Vísir - 29.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1957, Blaðsíða 4
Ví SIR Fimmtudaginn 29. ágúst 1957, 1 WÍSXli D A G B L A Ð yí*ir kemxir út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaSsíöur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í lngólfsstræti 3. Eltitjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—13,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—ÍS.GG. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). | s; ' ; Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kosta.* kr. 20,00 í áskrift á mánuði, j kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.í. Hver er maðurinn ? Þjóðviljinn sagði frá því á þriðjudaginn, að í Austur- Þýzkalandi hefði verið gefin 1 út kennslubók í sögu áranna eftir heimsstyrjöldina síðari og hefði mönnum tekizt að gera þetta, án þess að nefna I ' 1 Stalín einu orði. Klykkir I Þjóðviljinn síðan út með 'þessari spurningu: ,,Hver er 1 Stalín?“ Og blaðið segir, að þetta se þeim mun merki- legra, að ein aðalgatan í Ber- lín — austurhluta borgar- innar — heiti eftir Stalin. Undirskilið er svo auðvitað, ^ að menn þar eystra ættu að vita um öðlinginn af mörgu öðru, því að aldrei þreyttist hann á góðverkunum. En Þjóðviljinn ætti ekki ao þuría að fara út fyrir land- steinana til að komast að því, að til eru menn, sem eru að rembast við að gleyma Stal- ín. Nú fyrir skemmstu var gefið út rit á vegum menn- ingartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna — venjú- lega kallað MÍR, af því að það er vörumerki kommún- ista — og þar skrifar einn helzti postuli kommúnista hér á landi, Kristinn E. Andrésson, grein um Ráð- stjórnarríkin, og, viti menn, hann nefnir ekki Stalín einu sinni, hvað þá oftar, og mun hann þó hafa verið meðal þeirra, er hæst grétu við út- för hans. Kristinn þessi var staddur aust- ur í Moskvu í febrúar á síð- asta ári, þegar Krúsév hélt ræðu sína til að fordæma Stalin. Það er að vísu haft fyrir satt, að Krúsév hafi ekki leyft téðum Kristni oð hlusta á ræðuna, svo að hann hafi ekki verið meðal þeirra, er féllu í öngvit, er goðið hrökk af stallinum. En þrátt fyrir það virðist margnefnd- ur Kristinn vera búinri að átta sig á því, að ekki sé rétt að nefna Stalín upphátt, hvernig sem menn haga ann- ars bænum sínum. Ef Þjóð-, viljinn er eitthvað forviða yfir sögukennslu Ulbrichts, ætti hann að ganga á vit for- manns MÍR og athuga, hvort ekki sé hægt að fræðast eitt- hvað um rriálið. Sérfræðingar tala. Kommúnistar virðast telja sig helztu sérfræðinga hér á landi í öllu, er snertir hern- að og vígaferli. Óbreyttir kommúnistar hafa skrifað i Þjóðviljann og lýst því gerla, hversu vel þeir sé að sér í byggingu skriðdreka og ann- ara morðtóla, og má þá nærri } geta, hversu fróðir foringj- arnir muni vera. Er það sennilega éitt af skilyrðun- um fyrir því, að menn geti barizt fyrir friði, að þeir ' kunni sem bezt skil á ýmsum morðtækjum. Hlaupið hefir á snærið hjá Þjóð- viljanum við það, að Rússar — friðardúfurnar í Kreml — haía tilkynnt, að þeir eigi nú í fórum sínum eldflaug- ar. sem skjóta megi um allan heirn, og sé því enginn lengur óhultur fyrir kjarnorku- sprengjum þeirra. Og komm- únistar eru ekki lengi að til- kynna lesendum sínum, hvað íslendingar eigi að gera. Þeir eiga bara að láta land sitt verða varnarlaust. Þá verði allt í lagi. Hótanir sem fyrrum. Fyrir nokkrum mánuðum til- kynnti blað rauða hersins rússneska, að fslendingar mættu eiga von á árásum frá vígvélum kommúnista, og' var landsmónnum hotað tor- tímingu, ef þeir færu ekki eftir óskum Kremlverja. ■iJ Samskonar hótanir hafa ver- ið sendar fleiri þjóðum í Ev- rópu, en enn sjást þess ekki merki, að þeir hafi borið þann árangur, að þjóðirnar hættu að búast til varnar gegn 1 hættunni af kommúnisman - um. Það er því gréinilegt, að komm-. únistar ver'ða að endurnýja hótanir sínar, ef þær eiga að bera árangur — og er hann þó ekki tryggður. Það getur því vel verið, að þessi nýj - asta tilkynning friðarpostul- anria í Kreml sé ekkert ann- að en framhald fyrri hótana um múgmcrð og tortímingu. Kommúnistar segja, að ef aðrar þjóðir ætli að verjastj þeim, sé ekki fúsar til að legjast undir ok kommún- ismans, skuli þær hafa verra af. Það voru pessir sömu menn, sera efndu til „friðar- og EEzti Reykvíkingur og næst- elzti Grundarbúi 100 ára í dag. í dag’ er hundrað ára Pétur Hafliðason beykir, sem er elztur innfæddra Reykvíkinga og næst elsti vistmaðnr Grundar. Tíðindamaður frá Vísi leit inn til hans í morgun, í herbergi hans á Elliheimilinu Grund, og spjallaði við hann smástund. „Mér þykir leitt að taka svona á móti þér,“ sagöi öldungurinn, sem var ekki kominn á fætur, og skaut þá inn i annar tveggja herbergisfélaga hans: „Já, við sofum fram eftir á morgnana hérna.“ „Og til hvers hlakkarðu nú mest á þessu mei’kisafmæli þinu?“, spurði tiðindamaðurinn Pétur, en varð að endurtaka spurninguna, því að heyrnin er allmjög tekin að bila. „Það er meiningin, að vera hjá börnunum, til þess hlakka eg mest. Eg mun verða sóttur um hádegisbilið." Pétur klæðist enn, þrátt fyrir sinn háa aldur, en er hjálpað að klæðast. Það var bjart vfir svip hins aldna heiðursmanns og furðu þétt handtak hans, er hann tók í hönd tíðindamannsins að skiln- aði: „Mundu að skila kærri kveðju til allra.“ \ Og svo þakkaði hann fyrir komuna og hallaði sér aftur á koddann og svipurinn virtist bera því vitni, að yfir honum væri skin margra minniriga lið- innar ævi og gleði yfir því, sem dagurinn bæri í skauti sinu. Pétur er fæddur í Nikulásar- koti í Reykjavík. Hann fór ung- ur utan, 15 ára, til Flensborgar í Þýzkalandi. til að læra beykis- störf. Að þvi loknu fór hann víða sem iðnsveinn að þeirra tima hætti. Síðar var hann beykir í Suður-Afríku í fimm ár, en kom svo heim og kvæntist. Kona hans hét Vilborg Sigurðardóttir, og eignuðust þau ellefu börn. Fimrn þeirra eru enn á lifi. Og í hópi þeirra og barnabarna mun öld- ungurinn eiga góðar stundir í dag. Skátamétið í Sutton Park fjölmennara en Moskvumötið. „Frítt lið“ að baki Voroshilovs. Konnministar hvarvetna hafa gumaö af því, að xingmcnna- mótið í Moskvu væri hið rnesta, sem sögur fara af — þar hefðu verið saman komm 30.000 ung- menni frá 100 löndum heims, en á sama tíma var haldið al- þjóða skátiunót í Sutton Park, við Birmingham, sem 35.000 skátar frá nær öllum löndum heims sóttu. I upphafi ungmennamótsins gengu þátttakendur fylktu liði fram hjá Voroshiloy forseta, Búlganin og Krúsév, og veifuðu til þessara leiðtoga, en Voroshi- lov tók kveðjunni. En í hópnum að baki þeirra voru ýmsir aðrir, og ef þáttakendurnir frá Finn- landi. Ítalíu, Frakklandi og fleiri löndum, hefðu séð þá, eða vitað af þeim þar, hefðu þeir kannske gert sér betur grein fyrir, hvaða andi sveif þarna yfir vötnunum, því að í bak- fylkingunn voru m a. þessir herrar: Frá Frakklandi M. Thores, frkvstj. franska kom- únistaflokksins, frá Finnlandi Kuusinen, sem Rússar settu í „stjórn Finnlands við innrás- ina 1939, frá Ítalíu Emilo Sereni of Lugio Longo, báð- ir úr miðstjórn kommúnista- flokksins, frá Albaníu Enver Hoxa, höfuðleiðtogi albanskra kommúnista og frá Búlgariu Todor Zhivkov, og mætti svo lengi telja. _____ ♦ ___ Campell hefur mis- tekizt tvisvar. Donald Campbell, sem hrað- ast liefir farið á vatni, gerir nú tilraunir til að setja nýtt met. Hefir hann farið með ,,Blá- fuglinn“ vestur til Bandaríkj- anna, þar sem hann gerir til- raunirnar á Canandaigua- vatni í New York-fylki. Hann verður að fara með meiri en 370 km. hraða á kl.st. til að hrinda metinu, en tvær fyrstu tilraunirnar hafa mistekizt. Norræna sundkeppnin: Þátttaka aðeins helmingur þess, sem varð 1954. KeTkvíkiiiiiiii' Ktanila sií* ílla í isaiiianbiirAi við Um síðustu helgi höfðu tæp- lega 8 þús. Reyltvíkingar tekið þátt í norrænu sundkeppninni — tæpur Jiclmingur þess fjiilda, sem þátt tók í keppninni 1954. Eins og kunnugt er gaf baejar stjórn Hafnarfjarðar bikar, sem keppt skyldi um milli Hafnar- vináttumótsins“ í Moskvu fyrir skemmstu. Þeim finnst tími til kominn að sýna hið » sanna innræti sitt eítir hvíld- ina. II alíu a r ff jjö rð. fjarðar, Akureyrar og Reykja- víkur innan ramma sundkeppn innar í ár. Skyldi það bæjarfé- lagið, sem næði hæstri hundraðs tölu þátttakenda, hreppa bik- arinn, en í keppninni 1954 gaf Vélasalan h.f. bikar til sams- konar keppni milli sömu aðila og sigrað Hafnarfjörður á. Þátt- takan á þessum stöðum var fyrr nokkru orðin: Hafnarfjörður 1000 eða 16 ?o (1954: 1541 eða 28.1%) Þessi þáttur hefir oft tekið til meðferðar ferðir strætisvagn- anna, eins og eðlilegt er, því almenningsvagnarnir eru nú orðin svo mikið notaðir, að þeir skipta máli fyrir hvern og einn bæjarbúa. Minna hefir þó verið kvartað undanfarið, en oft áður, og má fyrst og fremst þakka það batnandi þjónustu, og svo hinu kannske, að sumarið hefir verið svo gott, að fólk hefir minna fundið til þess, þótt það gengi. En nú fer að hausta og líkurnar að aukast fyrir því að menn verði að nota vagnana. Og þá stendur heldur ekki á þvi að þættinum berast bréf um vagn- ana og ferðir þeirra. Strjálar ferðii’. Lynghagabúi skrifar Berg- máli á þessa leið: „Vel mætti Bergmál vekja athygli á þvi, að ferðir strætisvagna í Hagahverf- ið eru alltof strjálar, eiris og nú er. Fólk, sem býr á Grímsstaða- holti, við Lynghaga, Starhaga og á þeim slóðum virðist vera mun verr sett, en flestir aðrir bæjar- búar í þessu tilliti, og eru þá taldir með þeir, sem í öðrum út- hverfum búa. Ferðir á þessar slóðir eru aðeins tveir á klukku- stund. Verða ibúarnir þvi vel að gæta sín að verða ekki af vagni, því næsti kemur ekki fyrr en að hálfri stundu liðinni. Það eru aðallega þeir farþegar, sem fara úr og í vagninum við Loft- skeytastöðina og við Fálkagötu, sem þannig eru verr settir. Og engir aðrar vagnaleiðir eru jiá- lægar, eins og sums staðar annars staðar í bænum. Þyrfti að fjölga. Það eru vinsamleg tilmæli ibúanna í Högunum að ferðum vagnana verði fjölgað í fjórar á klst. Það er reynslan að nauð- synlegt sé að benda á gallanna, ef bót á að verða ráðin á þeim, og því hef ég beðið Bergmál um að minnast á þetta mál fyrir mig. Öllum er það ljóst, að SVR hefir í mörg horn að líta, þegar bærinn þenst út eins og raun er á. En það er líka vitað mál, að byggðin á þeim slóðum, sem nú hefir verið rætt um, hefir vaxið meir en víðast annars. staðar, og er orðið mjög fjöl- býlt í Högunum, einmitt þar sem þessir hálftímavagnar fara um. Vagnarnir fara nú af torg- inu 3 mínútur yfir hálfa og heila tíma, en nauðsynlegt væri að einni ferð yrði a.m k. bætt við á kl.stund, og tryggilegast auð- vitað að hafa það tvær. Það mætti reyna með einni ferð fyrst og sjá hvort ekki fengist sæmi- leg útkoma fyrir SVR, þ.e.a.s., ef nægur vagnakostur væri fyrir hendi. Lynghagabúi“. Bergmál kemur þessu hóg- væra bréfi Lynghagabúans á framfæri og óskar þess um leið, að honum verði ágengt í sókn sinni. Akureyri .... 1060 eða 13% (1954: 1958 eða 25.0%) Reykjavík .... 8000 eða 12% (1954: 16478 eða 27.6%) Er þáttakan enn aðeins rúm- ur helmingur þess sem var í síðustu keppni, en þess ber að geta, að þá syntu margar þús- undir síðustu dagana. Þeim, sem ætla sér að taka þált 1 keppninni, skal ráðlagt að geyma ekki til síðústú stundar að synda, til þess að komast hjá töfum og þrengslum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.