Vísir - 08.04.1957, Side 10
10
VlSIB
Mánudaginn 8. apríl 1957
* • • •
• «
• •
/
ANDMEMARNIH
' • •
• •
EFTIR
RÍTH MOORE
• •
*••••
• •
• •
18
innar á Edda. Því næst ætlaði hún að skýra yfirvöldunum frá
dauða sjómannsins Manny.
Henni kom ekki til hugar, að það kynni að vora hyggilegra
að skýra yfirvöldunum fyrst frá dauða Manny, Hana langaði I
til að sjá svipinn á þorparanum, þegar hún færði honum aftur
peningana hans, læsi yfir hausamótunum á honum og ógnaði
bonum með réttvísinni. Og auk þess gat hann ekki krafizt þess, i
að Eddi yrði fangelsaður, þegar hann fengi peninga sína. j
Henni fannst þetta mál vera ákaflega einfalt og datt ekki í
hug, að eitt misstigið skref gæti kollvarpað öllum áætlunum
hennar. Þetta var, að henni fannst, eins einfalt og að þvo þvott.
Óhrein föt voru þvegin, undin upp og breidd til þerris. Og
allt var hreint.
Hún var fljótari til Boston en hún hafði gert ráð fyrir. Norð-
vestanvindurinn þurrkaði veginn, svo að Dolly gamla gat
brokkað fyrir vagninum. Þegar Elísabet fór fram hjá kofa Anna-
maríu Bussey langaði hana heim og fá sér matarfcita hjá henni.
Hún hafði ekki gefið sér tíma til að borða neitt áður en hún
lagði af stað. En Annamaría var nísk. Hún borðaði að vísu mikið
sjálf, en hún tímdi varla að sjá af matarbita handa ættingjum
sínum, þegar þeir komu í heimsókn. Auk þess var hún léleg
húsmóðir. Ef Elísabet kæmi þar núna yrði allt á rúi og stú
þar inni.
Jæja, hún gat heimsótt hana á bakaleiðinni frá Boston. Það
yrði eins gott að fá hjá henni kvöldverð og hádegisverð. Og
ef veður versnaði, yrði hún þar í nótt. ■ -
Hún ók niður hæðirnar fyrir ofan Boston. Nú var himininn
orðinn þakinn skýjum og norðvestan vindurinn orðinn mjög
svalur. Nú var Dolly orðin þreytt. En hún gat fengið hvíld,
þegar komið yrði að vöruhúsinu, og þau voru nú farin mjög
að nálgast ströndina. Elísabet hafði aldrei verið þarna ein
íyrri. -
Það voru fjögur skip á höfninni og margir smábátar. Flest
voru það fiskibátar. Það var ógerningur að vita, hvert þessara
skipa var Kálkúnfjöðrin. Hún vissi, að stærsta skipið var
brezkt herskip. Hin þrjú voru kaupskip og hvert öðru lík.
,, Hún sló lauslega í Dolly, sem var með hausinn milli fram-
fótanna. *
Svona nú, Dolly, sagði Elísabet. — Við erum nú að verða
komin á áfangastaðinn.
Hún stöðvaði vagninn fyrir framan vöruhús Carnavon-
bræðranna og ávarpaði mann, sem sat þar í þröskuldinum.
Góðan dag, Job. Geturðu sagt mér, hvar ég got fundið skip-
stjóra, sem heitir Ringgold? «
— Hvern? spurði maðurinn og glápti á hana.
Þetta var mjög gamall maður, ekki snyrtilegur til fara og
með tjörulegt skegg fullt af tóbaksblettum og óhreinindum.
Elísabet þekkti þennan mann. Það var Job Crawford, sem
áður hafði unnið hjá Jóel. '
- — Ringgold skipstjóri, sagði hún með áherzlu. — Jake
Ring'gald skipstjóri. Hvar get ég fundið hann?
Job gamii opnaði munninn og kom þá í ljós, að aðeins tvær
tennur voru eftir í munni hans, hvort tveggja framtennur,
önnur í efra góm, en hin í neðra. Gómar hans voru rauðir.'
Hann sagði: Ne-ne-nei.
i — Þetta er ekkert til að hlæja að, sagði Elísabet einbeitt.
Sýnilegt var, að hann þekkti hana ekki. Hann hélt áfram
að hneggja og vaggaði höfðinu.
—Geturðu svarað venjulegri spurningu eða 'geturðu það
ekki? hélt hún áfram.
Gamli maðurinn hélt áfram að vagga höfðinu.
— Hún er vitlaus, Francis, sagði hann við einhvem', sem
var rétt innan við búðarryrnar. — Þú heyrir, hver það er, sem
hún vill finna.
— Ég heyri, sagði sá, sem var innan við dyrnar. Hann koin
ekki út, en talaði í dyragættina. — Þú ferð um þúsund mílur í
suðurátt og þar er sennilegt að þú finnur Ringgold. En ef þú
ert óheppinn eru allar líkur til, að hánn verði fýrri til að finna
þig. Hvaða erindi áttu við hann, frú mín?
Röddin var mjög karlmannleg. Það var djúpur bassi.
— Ég á einkaerindi við Ringgold skipstjóra, s'agði hún.
— Er þér ekki nóg að finna mig? Ég heiti Cárnavon, sagði
röddin.
— Ef enginn er hér, sem getur svarað algengri spurningu
skikkanlega, ætla ég að halda áfram.
Hún sló í Dolly og kippti í taumana, en gamla hryssan var
orðin of þreytt: Húfl''stóð kyrr og hengdi hausinnr-Hópur fóiks
hafði safnast saman umhverfis vagninn.
Það komst hreyfing á inni í vöruhúsinu og sá, sem talað hafði,
stóð allt í einu í dyrunum. Þetta var mjög hár niaðúr og gildur.
Hann glotti háðslega. Hann sagðí:
— Ég endurtek það. Hvað getur Francis Carnavon gert
fyrir þig? " -
Elísabet horfði á hann heiftaraugum, sem sögðu greinilega,
að hann gæti ekkert gert fyrir hana, né nokkurri annan kven-
mann. Eftir stundarkorn hvarf glottið af andliti Carnavons
og hann roðnaði ofurlítið í framan. Hanri var í vin'nufötum, sem
voru honum of lítil. Hann hafði fengið þau' að láni, af því
hann þurfti að hjálpa MiÉe ofurlítið í vörugeymslunni. Hann
var sveittur og óhreinn í framan. • . ,'
— Og hvað langar þig til að vita, frú mín? spurði hann.
— Hvert af þessum skipum á Ringgold skipstjóri? spurði
hún. " '" ' ; ’
— Jake Ringgold á áreiðanlega ekkert þeirra, sagði Carna-
von. — Það er mjög ósennilegt, að hann sé hér í höfninni í
Boston. Mjög ósennilegt. Hann heigði sig.
— Þér gátuð sá'gt strax, að þér vissuð það ekki, sagði Elísabet.
Hún kippti á ný í taumana.
Dolly hrökk við í þetta skipti og bjóst til að rölta af stað.
En Carnavon gekk nú fram og lagði aðra hcndina á vagnhjólið.
Dolly varð vör við þennan þunga og gafst upp við að leggja
af stað. -
Ég þekkti þau skip, sem eru hér á höfninni í Boston. Hvers
konar þvættingur er þetta um Ringgold?
Þegar Carnavon nefndi Ringgold fór kliður um mannfjöldann,
sem hafði safnast saman umhverfis vagninn. Elísabet heyrði,
að allir nefndu þetta nafn. ■ ' ■ ' ' .
— Það er enginn, þvættingur, sagði hún. — Það vill svo til,
að ég veit, að Ringgold er staddur hér í Boston, og ég þarf að
tala við hanri. Það er allt og sumt.
— Já, einmitt það, sagði Carnavon og glottið færðist nú aftur
yfir andlit hans. — Það hefur einhver skrökvað' að þér frú
mín góð. Finnst þér sennilegt, að Jake Ringgold komi hingað og
og stingi snjaídrinu í rottugildruna?
— Gættu að hvað þú segir, sagði Elísabet hvatskeytslega.
Og farðu með höndina af vagnhjólinu. Hvaða skip eru þetta
þarna úti á höfninni. .
— Þetta þarna, sagði Carnavon og benti, — er brezkt her-
skip, eins og allir Bostonarbúar vita. Næsta* skip við það er
Bessie og Mary, eign Josiah Winlicks, hlaðið tirnbri til Eng-
lands. Næsta skip er Vestanvindurinn, sem við Mike bróðir
minn eigum, skipstjóri Corkran Teague frændi minn og það'
þriðja ....
Hann steinþagnaði, og horfði hugsandi á skipið, sem lá yzt.
Þetta er ókunriugt skip. Heyrðu Job. Hvað sagðist maðurinn
heita, sem var að afferma hér í gær.
— Morrison, sagði gamli maðurinn. — Morrison skipstjóri.
© ,
k*v*ö*I*d*v-ö*k*u*n*n*i
...........
Skoti varð fyrir því happi,
að finna úti á götu pakka með
líkþornaplástrum.
Hvað heldið þið að Skotinn
hafi gert?
Hann leit í kringum sig tiL
þess að vita hvort nokkur tæki
eftir því, að hann tæki pakk-
ann upp af götunni. Að því
búnu flýtti hann sér allt hvað
af tók í næstu skóbúð og keypti
í'Sér — mjög þrönga skó.
Adenauer anslari hlusíaði á
jómfrúræðu eins flokksbróður
síns í þinginu í Bonn. Ekki þótti
honum mikið til ræðunnar koma
og blygðaðist sín stórlega fyrir
málfkming hins unga flokks-
bróður. Loks gat Adenauer
ekki lengur á sér setið, heldur
hvíslaði að sessunaut sínum:
Eg er óánæðður með eitt hjá
drottni almáttugum. Úr því að
hann setti takmörk fyrir gáfna-
Tari okkar mannanna, því setti
hann þá engin takmörk fyrir
heimsku þeirra?“
Ung og lagleg kona hældi sér
yfir því að hafa fundið öruggt
ráð, sem læknaði allar freist-
ingar.
„Hvaða ráð er það?“ spurði
einhver.
,,Það er að gefa eftir fyrir
freistingunum,“ svraði konan.
Augustine Brohan átti á elli-
árum sínum ekki annars úr-
kost en að halda kyrru fyrir í
í íbúð sinni, sem var á fjórðu
hæð.
Einn góðan veðurdag kom
gamall vinur í heimsókn til
hennar, var móður og másandi
og átti orðið erfitt um andar-
drátt þegar hann var kominn
alla leið upp.
„Fjórir stigar — það finnst
mér nú fullmikið“ tautaði hann
fyrir munni sér um leið og
hann steig inn fyrir þröskuldinn
hjá leikkonunni.
„Já,“ svaraði hún brosandi,
„en þetta er nú eini möguleik-
inn sem eg ræð enn yfir til þess
að fá hjörtu karlmannanna til
þess að slá örlítið örar.“
TAIIZAN -
233 i
C & &urmtqhA
Copr I9*.j. Kdcnr Ricr nurrouchs. Tnc —Tm. Rfg.U.S.'Pst 08. ^
Distr. by United Feature Syndlcate, Inc.
ö
Eg tók eftir Araba, sem kom til
franska hermannsins c.g heimtaði
borgun fyrir eitthvað, og sagði að
þér væruð dauður. Hermaðurinn
virtist ánægður, en allt í einu dró
hann upp hníf og stakk Arabann til
bana. Svo fletti hann líkið klæðum
og fór í þau og hélt burtu.