Vísir


Vísir - 08.04.1957, Qupperneq 6

Vísir - 08.04.1957, Qupperneq 6
VÍSIR Mánudaginn 8. apríl 1957 WXSIR. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Svo bregðast krosstré... Þau fáheyrðu tíðindi gerðust á Alþingi um daginn að Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra upplýsti, að ekki hefði verið um neinn tekjuafgang að ræða hjá ríkissjóði í lok þessa árs. Þóttu mönnum þetta undur mikil, þar sem 4 fjármálaráðherrann mun hafa verið hinn borginmann- legasti í lok nóvember og gefið í skyn, að eins og venjulega mundi frábær fjármálastjórn hans hafa í för með sér að ríkissjóður mundi verða fleytifullur í árslok og hægt að láta mill- jónir af hendi rakna til ým- issa þarfa, eins og á sum- um undanfrönum árum Mönnum verður vafalaust á að segja í þessu sambandi_ að svo bregðist krosstré sem önnur tré, því að hingað til hefir verið ætlazt til þess, að almenningur legði sér- stakt mat á fjármálavit Ey- steoins Jónssonar. Hefir að- dáun framsóknarmanna á honum verið mjög í ætt við persónudýrkun þá, sem nú INÍýja grænmetið er að koma á markaðinn. Gúrkurnar fyrr en venjulega. þykir ekki lengur fín í sum- um löndum, og væntanlega verður hún ekki fyrir áfalli, þótt það hafi nú komið á dag- | inn, að trúin á fjármálavitið hefði reynzt oftrú. Það er víst alltaf hægt að bjarga sér á því, að þarna komi svo sem enn einu sinni í ljós1 ^arfurinn frá íhaldinu“, sem' stjórnarflokkarnir hafa svo oft nefnt undanfarið. En skyldi það nú vera „arfur- inn“ sem kemur þarna í ljós? Ef þetta er íhaldinu að kenna, hvers vegna kom það þá ekki fyrr í ljós, jafnvel meðan það var enn í stjórn? ^ Það hefði svo sem verið vatn | á áróðursmylluna ef hægt, Jiefði verið að sýna fram á,, að þegar hefði verið farið að sjá í botn á kassanum,' meðan ,,íhaldið“ var enn í grennd við hann! Hér kem-! ur því sennilega eitthað ann- að til greina en áhrif ,,íhalds- ins“. Kannske hafi orðið vart viðeinhverja kompásskekkju eftir að kratar og kommún- istar komust í stjórnina. Er blaðið átti nýlega símtal við Óla Val Hansson, kiennara við Garðyrkjuskólann, sagði hann ýmsar tegundir grænmet- is þegar komnar og í þann veg- inn að koma á markaðinn, eft- ir því sem hann bezt vissi til. Fyrst og fremst eru það gúrkurnar, sem maður er lang- eygður eftir, þegar daginn fer að lengja, en fyrstu gúrkurn- ar úr gróðurhúsunum koma venjulega ekki fyrr en kemur fram í apríl. Að þessu sinni er sett íslandsmet í þessum efn- um, og gerði það Ágúst Kristó- fersson, garðyrkjumaður í Hveragerði. Fyrstu gúrkurnar frá honum komu á markaðinn þann 17. marz s.l., um það bil hálfum mánuði fyrr en fyrstu gúrkurnar hafa komið áður, hér á landi. Þennan góða árangur má lík- leg'a fyrst og fremst þakka því að Ágúst notaði ljós við upp- eldi plantnanna í vetur og virt- ] ust þær dafna mun betur en' ella. Ljósin sem Ágúst notaði voru svokölluð ,,flóðljós“ eða ,,fluorescent“-ljós, eins og þau heita á erlendu máli. Útbjó hann sjálfur eins konar skerma utan um lampana og kom því öllu mjög haganlega fyrir, of- an við uppeldisborðin. Auk þess að ljósin haí'a hér án efa komið að góðu gagni, má nefna að Ágúst er mjög natinn og vandvirkur garðyrkjumaður, sem að undanförnu hefur á- vallt verið meðal þeirra fyrstu með gróðurhúsaafurðir á vor- in. — Vafalaust á lýsing í gróð- urhúsum mikla framtíð fyrir sér hér á landi og eru nú garð- yrkjumenn að þreifa sig áfram í þessum efnum, eftir því sem tök eru á. ■Þá er í frásögu fært að úr Hveragerði hefur á þessu vori komið á markaðinn fljótvax- in kryddjurt, sem mun vænt- anlega verða vel tekið af hús- mæðrum er þær læra að færa sér hana í nyt. Er hér um að ræða karsa, sem Ólafur Steins- son í Hveragerði ræktar og sendir á markaðinn í dálitlum öskjum, sem jurtin vex í og heldur áfram að vaxa í eftir að hún kemur heim í eldhús eða g'eymsluglugga. Síðan er skor- ið ofan af blöðunum, jafnóðum og þau eru 'notuð, en þessari bætiefnaríku jurt er bætt í ýmsa rétti og fer notkun henn- ar ört vaxandi í nágranna lönd- unum. Af öðru grænmeti má nefna steinselju eða persille. sem komin er á markaðinn fyrir nokkru og salat, sem er \im það bil að koma. Síðar í vor koma svo gul- ræturnar og tómatarnir, sem verða líklega með fyrra fall- inu, vegna þess hve tíðarfarið hefur verið hagstætt fyrir gróðurhúsabændur, það sem af er þessu ári. Kommúnistar þola aíit Utanríkisráðherranum hafa ekki verið vandaðar kveðj- urnar í Þjóðviljanum síðustu dagana. Gengur blaðið meira að segja svo langt, að það líkir stjórn Guðmundar í. Guðmundssonar á utanríkis- málunum við stjórn Bjarna Benediktssonar á sömu mál- um á sínum tíma, og má segja, að langt sé til jafnað. Samkvæmt kenningum kommúnista hefir enginn maður gert íslendingum eins mikla bölvun og Bjarni Benediktsson, þegar hann var utanríkisráðherra. Má hann vissulega vel við una, að fá slíkan vitnisburð hjá föð- urlandsvinunum við Þjóð- viljann. Vísir ætlar ekki að taka að sér að verja gerðir utanríkisráð- herra, en blaðinu finnst ein- kennilegt_ hversu lengi kommúnistar endast til að hirta sjálfa sig með því að gera hvort tveggja í senn — gagnrýna ráðherrann harð- lega fyrir nær allt, sem hann gerir, og styðja áframhald- andi veru haiis í ríkisstjórn- inni, svo að hann geti haldið áfram þeim afglöpum sem þeir forædma hann fyrir. Þetta — eins og svo margt, sem gerzt hefir á undan- förnum mánuðum —- stað- festir það, að eins og nú stendur er það málefni ekki til, sem getur fengið komm- únista til að hverfa úr sljórninni Þeir þola allt fyr- ir stólana. • Svíar hafa safnað fé til að koma upp 25 rúma barna- sjúkraliúsi í Addis Abeba. • Bandaríkin ætla að setja á laggirnar nefnd, er starfi að staðaldri að málefnum varð- andi Suðurskautslandið [Margt er shritiS Dýrmætt „ekta falsað“ frímerkjasafn. Ovenjulegt safn frímerkja á sýningu í Dublin. Kalt stríð. Úti í heimi eru bréfin frá Búlg- anín til ýmissa forvígis- manna frjálsra þjóða talin tákn þess^ að nýtt kalt stríð sé að hefjast. Kommúnista- foringjarnir hafa orðið fyrir vonbrigðum af bardagaað- ferðum þeim, sem þeir hafa beitt að undanförnu, svo að þeir hafa gripið til nýrra vopna í þeirri von, að af- raksturinn verði meiri. Kommúnistar hafa háð kalt stríð gegn lýðræðisþjóðun- um áður. Árangurinn varö annar en sá, sem þeir gerðu ráð fyrir, því að kalda stríð- ið þjappaði frjálsum þjóðum betur saman, treysti vin- áttu- og samstarfbönd þeirra. Ekki er ósennilegt, að hið nýja kalda stríð' beri einnig þenna árangur_ svo að það verði frjálsu þjóðunum frek- ar til góðs en ills. Samheldni er þeim alltaf nauðsyn. Frimerkjasafn, sem ekki á sinn lika, var á sýningu í Dublin ekki alls fyrir löngu. Öll frímerkin eru fölsuð og öll eru þau merkt nafni falsar- ans og er áritunin á baki merk- isins. Falsarinn, sem gert hefur þessi merki, heitir Jean de Sper- ati óg er ítali. Hann býr góðu lífi i Frakklandi þrátt fyrir allt, og hefur fyrir löngu síðan lagt listina á hilluna. Þrátt fyrir allar þessar falsanir hans, hefur brezka frímerkjasafnarasam- bandið keypt safn hans allt af fölsuðum frimerkjum og öll tæki hans. De Sperati er nú rúmlega sjö- tugur. Þegar var hann ungur skólapiltur hóf hann að æfa sig á því að falsa nöfn manna —- eiginhandarundirskriftir. Þegar aðrir piltar fóru að safna fri- merkjum, lagði hann leið sina til fornsala og keypti sér bækur um efnafærði og ekki leið á löngu, unz hann var orðinn mjög fróður í þeirri grein. Að þvi búnu fór hann að falsa San- Marino frímerkin og lét bróður sinn, sem var safnari, fá þau. Tók hann nú til að fást við erfið- ari viðfangsefni og áður en lauk hafði hann falsað 337 frímerki, sitt af hvoru tagi, en þá lét hann af iðninni. Nokkrum sinnum tók hann sér fyrir hendur að „endurbæta" frumútgáfu ýmissa merkja. Þar á meðal var eitt sænskt frímerki og gerði hann úr frekar venju- legu merki annað, sem talið var mjög merkilegt og dýrmætt af- brigði. Þetta gekk nú allt eins og í sögu, unz hann króaðist inni í Frakklandi í striðinu. Eftir stríðið var tekið til að safna -saman frímerkjum hans og þurfti að kaupa þau inn frá ýmsum söfnurum, sem höfðu komist yfir þau. 1 dag hafa hin- ar ,,ekta“ útgáfur hans fengið visst markaðsverð og er það sennilega i fyrsta sinn i sögu frimerkjasöfnunarinnar, sem fölsuð frímerki fá viðurkennt verð. I Talið er að hin 337 merki, sem hann hefur falsað, séu virt á um 1 25.000 krónur. Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á Sími 4320. öllum heimilistækjum. — Fljót og vöndúð vinna. Johan Rönning h.f. í>6babíhmJíimsscm LÖGGILTUR SiGALAÞft/AMDI • OG DÖMTOLK.UR Í ENSK.U * KIEKJyHVOLI — simi 81S55 IAUCAVEG 10 - SIMI 33S? NÆRFATNAÐUR ! <4% karlmanna m i og drengja M * fyrirliggjandi. ^ L.H. Muller Hallgrímur Lúðvíksson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 80164. MAGNUS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. S. ÞORMAR Kaupi ísl. frímerki. Sími 81761. Þórsgötu 14. Opið kl. 8—11,30. Molakaffi kr. 2,50. Smurbrauð kr. 6,00 SKiPAUTGCItD RIKISINS „HERÐUBREIÐ" austur um land til Skagafjarðar I hinn 10. þ. m. Tekið á móti flutn- | ingi til Hornafjarðar, Djúpa- j vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- I f jarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar og Bakkafjarðar á ! morgun. Farseðlar seldir á þriðjudag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.