Vísir - 15.06.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 15.06.1957, Blaðsíða 6
SISIA Laugardaginn 15. júní 1957' WISXK. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskriít á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjcðhátíðardagur. Kiriijja ofj trúitttíM: Triiiilatíi Á mánudaginn munu íslend- ingar minnast þess sem svo oft áður, að þann dag fyrir 146 árum fæddist Jón Sig- urðsson, sá maður, sem mest og drengilegast barðist fyrir framiðarheill og fulveldi íslands. Þann dag minnast fslendingar þess einnig, að nú eru liðin 13 ár frá því að Alþingi kom saman á Þing- velli vi? Öxará og fullgilti vilja þjóðarinnar, er hafði komið svo glæsilega fram við þjóðaratkvæðagreiðsl- una rétt áður, enda þótt raddir hefðu heyrzt um það, að iandsmenn ættu að bíða átekta, bíða til stríðsloka með allar ákvarðanir og at- hafnir í þessu máli, halda að sér höndum, er úrslita- stundin var komin. En þróunin á þessu sviði varð ékki stöðvuð frekar en á öðr- um, og þvi var ekkert hlé gert í sjálfstæðismálinu. Þjóðin hafði barizt of lengi og of erfiðri baráttu til að láta nú ekki til skarar skríða, þegar tíminn var til þess kominn, og henni fannst á- stæðulaust að hugsa um háttvísi, enda þótt á slíkt væri drepið, enda hafði slík framkoma ekki verið áber- andi gagnvart okkur áður fyrr. Það kom einnig greini- lega á daginn. þegar efnt var til þjóðaratkvæða- greiðslunnar, að þjóðin taldi tímann kominn til að hefjast handa, hvað sem öðru liði. Þess eru engin dæmi, að þjóð hafi nokkru sinni látið vilja sinn eins ótvírætt í Ijós og i við þjóðaratkvæðagreiðsl- una hér vorið 1944. Úrslit hennar voru áminning — bæði inn á við og út á við — I um samlieldni hennar í þessu * máli, enda þótt þeir menn1 væru til, er skærust úr leik á úrslitastundinni. En sem betur fer, voru þeir fáir, og mál þeirra fann ekki hljóm- 1 grunn með þjóðinni. Nú mega íslendingar gjarnan minnast þess, hve einhuga þeir voru, þegar þeir voru spurðir um álit sitt á því,1 hvort bregða skyldi skjótt 1 og einarðlega við í sjálfstæð- ismálinu fyrir röskum þrett- án árum eða hafast ekki að um sinn. Þjóðin er ekki ein- huga, og þarf þó einhug til að leysa þau margvíslegu vandamál, sem við blasa, svo að vel fa»i. En enginn vafi er á því, að hinn gamli ein- hugur mundi koma í ljós nú, ef sama spurning væri lögð fyrir þjóðina og forðum. J Hún getur staðið sem klettur, úr hafinu i mestu málum.j og það er fyrir miklu, en hún j þyrfti einnig að geta staðiði sem órofa fylking í fleirij málum. Það er áreiðanlegaj ekki úr vegi, að hún hug-> leiði það á þjóðhátíðardag- inn og' raunar oftar. Hlutskipti annarra. Og hún má einnig minnast þess, hvernig hlutskipti margra þjóða úti um heim er nú, þjóða, sem verðskulda ekki síður frelsið en íslend- ingar og hafa oft úthellt blóíi sínu fyrir það. Þetta á bæði við um nýlendur af gamla taginu og hinu nýja. Það er einmitt áminning í þessu efni, að ein úr síðar nefnda flokknum gerði til- raun til að hrista af sér okio þann 17. júní fyrir fjórum árum. Það þarf ekki að rifja það upp, hvernig þeirri l'relsisbaráttu lyktaði, en hennai' er nú minnzt þar í landi og viðar, eins og gefur að skilja. Það er ótrúlegt en satt. að til eru þeir menn hér á landi, sem hafa það ao æðstu hug- sjón sinni að koma ú því skipulagi hér á landi, stm Bustur-þýzkir verkamenn reyndu að losa sig við fyrir fjórum árum en gátu ekki. Þeir vilja koma okkur undir það skipulag, sem verka- menn í Poznan i Póllandi reyndu að losna við, þegar þeir gerðu uppreistina á síð- asta vori. Þeir vilja koma okkur„ undir það skipulag,1 sem ungverska þjóðin reyndi að losna við, þegar uppreist- in var gerð þar á síðasta hausti. Þannig er þeirra hug- sjón, og fyrir þessu berjast þeir raunverulega, þótt þeir vinni oft dýra eiða að því, að þeir hugsi einungis um hags- muni íslands og íslendinga — og engir beri þjóðarhag eins fyrir brjósti og þeir. ( Þetta og þvílíkt á þjóðin að fesía sér í minni, og ekki einungis á stórhátíðum eins og nú í'er í hund. Hún á að hafa það í huga þllum stund- ( um. Eins og almanakið sýnir, ber dagurinn á morgun heitið trin- itatis. Orðið er latína og merkir „þrenningar" (hátíð). Það er m. ö. o. hátíð heilagrar þrenn- ingar, sem haldin er á morgun. Og komandi sunnudagar eru miðaðir við þennan dag — þeir eru „sunnudagar eftir trinitatis“, allt til aðventu eða jólaföstu, en þá byrjar aftur nýtt kirkjuár. Fyrri helmingur kirkjuársins er liðinn. Það er hátíðarkafli þess. Á honum eru allar stórhá- tíðirnar. Hann setur fyrir sjónir höfuðstaðreyndir hinnar helgu sögu: Guð faðir vitjaði vor. Hann kom í syni sínum og sigr- aði synd og dauða. Síðan er hann með oss í anda sínum á þann hátt, sem hann hefði ekki getað verið án þess sigurs, sem hann vann i fæðingu, fórnarsigri og upprisu Jesú Krists. Þetta boða jólin, páskarnir og hvítasunnan. Dagurinn á morg- un er eins og sjónarhóll, þar sem útsýni gefst yfir farinn veg. Stórhátíðirnar gnæfa yfir og um þær leikur mikil birta. Sá ljómi er kominn frá einni og sömu sól. Það er einn og sami Guð, sem birtist í þeim öllum, eini og sami Guð, sem skapar oss, frelsar og helgar, Guði fað- hog sonar og hedagur andi, starfandi í eilífri einingu. Guð er einn og þi’ennur, þríeinn. Ýmsum finnst þetta sjálfsagt fjarska undarlegt tal. En það er byggt á orðum Jesú sjálfs. Hann segir: Ég og faðirinn erum eitt. Ilann segir líka: Trúið á Guð og trúið á mig. Hann segir: Ég mun senda yður annan huggara, anda sannleikans. Og í sömu andrá: Ég kem til yðar. Hann talar þannig um þrjár persónur guð- dómsins, sem þó eru allar eitt. Hann notar ekki orðið „þrenn- ing“, en hann vitnar ótvirætt um staðreyndina, sem í þvi orði felst. Guð er einn. En hann hefur opinberað sig og opinberast. Af þeirri vissu fæðist kirkjan og nærist. Með þann boðskap fór hún eldi um heiminn. Meðal mannanna hafði lifað og starfað sá, sem gat sagt: „Hver sem sér mig, sér föðurinn. Andinn heil- agi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun bera mér vitni. Þeir, sem kynntust Jesú, fundu sjálfan Guð. Og þegar hann var horfinn sýnum, hafði ósýnilegur, heilagur máttur gagntekið ?á að nýjum mönnum. Andinn, sem íklæddi þá krafti frá hæðum, gaf þeim Krist á nýjan hátt og í Kristi var Guð. Þannig birtist ríkdómur hins eina, ósýnilega, undursamlega guðdóms. Þann ósegjanlega ríkdóm tilbiður kirkjan í þrenningarlærdómi sínum. Kristni Indverjinn Sundar Sing segir: Kristur sagði við mig: Ég og faðirinn og heilagur andi erum eitt, eins og hiti og ljós eru í sólinni, enda þótt ljósið sé elcki hiti og hitinn ekki heldur Ijós. Hvort tveggja er eitt og þó sitt hvort, þegar það biftist utan sólar. Þessi líking bendir í áttina. Guð er hin eina lifgeíandi, verm- andi sól alirar tilveru. Hann lét ljóma dýrðar sinnar koma fram á jörð i manni, Jesú frá Nazaret. En vér sjáum ekki þann ljóma með ytri augum, ekki heldur þeir, sem voru samtíða jarðnesk- um æviferli hans, ekki heldur vinir hans. Guð verður að ljúka upp innri augum til þess vér sjá- um það, sem Guðs er. Hann gerir það, er vér'látum hjörtun opin fyrir orði hans, fyrir snert- ingu anda hans. Þá þiðnar eitt- hvað inni fyrir og skynjun opnast fyrir þeirri hjálp, þeirri björgun, því lífi, sem boðin er fram í Jesú Kristi og kirkju hans. Þvi lýsir Hallgrímur: „Þá kom Guðs anda hræring hrein, í hjarta mitt inn sá ljóminn skein“. Þá ertu Guðs og Guð er þinn, þú ert barn föður þíns, bróðir frelsara þins, fæddur til nýs, eilífs lífs af andanum, sem allt lifgar. Hvað Guð er i sjálfum sér, í innsta og fyllsta leyndardómi veru sinnar, íær enginn maður skynjað, hugsað né sagt. Til þess að geta það, þyrfti maðurinn að vera Guði jafn eða meiri honum. Og þar skortir mikið á. „Hið minnsta verk hans mikið er“, meira nokkur skilur. Eitt blað, eitt strá, einn limur hins minnsta kvikindis, einn blóð- di'opi æða þinna, er meira furðu- verk en þú í’æður við, ef þú ættir að gei’a því full skil. Ein andrá ævi þinnar felur í sér meiri vís- dóm, meiri dýpt guðlegrar speki en sjálfir englai'nir eru færir um að kanna. Hver ertu svo, að þér skuli þykja skynsemi þinni of- boðið, þegar vitnað er fyrir þér um það himinvíða eilífðardjúp, sem heitir Guð! Eilífðir munu líða i eilífðir ofan, og þú verður enn eins langt fi'á því að rúma hann í hugsun þinni og nýfætt bai'nið er fjarri því að skilja foi'- sendur atómvísinda. En hann hefur gefið þér oi'ð sitt, eins og hvítvoðungnum móðurbrjóstið, til þess að þú megir dafna til hjálpræðis, „komist að raun um kærleika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna, og náir að fyllast allri Guðs fyllingu". 32 menn farast í járnbrautarslysum. Járnbrautarslys varð í Col- .orado-fylki í Bandaríkjunum í fyrradag. J Vörulest ók á vörubifreið, sem margir landbúnaðarverka- menn voru á, og biðu 12 mann- anna bana. Er þetta annað slys- ið af þessu tagi á einni viku, en í hinu fyrra fórust 20 menn. Þeir vilja tala «m fanga líka. Stjórnarvöld í Bonn vilja tala um flcira en viðskipli við Rússa. Þau vilja, að talað vei'ði um þær þúsundir Þjóðvei'ja, sem ehn eru í haldi í Sovétríkjunum, þegar hnfnar verða viðræður um vöruskipti landanna í lok þessr. mánaðar. fc Tilkynnt er, að samkomu- lag hafi náðst um grciðslu viðskiptaskulda Argcntinu við Vestur-Þýzkaland. Stálframleiðslan í Bretlandi nam 440.000 srnál. í fyrri viku, Er það nýtt mct. Fyrir nokkru var vikið að því í þessum dálki, að blöðin ættu að gera meira að því, að segja frá því, sem um ísland er skrifað í erlend blöð og tímarit. Verður nú minnst dálítið á gi'ein um Island, sem birtist í víðkunnasta blaði N. írlands, Belfast Tele- graph, fyrir skömmu. Gi’einin nefnist „A holiday in Iceland — don’t sliiver". Kulda þarf ekki að kviða. Höfundurinn hefur auðsjáan- lega oi'ðið þess vai', að mcnn telja ísland kaldara land en það er, og er það ekki ný bóla, enda ekki von á öðru, því að bæði veldur nafnið hér miklu um, og svo skortir allan fjöldann þekk- ingu á íslandi. Það er hið fyrsta, sem höfundurinn tekur skýrt: og skilmerkilega fram, að menn sem til Islands fara á sumrum, þurfi ekki að kvíða þvi, að þeir muni verða þar skjálfandi af kulda. Hann lýsir loftslagi og landslagi í'étt, skýrt og skil- merkilega. Til dæmis segir hann: ísland er ekki ávallt ísf og snævi hulið eins og nafnið gæti bent til ..... en auðvitað' eru þar jöklar, og er hinn stærsti þeirra Vatnajökull, og snævi þakin fjöll, en kringum Reykjavík, þessa gliti'andi litlu höfuðboi'g, eru að eins hæðir, og allstaðar snjólaust loftslagið svipað og í Noi’ðui’-Skotlandi. Því ekki að breyta til? Ef menn óska sér óvanalegs sumarleyfis, segir höfundurinn, því þá ekki að í’eyna Island? „Það er ekki eins heitt af sólu og á Ítalíu, og það er ekki hægt: að jafna réttum og drykkjum sem á boðstólum eru, við það, sem menn eiga kost á í Frakk- landi, né fyrirfinnst þar hið svellandi lífsfjör baðstaðanna á Belgíusti'öndum, -— en, fyrir þá sem leita hins óvanalega, er það hið stórkostlega landslag sem heillar og saga landsins. Ég notaði orðið gliti-andi um deykja- vík — og það er hún. Húsin eru björt og tandui’hrein- og hituð upp xneð óþrjótandi hvcravatni“. „Þetta er mi ofiof“. Við mundum nú í allri hrein- skilni kalla þetta oflof, cn met-. um hjartahlýju höfundai'ins og góðvild, og fögnum því að bær- inn er allt af að verða þrifalegri og bjartari, þótt enn megi herða sóknina. Og svo eru það þæg- indin. „Ég hefi hvergi séð eins mikið aí í'afmagnsáhöldum í eldhúsum almennings, -nema í Bandarikjunum". Hér hefur höf- undurinn ái’eiðanlega alveg satt að mæla. Fagrar konúr — Bækur. Höfundurinn segist telja Is- lenzkar konur, ,,að vel athuguðu máli. bezt klæddu konur álfunn- ai', og vissulega meðal hinna fegurstu“. Og honum finnst ósvikinn menningarblær á Reykjavík og drepur á fjölda bókabúða, sem hanxx telur fleiri en í nokkui'ri annari borg, miðað við fólksfjölda. — Engum mun detta i lxug að mótmæla því, sem höfundurinn segir um okkar ágætu kvenþjóð, hún á vissu- lega lof skilið — en.gaman væri, ef allar þær bækur og rit, sem á boðstólum eru í höfuðboi-g Islands, bæru ósviknu menning- ar andrúmslofti vitni. j Gagnlegar iipplýsiixgar. j I greininni eru ýmsar gagn- 1 legar upplýsingar, um ferðalög

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.