Vísir - 16.07.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 16.07.1957, Blaðsíða 1
£7. árg. Þriðjudaginn 16. júlí 1957 165. íbl. !. ssldar tl! Peir fá 36 n. Iltr. fyrir hl. ¦ Sumir b ann&rri sjóferll. Frá fréttaritara Vísis. Osló í fyrradag. Síðastliðinn fimmtudag þann 11., voru norsku snurpuskipin, sem veiða við Island búin að flytja heim t'! Noregs, eða voru á leiðinni, með samtals 30 þús- und hektólítra af bræðslusíld. Jafnvel var búizt við að fleiri skip væru á heimieið en vitað var um. Flutningaskipíð Aksnes kom í dag með 5200 hektólítra af síld til bræðslunn- ar á Stord. Var það feit og falleg síid sem skipið hafði tekið af nokkrum skipum til flutnings heim. Þá er annað flutninga- skip, Nordfart, á heimleið með 3100 hektol. Fleiri skip eru á heimleið með fullfermi. Eru það allt stór síldarskip, sem bera um 2000 til 3000 hektólíti'a. Of mörg skip. Norsku skipstjórarnir láta vel af síldveiðunum við ísland, en kvarta undan því að svo mikill fjöldi skipa sé að veiðum fyrir norðan ísland, að stöðugt verði erfiðara að fá stór köst og að þröngt sé orðið um bátana. Veðrið hefur yfirleitt verið gott, en sum skipanna fengu talsverða brælu á heimleið, og seinkaði það för þeirra, þar eð skipin eru mjög hlaðin. í annarri sjóferð. Skipin, sem fyrst fengu síld við ísland, eru komin þangað aftur og hafa fengið dágóða veiði. Veiðiferðin tekur yfir- leitt ekki það langan tíma að síldin skemmist. Sú síld, sem komið hefur í bræðslu hefur verið góð að því undanteknu" að nokkuð af farmi m. s. Havbraut var svolítið skemmt, en ekki það mikið að síldin væri ekki vinnsluhæf. 36 kr. pr. íjfc í viðtali við Bergens Tidende var útgerðarmaður spurður að því, hvort það borgaði sig eins vel að fiska í bræðslu við ís- land og að salta síldina um borð. Hann sagði: Verksmiðjan greiðir lágmarksverð 36 krón- ur á hektólíterinn og reiknar þá með að sjidin sé 13 prósent að fitu. Ef síldin reynist feitari en 18 prósent, greiðir verk- smiðjan; kr. 1,20 aukalega á hektólíter fyrir hvert fituprós- ent umfram það. Þetta er þó það hátt verð, sem útgerðin fær að síldarbræðslan getur ekki grætt á því að kaupa síldina þessu verði, en það er gert með- fram til þess að hjálpa útgerð- inni við þessa tilraun, sem ekki hefur áður verið reynd. Von á fleri skipum. Það er góð og gild ástæða til að ætla að mörg skip fari héð- an til að veiða bræðslusíld við fsland, þegar maður lítur á það að Havbraut fékk 130 þúsund krónur fyrir 3300 hektólítra afla og L. A. Sk.jong aflaði fyr- ir 61 þúsund. Ef þeir fá annað eins í einni veiðiferð til, eru þeir fjárhagslega búnir að bjarga vertíðinni. Það verður' að taka það með í reikninginn,' að þeir þurfa ekki að kaupa' tunnur og salt og það munar' miklu. Um klukkan sjö í gærkvölcli varð vart við hvalavöðu skammt undan Njarðvík og var farið út fýrir hvalin á bátum og 'þeim stefnt að landi. Tókst að rekd uni 100 hvali á land, og hófst síðan atgangur mikill við skurðinn. Myndirnar hér sýna tvo þætti hvalabardagans. Sú stóra sýnir hvaltorfuna vpp í fjöru við skipasmíðastöð Njarðvíkur, cn hin sýnir mann vinna á hval. Hvaíkjötið var skorið og fryst og þykir betra til átu en kjöt af öðrum hvaltegundum. (Myndirnar tók Birgir Guðnason). trokiifansi héðan svíkur íé óí úr Akureyringum. Gekk uiidir föisku nafni 09 fafsaoi ávísanfr, auk þass sem hann svefk fé út úr á annan SílcSarskipin eru flest fyrir suiinan LanganeSo Fengu iBtilsháttani' siSrf utaf Héraðsflóa. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn í morgun. Fyrir Norðurlandi er nú bræla og leiðindaveður og eru flest öll síldarskipin komin _suöur fyrir Langanes. Um 30 bátar fengu lítilshátt- ar veiði í nótt grunnt út af Hér- aðsflóa og Vopnafirði. Flestir fengu lítinn afla, einstaka bát- ur fékk þó 200 mála kast. Að- j eins einn bátur er kominn tili Raufarhafnar, er það Björn ridd' ari, sem kom með 100 tunnur.' Síldin fyrir sunnan Langanes er óhæf til söltunar og fer hún' jþví í bræðslu. Þeir bátarnir, sem! syðstir voru munu að líkindum fara til Seyðisfj. og einhverj- ir af Norðf jarðarbátunum munu fara með síldarsjatta þangað til bræðslu. Veður fer bal nandi fyrir ÍSTorðurlandi. Lítil re^aveiði Á Grænlaiadi. Þar sem norskir veiðimenn á N-Grænlandi hafa fengið að með- j altali 4-500 refi, b.afa-þeir í vetur orðið að láta sér nægja: aðeins i 20. Félag eitt rekur þrjár veiði- j stöðvar á Grænlandi. Frá fréttaritara Ví";is. — Akureyri ' morgun. I ?ær var maður handtek- inn á Akrueyri sem gekk þar undir föslku nafni, falsaði ávísanir o°r sveik á artnan hátt fé út úr fólki. Maður þessi Sigurður Arn- bjömsson hafði strokið úr fangahúsinu í Reykjavík í vikunni sem leið og komizt norður í land. — Hafði hann kcmizt norður á Húsavík með- al annars, ennfremur verið á ferli í nágrenni Akureyrar og í gær var kunnugt um að hann hafði svikið út peninga eða verðmæti fyrir nokkuð á þriðja þúsund krónur. MeíSal annars hafði hann leigt sér bifreiðar aftur og aftur án þess að borga leigúna og skiptir skuld hans við leigubifreiðastjóra meðal annars mörg hundruð krónum. Megninu af þvi fé, sem hann hafði svikið út úr fólki var hann búinn að eyða þegar hann var handtekinn. Var hann að reyna að selja falsaða ávísun þegar lögreglan tók haniv fast- ann. Hafði . Sigurður - komizt yfir ávísanahefti á Utvegsr banknnn í Reykjavík Qg jafn- vel fleiri banka e^a sparisjóði og borgaði vörur í verzlunum með þessum ávísunum. Nyrðra kvaðst Sigurður heita Gunnar Möller frá Reykjavík og þótt- ist mjög undrandi ef menn þekktu sig ekki, eða könnuð- ust a. m. k. við hann. Héðan úr fangahúsinu í Reykjavík t'ókst Sigurði að strjúka með því að klifra yfir fangahússgarðinn. Nú situr hann í fangelsi á Akrueyri og hefjast réttarhöld i máli hans í dag. Ný, hættufeg in- fíúensutegunel. Fregnir frá Filippseyjum herma, að þar hafi orðið vart við nýtt inflúenzuafbrigSi. Hefir henni verið gefið nafn- ið „blóðinflúenza", því að helztu 'einkenni er blæðingarúr nefni 'og hlustum. Veiki þessi leggst leinkum á börn undir sex ára aldri. Hollenzk flugvél ferst. 12 af 68 h€»must láfs aí. Fregnir hafa borist um, að hafið sig til flugs frá Biak, en ; hollenzk farþegaflugvél hafi! flugvélin átti að fara til Am- !farist við strendur Nýu Guineu.'sterdam. Farþegar voru 59, en Kunnugt cr, að> af 68 manns, sem í flugvélinni voru, hafa 12 komist lífs af. Óttast er, að hinir allir hafi farist. Flugvélin fórst nokkrum mínútum eftir að hún. hafði áhöfn 9 menn. . . Farþegarnir voru hollenzkir. brezkir og annara þjóða. Ná- kvæmar fregnir hafa ekkt enn bprist aí slysinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.