Vísir - 27.08.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 27. ágúst 1957
VÍ SIB
f
^GATHA
J|hristíe
fidat leiðif
4
Greenholtz var aö handfjalla þrjá pundsseðla og' leitaði auk
þess í vasa sínum að einhverjum smápeningum.
„Ó-já, ég þarf einmitt að tala við yður,“ svaraði hann, „því að
4g er nefnilega búinn að fá nóg af yður. Sjáið þér nokkra sér-
staka ástæðu gegn því að ég greiði yður vikulaun fvrirfram í
stað uppsagnarfrests, og þér snautið síðan héðan?“
Viktoria — munaðarleysingi — ætlaði einmitt að fara að lýsa
því átakanlega fyrir karlinum, að hún ætti fyrir lasburða móður
að sjá, er mundi svelta, ef hún missti atvinnuna, en þá varð henni
litið framan í Greenholtz. Hann var blár í andliti af reiði, svo
að hún hætti við allan skáldskap.
„Eg er yður hjartanlega sammála,“ svaraði hún hin vinsam-
legasta. „Eg held, að þér hafið alveg á réttu að standa, ef þér
skiljið, við hvað ég á.“
Greenholtz brá í brún, þvi aö hann hafði ekki átt von á þessu.
Hann hafði aldrei vitað til þess, að nokkur tæki uppsögn með
fögnuði, og hann átti erfitt með aö leyna vonbrigöum sínurn ýfir
þessu. Hann fór enn ofan í vasa sinn í leit að smápeningum.
,íMig vantar níu pence,“ tautaði hann ólundarlega.
„Gerir ekkert til;“ sagði Viktoria vinsamlega. „Þér skuluð fara
í bíó fyrir þau, eða fá yður sælgæti.“
„Eg finn ekki heldur nein frímerki."
„Skiptir engumáli. Eg skrifa aldrei bréf.“
„Eg gæti sent þetta á eftir yður,“ mælti Greenholtz dauflega.
„Verið ekki að ómaka yður til þess. Hvað segið þér heldur um
meðmæli?“ sagði Viktoria.
Nú fauk í Greenholtz öðru sinni. „Fyrir hvað ætti ég að gefa
yður meðmæli?“ spurði hann reiðilega.
„Mér skilst, að það sé algeng regla,“ svaraði Viktoria.
Greenholtz seildist eftir pappirsörk, og hripaði nokkrar línur
á hana. Svo rétti hann Viktoriu blaðið og spurði: „Nægir þetta?“
Á blaðinu stóð:
Ungfrú Jones hefur starfað fyrir mig við hraðritun og vélritun
í tvo mánuði. Hún hraðritar illa, og fearm ekfei réttritun. Hún
hættir störfum sakir slæpingsháttar í vinnutíma.
Viktoria gretti sig. „Þetta kalla ég nú ekki meðmæli," sagði hún.
„Það var heldur ekki ætlunin,“ svaraði Greenholtz.
„Eg held, mælti Viktoria, „að þér ættuð að minnsta kosti að
segja, að ég sé heiðarleg, gætin og heiðvirð. Þér vitið, að ég er
það. Og svo gætuð þér bætt við, að ég sé þagmælsk.“
,.Þagmælsk?“ gelti Greenholtz.
Viktoria leit sakleysislega á hann: „Já, þagmælsk,“ sagði hún.
Greenholtz minntist þá ýmissa bréfa, sem hann hafði látiö
Viktoriu taka niður og vélrita, svo að hann skildi, að betra mundi
að fara gætilega. Hann þreif pappirsörkina af henni, reif hana
í sundur og skrifaði á nýja. Þar stóð:
Ungfrú Jones hefur starfað fyrir mig í tvo mánuði við hraðritun
og vélritun. Hún hættir störfum af þvi að ég þarf að fækka starfs-
fólki mínu.
„Hvernig finnst yður þetta?“
„Það gæti verið betra,“ sagði Viktoria, ,,en verður víst að
nægja.“
Viktoria var því með tæp vikulaun í töskunni, þegar hún sat
í þungum þönkum á bekk einum i Fitz James-gerði, og neytti
hádegisverðar síns. Þaö var venja hennar, þegar ekki var rigning,
að kaupa sér lítinn ostbita, salathöfuð og samloku með tómötum
á milli og eta þenna fábrotna hádegisverö þarna í garðinum, þar
sem hún gat gera sér í hugarlund, að hún væri stödd uppi í sveit.
Þar sem hún var nú að narta i þetta, sagði hún í fyrsta sinn
viö sjálfa sig, að hún yrði að gæta sín framvegis, því að skrif-
stofa væri ekki rétti staðurinn til að herma eftir skringilegheitum
eiginkonu húsbóndans. Hún yrði framvegis að hafa hemil á fjöri
sínu, sem hún hafði jafnan gefið lausan tauminn til þess aö
hressa upp á dauflega tilveru. En nú var hún þó laus við Green-
holtz, og tilhugsunin um að afla sér atvinnu annars staðar fyllti
hana þægilegri eftirvæntingu. Viktoria lék alltaf við hvern sinn
fingur, þegar hún átti að taka til á nýjum stað, þvi að aldrei var
að vita, hvað gæti komið fyrir.
Hún hafði einmitt verið aö sáldra síðustu brauðmolunum fyrir
spörfuglana í garðinum, þegar hún veitti því eftirtekt, að ungur
maður sat á hinum endanum á bekknum. Viktoria hafði að vísu
tekið óljóst eftir honum, en ekki gefið honum verulegan gaum
fyrr en nú. Hún leit á hann útundan sér, og leizt vel á það, sem
hún gat komið auga á. Þetta var laglegur, ungur maöur, ljós yfir-
litum, með einbeitta höku og mjög blá augu, sem Viktoria taldi,
að hefðu verið að virða hana fyrir sér með talverðri aðdáun.
Viktoria var síður en svo mótfallin því að kynnast ungum
mönnum á opinberum stöðum. Hún taldi sig hinn bezta mann-
þekkjara, svo að hún gæti fljótlega orðið þess vör, ef einhver
slíkur kunningi ætlaði að gerast helzti nærgöngull. Hún brosti
þvi alúðlega til mannsins, en hann brá við eins og sprellikarl,
þegar kippt er í bandið.
„Góðan dag,“ tók hann til máls. „Þetta er skemmtilegur stað-
ur. Komið þér oft hér?“
„Næstum daglega.“
„Það er eftir annari lieppni minni, að hafa ekki komið hingaö
fyrr en nú. Var þetta hádegisverðurinn yðar, sem bér voruð að
borða?“
„Já,“ svaraði Viktoria.
„Eg held, að þér borðið ekki nóg. Eg mundi verða hungurmorða,
ef ég borðaði ekki meira. Hvað segið þér nm áð koma i næsta
veitingahús og fá bita til viðbótar?“
„Nei, þakka yður fyrir. Eg gæti ekki borðað meira.“
Hún átti eiginlega von á því, að hann reyndi nú að mæla sér
mót við hana síðar, en af því varð ekki. Hann andvarpaði aðeins
og sagði svo:
„Eg heiti Edward. Hvað heitið þér?“
„Viktoria."
„Hvers vegna voru foreldrar yðar að skíra yður eftir járnbraut-
arstöð?“
„Eg heiti alls ekki eftir járnbrautarstöðinni,“ svaraði Viktoria.
„Eg heiti eftir Viktoriu drottningu.“
„Já, það getur svo sem verið. Hvað heitið þér meira?“
„Jones.“
„Viktoria Jones,“ sagði Edward og prófaði, hvernig það færi í
minni. Svo hristi hann höfuðið. „Þessi nöfn fara ekki vel saman.“
„Það er hverju orði sannara,“ svaraði Viktoria, og var full al-
vara. „Ef ég heiti bara Jenny, þá væri Jones fyrirtaksviðskeyti.
'V
L4 *
k*v*ö*í«d*v*ö*k*ií*n*íi*i
«}«•••••••••*••««*«***«i
Bernskan sjálf er naumast
gleðilegri en góðlát, fróm og
björt elliár. — L. M. Child.
★
Við skulum bera virðingu
fyrir gráum hárum. einkum
okkar sjálfra. — J. P. Senn.
★
Leikari er myndhöggvari,
sem heggur út í snjó. — La-
wrence Barrett.
★
í hvert sinn, er eg mála and-
litsmynd, missi eg vin. — John
Sargent.
★
Maður, sem getur ekki greitt
skuld sína, fær annan, sem
heldur ekki getur greitt, til þess
að saðfesta, að hann geti borg-
að. — Ðickens.
★
Sá, sem rænir pyngju minnl,
rænir rusli. — Shakespeare.
★
George Johnsen, sem var í
svo mörg ár garðyrkjumaður
Rotschildanna, bæði í Austur-
ríki, Frakklandi og hinu fræga
óðali Rotschildanna í Englandi,
er nýlega látinn 79 ára gamall.
Hann var ekki sérlega góður
garðyrkjumaður. Hann nefndi
aldrei neitt blóm eftir sér og
enginn gluggi ó óðali Roth-
schildanna er nefndur eftir
honum. En hin stóra, auðuga
fjölskylda hafði gaman af því,
að háfa garðyrkjúmann,, sem
var auðugur og sjálfstæður:
Þökk sé þeim ráðleggingum um
kauphallarbrask, sem hann
fékk hjá Rotschildunum, þegar
hann hitti einhvern þeirra í
einhverjum garðinum.
Hann var á hinum gömlu,
góðu dþgum þekktur í kaup-
En'Viktoria þarf eittbvað stórkostlegt og mikið, og ég hef einmitt köllunum í London, P.arís
oft verið að velta því fyrir mér, hvaða nafn færi bezt við það. Eg
þyrfti að hafa eitthvert ættarnafn, sem maður getur velt á tung-
unni á sér eins og steinvölu."
Og áður en þau eiginlega vissu, voru þau .farin að þylja ýmis
konar nöfn, til þess að heyra, hvernig þau hljómuðu, og þau vissu
ekki af sér um tima. Þá hrökk Edward allt í einu upp, leit á arm-
bandsúrið sitt og rak upp óp.
,Hg verð að flýta mér til'karl-fjandans,“ sagði hann. „Hvað um
yð’ur?“
„Mér liggur ekkiú. Eg var rekin úr stöðunni í morgun.“
„Nei, en hvað það var leiðinlegt,“ mælti Edward, og virtist al-
vara.
„Verið ekki að eyða samúð í mig, þvi að mér er alveg sama. í
fyrsta lagi er enginn vandi að fá vinnu, og í öðru lagi fannst mér
Og
Vínarborg. Og einu sinni sagði
kunningi hans við hann:
— Georg! Ekkert botna eg í
því, að þú skulir hafa nokkurn
tíma afgangs handa Rotschild-
unum.
— O, það sakar nú ekki svo
mikið heldur, sagði hinn ró-
lynd Georg. — Bara eg hafi
tírna til að leggja rækt við fjöl-
skylduna.
★
Allir vlja lifa iengi. en eng-
inn vill verða gamall. — Swift.
C & Siirmtgh
TAHZAM
ihn dró á hann og að ■báki'hans kom
rnáéur frajn á þilfar vélBátsiás og
lýfti riffli ó'g miðaði.
Ttrzan dvaldi nokrra stimd hjá dufl-
ir.ú ög vélti mSlmu fyrír sér, en allt
í einu héyrbi'st'í véibáfci Þar var koín-
•inn Jhn Cro-ss til a3 verja nársjcð-
ihíi hvað seth báð L'röstaði, ’íórzoR
sr.éfi i áfttina til lands, en veíbátuV-