Vísir - 02.04.1957, Page 7

Vísir - 02.04.1957, Page 7
Þriðjudaginn 2. apríl 1957 VÍSTB u • O • • • • # • • i ANDJVEMARmR • • • • • • • EFTIR • RUTH MOORE • • • • • 13 • • • • Frazer hafði ekki farið til ættingja sinna í Marblehead. Það var lík hans, sem hann hafði séð í ánni. — En það hafði hlotið að vera í sjálfsvörn. í örvæntingu sinni reyndi Natti að fullvissa sig um það. Elísabet stóð við vaskinn. Hún hafði lagt niður bakkann hans Edda, en hélt um hann enn þá og hnúarnir voru hvítir. Stúlkumar hlutu að vera að vinna í afgreiðslusalnum. Hann heyrði til þeirra þar inni. Hann beið stundarkorn, en Elísabet sagði ekkert og heyrfði sig ekki. — Hann er mjög veikur, mamma. Það er ómögulegt að vita, hvað hann kann að hafa dreymt af þessu. Elísabet sleppti bakkanum svo harkalega, að mjólkurkanna, sem stóð á borðinu fór um koll. En hún virtist ekkert taka eftir því. — Þetta er ef til viil ekki eins slæmt og útlit er fyrir, mamma. Hún sneri sér hvatlega við. — Reyndu ekki að þyrma til- finningum mínum nú, Natti. Ég þoli bað ekki. Edda hefur ekki dreymt það, að hann var sveltur og barinn, né að pilt- urinn hafi verið drepinn. Hann hefur sannarlega ekki dreymt það heldur. Það fór hrollur um Natta. Hún á við Manny, hugsaði hann. — Hann talaði mikið upp úr svefni, sagði hún. — Báðar næturnar. Þegar það er tekið með í reikningin, sem hann sagði upp úr svefninum, er það verra en það lítur út fvrir. Við verð- um að horfast í augu við það. Natti varð skyndilega máttfarinn. Hann svipaðist um eftir stól til að setjast á. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði sofið þessa nótt, en hann hrökk skyndilega upp. Móðir hans stóð við rúmstokk hans með ljósker í hendinni. Hann sá tunglið út um gluggann í vesturátt og hann áleit, að komið væri undir morgun. — Farðu á fætur, Natti og hjálpaðu mér, sagði hún. — Hvað er að mamma? Er eitthvað að Edda? — Nei, hann sefur! Flýttu þér nú. Ég þarf á þér að halda. Hann þreifaði eftir fötunum sínum og skalf í næturkulinu. Hann var syfjaður, en vaknaði skyndilega, þegar hún tálaði til hans. — Við förum inn í herbergi Edda og sækjum kistuna. Ég hef opnað hana, en get ekki séð, hvað í henni er, nema gera hávaða. Við verðum að bera hana niður í herbergi mitt. — En, mamrtra? — Ekki að mótmæla mér, Natti. Ég veit, hvað ég. er að gera. Ég hef hugsað það út í æsar. — En ef hann vaknar? — Það yrði slæmt. En hann sefur svo fast, að það er lítil hætta á því. Ég verð að fá að vita, hvað er í kistunni, df þar skyldi eitthvað vera, sem þarf að ráðstafa. Ef ekki, förum við með kistuna upp aftur og enginn veit um þetta. Skildu skóna þína eftir. — Hún er of þung fyrir þig. — Ég get haldið undir annan endann á henni. Hættu nú að tala, Natti. Við höfum nauman tíma. Hann elti hana undrandi upp stigann. Hamingjan góða. Þetta er kista Edda. Hún hefur ekkert leyfi til að hnýsast i hana. Og ef hann kemst að því, yerður hann óðUr. En honum var lióst, að tilgangslaust var að deila við móður sína, þegar hún var í þessum ham. Og auk þess var hann for- vitinn að komaast að því, hvað væri í kistunni. Eddi svaf eins og steinn og gróf andlitið ofan í svæfilinn. Eddi sá festina, sem hann hafði um hálsinn, en lykillinn var niðri undir skyrtunni. Það var erfitt að sjá, hvernig ætti að ná lyklinum án þess Eddi vaknaði. En móðir hans tókst það samt. Natti tók undir endann á kistunni. Hún var ekki eins þung og áður, því að búið var að taka mikið úr henni. Hann var undrandi á því, að móðir hans hélt undir sinn enda, eins og hann væri fis. Þau fóru með kistuna fram hjá dyrum Betu og Karólínu og inn í herbergi Elísabetar og settu hana þar niður — hávaðalaust. Því næst lokaði móðir hans dyrunum. Þegar hún lyfti loki kistunnar, knúði forvitnin Natta til að gægjast yfir öxl hennar. Hann sagði við sjálfan sig, að hann mundi aldrei hafa opnað kistuna sjálfur en nú, þegar búið var að opna hana, var öði*u máli að gegna. Stóri, græni koparketillinn stóð á botni kistunnar. Hann var svo þungur, að Elísabet gat ekki hreyft hann. Hann var á hvolfi og Natti varð að snúa honum við. Fjórum strigapokum hafði verið troðið ofan í hann og þeir duttu ekki úr honum þótt honum væri hvolft og hann hristur. Elísabet þreifaði á einum pokanum og kippti snögglega að sér hendinni. Hún settist á hækjur sínar og horfði á pokana, eins og þeir væru höggormar. Hún var hörkuleg á svipinn. — Hvað er það, mamma? spurði Natti, og þegar hún svaraði ekki, þreifaði hann sjálfur á ólinni, sem bundinn var fyrir einn pokann. Hann bjóst við, að hún stöðvaði hann, en Elisabet gerði sig ekki líklega til þess. Það hafði verið bundið fyrir pokann i flýti. Hann leysti bandið. k.vö*l*d*v*ö»k*u*n*n*i «:>•••••••••••• ••••••••• Van Fleet hershöfðingi segir eftirfarandi sögu frá Kóreu- styrjöldinni. Þegar einn af liðs- foringjunum var á eftirlitsferð í fremstu víglínu þaut byssu- kúla rétt við höfuðið á honum. — Það hljóta að vera leyni- skyttur hérna í nágrenninu, sagði liðsforinginn við liðþjálf- ann, sem var í fylgd með hon- um. Þér ættuð að finna út hvar hann er og fella hann. — Við vitum nákvæmlega hvar hann er, sagði liðþjálfinn. — Hvað er þetta. Vitið þér hvar leyniskyttan er og þér gerið ekkert í því að bægja hættunni frá ykkur? — Það er nú þannig, liðsfor- ingi. Þarna hefur hann verið í sex vikur og skotið á okkur daglega en aldrei hitt einn ein- asta af okkur og við erum hræddir um það. að ef við drepum hann, verði annar sétt- ur í staðinn sem er betri skytta. ★ Pokinn var fullur af peningum. Hann leit á mcður sína, en hún hreyfði sig ekki. Hún var nú kropin á kné og var þannig hreyfingarlaus. Natti stakk hendinni ofan í pokann. Peningarnir voru þvalir viðkomu og það fór hrollur um hann, þegar hann heyrði glamra í þeim. — Farðu með höndina úr pokanum, sagði Elisabet hvatlega. Sigga átti lítinn bróður, sem var að byrja að ganga. Hann var óstöðugur á fótunum og það kom fyrir að hann steig spor aftur á bak. Siggá yirti Hún stóð skyndilega á fætur. Natti horfði á hana, án þess þó að sjá hana. Hann hélt enn þá hendinni niðri í pokanum. Þetta voru allt peningar. Meira en hægt var að vinna sér inn á heilli ævi. Hér var allt, sem mann langaði til að eiga. Allt var hægt að kaupa fyrir þessa peninga. Eddi hafði komið með auðæfi heim með sér. — Farðu burt með höndina, Natti! Hann dró hnefann upp úr pokanum. Einn gullpeningur sat eftir í lofa hans, en datt svo með glamri ofan í pokann aftur. — Þetta eru ekki þínir peningár, og ekki heldur mínir. Farðu frá. — Ég veit, að Eddi á þá, sagði hann. Hún stóð kyrr og starði á pokana og þegar hann sá svipinn á henni, færði hann sig ósjálfrátt fjær. — Nei, Eddi á þá ekki heldur. Hann hefur stoiið þeim. — Ó, nei, mamma. — Nóttina, sem þei'r flýðu, piltarnir þrír, tæmdu þeir fjár- hirzlu Ri'nggolds, sagði Elísabet. — Ég veit það, Natti. Eddi hefur sagt það í draumum sínum tvær undanfarnar nætur. — En hann er veikur mamma. Hann er með óráði. Hann veit ekki, hvað- hann segir. — Ég vildi ekki trúa því heldur. Hvernig átti ég að geta trúað því. Um Edda? En ég hef. hugsað um þetta í alla nótt og reynt að rekja þræðina saman. Hún horfði fast í augu hon- um. — Hann stal þeim. Hún brá hendinni ofan i ketilinnn og tíndi pokana upp, einn í einu, og lagði þá á gólfið. — Og ég er búin að ákveða, hvað á að gera. Þú verður að hann fyrir sér um stund en hrópaði svo hrifin upp yfir sig: — Nei, sjáðu, mamma, hann getur líka bakkað. — Þú veizt það nú, Jóh minn, ^ð eg hugsa nú alveg eins og eg tala. — Ját já, elskan mín, eg veit það, en bara mikið sjaldnar! — Gætir þú kvænst konu, sem væri ekki eins greind og þú ert? — Eg get bara ekki skilið hvernig hægt væri að komast hjá því, * Og svo var Það taugalækn- irinn, sem sagði við sjúklinginh: — Eg get ekki fundið áð það sé neitt- sérstakt að yður, en þér mynduð hressast mikið ef þér léttuð yður dáiítið meira upp. — Já, það er víst rétt eh í hvert sinn sem eg geri það' verður maðurinn minn svo ægi- lega afbrýðisamur. C & &UWOU(fkA — TARZAIM — 2329 hér skammt undan. Hverju skiptir það þótt við séum hér ein, sagði hún. Stúlkan vaknaði hress undir morg- un. Við skulum halda áfram herra minn, sagði hún. Eg veit um vin Kjarkur þinn og styrkur veitir mér öryggi. En þau voru ekki ein. —• Grimdarleg augu hvíldu á þeim. —- Augu sem þyrsti í að sjá blóð út- lendings.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.