Vísir - 24.05.1957, Side 10
10
VÍSIR
Föstudagir.n 24. rnaí 1957
...................
• *•••
í
i xttXEMA nxrn
• • •
EFTIR •
IU TIS MOORE •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
19
• •
• •
stöðvar. En þeir sjálfir eyddu tímanum í það að skoða sig' um
í Boston. í hvert skipti, sem þeir komu til baka, sögðu þeir
við Rufus og John, að ef þeir aðeins gætu selt Somerset, gætu
þeir lifað kóngalifi í Boston.
Stundum sagði Rufus við John, að svo líti út, sem Cantril-
fjölskyldan mundi aldrei eignast þessi hundrað skip, sem
Andrew gamli ætlaðj að smíða. Og John glotti góðlátlega og
sagði, að þessi tvö, sem þeir áttu, nægðu þeim. Hvers vegna
áttu menn að sveitast blóðinu við að ásælast mcira en menn
þörfnuðust. Cantrilbræðurnir höfðu fengið nóg af því, meðan
Andrew garnli lifði.
Sonarsynirnir dreifðu sér út um skógana. Það var aðeins
gamla fólkið, konurnar og stúlkurnar, sem voru eftir heima.
Susie, Anna, Lizzie, Ansy, Delie, Feensy, Rebekka og Rebekka
voru allar dánar. Og í hvert skipti, sem einhver af ættflokk-
inum heimsótti Somerset, tók hann á brott með sér einhverja
af fullorðnu stúlkunum út í skóginn. Tvö af hinum ellefu hús-
um stóðu nú auð og frammi á árbakkanum fúnuðu nú timbur-
hlaðar Andrews gamla, þeir hinir miklu. Fjörutíu árum eftir,
að hann hafði stofnað nýlendu sína í Somerset, voru afkom-
endur Andrews gamla ver farnir en Indíánarnir, sem hann hafði
hrakið burt og flestir þeirra farnir til móðurfrænda sinna,
Indíánanna.
Natan Ellis, sem sigldi hinum endurbætta skipsbát sínum
inn í mynni Crookshankfljóts, tók eftir því, sér til mikillar
undrunar, að mikið af tilhöggnu timbri hafði rekið á land hér
og þar á' ströndinni. og þegar ofar dró, fór straumur að aukast
í fljótinu og skógur óx alveg fram á fljótsbakkann, svo að
gfeinarnar slúttu fram yfir fljótið.
— Heyrðu! sagði hann við Karólínu. — Við erum að' sigla
upp eftir fljóti. Það hlýtur að vera sögunarmylla einhvers-
staðar hér efra. Sjáðu allt tilhöggna timbrið, sem hér er á reki!
Ég ep ekki viss um, að mig langi til að sigla upp þetta fljót,
sagði hún. — Vilt þú það? Hún horfði með hálfgerðum hryll-
ing,’ á leirborna fljótsbakkana. — Ég vil heldur vera nálægt
rithafinu, þar sem er hreinlegt og þrifalegt.
•— Það vil ég líka, sagði Natti,
Hann glotti í laumi. Hann vissi hvað klukkan sló. Ef sögun-
armylla var þarna upp með fljótinu, hlaut það að tákna það,
að þar væri byggð. Og Karólína var í sjómannabúningi og
kærði sig ekki um, að fólk sæi hana þannig. Þau höfðu stanzað
i Weymouth, farið þar í land og ætlað að láta gefa sig saman,
en henni hafði verið ógnað á götunum og æpandi krakkaskríll
hafði elt hana. Hún vildi ekki lenda í því aftur.
Og sjómannabúningurinn voru einu fölin, aem. hún hafði.
Hún hafði orðið naumt fyrir í Dulverton og orðið að skilja þar
eftir fataböggul sinn.
Þegar þau loks ná'ðu í prest, byrjaði hann strax á því að
halda umvöndunarræðu um, hversu ókvenlegt það væri að
ganga í karlmannsfötum. Og hann talaði sig svo æstan, að það
sást langt ofan í kok á honum.
Eftir ofurlitla stund sneri Karólína sér snögglega við og gekk
út, og Natti á eftir. Það var tilgangslaust að eyða tímanum í að
hlusta á þetta rugl í prestinum. Og hann harðneitaði því líka
að gefa þau saman, meðan Karólína væri í þessum búningi, eða
svo heyrðist þeim a'ð minnsta kosti á honum. Þegar þau voru
komin um borð aftur í bátinn, vildi Natti fara í land aftur og
kaupa föt handa henni, en hún vildi ekki heyra það nefnt.
Hún vildi, hvað sem það kostaði, kornast burt frá Weymouth.
— Við ættum að láta gefa okkur saman, sagði hann áhyggju-
fullur.
— Ég vil ekki láta þennan prest gefa okkur saman. Ég vil
þá heldur vera ógift, sagði hún. — Þessi prestur þekkir ekki
greinarmun góðs og ills.
— Jú, það hlýtur hann að þekkja. Annar væri hann ekki
prestur. Hann hlýtur að hafa að einhverju leyti á réttu að
standa.
— Hann heldur, að það sé verra fyrir mig að ganga í karl-
mannsbúningi en að lifa í syndsamlegri sambúð, sagði hún.
— Það er anastyggilegt nugarfar.
Auðvitað var þetta satt. Þótt honum finndist þetta einlíenni-
legt. Þau lifðu í syndsamlegri sambúð. Og hvort sem þau
voru gift eða ekki vildi hann ekki breyta sambúðinni. Og þegar
honum varð hugsað til þess, að hann var nærri búinn að missa
i Karólínu vegna sinnar eigin þvermóðsku, fór hrnllur um hann.
Og Karólína í sjórnannabúningi gat hjálpað honum til að sigla
bátnum, en ef hún hefði verið í kvenmannsfötum, hefði hún
orðið að sitja í skut með hendur í skauti.
Hann setti upp segl og það var ágætur suðvestan byr. Eftir
ofurlitla stund var Weymouthborg langt að baki.
— Heyrðu mig Natti! sagði hún. — Það er ekki hægt að!
láta mig lifa sýndsamlegu líferni. Því gæti ekki einu sinni
prestur komið til leiðar.
Iiann brosti að henni.
— Jæja, þá veit ég ekki, hvað við eigum að taka til bragðs,
sagði hann, nema við hættum að búa saman í synd En ég veit
ekki, hvort ég vil það, Karólína.
Hún sagði alvarleg í bragði: — Ég, Karólína, tek þig Natan,
mér fyrir eiginmann.
Honum fannst þetta dálítið einkennilegt og óvenjulegt, en
samt sagði hann: — Ég, Natan, tek þig, Karólínu, mér fyrir
eiginkonu.
Eftir að hann hafði sagt þetta leið honum vel, alveg eins og
eg prestur hefði lesið yfir þeim. Og jafnvel betur, því að þetta
var einkasamningur milli hans og Karólínu, en þannig fannst
honum eiga að stofna til hjónabands.
Þeim gekk vel upp með ströndinni og þau höfðu ágætan
byr alla leiðina. En eftir því sem norðar dró sáu þau, að
siglingaleiðin var dálítið hættuleg. Allsstaðar voru stórar og
smáar eyjar, sumstaðar voru strendurnar lágar, sumstaðar
I háar, og þarna voru víða klettar, rif og grynningar. Allt í einu
! renndu þau bátnum á sandrif, sem var hulið sjó og sátu þar
j föst og urðu að bíða flóðs til að losna. En nú voru þau, sem
j sagt, á leið upp eftir mynni Crookshankfljóts. Natti var að
hugsa um það, að nú væri hann kominn svo langt norður, sem
hann hefði ætlað sér. Allan morguninn hafði hann verið að
svipast um eftir heppilegum stað til, að reisa tjöld um stundar-
sakir og skoða sig um. Hann hafði séð marga ásæta staði, en
engan nákvæmlega eins og hann hafði hugsað sér. Meðan
veðrið var svona gott, hafði hann alltaf langað til að sjá, hvað
væri handan við næsta odda, höfða eða nes.
Hann sagði: — Hvað segir'ðu um það, að við förum yfir
fljótið óg athugum, hvað er handan við þennan höfða þarna.
Straumurinn er, hvort að er, orðinn svo mikill, að það er erfitt
að komast lengra upp eftir fljótinu.
Karólína virtist hugsa sig dálítið um.
— Natti! Á nokkur sérstakur þennan trjávið?
— Það held ég ekki, sagði hann. Þetta mundi víst heyra
undir rekavið?
Hann hafði einmitt verið að brjóta heilan um þetta sama.
Hann hafði langað til að setjast að á þessum slóðum, við mynni
fljótsins. Hann gerði ráð fyrir, að hann gæti fengið hér af þessu
timbri, sem hafði skolazt burt, nægilegt til að byggja úr því hús.
0 I
rj X
k-v-ö*l-d*v'-ö»k*u*n*n*i
<}••••••••••••.•••••„„
Tvær negrakonur talast við.
„Hvað er að sjá þig, frú
Jerímias, þú ert svo áhyggju-
full á svipinn!"
,,Já, það er út af bóndanum,
frú Noah.“
„Nú, hvað er að honum?“
„Hann er veikur, alveg af-
skaplega veikur.“
„Skiptu þér ekkert af því,
frú Jeremias. Eg þekki hann.
Hann er móðursjúkur og hann
ímyndar sér bara að hann sé
veikur.“
Að mánuði liðnum hivtusc
þær aftur vinkonurnar og þá
var frú Jeremias hálfu áhyggju-
fyllri og hryggari en áður.
„Er maðuinn þinn altaf jafn
ímyndunaveikur? Hefur hannt
ekkert batnað?“ spurði frú.
Noah full hluttekningar.
„Sei, sei, nei,“ svaraði frú.
Jeremias og brast í grát.
„Hvað ímyndar hann sér nú?'*'
„Að hann sé dauður?“
I Ahrensburg 'í námunda við
Hamborg skeði atvik fyrir
skemmstu sem þykir í frásögur
færandi. Nær heyrnarlaust
gamalmenni, sem var að koma
frá kirkjugarðinum ætlaði að
stytta sér leið í bæinn en til
þess þurfti hann að fara yfir
sporbraut. En sporvagninn bar
að í sama bil og kastaði gamla
manninum niður fyrir 5 metra
háan brautarhrygg. í stað þess
að verða meint af fallinu, fékk
hann heyrnina á ný og hefur
heyrt ágætlega síðan. Hann
varð að borga 20 mörk í sekt.
Félag fyrrverandi kvenna-
búravarða Tyrkjasoldána í
Istanbul hélt nýlega aðalfund.
Nú eru aðeins tólf geldingar í.
féíaginu og fer stöðugt fækk-
andi. Fyrir skömmu síðan voru
þeir um 100 talsins, allt gamlir
menn en hafa nú týnt tölunni og
dáið. Á fundinum var rætt unx
það að félagið myndi ekki vera
öllu lengur starfhæft, þar sem
ekki var útlit fyrir neina fjölg-
un í því.
C Suncugks
TARZAIM -
236*
Eftir að hafa skýrt frá erindi sínu
til þorpsins, tóku hermennirnir hann
og fylgdu honum með spjótin mund-
uð til kofa konungsins. Brátt stóð
hann-augliti til auglits við hinn aldna
svertingjahöfðingja sem kannaðist
við hann. Það var eitt.hvað óttalegið
í svip höfðingjans og hann sagði:
— Eg þekki Tarzan og þú verður
að fara úr þorpinu, eða dagar þínir
eru taldir. Vera má að einnig þú
verðir fórn froðudauðans.