Vísir - 27.08.1957, Blaðsíða 4
4
Ví SIR
Þriðjudaginn 27. ágúst 1957
wi SIR.
D A G B L A Ð
Vtolr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður,
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í lngólfsstræti 3.
ailatjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími 11660 (fimm línur).
Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAJST VÍSIR H.F.
Vísir kosta..' kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasöiu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
FréBIepr lestur.
Grannríki Sýrlands ugg-
andi um framtíðina.
Bagdadbandslaginu ógnað
með fótfestis Rússa í Sýrlandi.
Ritstjóra Þjóðviljans hefir ver-
ið falið óvenjulegt hlutverk
upp á síðkastið. Honum hefir
verið falið að svipta blæjunni
frá augum lesenda sinna og
segja þeim sannleikann uni
alla dýrðina í Póllandi. Á
undanförnum árum hefir það
verið eitt aðalhlutverk hans
að dásama stjórnarfarið i því
landi, framfarirnar og sigra
kommúnismans. Nú er hon-
um falið að eta allt ofan í
sig, sem hann hefir sagt um
þetta, en að auki á hann nú
að útmála, hversu illa haí'i
verið stjórnað, því að þar
hafi í rauninni allt farið í
handaskolum og ver en illa.
Almenningur getur ekki annað
en brosað meðaumkunar-
brosi, þegar hann les þessar
játningar ritstjórans, er lýs-
ir þvi nú vel og vandlega, að
það hafi ekki verið nein
sæluvist í Póllandi, enda þótt
hann hafi haldið því fram til
skamms tíma. Undanfarin ár
hefir þessi maður nefnilega
orðið sárreiður i hvert skipti
sem einhver hefir leyft sér
að halda þvi frarn, að ástæðu-
laust væri að leggja trúnað
á lýsingar hans og annarra
kommúnista á því, hversu
vel verkalýðnum og öllum
öðrum liði austur i Póllandi
og víðar.
Og nú fellur það þessum sama
manni i skaut að komast
meðal annars svo að orði um
þetta fyrrverandi ..verndar-
ríki“ sitt: . Þá gripu
stjórnarvöldin til þess óynd-
isúrræðis að falsa tölur og
halda því fram í ræðu og riti,
að lífskjörin bötnuðu sam-
kvæmt áætlun. einnig að
landbúnaðarframleiðslan yk_
ist eins og ráð hefði verið
fyrir gert. Fátt held eg, að
pólskum verkalýð hafi sárn-
að jafn mikið og þessi óheið-
arleiki, að verða að hlusta á
það í ræðum og lesa það í
blöðum, hvernig lífskjörin
færu síbatnandi á sama tima
og hver maður fann það
á sjálfum sér og nágrönnum
sínum, að lýsingarnar stóð-
ust engan veginn enda sann-
ar fátt betur, hversu mjög
stjórnarvöld landsins höfðu
fjarlægzt alla alþýðu.“
Menn geta gert sér í hugarlund,
hvernig ritstjóra Þjóðviljans
hefði orðið við, ef hann hefði
lesið þetta í einhverju „auð-
valdsblaði“. Ætli hann hefði
ekki tekið viðbragð og rek-
ið upp skræk um það, að
þarna væri aðeins urn auð-
valdslvgi að ræða, því að
öllum liði raunverulega vel
i alþýðulýðveldunum og þar
væri stjórnin í nánum tengsl-
um við alþýðuna, því að al-
þýðan væri í rauninni stjórn-
in. Þetta hefir alltaf verið
viðkvæðið hjá kommúnist-
um, þegar ritað hefir verið
um málefni kommúnista-
landanna án innblásturs frá
stjórnarvöldum þar.
En nú leyfist kommúnistum að
gagnrýna. Nú mega þeir
hella sér yfir fyrrverandi
stjórnarvöld i Póllandi, og
mönnum er ætláð að skilja
það á þann veg, að það sé
,,heiðarlegir“ menn, sem
tekið hafi við völdunum.
Þeir muni ekki blekkja al-
þýðuna, nei, slíkt og þvilíkt
sé mjög fjarri þeim, og nú
muni hag alþýðu manna
vera vel borgið! Trúi því
hver sem vill.
Fordæming á öllum!
Þjóðviijariístjórinn hefir tekið
Pólvei'ja út úr og fordæmir
sjórnarfarið þar harðlega. En
hann gætir þess ekki, að um
leið og hann fordæmir það,
fordæmir hann yfirleitt öll
ríki kommúnista og stjórn-
arfarið í þeim, því að í höf-
uðatriðum hefir því verið
hagað nákvænilega eins,
hvað sem leppríkið hefir
heitið. Og að auki foi'dæmir
hann húsbændur sína og
annarra kommúnista, for-
ingjana i Kreml. sem hafa
einmitt sagt öllum lepp-
stjórnunum fyrir verkum.
Vitanlega hefir það ekki verið
Helztu blöð Bretlands ræða
enn í morgun horfurnar í Sýr-
landi og telja augljóst, að hinir
konimúnistisku valdhafa lands-
ins geri nú allt sem þeir geti til
þess að draga úr áhrifum
þeim, sem það hefur liaft í ná-
grannaríkjunum, að Rússar
hafa með 'beirra tilverknaði náð
öflugri fótfestu í hinum ná-
Iægu Austurlöndum, en markið
sé hið sama.
Einn liðurinn í þeirri bar-
áttu var að efna til mikillar fagn
aðarmóttöku, er Kuwatly kom
í gær og boðaði algert hlutleysi.
— Financial Times telur, að
Bagbadbandalaginu sé ógnað
með samstarfi Ráðstjórnarrikj-
anna og valdhafa Sýrlands, og
Bandarikin geti því ekki horft á
aðgerðarlaus. Einnig vegna af-
stöðunnar til Sauds, en í landi
hans eiga Bandaríkjamenn mik-
illa hagsmuna að gæta. Auk þess
sé þetta mesta ögrunin til þessa
við Eisenhoweráætlunina um
nálæg Austurlönd.
Afstaða Sauds.
Saud konungur er sagður
rnjög uggandi. Hann býr við
hið sama og Irak, að hann getur
ekki verið öruggur um olíuút-
flutninginn, þar sem leiðslur
frá Saudi-Arabiu liggja yfir
ætlun þeirra, sem sendu
Þjóðviljaritstjórann fram
með játninguna varðandi
Pólland, að fordæmingin
hæfði þá einnig, en hjá því
verður samt ekki komizt.
Það er stjórnskipulag það,
sem Pólverjar hafa orðið að
búa við á liðnum árum, er i
. ræður því, hvernig farið heí- ,
ir og hvernig stjórnarvöldin .
hafa blekkt alþýðu manna. J
Skýringin er ekki sú, að
mennirnir, sem framkvæmdu
skipulagið, hafi brugðizt
heldur er það skipulagið
sjálft, er hefir reynzt ónot-
hæft.
KR«Þrnt(iir 13 : I
Þetta KR-lið þarf ekki
að óttast Akureyringa.
Annar leikur Iiaustmótsins
fór fram á Melavellinum í gær
og léku þá KR og Þróttur.
KR-ingar héldu uppi látlausri
sókn allan leikinn og gerðu
hvorki meira né minna en þrett
án mörk á móti einu, er Þróttur
gerði. Þróttarliðið átti ekki eins
góðan leik nú og við Val fyrir
helgina. Og er það fyrst og
fremst því að kenna, að nú
léku þeir við miklu sterkari
mótherja. KR-ingar tefldu fram
liði, sem að mestu leyti var
skipað ungum, en efnilegum
knattspyrnumönnum. — Sýndi
liðið á köflum ágætan samleik,
einkanlega var gaman að sjá
hvað hinn góðkunni útverji KR
inga, Gunnar Guðmannsson,
féll mun betur inn í þetta lið
heldur en mörg eldri KR-lið.
Ellert Schram var ötull í fram-
Hnunni, eins var Sveinn Jóns-
son og mjög góður og þá bar
sérstaklega á Þórólfi Beck, sem
gerði meginhluta markanna.
Hann er kornungur en hefur
verið í gifurlegri framför eftir
að hann var tekinn í meistara-
flokk og leikur varla vafi á, að
hann á eftir að verða KR-lið-
inu ný lyftistöng og er jafnvel
hér á ferðinni væntanlegur
miðframvörður í landslið ókom
inna ára.
Með enn betri leik á þetta
KR-lið ekkert að þurfa að ótt-
ast, er þeir mæta Akureyring-
um næstl helgi til leiks um fall-
sætið niður í aðra deiíd. essg.
Sýrland til Miðjarðarhafs, en
yfir Sýrlánd liggja einnig
leiðslur frá írak.
Nasser.
Nasser er einnig sagður ugg-
andi. Kemur það til af .því, að
hann er mjög þurfandi fyrir, aó
endurreist sé viðskipti Egypta
við vestrænu þjóðirnar, og
einmitt í dag hefjast viðræður
í Genf milli Frakka og Egypta,
sem gætu orðið til þess, að
frönsk-brezk viðskipti kæmust
í eðlilegt horf. Scotsman segir,
að Nasser hirði ekki um, að
kommúnistar spenni greipar
sínar fastar um hann en orðið
er, — hann vilji frekar losna.
Bandalag Sýrlands
og Egyptalands.
Þegar Kuwatly forseti fór til
Egyptalands fyrir um það bil
viku, er kommúnistar hófu
valdabrölt sitt, var litið á það
sem flótta, og kom för hans
flestum óvænt. Við komuna í
gær, en ráðherrar og hers-
höfðingjar höfðu fjölmennt til
þess að vera viðstaddir, svo að
allt liti út eins og Kuwatly
hefði alltaf verið samþykkur
þeirra gerðum.
Kuwatly minntist á viðræð-
ur sínar við Nasser forseta, en
heldur lítið þótti fréttamönnum
á því að græða. Hann sagðist
hafa rætt við hann bandalag
Egyptalands og Sýrlands, sem
stofnað hefði verið, en um fram-
tíð þess sagði hann, að allt yrði
að hafa sinn eölilega gang.
Kuwatly situr stjórnarfund
árdegis í dag og gerir þá nán-
ari grein fyrir viðræðunum.
Husein kominn
til Madrid.
Hussein Jordaniukonungur
er kominn til Madrid. Hann
neitaði fréttamönnum um allar
upplýsingar varðand viðræður
sínar við Feisal konung í írak
og Tyrklandsforseta.
Albert kemur til
Húsavíkur.
MÍhií t'iihhihÍn t*f
shipift hftrn.
Frá fréttaritara Vísis.
Húsavík, á sunnudag.
Björgunar- og varðskipið Al-
bert kom hingað í fyrrakvöld.
Margmennt var á hafnar-
bryggjunni þegar skipið lagðist
þar upp að.
Bæjarstjórinn á Húsavik, Páll
Þór Kristinsson og frú Hrefna
Bjarnadóttir, formaður kvenna-
deildar Slysavarnafélagsins hér,
buðu skip og skipshöfn vel-
komna og árnnuðu þeim heilla.
Af skipsfjöl svöruðu Júlíus
Havsteen íyrrverandi sýslu-
maður og Pétur Sigurðsson for-
stjóri landhelgisgæzlunnar.
Karlakórinn . Þrymur söng
nokkur lög undir stjórn Sig-
urðar Sigurjónssonar.
Á eftir var bæjai'búum boð-
ið að skoða skipið.
Ensk ull.
Á 5. Alþjóða handiðnaðarsýn-
ingunni, sem haldin verður í
Earl’s Court í Lundúnum i næsta
mánuði, verða í íyrsta sinn á
þessum sýningum sýnir hand-
prjónaðir kjólar úr enskri ull.
Þarna verður með nútímafyr-
irkomulagi vakín athygli á
hversu smekklega og góða ullar-
kjóla má framleiða á heimilun-
um, samkvæmt hugmyndum
þeirra kvenna, sem verkið vinna.
■ Það verða kunnar sýningar-
1 stúlkur, sem ssýna kjólana fjór-
! um sinnum daglega meðan sýn-
i ingin stendur, frá 19. til 28. sept.
| Koma þær fram í tískuleikhúsi
sýningarinnar (Exhibition Fash-
ion Court). Tekið er fram, að
margir kjólanna séu ætlaðir ung-
um stúlkum, frá fermingaraldri
til tvitugs.
íslenzk ull.
Frá ofannefndu er sagt m. a.
vegna þess, að það veitir tæki-
færi til að minna á, hvað sem
kann að liða gæðamun enskrar
og islenzkrar ullar, að úr is-
lenzkri ull má framleiða flikur,
handprjónaðar, sem munu sóma
sér vel á hvaða heimssýningu,
sem væri.
Merkar, íslenzkar konur hafa
unnið að því, að vekja áhuga
fyrir aukinni notkun islenzkrar
ullar til framleiðslu smekklegra,
nytsamra muna. Er hér bæði um
að ræða félagsstarf kvenna og
starf einstaklinga. Áhuganum
fyrir slíkri heimilisvinnu þai'f nð
halda vakandi. Þar hafa skólar,
sem stúlkur sækja, bæði í sveit-
um og bæjum, mikið nútíðar og:
framtíðar verkefni.
Sýning á .saumuðiun
flíkuin
verður einnig sarntímis í Earl’s
Court. Athyglisvert er, að stúlk-
urnar, sem kiæðast saumuðu
kjólunum og öðrum ílíkum, til
sýningar, eru ekki atvinnu-sýn-
ingarstúlkur. Þessi flokkur sýn-
ingastúlkna nefnast Singer tizku-
sýningarflokkurinn. (Singer
Fashion Team). Stúlkurnar hafa
verið valdar með tilliti til þokka
og góðrar framkomu og sauma-
hæfileika, og hver einasta flík,
I sem sýnd verður, er saumuð aff
I þeim sjálfum.
„Festival".
Það er nú margt spjallað unr
„festivalið” í Moskvu. Þarna
verður líka ,,festival“, en það
verður sauma-,festival“ (Festi-
val of sewing). Á þessari sauma-
hátið, sem við vel getum kallað
hana, keppa í lokakeppni 40
stúlkur 1T—19 ára. en þær hafa
i allar orðið hlutskarpastar í sams
jkonar keppni hvér-í sinni sveit.
Þær koma fram sem sýningar-
stúlkur, i þeim flikum, sem þær-
sjálfar hafa saumað, í viðurvist
hæfra dómenda, og sýna bæði
kvöldkjóla eða samkvæmiskjóla
og til daglegrar notkunar. Verð-
, laun verða veitt, sem nema sam-
tals 1000 stpd. — Keppt verður í
t tveimur flokkum. 1 öðrum eru
t stúlkur 14—17 ára, en hinum
stúlkur 17—19 ára.
Höfuðdagurinn.
I Mörgum okkar verður það á
stundum, að ruglast dálítið í rím-
inu, og þannig fór fyrir þeim, er
skrifaði Bergmáls-pistilinn i gær.
j Mistökin voru þau, að telja
Höfuðdag um garð genginn, og
biður höfundurinn velvirðingar
á þeim með ósk um, að Höíuð-
dagurinn verði bjartur og fagur,
! en hann er 29. þ. m.. fimmtudag
næstkomandi.