Vísir - 16.04.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 16.04.1957, Blaðsíða 4
vísm Þriðjudaginn 16. apríl 1957. WI2SX1S. DAGBLAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstrœti 3. Ritstjórrtarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 3,00—19,00, Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Stóreignaskatturinn: Hann stnmmir ekki stigu fyrir verðbólgu, þar sem hann rennur til fjárfestingar. Eiga menn sið tetjast ríkir fyrlr þaB eitt a5 eiga þak yflr höfu5i5? Frá umræðum á þingi ívrir lielgina. Umhyggja kommúnista. íslendingum hlýtur þykja það mikilvægt að eiga góða vini í öðrum löndum en þó sér- staklega austur í Sovétríkj- unum. Þar búa þeir menn, sem fölskvalausast unna ís- lenzku þjóðinni, og vilja allt íyrir hana gera. Gallinn er aðeins sá, að til þess er ætl- azt af íslendingurn að þeir geri einnig sitt af hverju fyrir hina gerzku vini sína. Þeir verða nefnilega að lúta vilja hinna góðu manna í einu og öllu, ef þeir vilja, að náðarsólin haldi áfram að sína á þá. Þetta hefir sjaldan komið betur fram en í síð- ustu viku, þegar Rússar gerðu íslendingum það til- boð að þeir skyldu þurrkaðir út af jörðinni, ef þeir vildu ekki gera það, sem komm- únistar hafa fyrir lÖngu krafizt — láta varnarliðið i'ara af landi brott. Þjóðviljinn tilkynnir á sunnu- daginn að það sé engin ný sannindi, að Sovétríkin vilji að varnarliðið fari á brott héðan. Krafan sé „gamal- kunn“, svo að menn skuli ekkert vera að reka upp skræk yfir því að ætlunin sé að láta hér detta nokkrar atomsprengjur. Þjóðviljinn hefði einnig átt að minna á það, að það var enginn ann- ar en Einar Olgeirsson, sem lofaði Alþingi þvi fyrir nokkrum árum, að „góðum“ sprengjum af því tagi skyldi sleppt hér á Suðurnesjum ef íslendingar gerðu ekki svo vel að fara að vilja komm- únista í Kreml. Það er sjálf- sagt að halda á loft öllum slíkum hótunum, og ætti Þjóðviljinn ekki að láta sér vei’ða það á að gleyma svo sögulegu atviki. Vitanlega fullyrðir Þjóðviljinn nú sem endranær að Banda- ríkin ætli að nota Keflavík *og aðrar stöðvar hér á landi til árása á Sovétríkin og leppríki þeirra. Það eru einn ig „gamaklunn sannindi". En Þjóðviljinn gleymir einu í því sambandi, og það at- vik gerðist fyrir aðeins fáum mánuðum, svo að hann og kommúnistar yfirleitt ættu að muna það harla vel. Þeg- ar samninganefndin frá Bandaríkjunum kom hingað í nóvember í haust til að ræða um framtíð varnarliðs- ins, tilkynntu bandarísku fulltrúarnir. að sjálfsagt væri að fara þegar á brott með varnarliðið. Það var þá ríkisstjórn íslands_ sem vildi ekki, að það færi. Kommúnistarninr innan ríkis- stjórnarinnar vildu þá, að liðið væri til þess að það færi!! Um hvað voru þeir að hugsa þeir ágætismenn, þegar þeir samþykktu það innan ríkisstjórnarinnar að varnarliðið sæti hér um óá- kveðinn tíma? Voru þeir að gefa húsbændum sínum í Moskvu átyllu til að hóta ís- lndingum, eins og gert var í siðustu viku? Var sá tilgang- urinn með því að leyfa veru varnarliðsins áfram, því að vafalaust vissu kommúnistar þá um „gamalkunn sann- indi“? Vill Þjóðviljinn ekki gefa almenningi skýrginr á þessu? Það er óhagstætt fyrir komm- únista. ef gerður er saman- burður á viðbrögðum tveggja stórvelda gagnvart okkur. Annað býðst liiklaust til að flytja lið sitt af landinu, verði þess krafizt, en það eina, sem heyrist frá hinu um langt skeið, er hótun um að tortíma landsmönnum, ef þeir vilja ekki fara að ráðum þess í utanríkismálum. Það er vandalítið að sjá, hvers vegna kommúnistar hylla Kremlverja. Ný kirkja. Á sunnudaginn vig'ði biskupinn yfir íslandi, herra Ásmund- ur Guðmundsson. nýja kirkju hér í bænum, Nes- kirkju, og er nú liðinn nokk- ur tími, síðan kirkjuvígsla fór fram hér síðast. Athafna- hugur landsmanna hefir einnig beinzt mjög að mörgu öðru en kirkjubyggingum og kirkjulífi yfirleitt, og mun mörgum finnast, að meira mætti gera á þessu sviði en ' gert hefir verið. Hér á landi hafa orðið miklar og margvíslegar frámfarir á undanförnum árum, en mað- urinn lifir ekki á einu sam- an brauði, og kirkjan hefir því miklu hlutverki að gegna og vaxandi. Einkum þarf hún að helga sig störf- um fyrir æskuna. sem nú er í meiri hættu af margvísleg- um og hættulegum áhrif- um. Þar þarf kirkjan að vinna stórum meira en hing- að til, og væntanlega verður Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir helgina, var frum varp stjórnarinnar um skatt á stóreignir tekið til fyrstu um- ræðu í neðri deild Alþingis á föstudaginn. Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra, fylgdi því úr hlaði og kvað frumvarpið standa í beinu sambandi við ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum skömmu fyrir áramótin. Væri tilgangur skattlagningarinnar að vinna gegn myndun nýrrar verðbólgu. Gerði ráðherrann grein fyrir helztu reglum, sem gilda skulu um álagningu skattsins, og kvað til þess ætl- azt, að ekki yrði lagt á minna en 8'0 milljónir króna. Á hinn bóginn væri ókleift að segja með nokkurri vissu, hve mikið hefðist upp úr skattinum, sem sennilega kæmi að engu leyti til útborgunar fyrr en á næsta ári. Þetta ár mundi fara til að leggja skattinn á og undirbúa skattheimtuna. Stöðvar ekki vjerðbólguna. Að svo búnu tók Ólafur Björnsson til máls og ræddi al- mennt um áhrif slíkrar skatt- lagningar sem þessarar á fjár- málakerfið í heild og hags- muni almennings. Benti hann á það, að skatturinn gæti ekki verið liður í ráðstöfunum til þess að stemma stigu við verð- bólgunni, þar sem gert væri ráð, fyrir því að verja honum öll- um til fjárfestingar. Enginn ágreiningur væri um það, að þeim aðilum, sem hlut ættu að máli, bæri að taka sinn þátt í þeim byrðum, sem leggja þyrfti á þjóðfélagsþegnana. En hagsmunir stétta svo einstak- linga væru sér svo samtvinn- aðir, að engan veginn væri hægt að gera ráð fyrir því, að hinir ýmsu skattar snertu enga aðra en þá, sem þeir væru lagð- ir á. Tekinn af sparifé. Ræðumaður gerði síðan að umtalsefni þær leiðir, sem fast eignaeigendur geta farið til þess að afla sér fjár til greiðslu skattsins, og kvað niðurstöð- una hljóta að verða þá, að skatt- urinn yrði að langmestu, ef ekki öllu leyti, greiddur af sparifé. Sparifé það, sem bankar og aðrar lánastofnanir hefðu til ráðstöfunar, hvort sem væri í þágu þeirra framkvæmda, er verja ætti skattinum til eða annars, hiyti því að minnka nokkurn veginn sem skattinum næmi. — Það væri svo álitamál, hver ný kirkjubygging, sem íullgerð verður í bænum, til þess að auka þau bætandi áhrif, sem kirkja og söfnuð- ir hafa á æskuna í .bænum og landinu yfirleitt. hvort sá árangur, sem af skatt- lagningunni mætti vænta, væri líklegur til að svara þeim mikla kostnaði, er skattheimtan hlyti að hafa í för með sér. Þá minntist Ólafur Björns- son þess, að stóreignaskattur væri nú lagður á í þriðja sinn á áratug, og kvað ekki mega loka augunum fyrir því, að stóreigna skattar, sem lagðir væru á með svo stuttu millibili, g'ætu haft mjög varhugaverð áhrif á efna- aukninguna í þjóðfélaginu, sem allar framfarir byggðust á. — Vitnaði hann til þess, að kunn- ur hagfræðingur og jafnaðar- mannaforingi á Norðurlöndum hefði eitt sinn komizt svo að orði, að stóreignaskattur gæti verið skynsamleg ráðstöfun einu sinni á hálfri öld. Heldur til skemmtunar. Ef þeir, sem helzt hefðu af- lögu til að spara, færu að reikna með því sem vísum hlut, að festu þeir fé sitt í fasteign- um eða öðru þess háttar — sem venjulega væri tilgangur spari- fjársöfnunar — þá yrði það allt tekið af þeim á skömmum tíma í eignarskatta, taldi ræðumað- ur hætt við, að sá hugsunar- háttur yrði brátt ríkjandi, að peningum þeim, sem afgangs væru nauðsynjum, væri betur varið til skemmtiferðalaga, veizluhalda og annars persónu- legs munaðar, en eignaaukn- ingar. Slíkt ásamt þeim skulda- byrðum, sem með síendurtekn- um stóreignasköttum væru lagðar á atvinnufyrirtæki, hefði alvarlegar afleiðingar, sem í ríkara mæli bitnuðu á öðrum en þeim, er gert væri að greiða skattinn. Að lokum mælti Ólafur Björnsson á þá leið, að stór- eignaskattur gæti átt rétt á sér sem liður í gagnlegum ráð- stöfunum til þess að skapa var- anlegt jafnvægi í efnahagsmál- um. En þegar farið væri að endurtaka slíka skattlagningu í sífellu og beita í sambandi við efnahagsráðstafanir, sem eng- um dytti í hug að gætu verið annað en bráðabirgðalausn, svo sem lögin um útflutningssjóð o. f 1., færi ekki hjá því, að hinna óheppilegu áhrifa tæki að gæta. Og bæri við því að vara, ekki sökum hagsmuna þeirra, sem skattinn eiga að greiða, — heldur vegna hgs- muna almennings. Endurtekin skattlagning. Björn Ólafsson tók. því næst til máls og vakti athygli á því, að hinn nýi stóreignaskattur væri að mestu leyti lagður á sömu eignir og áður hefðu ver- ið skattlagðar, og fasteignamat- ið hækkað mjög verulega. Þeg- ar hinn nýi skattur yrði gjald- kræfur, ættu flestir skattgreið- endur enn ógreidda um 2/3 hluta af gamla skattinum, sem gert var ráð fyrir að greiddur yrði á 20 árum. Kvaðst Björn ekki þekkja til, að endurtekn- ing á slíkum ráðstöfunum hefði átt sér stað í öðrum löndum, þar sem stóreignaskattur hefði verið lagður á eftir stríðið. Eg er sammála um það, að þyngstu byrðarnar eigi að koma á þá, sem breiðust hafa bökin — sagði ræðumaður. Hér vírðist meginröksemdafærslan vera sú, að þeir, sem hafa hagn- azt á verðbólgunni, skuli skila nokkru aftur af því, sem þeir hafa grætt á þennan hátt. Eg er þessu líka sammála. En spurn- ingin er aðeins: Á hvaða hátt verður það réttlátlega gert? Og hverjir hafa grætt á verðbólg- unni? Hvar ska] byrja? Björn Ólafsson lagði síðan á- herzlu á það, að nauðsyn bæri til að athuga gaumgæfilega, á hvaða eign réttmætt væri að byrja skattlagninguna. Flestir yrðu sammála um það, að menn yrðu ekki settir á bekk með þeim ríku fyrir það eitt, að eiga þak yfir höfuðið. Að því er snertir skattlagn- ingu félaga, taldi ræðumaður enga sanngirni felast í þeirri breytingu frá stóreignaskatts- lögunum 1950, að svo sjálfstæð ir fjárhagsaðilar sem hlutafé- lög gætu sloppið við skattinn, en einstaklingarnir látnir bera hann, án þess að geta á nokk- urn hátt notfært sér þau verð- mæti, sem þeir væru taldir eiga í félögum, til þess að greiða skattinn með. Greiðslufrestur of skammur. Þá sagði Björn, að 10 ára greiðslufrestur væri af skamm- ur og svo stuttur tími gæti haft hættulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið. Enn fremur virtist sanngjarnt, að vextir yrðu ekki hærri en 5% í stað 6%. Máli sínu lauk ræðumaður svo: Hér eru raunverulega teknar um 10—12 millj. kr. fyrstu árin af veltufé atvinnu- veganna á einn eða annan hátt, og sett í nýja fjárfestingu, þar sem skatturinn á allur að renna til íbúðabygginga. Eg skal ekki lasta fjárfest- ingu í þessu skyni, en okkur er þá jafnframt nauðsynlegt að gæta þess, að reisa okkur ekki í þessu efni, frekar en öðru, hurðarás um öxl — meðal ann- ars með því að draga svo mik- ið fé frá atvinnuvegunum og hinum almenna rekstri í land- inu, að það geti valdið sam- drætti og kreppu. Eða að það geti valdið enn meiri þenslu verðbólgunnar, sem þjóðin reyn ir nú að spyrna á móti. Alþjóða fiskveiðasýning verður haldin í fyrsta sinn í Bretlandi á þessu ári og verður í Lowestoft (Suf- folk) og Yarmouth 21.—26, október. . '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.