Vísir - 03.05.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. maí 1957 VISIR Hollusta og heilbrigði Krabbalrumum sprautað í sjálfboialiða í fangelsi. Hfeðal farsga I Ohio boðosf 53 til að verða tilraunadýr. | að mismunurinn á svörunum í i lvrabbameinssjúklingum og heil- brigðum mönnum standi í sam- bandi við eðli krabbameinssjúk- dómsins sjálfs, segja þeir, sem fyrir rannsóknunum stóðu. En þar eð engin slík sönnun er fyrir hendi, hailast þeir að þeirri skoð- un, að mismunurinn stafi af Hættuleg deyfilyfjanotkun. WIIO varar við noíkim á am- plicíemiaie j..vökupillniii'^. Columbus, Oiúo-------Farþeg- ar með síðdeglsflugvél frá New York til ColumbiLS fyrir hálfum mánuði sáu sennilega ekkert ■óvanalegt við tvo samferðamenn sína, sem sátu á meðal þeirra með nokkra smápakka í fang- inu. { En ferðalag þeirra var óvenju-* 1 legt og tilgangurinn einsdæmi. Dr. Alice E. Moore og aðstoðar- maður hennar höfðu meðferðis lifandi krabbameinsfrumur, sem sprauta átti í 53 sjálfboðaliða í ríkisfangelsinu í Ohio. Tilgangurinn með rannsókn- inni var að komast að raun um, hver áhrif mismunandi tegundir af krabbameinsfrumum hefðu á heilbrigðan likama. Dr. Moore hafði meðferðis írá New York ýmsar tegundir af krabbameinsfrumum - adencar- cinoma, fibrosarcoma, epider- moid carcinoma og leukemia — sem náðst höfðu úr sýktum lík- ömum. Á tilraunástofu í Ohio gróðursetti hún aftur krabba- meinsfrumurnar í geysistórum vefræktunarflöskum og beið í tvo daga, á meðan þær héldu áfram að vaxa. Klukkan fjögur síðdegis, dag- inn, sem tilraunin átti að fara fram, var gerlafræðingurinn íarinn að hella frumunum í sprautuglösin og undirbúa það, að frumunum yrði sprautað í sjálfboðaliðana. Sýnileg bólga kom íram. Margir þeiiTa voru engir ný- liðar í slíku sjálfboðaliðsstaríi. Méðal þeirra voru fangar, sem höfðu áður fengið krabbameins- sprautur. Svörin, sem fram kom, var sýnileg bólga, sem bráðlega hjaðnaði niður af sjálfu sér. Vefjarannsóknir á mönnum þeim. sem sprautað var í, stóðu yfir í hálfan mánuð, og leiddu þær I ljós, að einkjarna- Jrumurnar voru lífseigastar, og iundust þær lifandi i fjórum mönnum. Dr. Alice Moore atliugar stórt ílát með liíanöi krabbafrumum úr mönnum. Þessar niðurstöður voru gjör- ólíkar þeim, sem komið höfðu fram í fyrri rannsóknum, þar sem langtleiddum krabbameins- sjúklingum voru gefnar sams- konar neoplast-sþrautur (krabba meinsSprautur). Krabbameins- frumurnar döfnuðu í nálega öllum þessum sjúkiingum, þar til þær voru skornar burtu, og í sumum tilfellum voru þær meira að segja orðnar útbreidd- ar um líkamann. Algjör vanmáttur sjúkling- anna að mynda móteitur getur ekki hafa verið ástæðan íyrir þvi, að þessi svörun kom fram, þar eð dr. Moore og aðstoðar- menn hennar sprautuðu margs- konar veirum í sjúklingana og íundu hin venjulegu móteitur gegn þeim. Mismunundi svaranir prófaðar. Þegar komið var á síðasta stig rannsóknanna, höfðu sumir sjálfboðaliðanna verið spraut- aðir þrisvar sinnum, en aldrei með sömu tegund af krabba- meinsfrumu. Þaö er freistandi aö álykta, vanmætti krabbameinssjúklings- ins að skipuleggja sérstaklega mótvarnir líkamans gegn krabbameinsfrumum. (Medical New, 25. feb.) Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefir varað við ofnotkun deyfilyfja og lyfja, sem líklega eru að valda ávana. Notkun ampheteines, sem stundum er nefnt ,,vökupillur“, benzedrine og annara álíka lyfja er þegar orðið mikið heil- brigðisvandamál í mörgum löndum, segir sérfræðinganefnd WHO, sem hefir rannsakað málið. Ástandið í Japan í þess- um efnum er tekið sem dæmi. Lyfjafræðingasambandið I Japan álítur, að þar í landi séu l, 5 milljónir manna, sem mis- nota amphetemine og séu flest- ir á unglingsaldri, eða milli tvítugs og þrítugs. í skýrslu frá sambandinu til WHO segir m. a.; Á árunum eftir styrjöldina gátu allir keypt amphetemine að vild, án lyfjaseðils. Það var mikið notað af stúdentum, sem ætluðu sér að komast yfir mik- inn lestur á skömmum tíma, af fólki, sem vildi halda sér vak- andi við næturvinnu, eða af hreinni forvitni og til að njóta næturskemmtana. Fjölda marg- Bezta aðferð við brunasár - að búa ekki um það. Merkar upplýsingar á læknafundi vestan hafs. Tveir fanganna í ríkisfangelsinu í Ohio bíða þess, að þeir fái innspýtingu, sem inniheldur krabbafrumur. I.os Angeles — — Á þingi, sem lialdið var liér í borg um hcsilbr., var mælt eindregið með því, að bezta aðferðin við lækn- ingu brunnsára \æri að hafa þau liinbúðalaus — en um með- ferð þeirra að öðru lej-ti voru skiptar skoðanir. Eftirtaldir læknar gáfu skýrsl- ur um þessa aðferð: Robert D. Pillsbury, forstjóri skurðlækna- rannsóknardeildarinnar við Brooké Army Medical Center, San Antonio; George T. Van Petten, frá sjúkrahúsi Banda- ríkjaflota, Néwport, Rhode Is- land, og M. D. Maxmen frá barnasjúkrahúsinu í Toronto. Þær skoðanir, sem fram komu um meðíerð slíkra sára, voru yfirleitt svipaðar. Brunasárin eru höfð umbúðalaus. Allir dauðir vefir eru fjarlægðir var- lega, yfirborð sáranna er þvegið með sótthreinsandi vökva og vætt með saltupplausn. Vill takmarka notkuu skimigræðslu. Þó voru Skiptar skoöanir um atriði eins og það, hvort láta eigi brunablöðrur ósnertar (dr. Van Patten hélt því fram, en dr. Maxmen var þeirrar skoðunar að stinga eigi á þeim), hvort skinngræðsla sé hentug og hvort nota eigi alúminíumdiift. Dr. Van Patten, sem hefir haft yfirumsjón með þeim er særzt hafa alvarlega í brunaslys- um, . valdi. tkmarka notkun skinngræðslu. Hann benti á, að það væri engan véginn einhlítt að béita þessari aðferð, jafnvel ekki við þriðju gráðu bruna. Kvaðst hann ekki hafa notað skinngræðsluaðferðina í mörg- um tilfellum, sem við fyrstu sýn virtust vera þriðju gráðu bruni, heldur látið sárin græðast sjálf- krafa. Hið dauða yfirborðslag datt af og i ljós komu lifandi húðfrumur, sem voru undir. Við lækningu á sárum sjúkl- inga úr einu sliku slysi kom i Ijós, að ekki var æskilegt að beita skinngræðsluaðferðinr.'. sizt af öllu við sár á höndum. Sagði dr. Van Petten, að i flest- um tilfellum hefði ekki verið hægt að koma við skinngræðslu á sárurn á höndum fyrr en a. m. k. eítir 10 daga til tvær vikur. Skinngræðsla sem umbúðir. Dr. Pillsbury mælu aftur á móti með skurðaðgerð á þriðju gráðu brunasárum á höndum og öðrum tilfinningarminni likams- hlutum innan fyrstu tveggja til fimm daganna. Einnig mælti hann með notkun skinngræðslu sem umbúðum til bráðabirgða, jafnvel þegar um að ræða sár á líkamshlutúm frá hálsi og niður að læri. Dr. Maxmen var þeirrar skoð- unar, að bezta aðferðin við græðslu sára á ungu fólki væri að hafa þau umbúðalaus. Taldi hann heppilegast að strá alúmin- iumdufti yfir sárin eftir að þau hefðu verið hreinsuð, dauðu vef- irnir teknir burt og þau þurrkuð. Sagði hann, jað þessari aðferð iiefði verið beitt við rúmlega 600 sjúklinga á sjúkrahúsi og við marga után þeirra. (Medical Néws). ir, sem venja sig á amphetemine enda á hælum fyrir taugaveikl- aða, því ofnotkun þess getur or- sakað ýmsa geðbilunarsjúk- dóma. í sumum tilfellum fá menn ofsóknaræði. sjá ofsjónir o. s. frv. Margir, sem nota amphetemine í óhófi — og það gera flestir. sem byrja á því, — leið'ast inn á glæpabrautina. í maí og júní 1954 var 31 maður í Japan dæradur fyrir morð, sem rekja mátti ti.l notkunar amphetemines. Japönsk yfir- völd gera nú allt, sem í þeiira valdi stendur til að draga úr notk.un amphetemines. Heroin-notkun fer mimikandi. Sérfræðinganefnd WHO um leyfilyf getur þess. að það sé ánægjulegt að sjá hve dregið hefir úr notkun heroins í heim- inum hin síðari árin. Árið 1948 voru í heiminum notuð, á lög- legan hátt, 839 kíló af heroini, en aðeins 132 kíló 1954. Telur fræðinganefndin, að þetta stafi af því, að fleiri og fleiri læknar séu nú f arnir að nota hættu- minni deyfilyf en heroin, sem reynist jafnvel sem kvalastill- andi lyf. En heroin er hættulegt vegna þess, að notkun þess leið- ir fljótt til ávana. Náttúrulyf og gerfilyf. Deilt hefir verið um nota- gildi deyfilyfja, sem unnin eru úr náttúrunni (t. d. opium) og gerfilyfja. Sérfræðinganefnd WHO heldur því fram að morphine og önnur skyld deyfi- lyf (unnin úr opíum) og geríi- deyfilyf séu nákvæmlega jafn góð í lækningaskyni og að ii n- an beggja lyfjaflokka sé nægj- anlegur styrkleikamismunuc að velja úr. Ný aðferð til að finna hjartaskemmd. Dr. Frank P. Foster viíS Laliey-klínikina í Boston, skýrði nýlega þingi lækna- íélagsins bandaríska frá nýrri aðferð við leit að hjartasjúk- dómum. Er hér um einfalda athugun á blóðsýnishorni að ræða, sem kemur að notkun við vissa hjartaskemmd. Hún á sér stað, þegar blóðrennsli stöðvazt til einhvers hluta hjartans vegna blóðtappa eða æðaþrengsla, en þá deyr þessi hluti hjartans. — Deyjandi hjartavöðvinn gefur frá sér efni, sem heitir „trans- aminase“, og hségt ef að finna það fljótlega í blóðinu með þar til gerðum tækjuin. Á læknaþinginu var þetta talin merkileg uppgötvun. Mamif jöldi í Israel var 1.9 millj. í lok sl. árs — liafði vaxið um 83.000 á ár- inu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.