Vísir - 04.09.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 04.09.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 4. september 1957 VI SIR j^GATHA |^HHISTt£ fllla? leiíit íiffja tii... 11 inh í samtökin. Það var sennilega auðveldara að kaupa menn, ef þess gerðist þörf, enda var hægt að kaupa þá fyrir annað en íjármuni, ef nauðsynlegt var. Jæja, hvað sem fyrir hafði komið, þá var hifct ljóst, að hann var illa-staddur. Hann stóð einn uppi — hjálparvana. Hann hafði ekkert fé, gat ekki brugðið sér í annað gerfi, og fjandmennirnir vissu, hvernig' hann var búinn. Þeir veittu honum kannske eftir- för á þessu augnabliki. Hann leit ekki við. Til hvers gagns hefði það verið? Eftirleit- armennirnir mundu ekki vera neinir byrjendur í þeim leik. Hann reikaði þess vegna um í tilgangsleysi, en þótt hann virtist ekki hafa neinn áhuga fyrir umhverfi sínu, hugleiddi hann þó marg- víslega möguleika. Loks fór hann úr Suq-hverfinu og yfir brúna á skurði einum. Hann gekk viðstöðulaust, unz hann kom auga á stórt skilti yfir hliði nokkru, og var letraö á það: „Brezk ræðis- mannsskrifstofa.“ Hann leit eftir götunni í báðar áttir. Enginn virtist hafá hinn minnsta áhuga fyrir atferli hans. Ekkert virtist því auðveldara en að ganga inn í ræðismannsskriístoíuna brezku. Hann hug- leiddi það andartak, honum flaug í hug beitt músagildra, en svo hugsaði hann sem svo, að hann yrði að héetta á þetta. Hann sá ekki aðra leið út úf ógöngunum. Hann gekk inn um hliðið. SJÖTTI KAFLI. Richard Baker sat í biðstofu brezka ræðismannsins i Basra og beið eftir viðtali við hann. Hann hafði stigið i land af flutriinga- skipinu Indlandsdrottning um morguninn, tveim dögum fyrr en hann ætlaði, svo ?ð hann hafði til umráða þrjá dága, unz hann héldi áfram til Tell Aswad, en þar hafði hin forna borg Murik verið áður fyrr. Hann var þegar búinn að ráða við sig, hvernig hann ætlaði að verja þessum tveim dögum. Hann hafði heyrt. að skammt frá sjó i Kuwait væri haugur mikill, sem menn gerðu ráð fyrir, að ómaksins vert mundi vera að rjúfa. Hánn ætlaði að nota tæki- færi til þess að framkvæma nokkrar rannsóknir þar. Hann hafði ekið til gistihússins á flugvellinum og gert þar fyrirspurnir um, hvernig hann gæti komizt til Kuwrait. Honum var sagt, að flugvél mundi leggja af stað næsta morgunn, og mundi hann komast með henni aftur degi síðar. Hann sá því ekki betur en að þetta mundt allt ganga eins og í sögu. Auð- vitað mundi hann þurfa að afla sér nauðsynlegra leyfa til að ferðast til Kuwaits, og af þeim sökum þurfti hann að leita til brezkra ræðumannsins. Það vildi hinsvegar svo til, að Richard Butler hafði kynnzt aðalræðismanninum brezka, Clayton að nafni, nokkrum árum áður í Persíu. Honura fannst því, að þaö mundi vera bæði skemmtilegt og fróðlegt að hitta hann aftur. Allmörg hlið voru á garðinum umhverfis bústað ræðismannsins. Þar var til dæmis aðalhlið fyrir þá, er konlu akandi til fundar við hana. Þá var heldur minna hlið, er vissi að strætinu á bakka Shatt el Arab-árinnar. Annars var það venjan, ef menn þurftu að ræðá einhver embæ’ttiserindi við ræðismanninn, að þeir komu inn um hliðið, sem vissi að aðalgötunni. Richard fór þá leiðina inn i bygginguna, afhenti dyraverðinum nafnspjald sitt, og var þegar sagt, að ræðismaðurinn mundi brátt verða til viðtals. Var honum síðan visað inn i biðherbergi, sem var vinstra megin við gang, er lá beina leið frá innganginum til garðs að húsabaki. Þegar Richard Baker kom inn í biðstofuna, voru þar nokkrir menn fyrir. Richard leit þó vart á þá,' því að sannleikurinn var sá, að hann var harla ómannblendinn, og skipti sér yfirleitt ekki af öðru fólki að nauðsynjalausu. Hann hafði margfalt meiri áhuga fyrir gömlu pottbroti en lifandi manneskju, sem fædd var einhvern tíma á tuttugustu öld. Og hann var ekki fyrr sétztur en hann fór að hugleiða fornar áletrarnir, sem virtust fjalla um flæking ættkvíslar Benjamíns um það bil 1750 árum fyrir Krists burð. Richard Baker gerði sér ekki almennilega grein fyrir því, hvenær hann vaknaði yfirleitt til vitundar um liðandi stund og mannverur þær, sem voru í grennd við hann þarna. í fyrstu varð hann víst var við það, að einhver kvíði sótti á hann, eins og einhver ókyrrð væri í loftinu í herberginu. Honum fannst eins og hann andaði þessu að sér. Hann hefði þó ekki getaö lýst því með orðum, þótt þess hefði verið krafizt af honum, en þó var ekki um það að villast, og þetta minnti hann á þátttöku hans í styrjöldinni. Það rifjaði einkum upp fyrir honum sérstakt atvik, þegar hann og tveir menn aðrir biðu eftir því að vinna af hendi ákveðin störf, þegar þeir höfðu verið látnir svífa til jarðar í fallhlífum að baki vígstöðvum fjandmannanna. Þetta miftnti hann á þáu augnablik, þegar menn gerðu sér fulla grein fyrir áhættunni, og fundu til skelfingar, óttuðust, að þeir mundu ekki geta rækt skyldu sína. Hann fann einmitt sama beizka ilm- inn í lofti þessa stundina. Þetta var angan, sem táknaði ótta og skelfingu.... í nokkur andartök veitti hann henni aðeins eftirtekt í undirvitundinni. Meðvitund hans var að reyna að einbeita sér við atburöi, sem gerðust hálfri átjándu öld fyrir Kristburð. En nútíminn reyndi þó að hafa áhrif á hann, og áhrif hans voru svo sterk, að Richard gat ekki annað en látið undan þeim. Um það var ekki að villast, að einhver þeirra, sem staddur var í herberginu, óttaðist um lif sitt.... Richard litaðist um. Fyrst kom hann auga á Araba í slitnum hermannsjakka, er lét grænar glerperlur renna milli fingra sinna. Þá var þarna feitlaginn Englendingur meö grátt skegg á efri vör — hann virtist vera farandsali — er hripaði eitthvað í minnisbók sína, og virtist ákaflega niðursokkinn í það, og eins og maður, sem á mikið undir sér. Þá var þarna grannvaxinn, þrevtulegur maður, ákaflega þeldökkur, sem hallaði sér aftur á bak á stólnum, og hafði ekki neinn áhuga fyrir því, sem var að gerast. í herberginu. Þriðji maðurinn var líkastur írökskum skrif- stofumánrii, og loks var þarna roskinn Persi, klæddur snjó- hvítum, víðum kufli. Þeir virtust ekki hafa áhyggjur af neinu. Smám saman fóru smellirnir frá glerperlunum að verða hátt- bundnir, að því er Richard Butler heyrðist, og jafnframt fannst honum, að hann kannaðist eitthvað við hrynjandina. Hann hrökk upp, því að hann hafði verið að því kominn að sofna. Stutt — langt — stutt — þetta voru Morse-merki — áreiðanlega merki af því tagi. Richard kannaðist við Morse-stafrófið, því að á stríðs- árunum hafði hann einmitt verið í merkjasveitum hersins. Hon- um veittist því ekki erfitt að lesa úr merkjum þeim, sem hann heyrði. UGLA. — B-L-Ó-M-G-I-S-T E-T-O-N. Hver fjárinn! Já, það var ekki hægt að lesa annað úr þessum merkjum. Nú var „Blómgist Eton“ endurtekið. Og hvað var þetta — þar var þessi tötralegi Arabi, sem gaf þessi merki. Biðum við,'hvað táknaði þetta eiginlega: UGLA, ETON? Og nú rann allt í einu upp fyrir honum ljós. Hann hafði verið kallaður ugla, meðan hann stundaði nám í Eton, af því að hann hafði notað svo stór og traustleg gleraugu . Hann leit þvert yfir herbergið á Arabann, tók eftir hverju smáatriði í klæðaburði hans, röndóttum kuflinum, óhreinum khaki-jakkanum, gömlum upplituðum treflinum, sem farinn var að trosna. Menn af þessu tagi voru í hundraðatali á þessum slóðum. Þeir horfðust angnablik í augu, en á hvorugum mátti merkja, að hann hefði borið kennsl á hinn. En það heyrðist enn í glerperlunum. Fakir hér. Vertu viðbúinn. Hœtta yfirvojandi. Fakir? Fakir? Vitanlega! Carmichaél fakir! Skólabrcðir, sem >>*>««•*•••••••••••••••» •J k*v*ö»l«d*v*ö*k-u*n»n*í E. R. Burroughs — TARZAM Tarzan hafði ætlað sér að; • i heimsækja vatnasvertingj-: ana, en samtaiið við „George' ) Rocke“ hvíldi þurigt á hjarta: haris. Éftir ’að- há:a velt; vöngum nofckra stunc}, ákvað harni atí snúá aftur til þess staðar, sem hánn hafði mætt . Röck1, á og Tannsaká hann nánar. Þegár hann kom aftur á staðinn, heýrði hárin 1 stunur og sár kvein.... og: fyrir framan sig ktfmi hanri' „Mér þykir það leitt, að hæn- an mín skyldi komast út úr J girðmgunni og róta upp blóma- beðunum hjá yður. | — Það var allt í lagi, hafið engar áhyggjur af því, — því hundurinn minn át hana. I — Jæja; það var ágætt. Eg ók nefnilega yfir hundinn yðar rétt í þessu. ★ Skottulæknirinn var að reyna að selja undralyf, sem hann lýsti yfir að lengdi mjög aldur manna. „Horfið á mig, hrópaði hann, — hress og kátur, þó orðinn sé yfir 300 ára gamall. — Er hann í raunini svona gamall? spurði einn tilheyr- enda unglegan aðstoðarmann hans. — Eg get ekki sagt um það, svaraði aðstoðarmaðurinn, — eg hefi ekki unnið með honum nema í 100 ár. ★ Harin! — Ef þú lætur mig fá símanúmerið þitt, skal eg hringja til þin einhvern tíma. Hún: — Það érl símaskránni. Hánn: — Ágætt! Hvað hertir þú? Hún: — Það stendur í síma- skránni líka! ★ —Heyrðu mig Síggi, eg sá, að þú lætur færa þér tvo kok- teila í rúmið á hverjum morgni, alveg eins og þú hefðir einhvern til þess að drekka með. — Já', eftir einn kokteil finnst mér eg vera allt annar maður, og auðvitað verð eg að gefa honum einn líka. ★ — Svo þú heldur í raun og veru að minni þitt fari batnandi við þessa þjálfun? — Ja, kannske ekki svo mik- ið. en svo mikið hefir mér farið fram, að eg man eftir því, að eg hefi gleymt einhverju, — ef eg bara gæti munað, hvað það er. I ★ Jósép: — Kæri vinur, nú er ástandið þó sótsvart. Eg hefi mjög aðkallándi þörf fyrir dá- litla peningaupphæð, en get ekki ímýndað mér, hVar eg get komizt yfir hana. í Sveinn: — Það gleður mig að heýra. Eg hélt ; að þér hefði kannske dottið í hug' að biðja mig um að lána þér hariá. 'k Gunni: — Ertu með í Sund- laugarnar? Sigga: — Eg get það ekki. Það var mölfluga, sem er búin að eta sunclfötin mín. Gunni: — Sá hefir aldéilis verið á megrunarkúr! k - Ertu búinn að gleyma því, að þú sk'uldar mér 100-kall. - Nei, ekki ennþá. En ef bú gefur mér tíma, þá tekst það áreiðanlega! ★ •].... - Hafa nokkrar af bérrtfcku- auga á annan hvítan mann, j yonum þínum rætzt? . ! sem bundinn var á höndun- — Já. Þegar mámíria togaði í um milli tveggja bambus-; hárið á mér, þegar eg var lítill, ií'jáa. J óskaði eg þess, að eg hefði ! ékkert. 2440

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.