Vísir - 04.07.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 04.07.1957, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 4. júlí 1957. VISIB h Fjölbreytt tékknesk vöru- sýning í Reykjavík. Kún er til húsa í porti Austurbæjarbarna- skólans og veróur opnuÓ á laugardag. Skðlaport Austiu'bæjarbarna- skólans befur tekið miklum breytingnm undanfarnar vikur. Þav sem venjulega er opinn leik- völlur skólabarna, er nú komin geysistór sýningarhöll, þar sein gefur að líta fjölbreytt sýnis- horn af framleiðslu einnar af háþróuðustu iðnaðarþjóðuni Kvrópu, Tékkóslóvakíu, sem frá lokuni síðari lieimsstyrjaldar tengist íslandi viðskiptaböndum í vaxandi mæli með ári liverju. Að sýningunni standa og Rúm- enar og Austur-Þjóðverjar. Það eru ekki nema tvö ár síðan að Tékkar höfðu hér vöru- sýningu. Var það samsýning á iðnaðarfi'amleiðslu Rússa, Rúm- ena, Austur-Þjóðverja og Kín- verja, er haldin var í porti Mið- bæjarbarnaskólans. Þegar fréttamaður Vísis leit inn á sýningarsvæðið i gær voru starfsmenn þar, 9 tékkneskir og 4 íslenzkir í óða önn að ^oma varningnum fyrir á sýningar- svæðinu, sem er 1200 fermetrar undir þaki og 300 undir berum himni. 85.5 smálestir varnings. Það er feikna vinna, sem liggur í að koma upp svona stórri sýningu og má það kallast íurðulegt að ekki skuli hafa tekið nema mánuð að koma sýn- ingunni fyrir, þegar tekið er tillit til hins fjölbreytta varn- ings, sem kom í 267 kössum, er vógu alls 85,5 lestir. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur sýninga- arkitektinum Zikan, tekizt mjög vel skipulagningin á sýningar- svæðinu og ber hún vott um smekkvísi og ótrúlega hug- kvæmni, sem nauðsynleg er í þvi tilfelli, þegar breyta þarf í skyndi gráu skólaporti í litskrúð- uga sýningarhöll með öllum sin- um f jöibreytileik. ’i'il þess að fræðast örlítið meira um vörusýninguna, en það sem augun mætir, göngum við á fund Zdenék Reiser fuiltrúa yerzlunarráðs Tékkóslóvakíu og skýrir hann svo frá: Það eru alls 9 útflutningssam- tök i Tékkóslóvakíu, sem að þessu sinni senda varning á vörusýninguna i • Reykjavík og ætti hún þvi að veita allgóða yfirsýn yfir iðnaðarframleiðslu landsins. Ber þar fyrst að telja stórar vélar og vinnutæki, en undanfarin ár hefur framleiðsla allskonar framleiðsluvéla og flutningatækja aukist mjög og er þær nú að finna í flestum löndum heirns. Neyzluvarningnr í öndvegis- sess. Allstór skerfur sýningarinnar er helgaður vefnaðarvörufram- leiðslunni, sem með ári hverju verður fjölbreyttari og vinnur sér markað víða um heim. Má segja að neyzluvarningur skipi öndvegissess á sýningunni. Þar gefur að líta, eins og áður er sagt, vefnaðarvörur, leðurvörur gúsnmískófatnað, glervörur, keramik ofl. Véladeildin hefur upp á að bjóða bifreiðar, diselvélar, smíða vélar og vinnuvélar, dælur, loft- þjöppur o.fl. Þá er fjölbreytt úr- val af allskonar vörum, sem auka á dagleg þægindi manna svo sem útvarpsviðtæki, raf- magnsperur, o.fl., saumavélar, myndavélar, húsgögn og ýmsir munir úr tré. Á sýningunni eru einnig ýmis- konar matvæli sem of langt yrði upp að telja. Sjón er sögu ríkari. 1 sambandi við vörusýning- una verða kvikmyndasýningar. Þá verður og flutt tékknesk tónlist, svo sýningin verður því ögn meira en venjuleg vörusýn- ing, einnig kyrining á tékknesku þjóðlífi eftir þvi sem hægt er hægt er við þessar kringumstæð- ur. Það er of langt mál að telja það sem á sýningunni er, enda er sjón sögu rikari og þarf ekki að efa að sýningargestir'verða margir. Sýningin verður opnuð • laugardaginn 6. júlí og henni lýk- ur þann 21. þ.m.‘ Verður hún opin almenningi frá kl. 2 e.h. til 10 e.h. alla daga. Það er von mín, ságði Veroslav Cubr, forstjóri tékknesku vöru- sýningarinnar að vörusýning þessi verði til þess að viðskipti Islands og Tékkóslóvakíu aukist að mun enda beinist þróun við- skiptanna í þá átt að íslending-. ar kaupi iðnaðarframleiðslu af Tékkum og selji þeim í staðinn fisk og fiskafurðir. Fiskkaup Tékka. Þótt viðskipti Tékkósólvakíu og íslands, svo nokkru nemur, eigi sér ekki langa sögu er nú svo komið að við kaupum meiri fisk aftíslendingum en nokkurri annarri þjóð að undanskildum Norðmönnum. Fiskneyzla fer í vöxt í Tékkó- slóvakíu, þó hún sé ekki eins mikil og hjá þeim þjóðum sem liggja að hafi. Islenzki fiskurinn líkar vel og er orðinn þekkt vara í Tékkóslóvakíu. Bættar sam- göngur eiga líka sinn þátt í þvi að fiskneyzla fer vaxandi. Nú er auðveldara að flytja ferskan fisk eða hraðfrystann inn í landið og geymslumöguleikar fyrir hann hafa verið stórlega bættir með fjölda frystihúsa og kæli- geymsla, sem byggðar hafa ver- ið síðustu árin. Við miðum að því að takast megi að flytja inn ferskan fisk allt árið, sagði Veroslav Cubr, það væri öllum til hagræðis. Hlíðahv.búar og aðrir sem leið eigið um Miklubraut, ef þið eruð með sprunginn hjólbarða, komið með hann til okkar, við gerum við hann-fljótt og vel. Höfum ennþá nokk- ur stykki af nýjum og ný- legur 900X16 hjólbörðum til sölu. Verkstæðið Bogahiíð 11. ReykjavíkurstúSka ráðin til tizkusýninga í Evrópu. í»í* ESsBcseg B'agea/«/íxih>ííiv svnt rtsg'tt í (i. sífii * SSti«ft>n -BSm «íe>g*. I fegurðarsamkeppni, sem haldin var í Baden-Baden í Þýzka laudi þann 26. júní s.I. nieð þátt- töku fegurðardísa frá 16 Evrópu- þjóðum, varð íslenzk stúlka, Rúna Brynjólfsdóttir, sjötta í röðinni. Rúna varð nr. 2 á fegurðar- samkeppninni í Tivoli í fyrra- sumar, þegar valin var stúlka til fegurðarsamkeppninnar á Long Beach. Það var hollensk stúlka, sem bar sigur úr býtum í Baden-Bad- en, en þar næst komu finnsk, þýzk, frönsk, brezk og íslenzk og var að sögn mjög tvísýn bar- átta milli hinna þriggja síðast- töldu. Framkoma og útlit Rúnu vakti mikla athygli i Baden-Baden og bárust henni freistandi tilboð til tízkusýningai'ferða. Varð það úr að gerðir voru samningar við hana um tízkusýningarferðalag um Þýzkaland og Frakkland og sömuleiðis hefur hún gert samn- inga um tízkusýningarför til Tyrklands og víðar i haust. Góða ferð! Rússar hafa tilkynnt, að þeir ínuni verða fyrstir inanna til að fljúga til tunglsins. Rússneskur vísindamaður hef- ir sagt í grein í Komsomolskaya Pravda (Sannleika ungkommún- ista), að menn — þ.e. vafalaust Rússar — geti lent á tunglinu eftir 13 ár — 1970. Hallgrímur Lúðvíksson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 80164. 7. júlí hefst „Sex landa sýn II“, ferðast j [verður um Danmörku, •ýzkaland, Holland, I Jlíelgíu og Luxemborg. Tilkynnið þátttöku sem fyrst. 18. júlí lagt af stað í .,Norðurlanda£erö' 11“,] I ji.e. ekið um DanmörkuJ Svíþjóð og Noreg, einn ig fcrðast með skioi til j |VTsby á Gotlandi. - Nokkur pláss laus. Kirkjubyggingasjóöur Reykjavíkur €■ } Söfnuðir, sem ætla að ■ sækja um styrk úr Kirkju- byggingarsjóði Reykjavík- ur á þessu ári, skili um- sóknum sínum til dóm- prófasts, Jóns Auðuns, fyr- ir 10. júlí næstkomandi. Umsóknir stílist til bæjarstjórnar Reykjavík- 1 ur. í LANDSMÁLAFÉLAGI® V ÖRÐIJIt Skemmtiferð um Árnesþinij $ u ii ii iKd a giiin 7. júlí 19 5 7 Ekið vcrður um ölvus, Flóa, Skeið og inn í Þjórsárdal. Þár verSa skoðaðar rúsrirnar í Stöng; Gjáin og Hjálpaifoss. Þaðan vcrður svo ekið upp Hreppta að Brúarhlöðum. Komið verður við í Skálholti og skoðuð hin nýju mannvirki þar. Þaðan verður ekið um Grímsnes, upp með Sogi og umhverfis Þingvallavatn. Kunnugur leiðsögumaður verður með í förinni. — Farseðlar ; verða seldir í Sjálfstæðishúsimi {uppi) í dag og á morgun til kl. 7 e.h. og kosta kr. 150,00. (Innifalið í verðmu er hádegisverður og kvöidverður). Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 f.h. stundvíslega. Stjóm V A R Ð A R !■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.