Vísir - 16.04.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 16.04.1957, Blaðsíða 8
Mr, lem gerast kaupendur VlSIS eftir XI. hvers mánaðar fá blaðið ókeypLs til mánaðamóta. — Sími 1881. ! VISIR Þriðjudaginn 16. apríl 1957 V VlSIS etr éðyrasta blaðið og þó það fjðl- breyttasm. — Hringið f síma 1681 og gerrst áskrifendur. Verða nú grafin göng undir Ermasund ? Félag stofnað tiS að virsna að máSinu. Hugmyndin um göng undir Ermarsund er nú meira en ald- ar gömul, en nú eru taldar miklu meiri líkur fyrir því en nokkru sinni fyrr, vegna breyttra skilyrða og aðstæðna, að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Málið er nú aftur komið á dagskrá. í sl. mánuðd stofnuðu þeir félag til þess að vinna að málinu, Arnaud de Vitry markgreifi og Frank P. David- son, sem er bandarískur mála- flutningsmaður sem hefir skrifstofur við Fifth Avenue í New York. Nefnist það Tech- nical Stúdies, Ltd. Fulltrúar þeirra vinna að stofnun hliðstæðra félaga í París og London. Hlutverk fé- laganna verður að athuga mál- dð frá tæknilegu og efnahags- legu sjónarmiði, og er vænzt stuðnings ríkisstjórna Bretlands og Frakklands. Áætlaður kostnaður er 100 miiijónir punda og gert ráð íyrir, að fá það fé með hluta- f jársöfnun í Bretlandi, Banda ríkjunum og Frakklandi. Franska stjórnin hlynnt málinu. Franska stjórnin er sögð hlynnt málinu og líkur eru fyr- ir, að núverandi ríkisstjórn Bretlands muni ekki eins frá- hverf þátttöku í þessum áform- um eins og ríkisstjórnir Bret- lands hafa verið á liðnum tíma, er málið hefir komizt á dag- skrá. Áíit Macmillans. Þegar málinu var hreyft í neðri málstofunni fyrir tveim- ur árum sagði Harold Mac- millan forsætisráðherra. en hann var þá landvarnaráðherra, að frá landvarnalegu sjónar- miði virtust tæplega ástæður til að hafna hugmyndinni. — í vikunni sem leið sagði fulltrúi brezka landvarnaráðuneytisins, að um „raunhæft markmið“ væri ag ræða, og Bretar yrðu að taka málið til nýrrar athug- unar. Eining Evrópu. i Meðal þess, sem hefir bætt horfurnar fyrir framgangi máls ins, er hve vel hefir miðað i seinni tíð í samstarfi vestrænna þjóða til Einingar Evrópu, og áformin um frjálsa verzlun og sameiginlegan markað munu verða málinu til stuðnings. Á dögum Napóleons vakti franskur verkfræðing- ur athygli hans á hugmyndinni. Þá var gert ráð fyrir tilbúinni eyju í miðju sundinu, sem er 22 mílur enskar á breidd, „til þess að vagnhestar gætu komið upp til þess að anda að sér fersku lofti“. Yélbyssuárás í París. Menn vopnaðir vélbyssum gerðu árás á kaffistofu í einu úthverfi Parísar í gærkvöldi og , biðu tveir menn bana. Auk þess særðust 10 manns! af völdum skothríðarinnar. —! Kaffistofa þessi er mjög sótt af Alsírmönnum. Myndin er af fjármálaráðherra Bretlands, Peter Thorneycroft, sem s.l. þriðjudag flutti fjár- lagaræðuna í neðri málstofu brezka þingsins. Á myndinni sést hin sögufræga taska, sem fjármálaráðherra jafnan notar undir ræðuna með tilheyrandi plöggum, er hann fer úr fjár- málaráðuneytinu í þinghúsið til þess að flytja fjárlagaræðuna. Thorneycroft varð fjármálaráð- herra í janúar s.I., en hafði áður verið verzlunarmálaráðherra í 5 ár samfleytt. Hann er f. 1909, Gerhardsen svarar Butganin. Svarid einarðlegt, skýrl og skorinorí. Birt hefur verið svarbréf Ein- ars Gerhardsens forsætisráð- herra Noregs við hótunarbréfi Búlganins forsætisráðherra Ráð stjórnarríkjanna, er Gerhard- sen barst í fyrra mánuði. í svari sínu segir Gerhard- sen það alls ekki áform Norð manna, að Noregur gangi úr Norður-Atlantshafsvarnar- bandalaginu, þar sem aðild Noregs að því sé mikilvægt atriði utanríkisstefnu þeirr- ar, sem miði að stuðningi við friðinn í hehnhuim. Þá er tekið fram, að Noregur hafi ekki leyft erlendar her- stöðvar eða erlent herlið í landi sinu, og verði það ekki gert, ncma landið verði fyrir árás eða sé ógnað með ofbeldisárás. Bent er á algeran sjálfsá- kvörðunarrétt Noregs í þessu xnáli — og að önnur aðildarríki /vamarbandalagsins njóti sama réttar. Þá endurtekur Gerhardsen fyrri yfirlýsingar um, að Nor- egur verði aldrei aðili að árás- arbandalagi, og að þeir séu fylgj andi því, að samkomulag verði gert um takmörkun vígbúnaðar og eftirlits með framleiðslu kjarnorkuvopna. Brezk blöð í morgun fagna svari Gerhardsens, telja það einarðlegt, skýrt og skorinort — og að efni eins og fyrirfram var vitað. í blöðunum kemur fram sú skoðun, að Búlganin hljóti að verða fyrir vonbrigðum með á- rangurinn af bréfaskriftum sín- um, en líklega hugsi valdhaf- arnir í Moskvu, að skandinav- ísku þjóðirnar séu svo smáar og svo nálægt þeim, að þær muni lyppast niður fyrir áróð- urshótunum þeirra, en þar reikni þeir skakkt, og sé öðrum frjálsum þjóðum fengur að því nú sem fyrrum, að eiga fyrir bandamenn þjóð eins og Norð- menn. HeimdaKur ræðit hétanir Rússa. Á sunnudag var efnt til fund- ar í Sjálfstæðishúsinu, þar sem rætt var um öryggi íslands og hótanir Rússa í okkar garð. Það var Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Rvík, sem stóð að fundinum, og var hann mjög vel sóttur. í fundarbyrjun ávarpaði Pét- ur Sæmundsson, form. Heim- dallar, fundarmenn, en að því búnu flutti Bjarni Benediktsson fyrrv. ráðherra snjalla ræðu, sem var mjög vel tekið af öll- um fundarheimi. Aðra ræðu hélt Birgir Gunn- arsson stúd. jur. og var henni einnig ágætlega tekið. Var sýnilegt, að gremja var mjög ríkjandi meðal fundar- manna vegna hinna ósvífnu hótana Rússa í garð íslendinga. V.-Þýzkabnd og kjarnorkuvopmn. Strauss, Iandvamaráðherra V.-Þýzkalands, sagði í gær- kvöldi, að stjómin mundi ekki hvika frá afstöðu sinni, að þvi er tekur til notkunar kjam- orkuvopna. Hann harmaði, eins og dr. Adenauer hefur þegar gert, yf- irlýsingu 18 þýzkra kjarnorku- fræðinga, sem lýsti sig andvíga stefnu stjórnarinnar, og kvað Strauss yfirlýsinguna hafa kom ið fram á óhentugum tíma, þar sem Rússar notuðu hana í áróð- ursherferð sinni. Fjórir kjarnorkufræðinganna hafa þegið boð Adenauers um að ræða við hann á morgun um kjamorkumálúi almennt. Góður afli hefur verið í Grindavík til þessa. Sjávarafurbír fluttar út jafn óðum. Frá fréttaritara Vísis. — Grindavík í gær. Nú um nokkuð langan tíma hafa aflabrögðin í Grindavík verið allstöðug og gæftir góðar. Bátarnir fá venjulegast frá 10 til 25 lestir í róðri. Þótt gefi á sjó fyrir netabáta, h'efur sjaldan gefið á sjó fyrir trillur, sem róa með handfæri. Talsverður færafiskur virðist Tvö smáhýsi skemm- ast í eldi. Slökkviliðið var þrisvar kvatt út í gær, tvisvar vegna elds, en í eitt skiptið var um gabb að ræða. Laust eftir hádegi í gær kvikn aði í litlu timburhúsi eða íbúð- arskúr að Álfhólsvegi 43C í Kópavogi. Eldsupptök voru frá járnröri, sem lá frá olíukynd- ingartaki, og upp að þaki, en ekki nógsamlega einangrað. — Kviknaði í þakinu og varð af nokkur eldur, en fljótt slökktur eftir að slökkviliðið kom á stað- inn og skemmdir litlar. Enn fremur kviknaði í vinnu- skúr við Skaftahlíð og skemmd- ist hann talsvert. Brunaboði var brotinn að Laugavegi 126, en þar var um gabb að ræða. Skellinöðru stolið. í gær var skellinöðru stolið hér í bænum, en lögreglan hafði upp á farartækinu litlu síðar og þjófnum líka. Ekið á umferðarljós. í gær var strætisvagni ekið á umferðarljós fyrir fótgangend ur á mótum Bankastrætis og Lækjargötu og urðu nokkrar skemmdir á götuvitanum. samt vera hér skammt undan landi, því sl. þriðjudag reri trillubátur héðan og drógu tveir menn, sem á honum voru, tæpar þrjár lestir á mjög stutt- um tíma. — Þá reri annar trillubátur og var afli hans 820 ldló eftir rúmlega klukku- stundar róður. Útflutningur sjávarafurða gengur vel og eru þær fluttar út jafnóðum og vinnslu þeirra er lokið. Hraðfrysti fiskurinn fer jafnóðum_ einnig er búið að flytja út mikið af söltuðum þunnildum og saltfiski. Verið er að undirbúa útskipun á 400 lestum af beinamjöli. Allri framleiðslu Grindvik- inga er skipað út um Keflavík. Er það mjög óhagstætt fyrir Grindvikinga að þurfa að kosta til flutnings á henni þangað, í stað þess að geta fermt hana í skip í Grindavík. Til dæmis má geta þess, að það leggst 10 króna aukakostnaður á hverja tunnu. af gotu. sem flutt er um Kefla- vík. Er það því mjög mikið hagsmunamál fyrir hinn ört vaxandi útgerðarstað, að höfnin verði lagfærð, svo að lítil flutn- ingsskip geti komist þar inn. Libanon sendir mótmæli. Líbanonstjórn hefur sent Bandaríkjastjórn mótmælaorð- sendingu út af því, að banda- rískt olíuskip flutti olíufarm til Elat. Segir í orðsendingunni, að siglingaleiðin á Akabaflóa sé arabísk siglingaleið en ekki al- þjóða. — í þessu máli hefur Líbanon þannig tekið sömu af- stöðu og Egyptaland, Saudi- Arabía og Sýrland. Heimsókn Elisabetar II. kostaði 90 millj. kr. 5000 grískumælandi menn voru fluttir frá París af öryggisástæðum. Þrátt fyrir erfiðan fjárhag franska ríkisins var lagt í kostnað. sem nemur a. m. k. 90 mill. ísl. kr. til þess að taka sem virðulegast á móti Elisa- betu drottningu Brcta og manni hennar á dögunum. Miklum hluta þessarar fjár- hæðar var varið til þess að hreinsa til í París, skreyta borg ina, til lýsingar við Signu, þar sem hinar sögulegu sýningar fóru fram o. s. frv. Um 23 millj. kr. fóru til endurbóta og við- gerðar á Óperuhöllinni í Ver- sölum, sem kölluð hefur verið „ein af gimsteinum 18. aldar á sviði húsagerðarlistar". en þar; sáu Elísabet og Fillippus prins óperu Rameaus ,Les Indes Galantes", sem var sýnd þar 1770 á hátíðarsýningu í tilefni af hjónavígslu Lúðvíks XVI og Marie Antoinette. f sex vikur fyrir komuna, segja fréttaritarar, var sem Súezdeilan og Alsírdeilan væru úr sögunni, því að allt varðandi komuna var forsíðu- efni blaða. Á allra vitorði var í París, að yfir 5000 Grikkir og Kýpurmenn voru fluttir til bráðabirgða úr borginni vegna komunnar. Ein breytingin, sem gera varð. var að lengja „Lúðvíks XVI rúm“ í Elysée-höll, svc að Filipyus prins yrði ekki að liggja krepptur í því. Óbeinar tekjur fjölda fyrir- tækja og einstaklinga af heim- sókninni eru taldar geysimikl- ar en engin áætlun fyrir hendi um þær enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.