Vísir - 08.04.1957, Page 3

Vísir - 08.04.1957, Page 3
Mánudaginn 8. apríl 1957 VlSTR ♦ FRAMFARIR OG TÆKNI Devcon-stálplastið er sann- kallað undraefni. NotkuRarhæfi þess er mjög margvíslag. Nýlega er komið á markaðinn (einnig 3iér á landi) efni, sem er eins auðvelt í meðferð og kítti^ en harðnar svo á tveim tínium, að það verður hart sem stáá. Eífni þetta, sem nefnist DEV- CON, er blanda af stálkornum, örsmáum, og plasti, en auk þess er í efninu sérstakt bindiefni. *m er uppfinning framleiö- andans. Notkunin er mjög auðveld og allt sem gera þarf er að hræra saman við blönduna sérstöku efni_ sem gerir það að verkum, að það verður þá hart sem stál. Bæði má svo seta blöndu þessa í mót og steypa þannig úr henni hluti eða hella því í rifur eöa holur eða aðrar skemmdir á hlutum þeim, sem gera á við. Hvorki þarf að hita blönduna né kæla og harðnar hún af sjálfu sér á tiltölulega stuttu mtíma. Það gefur augaleið að efni þetta er til margra hluta nyt- samlegt o gsérstaklega hentugt til allskonar viðgerðar. Jafnvel má búa il hluti úr efninu, svo se mmót allskonar og kosta þau miklu minna í framleiðslu heldur en mót gerð á venjuleg- an hátt. Annars er notkunarhæfni þessa efnis svo margvísleg, að það verður ekki allt upptalið hér. Gúramírúður fyrir glerrúður. Verksmiðja ein í Bandaríkj- unum er að gera tilraunir með framleiðslu á gagnsæu gúmmíi og er ætlunin að nota það í framrúður á hraðfleygum flug- vélum. Öryggisgler, sem notað er m. a. í flugvélarúður, er í raun og veru tvöfalt gler með plastlagi á milli. Nú fara hraðfleygustu flugvélar svo hratt, að mikill hiti myndast við núninginn. Þessi hiti verður meiri en svo, að plastefnið þoli hann og vili þá rúðan brotna. Það virðist svo sem verksmiðjunni ætli að takast að framleiða hið gagn- sæa gúmmí og mun það þola 145° C._ en plastið þolir ekki nema 72° C. Geislun sögð fara mjög í vöxt í Noregi. Sagt a5 hún hafi tífaldast í september. Frá fréttaritara Vísis. Heilbrigðisstjórnin og sér- j fræðingar hersins í Noregi hafa lagt fram skýrslur sínar tun kjarnorkugeislamælingar og sýna þær, að geislaverkanir í Noregi liafa tífaldazt síðustu mánuði og er þetta rakið til tilrauna Rússa með atómvopn. Rannsóknir þær á geislavirku ryki, sem hér um ræðir sýna, að það er fyrst og fremst geisla- virkt joð, sem orðið hefir vart við. Hins vegar óttast menn, aðj rykfall þetta kunni að flytja. með sér strontíum, en það er það efni, sem veldur krabba-i meini í beinum manna. Þá er og verið að rannsaka hversu mikið geislavirkt joð menn muni taka til sín með drykkj- arvatninu og matvælum eins og nú er komið. Rannsóknir þessar einkennast af óvissunni, sem yfirleitt ríkir um þessi mál. Þó er gert ráð fyrir, að geisla- verkanirþessar muni ekki nema meira en 1/10 þess geisla- magns, sem menn eiga að þola sér að skaðlausu. Sérfræðingum hefir verið fjölgað við ýmsar stofnanir, sem við þessi mál fást, þar sem ótt- ast er, að hætta geti verið á ferðum, ef rykfallið eykst. Dr. Torsten Magnusson við rann- sóknarstofnun hersins segir, að enginn vafi leiki á því, að um verulega aukningu á geisla- verkunum sé að ræða í seinni tíð. Talið er, að minna beri á geislaverkunum í Svíþjóð og er þetta í sambandi við loft- strauma, sem bera rykið vestur á bóginn. Strontíum er hættulegra mönnum en geislavirkt joð þar sem það er miklu lengur virkt. hedlur en joð. Dr. Magnusson, sem áður er nefndur, telur, að mikil hætta sé á ferðum, ef haldið verður áfram með kjarnorkutilraunir hér eftir sem hingað til. ! í kjafrnorkuverunum brezku fellur til geislavirkur ,,úrgangur“. i Hann er ekki til einskis nýtur, öðru nær, bví a'ð hann á að nota í sjúkrahúsum landsins við krabbamcinslækningar. í úrgang- inum finnst som sé efni, sem nofnist „cacsium“, og hafa verið fundin upp sérstök tæki til geymslu á efninu og til lækning- anna. Myndin er frá Royal Marsden sjúkraluisinu, scm hefur riðið á vaðið með notkun þess. 1500 sinnum, en er aðeins 10 cm. sinnum 6 cm. og vegur að- eins 500 grömm. Smásjáin er því svo meðfærileg að henni Brezk vcrksmiðja hefur búið má líkja við vasaljósmyndavél. til smásjá, sem talin er eitt hið Glerjakerfið er sjálfvirkt, og merkilegasta tæki sinnar teg- | það hefur komið í Ijós, að smá- undar, sem tekist hefur að sjána má nota hvar sem er, framleiða. Ijafnvel þar sem mikill titringur Hún getur stækkað allt upp í er eins og farartækjum svo sem Ný, hentug smásjá. i bílum eða flugvélum. Smásjáin hefur verið reynd beaði í heimskautalöndunum og í hita- beltinu og gefið góða raun. • Frakkland og Sovétríkin hafa samið um vöruskipti, er nema sem svarar 4,4 milljörCum kr. næsta ár. Hægt ai fljúga til tuitglsins 1971 eia fyrr. Vandamál í sambandi við geimflug aðallega fernskonar. Bandarískur vísindamaður spáir bví, að hægt verði að' senda eldflaugar til tunglsins árið 1971 — eða fyrr. Það er dr. John L. Barnes, forstöðumaður þekktrar rann- sóknastofu og sérfræðingur í eldflaugum, sem stjórna sér sjálfar, er heldur þessu fram. Hefur fyrirtæki hans unnið lengi að rannsóknum á mögu- leikum þess að efna til flugs út í geiminn. Efndi hann í s.l. viku til blaðamannafundar um þetta og sagði þá blaðamönn- um meðal annars, að þegar væru til eldsneytistegundir, sem væru svo kraftmiklar, að þær gætu lyft eldflaugum út fyrir gufuhvolf jarðar. „Þa rvið bætist,“ sagði hann, „að við gerum ráð fyr- ir, að bráðlega verði hægt að taka kjarnorkuna í þjónustu samgangna af þessu tagi.“ Barnes hélt því fram, að ferðalag lil tunglsir.d væri í augum margra jafn-fjarstæðu- kennt og fyrsta sigling Kolum- busar, þegar hann ætlaði að komast til Kína með því að sigla í vesturátt. Vandamálið, sem leysa þyrfti í sambandi við flug til tungls- ins, væri fernskonar: í fyrsta lagi yrði orka að vera nægjanleg í geimfarinu til að þeyta því út úr gufu- hvolfinu og þá 382 þús. km., sem er vegarlengdin til tungls- ins. Til þess, að þetta mætti lánast, yrði geimfarið að ná 11,2 km. hraða á sekúndu — eða 40.000 km. hraða á klst. til þess að ,,sleppa“ frá jörðinni. Verður þetta erfiðast fyrstu 500 km., en síðan minnkaði mótstaðan til muna. Næsta vandamálið mundi verða fólgið í að koma inn í gufuhvolfið aftur, án þess að geimfarið hitnaði um of. Það væri tiltölulega auðvelt, sagði Barnes, að fara frá tunglinu, því að í rauninni mundi að- dráttarafl jarðar gefa geim- farinu alla nauðsynlega okru. En síðan yrði að vinna gegn að- dráttaraflinu, þegar jörðin nálgast, því að það mundi or- saka hættulegan hraða ella. Þriðja vandamálið væri að hafa samband við geimfarið, meðan það væri á ferðinni. Yrði að finna réttar öldulengd- ir og gera nægilega stórt loft- net fyrir sendingu og móttöku um svo miklar vegarlengdir, þar sem loftlaust er. Loks er vandamálið, sem varðar stjórn geimfarsins, en það taldi Barnes auðleystast af þeim öllum, því að hægt væri að stjórna eftir stjörnu- kortum, sem brejdt hefði verið með tilliti til aðstæðna úti í geimnum. Robert Standish: Hiin vildi giftasi tíl fjár, töglin og hagldirnar. Þessi föð- urbróðir hennar, sem byggir hús til þess að selja, er spilltur maður og eg fellst ekki á neitt, sem hann stingur upp á. Thércse svarar því svo, að hún skuli koma í veg fyrir hverja tilraun mína til þess að koma í peninga nokkrum hluta eigna minna. Helmingurinn af því sé sín eign — og hér verður hún þangað til öllu er lokið.“ Aumingja Sam var illa stadd- ur. Klukkan var eitthvað milli ellefu og miðnættis, þegar eg skilaði honum við hliðið hans. Hann var allsgáður. En Thérése hagaði sér svo að það var alveg eins og hann hefði verið úti alla nóttina með kórstelpunum frá Folies Bergére. Glymjandi rödd hennar gail í eyrum mér til klukkan þrjú um nóttina. Eg gat ekki skilið hvernig Sam gat þola'ð svona atnæfi. Hann heim- sótti mig eftir tvo daga og virtist drekka í sig friðinn í Mas des Violettes. „Þ.etta er sá yndislegasti blettur sem eg hefi kynnst í öllum heiminum,“ sagði hann með innilegri tilfinningu. ,,Eg lasta þig ekki fyrir að vilja ekki selja. En þó að þú vildir það,“ sagði hann dapurlega, ,,þá gæti 'eg ekki keypt núna. En okkar á milli sagt_ Bill, er eg orðinn dauðþreyttur á þessu. Eg býst við að þú hafir ekki handbærar ! svona 100 kronur, sem þu matt missa? Því að ef þú hefur það þá fer fragtskip á morgun frá Marseille til Boston og eg vildi komast með því. Eg verð að jfara — hún er alveg að svipta mig vitinu.“ Eg lánaði Sam þá peninga sem hann þurfti á að halda. Og degi síðar ók eg honum niður 'að hraðlestinni til Marseille. ,Við tókumst í hendur og óskuð- um hvor öðrum alls góðs. Og þá var því lokið. . Fimmtán minútum eftir að eg kom heim kom Aíphonsína til mín og tilkynnti mér að Thérése væri við hliðið og heimtaði að fá að hitta mig, Það var þungt járnhlið 'með hvössum göddum efst. „Segið henni að fara,“ sagði eg. ,,Eg' vil hvorki sjá hana núna né nokkru sinni öðru.“ Thérése hélt áfram að hrista hliðið þangað til eg hótaði henni að eg skyldi senda eftir lög- reglunni og láta hana flytja hana á burt. Eg viðurkenndi það ekki fyrir sjálfum mér_ en eg sé nú, að eg var hræddur við Thérése. Eg vildi ekki hafa nein afskipti af henni. Þetta gerðist allt á árunum 1938 til 39. Átta ár áttu að líða áður en eg sæi Mas des Violettes eða Thérése aftur. Og hvorugt hugsaði eg um á stríðsárunum. Eg gat ekki séð fram á þann tíma að eg gæti búið í Mas des Violettes, og var húsið því or'öið hálfgert vandamál, Vinur minn einn í Sviss gat greitt Alphon- sine dálitla peninga meðan á stríðinu stóð, en hún og Thérése viðhéldu fjandskapnum sín á millum og fór hann ekki minnk- andi. Thérése var svo gerð að hún hafði samstarf fyrst við Itali og síðan við Þjóðverja. Og þegar Ameríkanar komu gang- andi upp hæðina 1944 og vilrlu hafa húsið fyrir útsýnisstað, þá var amerískur fáni breiddur yfir hliðið. Eg efast ekki um að hún hafi haft rauða dulu einhversstaðar í húsinu, ef slys

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.