Vísir - 31.08.1957, Side 10
10
VÍSIB
Laugardaginn 31. ágúst 1957
Agatha Phristie
fUlar letíir
tigyja til...
Að svo mæltu kvaddi hún ungfrú Spenser, og þegar hún var
ftomin út fyrir, sagði hún við sjálfa sig: „Já, maður verður að
komast þangað.“
Viktoriu gramdist það talsvert, að allir hlutir virtust nú beina
athygli hennar að Bagdad, en það er algengt, þegar hugsun
manna snýst að öllu leyti um sérstakan hlut eða efni. Hún keypti
til dæmis kvöldblað, og þar rakst hún strax á klausu, sem fjallaði
um það, að dr. Punceford Jones, sá þekkti fornfræðingur, væri'
byrjaður uppgröft í hinni fornu borg Murik, sem var um eitt
hundrað og tuttugu mílur frá Bagdad. Auglýsing minnti lesend- [
ur á skipafélag, er hélt uppi ferðum til Basrah (en þaðan mátti
komast með lest til Bagdad, Mosul og svo framvegis). í blaðinu,
sem hún hafði á botninum í sokkaskúffunni sinni, uppgötvaði hún
allt í einu nokkrar línur um stúdenta í Bagdad. Myndin Þjófur-
inn frá Bagdad var sýnd í næsta kvikmyndahúsi, og í glugga
bókaverzlunar í grenndinni, sem hún leit alltaf í á heimleiðinni,
\-ar sýnd ný ævisaga Harúns al Rashids, kalífa.
Viktoría sá ekki betur en að allt snerist skyndilega um Bagdad,
og þó hafði hún eiginlega aldrei heyrt á þá borg minnzt fyrr en [
laust eftir hádegið, og svo mikið var víst, að hún hafði aldrei
hugsað um hana áður.
Horfur virtust ekki miklar á því, að hún kæmist þangað, en hún
ætlaði ekki að leggja árar í bát. Hún hafði mjög frjótt hug-j
myndaflug, og bjó yfir þeirri sannfæringu, að maður gæti gert
hvað sem væri, ef viljinn væri nægur.
Um kvöldið skrifaði hún það hjá sér, sem hún taldi sig þurfa
&ð athuga. Sú upptalning hljóðaði á þessa leið:
Setja auglýsingu í blað?
Tala við utanríkisráðuneytið.
Tala við sendisveit Iraks.
Hvað um innflytjendur á döðlum?
Hvað um skipafélög?
Brezka menningarráðið.
Upplýsingaskrifstofur, sem höfðu ráð undir rifi hverju.
Hún kannaðist við það, að ekkert af þessu virtist mundu geta
leyst vanda hennar, svo að hún bætti neðst á miðann:
Afla hundrað punda með einhverju móti.
Viktoria svaf yfir sig morguninn eftir, og hefur það ef til vill
stafað af því, hversu mjög hún hugleiddi það kvöldið áður,1
hvernig hún ætti að komast til Bagdad. Hún var vön að vera |
komin til vinnu klukkan níu, en að þessu sinni vaknaði hún ekki
fyrr en klukkan rúrnlega tíu. Hún stökk á gólfið, klæddist þegar,
og var einmitt að greiða sér, þegar síminn hringdi.
Það var ungfrú Spenser, sem hringt hafði, og henni var mikið
niðri fyrir.
„Það var heppilegt, að ég skyldi ná í yður, góða mín,“ tók hún
til máls. „Eg hefi aldrei vitað um aðra eins tilviljun. Það hringdi
til mín kona, sem heitir frú Clipp. Hún ætlar til Bagdad eftir þrjá
daga, en hefur orðið fyrir því óhappi að handleggsbrotna. Hún
þarfnast aðstoðar á leiðinni, svo að eg hringdi strax til yðar.
Það getur vel verið, að hún hafi hringt til fleiri ráðningarskrif-
stofa, en--------“
„Hvað heitir þessi kona?“ greip Viktoria fram í fyrir ungfrú
Spénser.
„Hún heitir Clipp — gift Bandaríkjamanni, sem heitir Hamilton
Clipp. Þau búa í Savoy-gistihúsinu,“ ságði urigfrú Spenser. .
„Þér eruð sannkallaðar engill,“ svaraði Viktoria. „Eg fer þangað
á stundinni."
Hún bjóst þegar til ferðar, greiddi hárið enn einu sinni, greip
síðan meðmæli Greenholtz og leit á þau. Nei, þau nægja engan
veginn, sagði hún við sjálfa sig. Eg verð að betrumbæta þau.
Og hún gerði það, þvi að á leiðinni kom hún við í Ritz-gisti-
húsinu, þar sem hún skrifaði mjög svo lofsamleg meðmæli frá
einhveri lafði Cynthiu Bradbury, sem hún vissi, að hafði lagt af
stað til Austur-Afríku skömmu áður. Hún lét lafði Cynthiu geta
þess, að ungfrú Viktoria Jones væri sérstaklega natin við sjúklinga,
og vitanlega voru meðmæli þessi skrifuð á bréfsefni Ritz-gisti-
hússins.
En Viktoriu fannst þetta ekki nægja, svo að hún hafði einnig
nokkra viðstöðu í Balderton-gistihúsinu, sem var þekkt fyrir það,
að flestir kirkjuhöfðingjar bjuggu þar, er þeir voru staddir í,
Lundúnaborg, Þar settist hún við borð í biðstofunni, breytti rit-
hönd sinni, og skrifaði meðmælabréf frá biskupnum í Llangow.
Brynjuð þessum gögnum fór hún rakleiðis til Savoy-gistihússins.
Þegar í skrifstofu þess kom, spurði hún, hvort frú Clipp væri
við. Afgreiðslumaðurinn ætlaði einmitt að fara að hringja upp í
herbergi þeirra hjona, þegar hann tók eftir þvi, aö það var óþarfi.
„Þarna er herra Clipp,“ sagði hann, og lét síðan vikapilt fylgja
Viktoriu til hans. Hún sagði honum þegar erindi sitt, og Clipp
kannaðist við það, að kona hans hefði einmitt "verið að reyna að
ráða stúlku sér til hjálpar. „Það er annars bezt, ungfrú Jones, að
við förum upp til hennar, því að eg held einmitt, að hún sé að
tala við stúlku, er hefur óskað eftir starfinu.“
FZ'Z&r'
1'
Viktoria varð skyndilega ákaflega kvíðafull. Átti hún að kom-
ast svo nærri markinu og vera þó svo fjarri því?
Þau fóru í lyftunni upp á þriðju hæð, og þegar þau gengu eftir
ganginum þar, kom ung kona út úr herbergi, sem var fyrir enda
hans. Viktoria hélt, að hún sæi ofsjónir, því að henni fannst,
að hún sæi sjálfa sig komandi gangandi á rrióti sér, og herra
Clipp virtist einnig verða undrandi, því að þegar þau höfðu
mætti þessari ungu, snyrtilega búnu konu, leit hann um öxl og
sagði:
„Já, eg sé ekki betur en að þetta sé Anna Scheele." Svo sneri
hann sér að Viktofiu og gaf henni skýringu á þessu: „Afsakið,
ungfrú Jones. Eg varð svo undrandi af að sjá unga konu, sem
er einkaritari eins af helztu fjármálamönnum okkar.“ . . .
Þau voru nú komin að hurðinni á herbergjum Clipp-hjónanna,
og maðurinn lauk upp fyrir Viktoriu. í stól einum við annan
gluggann sat lágvaxin og snaréyg kona. Annar handleggur henn-
ar var í gibsumbúðum. Maður hennar kynnti þær.
„Dæmalaust höfum við verið óheppin," sagði frú Clipp og bar
ótt á. „Við erum búin að undirbúa ferðina að öllu leyti — eg ætla
að heimsækja gifta dóttur okkar í Irak — og þá þarf eg endilega
að detta í Westminster Abbey meö þeim afleiðingum, sem sjá
má. Það hefur svo sem verið gert við þetta með mestu prýði, en
eg er eiginlega ósjálfbjarga síðan, svo að eg get ekki ferðazt á
eigin spýtur, en maðurinn minn kemst ekki héðan fyrr en eftir
svo sem þrjár vikur vegna viðskipta sem hann á í. Hann stakk
upp á því, að eg fengi hjúkrunarkonu með mér, en þess þarf eg
ekki — enda mundum við þurfa að greiða fargjaldið hennar
heim — svo að mér flaug í hug að hringja til ráðningaskrifstof-
anna, og spyrja þær, hvort þær vissu ekki af einhverri stúlku,
sem mundi vilja fara ferðina gegn fargjaldinu einu.“
Þegar Viktoria komst loks að, mælti hún: „Eg er ekki beinlínis
hjúkrunarkona." Hún sagði þetta þannig, að ætla mátti, að hún
væri það einmitt. „En eg hefi haft nokkra reynslu í að hjálpa
sjúklingum." Hún lagði fram fyrsta vottorðið. „Eg starfaði meira
en ár hjá lafði Cynthiu Bradbury, en ef þér þurfið að láta vinna
við einhverjar skriftir fyrir yður, þá var eg ritari frænda míns
— biskupsins af Llangow — í nokkra mánuði.“
„Jæja, svo að þér eruð svo náskyld biskupi. En hvað það er
skemmtilegt.“
Viktoria sá ekki betur en að Clipp-hjónunum þætti mikið til
reynslu hennar og ættar koma, og frúin rétti manni sínum með-
mælabréfin.
„En hvað það er annars heppilegt, að eg skyldi rekast á yður.“
sagði frú Clipp. „Eigið þér vísa stöðu þar austur frá? Eða ætlið
þér að heimsækja einhvern ættingja?"
E. R. Burroughs
•> j
Sí*vö»M»v*ö»k»u-n»fl»i
«•••••••••••••••••••••••
Ungur, eldheitur aðdáandi
Klöru sór og sárt við lagði, að
hún væri dásamlegasta stúlkan
í heiminum og annað hvort vildi
hann kvænast henni eða engri.
—■ Gifstu mér, Klara, sagði
hann seiðandi röddu. — Ef þú
hryggbrýtur mig, dey eg.
Þrátt fyrir allt, hryggbraut
hún hann ...; og hann dó —
fimmtíu árum síðar!
• ★
— Þeir segja, byrjaði Joha
hikandi, — að kossinn sé tungu
mál ástarinnar.
— Jæja, sagði Pricilla þá,
— talaðu frá eigin brjósti,
John.
★
— Eg skildi flösku af whisky
eftir í lestinni í morgun. Hefur
henni verið skilað hingað á af-
greiðsluna?
— Nei, en það var komið með
náunga, sem fann hána.
★
Skjólstæðingurinn — en eg
hef ’munnlegan samning.
■ Lögfræðingurinn: — Bless-
aður góði, hann er ekki einu
sinni virði þess pappírs, sem
hann er skrifaður á!
*
Pat: — Tókstu nokkra pen-
inga úr skúffunni í gærkvöldi?
Barþjónninn: — Já, eg tók
mér fyrir strætisvagni heim.
Pat: — Hvenær fluttir þú
til London!
Og svo er það sagan af Skot-
anum Angus, sem komst að
raun um þá hryggilegu stað-
réynd einn morguninn, að kon-
an var hlaupin á brott frá hon-
um. — Maggie, Maggie! hróp-
aði hann.
Þjónustustúlkan (á hæðinni
fyrir neðan) — Já, herra.
Angus: —• Maggie, þú þarft
bara að sjóða eitt egg í morg-
unmat.
★
Hann hafði farið á fund sál-
fræðings, til þess að reyna að
afla sér vitneskju um þær kval-
ir, sem yfir tvíburabróður sín-
um vofðu:
— Þér megið vita, að þetta er
allt annað en auðvelt, sagði
hann. — Þegar tvíburðabróðir
minn gerði eitthvað af sér I
skólanum, var það eg sem hegri-
ingarnar lent á. Þegar hann
nokkrum árum síðar lenti á af-
brptabrautinni og var dærndur
í tveggja ára fangelsi, varð það
mitt hiutskipti að sitja inni. Og
begir ég trúlofað'st undurfag-
urri síúlku, var það hann, sem
kváé'nlist henni. En'ég náði mér
;amt dálít.'ð niðar á.honum, því
í s.'ö"s'u viku gaf eg upp önd-
■'na —• e:i í gær jörðuðu þeir:
líann!
Sár Tarzans var ekki alvar-
]egt,.en engu að síður neyddist
hann til að halda kyrru fyrir,
meðan það var að jafna sig'. Svo
var það morgun einn, eftir að
hann hafði náð sér, að laumu-
legt fótatak barst að eyrum sem hann þekkti þó engin
hans. Þegar hann gætti nánar deili á.
að, sá hann til ferða Jim Cross, I
Kosningar hafa farið fram í
Brezku Guiönu og sigraði
flokkur dr. Jagans, licfur
fengið 8 þingsæti af 12. Úr-
slit voru ókuim í 3 kjör-
dæmum er síðast fréttist.