Vísir - 03.04.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 03.04.1957, Blaðsíða 1
12 bSs. wl 12 0 bls. *?. *u-g. Miðvikudaginn 3. apríl 1957 79. tbl. Sjávarafurðasalan: al verjast utidarboð # er margir selja. esrnarinnar encfianiega afgreitf. Frumvarp stjórnarinnar um j stuðnings, sem SÍF hefði notið. sölu og útflutning sjávarafurca o. fl. var loks endanlega sam- þykkf án nokkurra breytinga' á fundi efri deildar í gær, og af- greitt sem lög frá Alþingi. Síðustu ræðuna í þeim löngu umræðum, sem staðið hafa um frumvarp þetta, síðan það var lagt fram skömmu eftir ára- mótin, flutti Jóhann Þ. Jósefs- son, þingmaður Vestmannaey- inga. Minntist hann þess réttilega í upphafi, að mál þetta væri mjög umdeilt og með samþykkt slíks frumvarps, er hér væri um að ræða, með þeim skýringum, sem því hefðu fylgt, þegar það var lagt fram, væri beinlínis veizt að heildarsamtökum framleið- enda sjávarafurða, þar sem op- inberlega hefði komið fram, að þau væru mjög mótfallin breyttri skipan. — Færi illa á því að ríkisstjórnin tæki svo fyrir eina stétt landsins og legði kapp á að hnekkja uppbyggingu hennar, að því er snerti mögu- leikana til að koma framleiðslu- vörunum á góðan markað. Jóhann Þ. Jósefsson kvaðst með þátttöku í störfum Sam- bands ísl. fiskframleiðenda hafa fengið gott tækifæri til að sann reyna traustleik núverandi fyr- irkomulags, sem á sínum tíma hefði verið stofnað til fyrir til- stuðlan bankanna og komið hefði í stað þeirrar sundrungar, er áður ríktu til hins mesta skaða fyrir framleiðendur og þjóðina. Sérstaklega hefði hann þó fundið það við störf Skreið- arsamlagið, hliðstæð samtök, Það l"C3mi eigi ósjaldan fyrir, að fölskum fréttum um undir- boö einstakra seljenda væri dreiít meðal erlendra kaupenda í þeim tilgangi að koma verði fiskjarins niður. Að því er salt- jfiskinn áhrærði hefði verið auð velt að eyða slíku með því að vísa til þess, að SÍF hefði sölu allrar fiskframleiðslunnar á FramhaU * 6. siftu. Annar kafbátur Bandavíkjanna, sem knúinn er kjarnorku, heitir Sæúlfurinn, og sézt hann hcr á siglingu. Honum var hleypt af stokkunum í júií 1955 og er 3260 lestir. Fyrri kaf- báturinn, sem knúinn er kjarnnikn er Nautilus, sem oft hefur verið getið í blöðum. i Böðull ekki handfekinn. Fyrrverandi SS-maður, Mar- tin Sommer, sem kallaður var „Böðullinn í Bucnenwali" verður ekki látinn svara fyrir morð á 78 föngum. Hefir dómstóll Bayeruth í S.-Þýzkalandi tilkynnt, að Sommer hafi örkumlazt svo, er sprengja hæfði skriðdreka, sem hann var í, að ekki sé hægt að leiða hann fyrir rétt eða yfir- leit að handtaka hann. Bátsstrand við Langanes. Skipverjar hjörguoust til lands, en báturinn er talinn í mikilli hættu. Eliftsr í strætis- vagni. I nótt kom eldur upp í strætisvagni í bækistöð stræt- isvagnanna á Kirkjusandi. Eldsins varð vart laust fyrir klukkan 1 eftir miðnætti og var slökkviliðið þegar kvatt á vettvang þangað inneftir. Var þá talsverður eldur í vél stræ- isvagnsins, en hann var fljótlega slökktur. Óvíst var hve sem ekki nytu þess opinbera j skemmdir voru miklar. Vetnissprengjan rædd áfram í brezka þinginit. Tiflaga um fresíun lilraunar- innar á Jólaey. Þingmenn brezkra jafnaðar- íruuma kom sanian til fundar í ðag til þess að ræða vetnis- sprengjuprófanirnar. A. m. k. 50 þeirra standa að tiilögu, þar sem segir, að a. m. k. beri að fresta vetnissprengju- prófunum. Macmillan sagði á þingi i gær, að það væri einkennilegt hvert kapp væri lagt á, að fá Breta til þess að hætta vetnissprengju- próf un sirini, þar sem vitað vaíri að tvö stórveldi hefðu fram- kvæmt slíkar prófanir. Hann spurði og Gaitskell að þvi, hvort hann myndi fresta vetnis- sprengjuprófun, væri hann for- sætisráðherra, og vissi að öll varnaráform landsins myndu kollvarpast, ef þær færu ekki fram? Japanar hafa endurtekið til- mæli um, að prófuninni verði frestað — og Rússar segjast vera fúsir til að fallast á, að öllum vetnissprengjuprófunum verði hætt, en þeirra mark er að Bretar fái ekki þá aðstöðu, sem þeir sjálfir hafa aflað sér. Prófunin á Jólaeynni á sem kunnugt er að fara fram i þess- um mánuði. Brezka kirkjuráðið hefur lýst sig andvígt prófuninni. Frá fréttaritara Vísis. — I Akureyri í morgun. j í gær strandaði 18 lesta vél- bátur, Týr frá Þórshöfn, við Langanes. Mannbjörg varð en báturinn talinn í mikilli hættu og ólíklegt að takizt að bjarg.t honum. V.b. Týr hafði farið í róður frá Þórshöfn í gærmorgun. Á honum var 4 manna áhöfn_ en skipstjóri var Páll Gunnólfsson, ungur maður. Um klukkan 3 síðdegis í gær strandaði báturinn í niðaþoku við svokallaðann Svínalækjar- tanga rétt utan við Læknis- staði á Langanesi, en sá bær er nú í eyði. Báturinn strandaði skammt frá landi. Sem betur fór var ekki vont í sjóinn, en þó nokk- urt brim við landið og land- takan mjög slæm. Skipverjar rænulaus enn. ' Litla telpan, sem slasaðist í umferðaslysinu á Suðurlands- braut, Iiggur enn rænulaus á Landspítalanum. Svo sem kunnugt er varð þetta slys s.l. laugardag fyrir hádegi á Suðurlandsbraut. Hef- ur litla stúlkan verið rænulaus síðan. köstuðu sér alljr í sjóinn og komust heilir á húfi til lands. Urðu þeir að ganga 12—15 km. vegarlengd að næsta bæ, Heið- arhöfn á Langanesi og voru þá allþjakaðir orðnir. Þangað voru þeir 3 klst. frá strandstað. Á Heiðarhöfn var skipverj- um veitt hin bezta aðhlynning og síðan gert aðvart um þá til Þórshafnar, en þaðan var bíll sendur eftir þeim í gærkveldi. Þegar báturinn strandaði var bann búinn að afla 5—6 skip- pund af þorski. í dag át'ti að senda menn frá Þórshöfn á strandstaðínn til þess að athuga björgunarað- stæður, en kunnugir menn telja þær litlar sem engar því að- staða er afar örðug. Báturinn var lágt vátryggður. 'enging á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. —¦ Akureyri í morgun. I morgun varð mikil spreng- ing í kjallara íbúðarhússins Eyrarlandsvegi 8 á Akureyri. Um leið kviknaði eldur í kjallaranum, sem varð fljót- lega slökktur en um orsakir sprengingarinnar er enn ekki kunnugt. Sprengingin varð um 9-leytið í morgun og varð svo mikil að húsið, sem er tveggja hæða timburhús á steinsteyptum kjallara, lék á reiðiskjálfi og gólfdúkar á neðri hæðinni lyft- ist frá gólfi. EkKi hlauzt af þessu neitt slys. Strax eftir sprenginguna varð elds vart í kjallara og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Þegar það kom á staðinn hafði myndazt mikill reykur í kjall- aranum og eldur var þar í rúm- dýnu og bílsæti úr froðu- gúmmí. Eldurinn varð fljótt slökktur og skemmdir óveru- legar. Bylting í Chile. Barizt í Santiago. Til bardaga kom í gærkvöldi í Santiago, höfuðborg Chile, og virðist svo sem tilraunliafi verið gerð til byltingar, en fregnir eru annars óljósar um tildrög. Samkvæmt útvarpsfregnum var herliði beitt gegn múg manns og biðu 41 maður bana i átökun- um. Herlög eru gengin í gildi um allt landið. Síðari fregnir herma að hækk- að verðlag hafi ieitt til uppþot- anna, Ágæt veiði í Þorlákshöfn og á Stókkseyri. Sumir Þorlákshafnarbátar tvihlaða. Nýjar hatidtökitr í Uitgverjalanfli. EUefu Ungverjar hafa verið handteknir í Miscole, sakaðir um njósnir fyrh- „TJtvarp frjálsr- ar Evrópu". ¦¦:-. Utvarp þetta er sem kunnugt er rekið fyrir bandarískt fé í Vestur-Þýzkalandi. . . ..... Undanfarna daga hefur verið ágætis afli bæði í Þorlákshöfn og á Stokkseyri. 1 aflaleysinu að undanförnu hafa stundum borizt aflafréttir úr Þorlákshöfn. Þar réru nú 7 bátar á línu, en eru 8 síðan netjavertíð byrj- aði. Afli var lélegur hjá flestum bátunum á línu, en síðan netja- vertið byrjaði hefur veiðzt mjög vel og er heildarafli nú orðinn meiri en á sama tíma í fyrra. Heildarafli í ár er 2200 lestir. Meðalafli á bát er um 300 lestir Aflahæstur er Klængur, sem er stærstur, 35 lestir, með um 360 lestir í 49 róðrum. Minnsti bátur- i ínn, Jón Vídalín, sem er 16 lestir I að stærð, hefur fengið 120 lestir s. 1. hálfan mánuð og suma daga tvíhlaðið. Hafa sjómenn fyrir nokkru fengið upp i trygginguna og um mánaðarmótin voru þeir lægstu með um 12000 króna hlut Síðustu tvo dagana hefur ver- ið, ágætisveiði bæði hjá Þorláks- hafnarbátum og Stokkseyrar- bátum og er stutt á miðin. Leiki-itið Tópas, eftir Marcel Pagnol hefur verið sýnt í leik- húsinu á Þórshöfn í Færeyjum. Hin kunna íslenzka leikkena, Erna Sigurleifsdóttir hefur verið leikstjóri og fær hún mikið lof fyrir í færeyskum blöðum, sv.o og leikendur. Telja þau leik- inn frábæran og .sé það mest að þakka Ernu Sigurleifsdóttur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.