Vísir - 31.08.1957, Page 6
6
V f S I B
Laugardaginn 31. ágúst 1957
VXSIR
D A G B L A Ð
yiilr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í lngólfsstræti 3.
JRitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9 00—19,00.
Sími 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Í4 f"r/</« ofj tvúmóí :
Hvar staddir ?
Fyrirboði meiri tíðinda?
Frá því var skýrt nú í vikunni,
að birt hafi verið ræða, sem
Krúsév, aðalritari kommún-
istaflokks Sovétríkjanna,
; hefði fyrir skemmstu haldið
um Malenkov, sem var aðal-
, foringi kommúnista fj'rsta
, árið eftir andlát Stalíns.
Samkvæmt frásögnum af
ræðu þessari, hefir Krúsév
! ekki verið að klípa neitt
utan af því, sem honum
j finnst um þenna fyrrverandi
hjartnæma vin sinn. Það er
nefnilega komið á daginn, að
Malenkov hafi verið hinn
versti maður, svo að ekki er
hægt að líkja honum við
neinn annan en sjálfan Ber-
ía, en svo sem menn muna
héldu kommúnistar nýlega
upp á jólin með því að gera
þann uppgjafaöðling höfði
styttri.
Þegar þessi lýsing Krúsévs á
fyrrverandi samstarfsmannni
sinum er athuguð nánar,
hlýtur hún að vekja nokkra
undrun. Mönnum verður á
; að spyrja, hvernig Krúsév
' geti iátið annan eins mann
og Malenkov lifa stundinni
lengur, úr því að hann er í
rauninni engu betri en Bería,
enda handbendi hans. Vini
vorum Krúsév hlýtur að vera
eitthvað farið að förlast, úr
þvi að hann virðist ekki ætla
að bægja hættunni frá dyr-
um sínum og fleiri með því
að senda Malenkov í humátt
á eftir Bería. •
Sennilega er ræða sú, sem
Krúsév hefir haldið um
þenna fornvin sinn fyrirboði
þess, að nú eigi að gera rót-
tækari ráðstafanir gegn hin-
um ,,andflokkslegu“ mönn-
um, sem settir voru út af
sakramentinu í lok júlímán-
aðar. Það er varla hægt að
gera ráð fyrir því, að núver-
andi valdamenn geti látið
Malenkov leika lausum hala,
þegar þeir hafa lýst honum
þannig, án þess að ómerkja
um leið ummæli sín um það,
hversu hættulegur maður
hann hafi verið. Og þegar á
fórtíðina er litið, þá er næsta
furðulegt, að Malenkov skuli
enn vera á lífi, því a'ð hingað
til hefir foringjum komm-
únista ekki reynzt erfit að
koma saklausum mönnum í
hel.
Nú vantar í rauninni ekki ann-
að en að foringjarnir í Kreml
gefi merki um að áróðúrs-
vélin verði sett á fulla ferð,
og efnt verði til íjöldafunda
í öllum verksmiðjum og á
öllum samyrkjubúum lands-
ins til að krefjast þess, að
Malenkov fái makleg' ínála-
gjöld og verð tekinn af lífi.
Þá mundí- stjórnin ekki geta
annað en farið að vilja al-
mennings, eins og hennar er
vandi, og um leið benti hún
á það, að hún gerði ekki ann-
að en að hlíta alþjóðarósk-
um. í einræðisríkjum er fyrir
miklu, að valdhafarnir kunni
að móta ,,almenningsálit“ og
síðan fara þeir eftir því, þeg-
ar það er orðið eins og' þeim
hentar. Þess vegna eru þeir
líka engilhreinir, mennirnir
í Kreml, og hafa aldrei kom-
ið nálægt neinum þeirra ó-
dæða, sem þeir Stalín og
Bería gerðu sig seka um.
Það er svo sem munur að
hafa hreina samvizku og'
hreint hjarta!
Umræður um handritin.
Sjaldan mun hafa verið rætt
eins mikið um handritin í
Dannrörku og nú að undan-
förnu, síðan óskað var eftir
því af hálfu islenzku ríkis-
sttjörnarinnar, að nsfnd
beggja aðila ræddi um af-
hendingu handritanna. Var
.raunar við því að búast, ao
Danir tækju viðbragð, og
einkum þeir, sem vilja halda
í handritin, hvað sem það
kostar og gera veg íslend-
inga sem minnstan. Hafa
þeir heldur ekki látið sinn
hlut eftir liggja að undan-
förnu og skrifað af kappi um
það, að ekki eigi að verða við
óskum íslehdinga í þessu
efni.
Ýmsar viðbárur hafa komið
fram í Danmörku, eins og
við var að búast, og er ein
sú, að stjórnmálamenn megi
ekki fjalla um málið af Dana
hálfu, því að þeir kunni að
skila handritunum. Fræði-
menn eigi að fjalla um það.
því að þeir hafi gætt fjár-
sjóðanna og þeim muni
treystandi til að gera það
framvegis. Eru það í rauninni
lítil meðmæli með réttsýni
vísindamannanna, en þeim
mun meiri með því. að
stjórnmálamennirnir muni
láta réttlætið ráða.
Enginn vafi er á því, að hand-
ritin munu koma heim,
hvort sem það verður í þess-
ari lotu eða ekki. Fræði-
mennirrir aönsku . berjast
vonlausri baráttu gegn þró-
• uninni, og þeir mundu verða
Mannleg hugsun og hugvit
liafa lokið upp furðulegum
leyndardómi og margfaldað
mátt og möguleika mannsins.
Og líklegt er, að miklu stór-
fenglegri furðustrandir eigi enn-
þá eftir að Ijúkast upp. áður en
þessi öld rennur út i eilífðarút-
sæ. Það er undursamiegur heim-
ur, sem vér lifum í, þessi ver-
öid, sem visindin rýna og skýra
og seiða jafnframt fram úr
skautl hennar æ fleiri tæknilega
töfragripi og viðundur.
En það er ekki laust við, að
geigur geri vart við sig gagnvart
þeim undrum, sem við blasa eða
vekja grun um sig. Það mætti
líkja aðs^ðu vorri við það, sem
í þjóðsögum segir um þá, sem
lentu óforvarandis í kynjahöll-
um eða hulduheimum. Vér erum
komnir inn úr anddyri, inn í
forsalinn. Til allra hliða opnast
dyr, úr hverjum kima gægjast
fram furðugripir og töfraþing.
Hvað kemur næst? j
I
Hvað er innan næstu dyra?
Og hvar erum vér eiginlega
staddir? Úti fyrir er frumskóg-
ur með ógegnsæu limi, með mál-
lausan þyt í háum krónum, ^
dimmur og voveiflegur, í bezta
falli hlutlaus um oss en ef til
vill fjandsamiegur. Alltént lifir
hann sinu eigin lífi, eins og hann
hefur gert tim aldir og áraþús-
undir, skrjáf hikahdi skrefa
mannsins um jaðar Iians við
hallarrjóðrið, þar sem liann
vaknaði til vitundar, drukknar
og margdrukknar i myrku djúpi
hans. Og maðurinn veit ekki veg
sinn gegnum þennan myrkvið,
veit ekki, livernig hann er hing-
að kominn.
Og ævintýrahöllin, yfir hverju
býr hún? Kvað geymir hún í
þöglum fylgsnum sínum? Eins
og forvitið barn skyggnist maður
inn um, en hver leyst gáta, hver
opnuð gátt, vekur nýja gátu,
bendir á nýjar dyr. Hvar er
hann staddur? Er hann að villast
inn í völundarhús, sem einhver
ókun'nur vættur hefur fyllt af
furðugripum, en á engar út-
göngudyr? Eða gín frumskógur-
inn yfir honum til þess að svæfa
hann við þyt sinn og svelgja
liann í sig? Er hann einn í þess-
ari dularfullu höll? Eða horfa
ef til vill ósýnileg augu á hann?
Og hvaða hugu.r skyldi þá spegl-
ast í því dulda augnaráði? Er
það sama, kalda hlutlevsið og
það, sem stafar gegn honum frá
veggjum og gséttum? Eða er
hann ámátlegur leiksoppur þess
töfravalds, sem heíur reist .þessi
dulai’fullu salarkynni?
Er aðstaðan ekki áþelik þessu,'
aðstaða vor í alheimi, sem verð-
ur því ólíkindale.Fri sem vér.l
könnum hann betur? Er nokkuð
! að undra, þótt cinhverjlr kenni!
| hrolls, þegar þeir hugsa út í,
| þessa einmanalegu tilveru mann-1
leskjunnar á undarlegurn hnetti
, i ennþá undarlegri geimi og
; minnast þess, að „engum er
ljóst, hvaðan lagt var af stað".
engirin veií, livar ycr orura í
rauninni staddir né hvað vér
eigum í vændum?
Ef til vill er maðúririn meiri i
undrun sinni og spurn en í úr-
lausnum sínum og afrekum. Svo
mikið er víst, að sú ráðning' er
ein æskileg á hvers konar gátu,
sem vekur og örvar hæfileikann
til undrunar en svæfir ekki.
Undrun og aðdáun eru mæður
hugsunar og trúar. Vei mann-
inum, þegar þær mæður eru
orðnar ambáttir, undirokaðar af
tæknihroka og þekkingarþótta,
eða frystar af kaldrana þess
manns, sem hefur ofmettazt af
sjálfsaðdáun eða gefizt upp á
að leita hendi fjær að rökum
lífs síns. Hættan á þessu er nær
manni nútímans en flestum
öðrum kynslóðum. Því kæmi
mér ekki á óvart, þótt þér, les-
andi góður, þætti það, sem ritað
er hér að ofan, næsta fjarstætt.
Þú hefur aldrei hugsað um
heiminn og sjálfan þig á þennan
veg. Þú getur orðið hissa á smá-
munum, jafnvel fallið í stafi yfir
ómerkilegum fyrirbærum, kom-
izt í uppnám út af fáfengilegum
vélabrögðum. En þú hefur aldrei
undrazt veru sjálfs þín, aldrei
spurt, hvar þú ert staddur,
hvaðan þú ert sprottinn, hvert
þú stefnir, aldrei spurt innsta
eðli og tilgang þess furðulega
heims, sem þú lifir í. Og einmitt
þess vegna er það, að ílest það,
sem kristin trú flytur þér,
hljómar í eyrum þér sem mark-
lítið mál. Þú hefur bælt þá
spurn, sem dýpst er greypt í
liuga þinn og mestu varðar þig.
Það er sannleikuri.nn um
manninn, að hann er villtur i völ-
undarhúsi. En það hefur verið
talað til hans úr fylgsnunum. Og
það er faðir, sem talar. Það er
hans hús, sem þú ert staddur í.
Þú átt að eiga það með honum.
Hann hefur sont frelsara í veg
fyrir þig, öruggan til leiðsagnar.
Þegar þú veizt þetta, fær lim
skógarins mál og þögnin í töfra-
höllinni bergmálar af sælum
kliði. Geigur þinn snýst í öryggi
og undrun þín í tilbeiðslu og þú
veizt, að líf þitt er náð.
Á. S. skrifar Visi.
„Hversu lengi eiga ibúar
Reykjavíkur, sem óðum vex að
íbúðatölu og þenst út í allar átt-
if, að búa við það öryggisleysi,
að ekki sé nema ein slökkvistöð
í bænum, staðsett óhentuglega
að ýmsu leyti ?
Þetta er spurning, sem borg-
ararnir eiga heimtingu á að
verði svarað hið fyrsta, og að
hafist verði handa um fram-
kvæmd þeirra áforma, sem iðu-
lega hefur verið um rætt, að
reisa nýja slökkvistöð, og sömu-
leiðis þarf að taka til bráðrar úr-
lausnar, að koma upp auka-
slökkvistöðvum í úthvérfunum?
Bráðabirgðalausn.
Mér er ljóst og sjálfsagt öllum,
að ýmsir erfiðleikar kunna að
hafa valdið, að ekki hefur enn
verið hafizt handa um að koma
þessum málum í viðunandi horf,
en nú má það ekki dragast ieng-
ur. Það hafa risið upp heil hverfi,
þar sem þúsundir manna búa.
Aukið öryggi væri í því, ef úr
hverfunum sjálfum væri hægt
að senda menn með létt slökkvi-
tæki, þegar eldur kviknar, og
mundi ef til vill í mörgum tilfell-
urn hindra, að eldur breiddist út.
Samgöngu-
erfiðleikar
af völdum veðurs, fannfergis t.
d. gætu valdið, að siík aðstoð
bærist of seint frá aðalstöðinni
niðsi í bæ, t. d. inn i Smáíbúða-
liverfi eða í önnur þéttbyggð
hverfi langt frá miðbænum.
Aukastöðvum þar sem jafnan
væri vörður og bifreið til taks
með léttum slökkvitækjum
þyiriti að koma upp hið bráðasta.
SlöUkvilið
Reykjavíkur.
Um leið og ég legg frá mér
pennann finnst mér skylt, að láta
það koma fram, að slökkvilið
Rvíkur hefur ávallt innt sinar
skyldur af hendi með prýði og
dugnaði. Það hefur jafnan kom-
ið eins fljótt á vettvang og með
sanngirni var hægt að ætlast til,
og jafnvel fljótar. Það hefur á-
reiðanlega gert silt til að borg-
ararnir gætu búið við öryggi
vegna eldhættu, en það þarf að
búa svo að þvi, aö það hafi eins
góða aðstöðu og frekast er unnt
að veita til þess að gegna skyldu-
störfum sínum. Á. S.“
Sameimið V.-Ewrépa er sterk
f járhags-
QÍ&sBíaáisSssaa ESEeirá esn
rak|iBiBEaa cða IBbbsaaS«ar s ik. Jsasbibbb.
menn að meiri, ef þeir gengju
fram fyrir skjöldu og legðu
til. að handritin væru geymd
þar sem flcstir kunna að
meta þau og nota.
íbúatala Vestur-Evrópulanda
er 284 milíjónir, Ráðstjórnar-
ríkjanna um 200 milljónir og
Bandaríkjanna 165.
Þetta kemur fram í ákaflega
íróðlegum og handhægum
bæklingi, sem nýlega er kom-
inn út í Bretlandi. til aukinnar
fræðslu um Vestur-Evrópulönd,
með tilliti til þess, að með
þeim takist nánara viðskipta-
lest samslarf.
Ymskcnar fróðleikuv kemur
þar fram, sem annaðhvort er
mcnnum gleymdur, eða hann er
mönnum ókunnur, svo sem:
Kolafrasnleiðslan er meiri í
V.-E. en i Rá'ðstjórnarríkjunum
og meiri en í Bandaríkjunum,
rafmagnsframleiðslan er meiri
og bílaframleiðslan meiri.
Viðskipti V.-E. við umheim-
inn (irin og útflutn.) eru 60%
rneiri en viðskipti Bandaríkj-
anna við aðrar þjóðir.
Gefur þetta o. fl„ sem frá er
sagt í bæklingnum, g'lögga hug-
rnynd um styrkleika sameinaðr-
ar Vestur-Evrópu.
Ef tekin er til athugumr
framleiðsla einstakra ríkja V.-E.
kcmur í ljós, að Bretar fram-
leiða meira af kolum, skipum
og baðmullarvörum en önnur
V.-E.-lönd, en Vestur-Þjóð-
verjar aftur meira af stáli, sem-
enti o. fl. Heildarviðskipti Bret-
lands eru meiri en nokkurs
annars lands. en V.-Þ. gerir
mest viðskipti allra landa innan
vébanda Evrópu, og Frakkland
er þriðja í röðinni.