýr- asta hóteli borgarinnar. Morg- uninn eftir kom hann að sækja móður sína og spurði þá hvort henni hefði ekki sofnazt vel um nóttina. „Jú, rúmið var dásamlegt,“ sagði hún, „en samt gat eg ekki sofnað. Eg hélt nefnilega að ef til vill myndi einhver vilja komast í bað og eina leiðin var þá í gegnum svefnhei'bergið mitt, svo eg þorði ekki annað en vaka.“ Læknir úti á landsbyggðinni kom dauðþreyttur hehn til sín að kvöldi eftir langa sjúkra- vitjunarferð og erfiða. Hann langaði framar öllu öðru að hátta og bað konu sína að svara fyrir sig í símann og ónáða sig ekki nema brýn nauðsyn krefði. Læknirinn var ekki fýrr kominn í rúmið en síminn hringdi. Það var kona úr ná- grénninu, taugaslöpp og hrædd og kvaðst hafa óþolandi inn- vortjskvalir, þannig að hún gæti ekki sofnað dúr. „Eitt augnablik,“ sagði læknisfrúin þegar hún var bú- in að hlusta á harmatölur kon- unnar. „Það vill nú þannig til að eg er sjálf háttuð og maður- inn minn er ekki heima, en eg skal reyna að finna eitthvað út handa yður sem stillir kval- irnar“. Síðan hvíslaði hún að bónda sínum hvað hún ætti að sega konunni og hann hvíslaði ráðleggingar sínar aftur jafn lágt að henni. „Eg þakka yður kærlega fyrir ráðleggingarnar,11 sagði sjúk- lingurinn í símanum, ,en segið þér mér, kæra frú. er maður- inn, sem er hjá yður í rúminu, líka lærður læknir?“ -r £ £ Sutnuykó -TARZAN- 2323 ■© Tarzan var hvergi smeikur. Hann hafði fyrr litið óhræddur í opið gin ljóns og nú dró hann hníf sinn úi slíðrum og gekk í áttina til Ijónsins. Núma bjó sig til árásar, sterkir •vöðvarnir titriðu, halinn stóð beint aftur og ginið’opið. Svo stökk hanji á Tarzan. “'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.