Vísir - 27.04.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1957, Blaðsíða 8
frttr, iem gerast kanpeadur VlSIS eftir IV. hveri mánaSar fá blaJSið ókeypls til mánaðamóta, — Sími 18W. YlSIB eff ðéyrasta blaðiS 02 þó þaS fjðl- breyttasia. — Hringið í sima ÍMV t gerxst áskrifendnr. Ungur listamaður opnar málverkasýningu. Guðmundur Cuðmundsson iinarssonar frá Miðdal. Ungur listamaður, Guð- snundur Guðmundsson, sonur Guðmundar frá Miðdal, opnar málverkasýningu í dag í Lista- mannaskálanum. Sýningin verður opnuð kl. 2 fyrir boðsgesti og kl. 4 fyrir al- menning. Sýningin verður opin til 10. maí. Er þetta fyrsta sýningin, sem þessi ungi listamaður hefur hér á landi, en hann hefur haft þrjár sjálfstæðar sýningar á 'Ítalíu og átt myndir á fimm samsýningum þar í landi, Guðmundur Guðmundsson er aðeins 24 ára gamall. Hóf hann nám í Handíðaskálanum 17 ára . gamall og var þar í þrjú ár. Þá fór hann til Noregs og var þar í tvö ár á Statens kunstakademi. Því næst fór hann til Italíu og var þar við nám i tvö ár. Seinna árið, sem hann var á Italíu, hafði hann þar þrjár ■sjálfstæðax sýningar. Fyrst nam hann í mosaikskólanum í Ravenna, en fór svo á Mynd- listaháskólann í Florens. Sjálf- .stæðu sýningamai- hafði hann í Flórens, Milanó og Róm. Góð aðsókn var að sýningum hans og seldi hann margar myndir. Á sýningurtni í Listamanna- skálanum eru um 150 myndir, þar af 40 mosaikmyndir, en sú listgrein er ný hér á landi. Hitt eru olíumálverk, teikningar og svartlistarmyndir. Á hausti komanda hefur honum verið boðið að hafa sjálfstæða sýningu á Obelisk gallerí í London, Innstæður í Sparisjófó Rvíkur og nágrennis 66,7 miSlj. kr. Hann hefir veitt 1400 veðlán á síðustu 10 árum. Sparisjóður Keykjávíkur og nágrennis er 35 ára í dag. Frumkvæðið að stofnun spari- sjóðsins átti Sigurður Halldórs- son, húsasmíðameistari, á aðal- fundi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavik, höldnum 27. febrúar 1930, var þá kosin nefnd til þess aö athuga um stofnun spaii- sjóðs. 1 nefndina voru kosnir fimm menn, sem allir eru nú látnir, en þeir voru Bjöm Kristjánsson, alþingismaður, Jón Þorláksson, fyrrv. ráðherra, Knud Zimsen, borgarstjóri, Sig- urður Halldðrsson, húsasmíða- meistari og Jón Halldórsson, húsgagnameistari, Nefndin kaus sér formann Björn Kristjánsson og Jón Þor- láksson ritara. í fyrstu stjórn sparisjóðsins voru kosnir Jón Þorláksson, fyrrv. ráðherra, Gústaf A. Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, Jón Halldórsson, húsgagna- smíðameistari, Guðmundur Ás- björnsson, forseti bæjarstjórnar og Helgi H. Eiríksson, skóla- stjóri. Jón Þorláksson var kjörinn fyrsti formaður sjóðsins og var það til dauðadags. Á fyrsta aðalfundi sparisjóðs- ins, sem haldin var 21. marz 1933, voru lagðir fram reikn- ingar hans fyrir fyrstu átta mánuði starfstímans og námu þá innlög I Iiann 400 þúsund ' krönura. - Nú nema sparisjí*ðsinnsíæ3ur í honum 66 millj. og 700 þús. krónum og varasjóðurinn er orð- inn 3 millj. 893 þús. krónur. Starísemi spai'isjóðsins hefir svo að segja eingöngu beinst að þ\i að veita lán, tryggð með veði í fasteignum. Hefir spari- sjóðurinn átt meiri þátt í upp- byggingu höfuðborgarinnar en nokkur önnur lánastofnun. Hann hefir, svo dæmi séu nefnd, á síðast liðnum tíu árum veitt yfir 1400 veðlán til langs tíma, sem nema samtals 80 milljönum kr. og á þann hátt orðið mörgum ómetanlegur styrkur til athafna og sjálfsbjargar. . Núverandi stjórn sparisjóðs- ins er skipuð þessum mönnum: Einar Et'lendsson, húsameistari, Sigmundur Halldórsson, arkitekt og Ásgeir Bjarnason, skrifstofu- stjóri, kosnir af ábyrgðarmönn- um, og Bjarni Benediktsson, frrv. ráðherra og Olafur H. Guð- mundsson, húsgagnasmíðameist- ari, kjömir af bæjarstjórn. Nú- verandi formaður er Einar Er- lendsson, en Guðmimdur heit- inn Ásbjörnsson, forseti bæjar- stjómar Reykjavíkur, hefir ver- ið formaður sjóðsstjórnarinnar lengst allra, eða í 17 ár. Núver- andi endurskoðendur eru Ejöm Steffensen og Sigurð.ir Sig- mundsson, fulltrúi. Gjaldkerar við sparisjóðinn hafa aðeins ver- ið tveir frá byrjun, þeir Einar Magnússon og Einar A. Jónsson. Fyrstu 10 árin annaðist Ásgeir Bjamason ■ framkvæmdastjórn Lord Tedder fékk 74 þús. kr. sekt, S.I. ntiðvikudag síðdegis kont varðskipið Þór hingað til Rvík- ur tneð brezka togarann Lord Teddcr, sem það hafði tekið í landhelgi á þriðjudagskvöíd. Dómur var upp kveðinn í gær og var skipstjórinn dærnd- ur í 74 þús. króna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipstjóri áfrýjaði dóminum. Togárinn er eign Tedder-fé- lagsins í Hull. Hann hafði ver- ið að veiðum hér við land í 10 daga. Hann var tekinn að veið- um í Meðallandsbugt. — Skip- herra á Þór er Eirikur Kristó- fersson. — í þessari seinustu eftirlitssiglingu varðskipsins höfðu áður verið teknir tveir brezkir togarar við Austurland, eins og hefur verið getið í fregn um. Maður týnlst í Sand- Aðfaranótt páskadags hvarf ntaður að lieiman frá sér í Sand gerði og hefur ekki fundizt síffi- an. Heitir hann Lárus Stefánaeon, Tjarnargötu I, Sandgerði. Lárus er 60 ára gamall, Eins og áður er sagt fór hann að heiman frá sér aðfaranótt páskadags.. Var hann þá í ijós- um rykfrakka, með hatt a höfði og staf, Hans hefur verið leitað víða, en hvergi orðið vart við hann. Var lýst eftir honum í útvarp inu í gær, bæði t hádegi og í gærkveldi, ___♦_________ Kveðjumót í frjálsum íþróttafélag Reykjavíkur e-fm if til móts í frjálsum íþróítram. á íþróttavellinum á Melumum n.k. mánudagskvöld. Er þetta jafnframt kveðju- mót fyrir þjálfarann þýzka, E. Russmann, sem nú er á förum af landi burt. Keppt verður í 100 m, 400 m og 2000 metra hlaupií kúlu- varpi, kringlukasti, spjótkasti, ptai^garstökki og langstökki. Þátttaka verður að tilkynn- ast í síðasta lagi á sunnudaginn til Guðmundar Þórarinssonar. Jórdanía... Framb. af 1. síðu. eiim af embættismöimiumram í höll koíumgs hefffii sagt viffi hann: „Viffi erram affi leita affi honram." Landamæraárekstur. Norðan Galileuvaíns kom til átaka milli Sýrlendinga Qg fsra- elsmanna. Hvor aðili um sig kennir hinum um upptökin. — Skipzt var á skotum, en ekki er getið um manntjón. Eitt stærsta féiagsheimiii landsms vígt í gær. Var byggt að Laugelandi • •; b öngulsstaðahreppi. Frá fréitaritara Vísis. Akureyri í gærmorgran. í gær var vígt eitt myudar- legasla félagsheimili, sem enn hefrar verið byggt í sveit á Is- landi, em þaö var félagsheim- d synmgar- ur á morgun. Á morgun er síffiasti sýning- ardagrar Baldurs Edvvins í feoga sal þjóffiminjasafnsins. Svo sem kunnugt er, var sýn ingin framlengd, vegna mikill- ar aðsóknar, frá s.l. fimmtudegi til n.k, sunnudagskvölds. í gær höfðu nokkuð á 14, hundrað manns séð sýninguna og 17 myndir höfðu selzt. Síðasti sýningardagur er á morgun og því síðasta tækifæri til að skoða þessa einstæðu og sérstæðu sýningu. Eisenhower varar við olíiiflufningi. EisemJhower forseti hefur var- affi viffi iskyggilega miklum hrá- oliramitflutningi til Bandaríkj- anna, og hefur boðaffi rannsókn. Kvað hann það geta haft háéttulegar afleiðingar fyrir Bandaríkin, ef þetta leiddi til þess, að dregið væri úr hagnýt- ingu á olíuauðlindum Banda- ríkjanna sjálfra. ili þeirra Öngulsstaðahrepps* búa við Laugaland í Eyjafirði. Síra Benjamín Kristjáiisson. sóknarprestur flutti vígsluræð-, una og skýrði frá því að heim- ilið hafi hlotið nafnið „Frey- vangur" eftir tillögu Sigurpáls Helgasonar símavarðar. Annars hafði verið auglýst eftir tillög- um um nöfn og mikill fjöldi borizt. Vígslustjóri var Árni Jóhann. esson hreppstjóri að Þverá, en framkvæmdarstjóri byggingar- nefndar Garðar Halldórsson oddviti að Rifkelsstöðum lýsti byggingunni. Húsið er 445 fer- metrar'að stærð og tvær hæðir. Niðri er samkomusalur með1 leiksviði búningsherbergi,, fundarstofa, eldhús, fataher- bergi og snyrting, en á efri hæð er íbúð húsvarðar. Byrjað var að grafa fyrir grunni hússins árið 1953 og síð- an verið byggt í áföngum. Bygg ingarvinnu er ekki að fullu lok- ið ennþá, en hefur þó kostað um hálfa aðra milljón króna. Af því hefur hreppsfélagið og félagasamtök innan hreppsins greitt % hluta kostnaðar, en félagsheimilasjóður % hluta. Yfirsmiður var Þórður Frið- bjarnarson. Á fjórða hundrað manns, að- allega hreppsbúar, var viðstatt vígsluathöfnina. Var þar mann fagnaður mikill og stóð fram á nótt. Ungir menn sé örvaðir til sjósóknar. Atska þarf þátttöku í framlelðslustörfusfi til sjávar og sveita. sjóðsins, en síðustu 15 árin Hörð- ur Þórðarsson, Þingsályktunartiillaga sjálf-j stæðismanna um rekstur skóla-' skips fyrir ung sjómannaefni ■ og frekari ráðstafanir til þess að' örva unga menn til þátttöku í sjómennsku og fiskveiðum kom íil fyrri umræðu á fundi sam- eittaffis þings s.l. miðvikudag. Sigurður Bjamason fylgdi til lögunni úr hlaði og ræddi um þá fjölþættu erfiðleika, sem við er að etja, vegna mikils skorts á vinnuafli til reksturs þýðingarmikilla atvinnutækja Iandsmanna. Gerði hann síðan áð umtalsefni nokkrar leiðir, sem hugsanlegar kynnu að vera til lausnar þessa vandamáls að því er sjávarútveginn áhrærir. j Benti Sigurður meðal annars á það, að flestar mestu siglinga þjóðir heims, þ. á m. Norðmenn,; Danir, Bandaríkjamenn, Bret-j ar, Þjóðverjar, Kanadamenn og1 Japanir, hefðu gert út skóla- skip með góðum árangri, og; tilraunir Reykjavíkurbæjar f' 3Ömu átt um nokkur undanfar* 1 in ár hefðu einnig gefizt ágæt- lega. Gerður hefði verið út vél- bátur að vorlagi mannaður ung- um skólapiltum til fiskveiða um stuttan tíma og hefðu dreng irnir sýnt mikinn áhuga á starfi sínu. Sumir þeirra hefðu síðan. ráðið sig á fiskiskip og orðið dugandi sjómenn. Ræðumaður taldi óumflýjan- legt að auka þátttöku íslend- inga í framleiðslustörfum til lands og sjávar, svo þýðingar- mikið sem það atriði væri fyrir framtíðarheill og velmegun þjóðarinnar. Kjarni málsins væri sá, að við gætum ekki haldið áfram að búa við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir án þess að taka öflugan og al- mennan þátt í sköpun þjóðar- arðsins. Kvað Sigurður það von flutn ingsmanna tillögunnar, að fram. kvæmd hennar gæti átt þátt í að leysa þann vanda, sem nú steðjaði að íslenzkum sjávarút- vegi og þjóðinni í heild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.