Vísir - 27.04.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 27.04.1957, Blaðsíða 7
VÍSIR Íl Laugardaginn 27. apríl 1957 • • • • A • • • • / • • AMÐNEMÆUmR • • EFTIR RUTH MOORE • • • • • • • • • • • 28 • • Hann starði á hana með opinn munninn. Hann átti ekki von á, að hún væri svona hyggin. Tvö tár runnu niður kinnar henni. — Móðir þín er góð kona, Natti. Ég veit ekki, hvað úm mig hefði orðið, ef hún hefði ekki tekið mig að sér. Ég mun verða henni þakklát meðan ég lifi. Én hún á of annríkt til að geta hugsað um tilfinningar ann- arra. Ó, Natti! Taktu mig með þér. Lofaðu mér með þér. Gerðu það? Hamingjan góða! Þessu hafði hann ekki búizt við. — Láttu þér ekki detta þetta í hug, sagði hann. — Það er ekki hægt, sagði hann stuttaralega. — Þú veizt ég get það ekki. Það verður nógu erfitt samt. Hún þurrkaði skyndilega tárin af augum sér. — Ég veit það, sagði hún og hafði nú náð valdi á rödd sinni aftur.— En ég ætla að fylgja þér á leið og hjálpa þér að draga vagninn. — Þess þarf ekki Þetta er undan brekkunni. ' — Þú ætlar til strandar. Þá hefurðu bát þar. Er ekki svo? — Æi, þegiðu, sagði hann reiðilega. Bara að hann færi inn í húsið og léti hann einan. — Farðu inn í húsið, sagði hann. Þetta kemur þér ekki við. — Víst kemur það mér við, sagði hún fokvonö. — Farðu nú inn og segðu öllum, að ég hafi farið burt í bát. — Ég veit ekki, hvers vegna þú heldur, að ég muni gera það. Hann lagði af stað með vagninn út úr garðinum. Hjólin voru stirð og það brakaði í þeim. Vagninn hafði ekki yerið notaður allan veturinn, og hann hafði ekki heldur verið smurður. Karólína gekk meðfram vagninum. Hendur hennar voru bláar af kulda. Natti stanzaði. — Karólína, sagði hann ásakandi. — Farðu inn. Þú deyrð úr kulda. — Þú hefur ekki með þér allt, sem þú þar-ft að hafa. — Farðu nú inn Karólína, annars færðu löðrung. Hún fór að gráta. Hann sleppti vagninum og greip til hennar. Karólína sneri sér við og hljóp burt. Hún kallaði til hans með ekka: — Lítill drengur að fara í útilegur. Hún skellti eldhúshurðinni á hæla sér. Hamingjunnni sé lof! hugsaði Natti. Honum fannst hann aldrei hafa verið jafnlítilmótlegur og nú. Það var ekki viðeigandi að kveðja svona, þegar maður var að fara í langa ferð og mundi ef til vill aldrei koma aftur. Og hann og Karólína höfðu alltaf verið góðir vinir. Hann nam staðar og hugsaði sem svo, að ef til vill væri betra að snúa við og kveðja almennilega. Svo hætti hann við það. Hann fór ofan brekkuna. Það er ágætur byr, hugsaði harm. Hann er á norðvestan. En ef hvessir meira verð ég að leita lands, þangað t.'l lægir aftur. Hann fór fram hjá húsi Ev Pipers. Húsið var eyðilegt, eins og venjulega, því að engin tjöld voru fyrir gluggunum. Piper kom fyrir hornið á skúmum sínum, með pípuna í munninum, og sendi út úr sér reykjargusur. Hann studdi höndunum á mjaðmir sér og horfði á Natt stundarkorn. Svo sagði hann: — Þú ért að fara í bátnum, er ekki svo? — Jú, sagði Natti og horfði einarðlega á móti. — Kemur það þér nokkuð við? — Nei, ekki get ég nú sagt það. — Jæjá. þá. Mér kæmi betur, ef þið Jenny segðuð ekki frá því. En það er nú varla hægt að búast við því. — Við Jenny munum ekki segja frá því, sagði Piper. Hversu vingjarnlegur, sem Piper gamli var þá átti hér við máltækið: Þjóð veit, ef þrír vita. Dagar voru liðnir. Augnaráð hans var aftur eins vingjarnlegt og það hafði verið á dögum föður Natta. — Þakka þér fyrir, sagði Natti. — Ég skal muna þér það, Piper. —Ég meinti nú ekkert illt þarna um daginn, sagði Piper. — Ég var allur í uppnámi út af því, sem á gekk þarna úti á ströndinni. Og mér datt í hug að slá eign minni á bátinn. Hann virtist hafa rekið á land og hefði tekið út með næsta flóði. — Hvað sástu úti á ströndinni, Piper? Hvað skeði? Ev blés út úr sér í-eykjarstrók. — Ég veit það ekki, Natti. Það var ekki gott. — Nei, sagði Natti. — Það hefur sennilega ekki verið það. Þeir horfðust í augu andartak. Svo litu báðir undan. —• Þú ert líkur pabba þínum, sagði Piper. — Þú ert lifandi eftirmyndin hans. Mér geðjaðist að Joel Ellis. — Mér líka, sagði Natti eymdarlega. —• Við Jenny munum þegja eins og steinar. En ég er samt hræddur um, að stormurinn skelli yfir. En þú skalt fara burtu og finna þér stað, þar sem þú getur verið í ró og næði. Faðir þinn hefði ráðlagt þér það, ef hann hefði verið er.n á lífi. Hann rétti fram beinabera höndina. Natti tók í hana. — Vertu sæll, Piper. — Vertu sæll, sagði Piper. — Þú hefur góðan byr og það stendur heppilega á straumi. Þú getur komizt langa leið fyrir •rökkur. Gættu samt að þér í álnum. Það fer að hvessa. Natti átti hér þó einn vin, Og rgunar tvo. Því að Jenny geðjaðist líka að þeim, sem Piper geðjaðist að. Og Piper var honum velviljaður. Það var að vísu hart að skilja mömmu og systurnar eftir hjá Edda, sem sennilega var orðinn morðingi. Það munaði minnstu að hann snéri við og færi heim aftur, J l k*v*ö«l*d*v*ö*k-u*n»n*i getur nú aftur bætt við sig alls konar verkefn- um svo sem innréttingar í eldhús, svefnhei’bergi, .j hui'ðir og glugga. Sími 6967. Guðlaugur Ssgurðsson. • • BORN óskast til að bera út VlSI í eftirtalin hverfi: Austurstræti Hringbraut Laufásveg Rauoarárholt Talið við afgreiðsluna, sími 3 66Ó. Sonurinn: Pabbi, er það rétt, að manninn má þekkja af því í hvernig félagsskap hann ér? Faðirinn: Já sonur minn, það skalt þú ávallt muna. Sonurinn: Það sem eg á bágt með að skilja er, að ef góður maður er með vondum manni er góði maðurinn þá góður, eða er vondi maðurinn góður af þvl að hann er með góðum manni? ★ Sveitaprestur vaknaði við hávaða niðfi í eldhúsinu og sá, að innbrotsþjófur var þar kom- inn. Presturinn tók haglabyssu síria og kallaði niður til hans úr stiganum. Kæri bróðir, mér dytti aldrei í hug að meiða þi'g eða nokkra aðra skepnú er guð hefir skapað, — en þú steridur einmitt þar, sem eg ætla að skjóta. ★ Konan (eftir rifriidi): Við skulum sættast á þetta og koma til móts við hvort annað. Maðurinn: Hvernig þá? Konan: Eg skal viðurkenna að eg hafi haft á röngu að standa ef þú segir, að eg hafi rétt fyrir mér. ★ Lögreglan í Fresno, Kaliörníu, auglýsti eftir manrii að riafni Vernon Eugene Wárd. Hans hafði verið saknað lerigi og víðtæk leit var hafin. Að lok- um fannst Vernon. Lögreglan hafði leitað langt yfir skammt, því hún hafði sjálf stungjð^hon- um, í steininn og dæmt hann í 30 daga fangelsi fyrir ölvun við akstur. ★ Maurice Lemieux í Great ■Falls hljóp allt hvað af tók í næsta síma og tilkynnti lög- reglunni, að einu hjólinu af bílnum hans hefði verið stolið þar sem hann stóð á almennT jings bílastæði. Hann hljóp itil baka og kom þangað svolítið á undan lögreglunni, en sér til mikillar gremju sá hann að á meðan hafði liinu framhjóíinu verið stolið undan bílnum. Hallgrímur Lúðvíksson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 80164. f. œ. Bumufki — T A R Z A N „ 2344 .. . knngum . a athygli hans. Upp úr einni sem að öllum líkindum hafði farist baki og virti hendina fyrir sér. og brátt hann auga á nokkuð, dunni stóð hendi af manni. í sandstorminum. Hann hljóp af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.