Vísir - 06.06.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 06.06.1957, Blaðsíða 7
£ immtudaginn 6. júní 1957 YÍSIB • • • • • • • • / ANDNEMARmR • • EFTiR eiJTffl 310091E • • • * • • • • 58 • • « átti það. Það var heimskulegt af honuni að flækjast um eins og hundur meðal mýbitinna Indíána, meðan iðjuléysingjar og letingjar fituðú sig á því, sem mylla Cantrilanna gaf af sér. Eítir dálitla stúnd, þegar hann væri buinn að hvila sig ætlaði hann að ganga til Somerset og athuga, hvernig allar aðstæður væru þar. Hann settist á breiðu af þurrum blöðum og grasi undir eikitré og hallaði sér upp að trjábolnum. Þegar hann horfði á fljótsmynnið varð honum bjart fyrir augum, Hann var vanur skugganiun í skóginum. i AHt í einu héyrðist mannamál frá fljótsbakkanum, svo að Beykháfur hrökk við, settist upp og lagði eyrun við. Þama hlaut einhver að vera. En hvér gat það verið? Ef það væri einhver þeirra, sem höfðu flutt til þorþsins, skyldi hann svei mér gera honum glennu. j Hann greip byssu sína og læddist iim í kjarrið og skreið’ fram í áttina til árbakkans, þar sem hann gat gægst fram úr liminu, án þess hann sæist. Bátur, hlaðinn timbri, flaut þar við árbakkann. Tveir menn,' annar hár og þrekinn, hinn grannvaxinn, voru að hlaða meira timbri á bátiim. Báðir voru berfættir að sullast í vatninú. Hvorugan manninn hafði hann séð áður. Reýkháfur kipraði augun. Bræðin sauð í honum. Bölvaðir þjófamir. Þeir voru að stela timbri Cantrilanna.1 Jafnvel þótt það væri á reki, var það eign Cantriiar.na. Hann reis á fætur og læddist hljóðlega fram á árbakkann. Hann hélt byssunni í sigti. Þetta var í fjórða skipti, sem Natti og' Karólína höfðu siglt . yfir flóann til að ná sér í timbur. Natti áleit, að ekki þyrfti nema eina ferð til og þá hefði þau nóg timbur. Þau voru þegar búin að fá hérumbil nóg til að fullgera litla kofann sinn, en hann vantaði timbur í skúr fyrir birgðimar. Ef heppnin var; með gæti hann komið upp skúrnum áður en byrjaði að snjóa.! Karólína varð fljótari til að sjá Reykháf. Natti var aftur á ^ að hlaða timbri í búlkann. Hún þreif í handlegg hans og var; óttaslegin, því að það var ekki fögur sjón að sjá Reykháf koma ! niður á bakkann. Hann var með hettu, gerðu úr kanínuskinni j og hann hafði dfegið hana alveg niður að augum. Og skegg hans náði alveg upp að hettunni, svo að það sem sázt af and- litinu var eekkert nema skegg og heiftarleg augU. Hann var berfættur og föt hans voru í tætlum. Ferðalög hans um skóg- ' inn höfðu farið illa með fötin hans. Hún hélt í fyrstu, að hann væri einhvers konar villidýr, til dæmis bjarndýr, sem hefði risið upp og gengi á afturfótimum, en riffillinn tók af öll tví- mæli. Þetta var maður. Natti snarsneri sér við. Honum svelgdist á munnvatni sínu, j þegar hann sá þessa sjón. v Reykháfur sagði: — Hvern fjandann á þetta að þýða, að stela timbrinu mínu? , Natti hörfaði ofurlítið aftur á bak. — Ég hélt, að þetta væri rekaviður, sagði hann. — Ég vissi ekki til að neinn eigandi væri að því. — Jú, það er nú samt svo. Þetta er eign Cantrilanna — eign mín. — Jæja, þá það, sagði Natíi. — En. það litur ekki út 'fýrir j að heinn httfi hirt um það. Og þáð ér alvég sýnilegt, að sumt af því hefúr legið hér svo árum skiptir, En ég skal með ánægju bðrga þér timbrið við því verði, sem þú héldur, áð sanngjarht sé. Reykháfur handlék riffilinn ógnandi og spýtti hraustlega. Natti várð að færa sig svo að hrákinn lenti ekki á fætinum á honum. Ef Cantrilarnir, sagði Revkháfur, — vilja láta timbrið sitt liggja á ströndinni og rotna þar, þá kemur það þér ekki við. — Nú, þá það, en hvað viltu þá, að ég gert? — Berðu timbrið í iand aftur. — O, djöfullinn hafi það, hreytti Natti út úr sér. Það hafði vérið erfitt verk að koma timbrinu um borð. — Þetta er reka- timbur, þegar alls er gætt og liggur hér umhirðulaust. — Það er ekki timbrið, sem er aðalatriðið. Við Cantrilarnir eigum nóg af timbri. En við viljum ekki hafa ykkur snuðrandi hér og skemmandi eignir Cantrilanna. Það hafa engir leyfi til að vera hér nema Cantrilamir. Þu mátt prísa þig sælan, að ég skuli ekki vera búinn að skjóta af þér höfuðíð. Og hver veií, nema ég geri það? Nú gat Karólína ekki orða bundizt léngur. — Þú erí nú meira helvítis kvikíhdið. Fyrst þið eigið svo m'ikið timbiu, að þið hirðið ekkert um það, þótt það reki út um hvippinn og hvappinn, því "í fjándanum értú 'þá að rexa í því, þótt einhver hirði það og reyni að nýta það, Og við bjóð- um borgum fyrir það. Reykháfur hrökk ofurlitið við og starði á hana stundarkorn. Svo fór hann að glottá. — Nú, það er þá svona, sagði hann. Þarna ber vel í veiði. Karólina roðnaði og faldi sig bak við Natta. — Nú skulum við gera samninga, sagði hann við Natta. — Þú færð eins mikið timbur og þú vilt, en lánar mér telpuna svo sem tíu mínútur upp í skóginn. Natti kreppti hneíana. — Legðu frá þér riffilinn, svo að við 'stöndum jafnt að vígi. Svo skal ég berja grænjaxlana niður í kok á þér, sagði hann. — Æi, nei, sagði Reykháfur. — Ég slæst ekki við pelabörn. Karólína, sem stóð í vatninu úpp fyrir hhé, rak allt í einu upp óp. Báðir mennimir hrukku við og snarsneru sér í áttina til hennar. Hún skréið veimandi upp í bátinn og stór krabbi hékk á ánnarri stóru tánni á henni, en hún var berfætt. Natti ætlaði að grípa krabbann, en Karólína sparkaði svo ákaft, áð hann missti hann. — Vertu kyrr, hrópaði Natti. — Skollinn sjálfur! Vertu kyrr. Hann greip um öklann á heimi og kippti krabbanum burtu. Svo lét hann hana sjálfa um að géra áð sárinu. Reykháf 'fannst þetta mjög skemmtilegt og rak upp skellihlát.ur. En harm hætti skyndilega að hlæja. Natti sveiflaði hendinni og þeytti krabbanum í áttina tíl hans. Hann var sæmilega sterkur í handleggnum, því að hann hafði stundað skógarhögg og fellt mörg tré um sumarið. Krabbinn hafnaði milli augnanna á Reykháfi og heyrðist smellur mikill. Reykháfur rak upp hið hryllilegasta Indíánaöskur, skotið hljóp úr byssu hans og lenti í fljótinu skammt frá bátnum. Natti greip af honum riffilinn og fleygði honum út í fljótið og þar sökk hann til botns. Því næst stökk hann upp í bátinn, leysti fangalínuna og ýtti frá. Reykháfur hafði þiifið upp hnif og rennt sér á Natta, en Natti skotizt undan, svo að Reyk- háfur féll á grúfu í vatnið. Hann skreið á fætur og labbaði inn í skóginn. Allur vindur var úr honum skekinn og hann var hinn Iúpulegasti. Samt sneri hann við, bölvaði hátt ög í hljóði og skók hnefana í áttina til bátsins. Ep það var mátt- laus bræði. Natti .var óður af bræði. Hann þreif upp riffilinn, sem lá 1 skutnum hjá honum og skaut án bess að miða í áttir.a íil manns- ins á ströndinni. Karólína hafði setið með bakið upp að káetur.ni og var að strjúka á sér tána. Hun rak upp hræðsluóp og sagði: — Ó, Natti! Gerðu ekki þetta. Og hún greip í handlegg hans. •••••••»♦•••••••••• • _A Einmanálegur maður fékk sér sæti í veitingahúsinu og bað um morgunverð, tvö egg, ristað brauð og kaifi. „Nokkuð fleira,“ spurði af- greiðslustúlkan. „Já, setjist hjá mér við borð- ið og nöldrið við mig. Eg er með heimþrá.“ Gamali fjallabúi var í rann- Sókn hjá lækr.inum. Hann fékk ýmsár ráðleggingar og fyrir- mæli, sem áttu að bæta heilsu hans. Þegar hann var að fara. sagði læknirinn: „Þér gleýmduð að börgar mér.“ „Borga yður, fyrir hvað?“ sagði fjallabúinn. „Fýrir læknisráðin.“ „Það held eg nú ekki,“ sagði Sá gainli. „Eg ér staðráðinn í að fara ékki eftir þeim.“ Óg með það fór hann. Árbók Fomleifafétags- ins komnt át. Nýlega Jkom út liefti af Ar- bók liins íslenzka fornieifaféIag$ ffyrir árin 1955 og: 1956. Heftið er átta árkir I Skirnls- broti, prýtt mörgum myndum. Helztu greinar að þessu slnn) eru: Kapelluhraun og Kapelltí- lág efíir Kristján Eldjám, seni er ritstjóri árbókarinnar, Manna- myndadeild þjóðminjasafnsins eftir Friðrik Á, Brekkan, Eyði- býii í Helgafelissveít eítir Guð- brand Sigurðsson á Svelgsá, Tóftir í Snjóöldufjallgarði eftir Gísla Gestsson, Islenzkur tré- skurður í söfnum á Norðurlönd- úm, upphaf á langri yfirlitsgrein eftir Ellen Marie Mageröy, Flata tunga og Bjarnastaðahlíð eftir Stefán Jónsson á Höskudals- stöðum, Einkennilegttr legstaður á Vestra-Landi i Öxatíirði eftir Baldur Öxdal. Forseti fornleifafélagsins, dr. Matthías Þórðarson, er af- greiðslumaður árbókarinnar og skráir og nýja félagsmeiih, sem fá bókina fyrir Iskriftargjaldið. (Frá Fornleifafélaginu). C é?. &unou<fhA imim Ovar hefur taiað tú ýklrar, iuop- áði "Wezil séstur. Píð -vefðið -<ð jblýða txrðum hahs anhárs erúð þið glataðir. Iliitír óttaslegnu svértingjar gengu skjátlfandi og vonávikhir ut úr hell- inúiii og áttu bágt með að trúa því að gtití .þfeirirá héf'ði orúgðisi þeim. Tdrzan hélt í humáít á eftir cn tók aiít í einu efftr því að Wezii hvarf skýridilégá inn i leýiitgöngj að oaki svértingjunum, 4» t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.