Vísir - 06.09.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 06.09.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Föstudaginn 6. september 1957 W3SXKL D A G B L A Ð yiíir kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaSsíður. Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Eitatjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skriístofur írá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ligólfsstræti 3, opin frá kl. 6,00—18,00. ,j Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSm HJ'. * Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.í. Líður að 15. september. Um miðjan september á áiú hverju er reiknaður út grund völlur verðlags á iandbún- j aðarafurðum, og er nú að- eins rúm vika, þangað til til- kynningar í þessu efni er að vænta. Er þess alltaf beðið með nokkrum ugg, á hvern veg tilkynning þessi verður, því að hingað til hefir hún ekki verið neinn gleðiboð- | skapur, enda sjaldnast skemmtilegt fyrir neytendur að frétta um það, að þeir eigi enn að greiða hærra verð fyrir algengustu nauðsynjar, hvort sem hækkunin er eðli- leg eða ekki. Þar við bæfast, svo áhrifin á vísitöluna, sem óþarft er að rekja. Enginn vafi leikur á því, að verðlag landbúnaðarafurða hlýtur að hækka til mikilla muna að þessu sinni, ef farið er að réttum reikningsregl- um. Allur framleiðsiukostn- aður hefir hækkað siðustu 12 mánuði, enda þótt hann megi ekki hafa nein veruleg áhrif á vísitöluna. Bændur vilja að sjálfsögðu fá hann bættan, og geta auðvitað krafizt jafn- réttis við aðrar stéttir þjóð- félagsins, og er þó ónefnt, að ýmsar stéttir hafa fengið miklar kjarabætur á undan- förnum mánuðum, sem fyrr eða síðar hljóta að hafa á- hrif á kröfur annarra. lok ágústmánaðar í fyrra stöðvaði ríkisstjórnin kaup- gjald og verðlag í lan'dinu um tíma, og hefir síðan átt að heita, að hvort tveggja stæði í stað. Þær ráðstafanir eru ekki af því tagi, að þær geti enzt og haft áhrif um alla framtíð, svo að ríkisstjórnin hlýtur að gera frekari stöðv- unarráðstafanir, ef hún er ekki horfin frá fyrri stefnu. Það ætti m. a. að koma í ljós í næstu viku, hvað ríkisstjórn- in hyggst fyrir i þessum efn- um, og eftir því mun verða tekið, sem hún gerir, því að það snertir hvern mann í þjóðfélaginu. Vaxandi framleiðsla. Framleiðsla á kindakjöti hefir farið mjög í vöxt síðustu ár- in eða eftir að mönnum tókst að finna ráð, er að gagni komu gegn mæðiveikinni. og fyrir bragðið er orðið nauð- synlegt að selja æ meira magn af kjöti til annarra landa. En sá er gallinn á þessum útflutningi — eins og öðrum útflutningi okkar — að því’fer mjög fjarri, að hægt sé að fá það verð fyrir kjötið, sem nauðsynlegt þyk- ir. Ríkissjóður verður að verja milljónum og milljónatugum til að greiða niður verðlag á landbúnaðarafurðum, og með vaxandi þörf fyrir útflutn- ing á kindakjöti mun þessi útgjaldaliður hins opinbera fara enn í vöxt. Það má að visu gera ráð fyrir, að kjöt- framleiðslan aukist ekki verulega úr þessu, en hætt er við, að aðra.r landbúnaðar- afurðk komi þá til viðbótar, svo sem ostar og annað, sem framleitt er í vaxandi mæli. Eru þess vegna litlar horfur á því, að þarna sé um tíma- bundið fyrirbæri að ræða, er lagist af sjálfu sér, er frá líður. Rússar hafa gert tilraunir með flugskeyti. Bandaríkjamenn vinna að 2 gerðurn slíkra skeyta, Atlas og Titan. Hversu lengi? Það verður æ ljósara rheð hverju árinu sem líður, að íslendingar verða að taka sig til og koma lagi á búskap sinn, bæði sem þjóð og ein- staklingar, og ér framleiðslan á landbúnaðarafurðuimm og vandræðin með þær ein bezía sönnun þess. Að.vís.u verður ;• að verðbæta mai-gar útflutt- ar sjávarafurðir, en verðlag á þeim er þó ekki í eins miklu ósamræmi við erlent verðlag og á landbúnaðar- vörum. : Það fer ekki hjá því, að íslend- „taka sig saman í andlitinu" ingar verði fyrr eða siðar að hegða lifnaðarháttum sín- um í samræmi við tekj • ur sinar — haga verðlagi eft- ir verðmæti. Til lengdar get- um við ekki haldið áfram eins óg við höfum gert und- anfariö. Það er hægt stutta stund en ekki um alla fram- tíð. Okkur hefir tekizt það furðu lengi, svo að áreiðan- lega far nú að styttást til þess,.þegar umskiptin verða. Þau kunna að vera erfið sjálf, en vonandi léttir mönnum á eftir. Xew York Times birtir þá fregn frá Washington, að em- bættismenn í landvarnaráðu- neyti Bandaríkjanna telji, að Rússar hafi skotið í loft upp í reynslu skyni fjórmn, ef ekki scx, fjarstýrðum skeyíum af þeirri gerð, sem eigi að geta farið allt að 8000 km. og kom- ið niður í öðrum hcimsálfum. Það var mánudaginn 26. ágúst, sem Rússar tilkynntu, að þeir hefðu gert tilraun með slíkt skeyti og létu mikið af. Var fregnin um það all-áróðurs- Jíennd og dregið mjög í efa, að Rússár væru komnir eins langt í gerð slíkra skeyta og þeir gumuðu af, en um hitt efast ábyrgir og sérfróðir menn ekki, að þeir fáist við slíkar tilraun- ir og kunni að vera all-Iangt á veg komnir. Gagnrýni vestra. Því er heldur ekki að leyna, að tilkynningin kom ónotalega við ýmsa leiðtoga vestra, m. a. landvarnanefnd þjóðþings Bandaríkjanna, og öldunga- deildarþingmennirnir Henry M. Jackson frá Washington, og Stuart L. Symington frá Mis- souri, báðir demókratar, gagn- rýndu harðlega áætlun stjórn- arinnar um framleiðslu fjar- stýrðra skeyta, en Eisenhower forstjóri og æðstu menn hersins tóku tilkynningu Rússa með jafnaðargeði. Yfirleitt má segja, að menn hafi verið all-órólegir út af* tilkynningu Rússa, unz kunnugt varð, að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafði haft spurnir af tilraunum Rússa á þessu sviði og vissu nokkurn veginn hversu langt þær voru komnar. Það varð þá einnig kunnugt, að Rússar- höfðu gert fjórar, ef ekki fimm samskonar tilraun- ir sl. vor, hina seinustu þeirra í júni. Það var skýrt frá því að kunnugt væri, að þessum skeyt- um væri skotið upp frá stöðv- um í nyrztu hlutum Rússlands og beint austur yfir Síberíu, án þess, að því er virðist, að reynt væri að láta þau koma niður á ákveðnum stað. Tilraunasvæði austan Kaspíahafs. Þá ef það kunnugt, að Rúss- ar hafa eldflauga-tilrauna- svæði austan Kaspíahafs, og hafa þeir gert þar tilraunir með miðlungs og minnstu fjarstýrð skeyti. Fjarstýrðum skeytum af miðlungs stærð er ætlað að fara 2300—2400 km. og er kunnugt, að Bretar eiga slík skeyti i smiðum. Júpíter. Tilkynning Rússa hafði þegar þau áhrif vestra, áð hvatt var til þess að hefjast þegar handa um framleiðslu á flugskeytinu Júpíter, sem er af miðlungs- stærð, og halda áfram af full- um krafti við tiiraunir méð skeytin, sem skjóta má yfir" út- höf og í aðrar ■ heimsálfur;' en hérinn héfir tvaér g’éfðir, sem verið er að gera tilrauni með, Atlas og Titan. Með Atlas var gerð tilraun snemma í sumar, sem kunnugt er, en það sprakk í tveggja kílómetra hæð, vegna bilunar. Ár mun líða þar til smíði Títan-skeytis er svo langt komið, að gerð verði tilraun á ný. Thor. Þá gerir flugherinn tilraunir með flugskeyti, sem nefnist Thor. Skeyti af þeirri gerð var skotið frá tilraunastöðinni á Canaveralhöfða 30. f. m., en fyrr í sömu viku var gerð til- raun með Júpíter-skeyti. — Thor-skeytið sást í 4 mínútur og jókst hraði þess mjög er það var komið i mikla hæð („marg- ra þúsund feta hæð“) og stefndi til austurs. Hin hvíta rák, sem skeytið skildi eftir í lofti bend- ir til, að það hafi fallið í sjó niður, en ekkert um þetta er frekara kunnugt, því öllu var haldið leyndu — og ekki vitað hvort í þessári tilraun var reynt að skjóta skeytinu á- kveðna vegarleng á tiltekið mark. Opinberlega var sagt, að tilraunin hefði heppnazt ágæt- lega og komið niður á hafi fjórðung úr mílu þar frá, sem til var ætlast. Tvaer fyrri tilraunir með Thór-skeyti misheppnuðust. Sprengjuflugvélar úr sögunni. — Margir sérfróðir menn eru þeirrar skoðunar, að flugskeyt- in muni hvað líðu koma i stað sprengjuflugvéla — þeirra dag- ar verði brátt taldir. Afvopnunarmálin lögð á hilluna. Fulltrúi Bretlands, Noble bar fram tillögu um það í undir- nefnd afvopnunarnefndar í gær, að viðræðiun um afvopniuiar- málin yrði frestað. Lagði hann til, að þær yrðu teknar aftur eftir mánuð og þá í New York. Zorin kváðst samþykkur frest- un, en var ekki á því að viðræður hefðust fyrr en að alls- herjarþinginu loknu. Framhalds- fundur verður í dag til þess að reyna að ná samkomulagi um þetta atriði. Nýtt aðildarríki S.þ. Á fmidi ÖryggLsráðsins í gær var einrðma samþykkt, að ma»lá með því við allslierjarráðið, að það samþykkti aðild Malajaríkja- samband að samtökum Samein- uðu þjóðanna. Ræður fluttu fulltrúar Breta, Bandarikjanna, íraks, og Rússa. — ■ -Fulltrúi Iraks leiddi athygli að því, að þetta væri í annað sinn á 7 mánuðum, er land, sem lotfð Hefði Brétúm, fengi fúllt sjálf- stæði. Hér í blaðinu var hinn 3. þ. m. sagt frá veiðihundi, sem „er hin mesta gersemi“, gætir túns, rek- ur inn fé, hjálpar húsbónda sin- um að leita að fenntum kindum, að þvi ótöldu að hann hefur hjálpað honum til að vinna á 89 minkum frá í vor. Væntanlega stuðlar frásögnin af þessum vitra hundi til þess, að áhugi bænda aukist fyrir, að hunda- stofninn verði kynbættur, þvi að slikar gersemar sem hundur sá, er þarna var frá sagt, verða vissulega ekki metnar til pen- inga. Skozku fjárhimdarnir. Skozkir fjárbændur hafa haft á því betri skilning en íslenzkir, að hafa góða fjárhunda, enda eru skozkir fjárhundar víðkunnir, og efnilegir hvolpar seldir fyrir mik ið fé. Sá, sem þessar linur ritar, hefur eitt sinn verið sjónarvott- ur að því, er skorzkur bóndi lét hund sinn smala saman dreifðum f járhóp i hnapp, gæta hans, reka o. s. frv., að kalla sér að fyrir- haínarlausu, og var það i einu orði sagt aðdáunarvert hvernig hundurinn rækti sitt starf. Hann hafði í fám orðum sagt fullt vald á hópnum. Er hann hafði rekiö kindurnar í hnapp t. d. gat hann lagzt fram á lappir sinar og hvorft vökulum augum á hóp- inn, og þurfti ekki nema lyfta höfði, til þess að kind, sem ætl- aði að strjálast úr hópnum, hætti við öll slík áform. Minkaplágan. En það er ekki eingöngu við fé, sem góðra hunda er mikil þörf. Sennilegt er. að fátt mundi verða eins áhrifaríkt í barátt- unni gegn minkunum, og það, að hafa not hunda, sem eru naskir á að þefa uppi minka. Alltaf verið taldir „gersemar“. Vitrir hundar hafa annars svo ■ langt sem sögur ná verið taldir „gersemar miklar“. Svo segir um hundinn Víga í Ólafs sögu Tryggasonar, en sú frásögn er- mjög fræg: „Þat barst at, þá er þeir váru í írlandi ok höfðu tekit herfang, er þeir áttu oft at hrósa, þá ráku þeir til skipa ótalligar hjaröir, bæði naut ok sauði ok geitr, ok ætluðu at búa þat til vista sér ok í’áku þat til skipa. Þá gekk at Ólaíi einn fátækr búandkarl ok herfilega búirtn ok bað hann gefa sér hjörð sina, þá er hann kenndi sér ok reka aftr til húsa sinna. „— er skilit fær mér til handa hundr minn“. Ólafr svarar: „Eigi má ek veita þér þat, er þú biðr, því at ekki fær þú skilit hjörð þína af svá miklum fjölda, því at þú munt hvárki mega kenna né sanna, og engi maðr sá finnast, er lyktir geri á þvi.“ — Bóndi mælti þá: „Gerið þá miskunn við milk, at ek fá þat af fé mínu, er skilit fær mér til handa hundr minn.“ — — Þá mælti Ólafr: „Ef þú átt svo spakan hund sem þú segir, at hann íær skilit frá sauði þína og naut ok merkt þat frá annarri hjörð með kunnáttu sinni ok speki, þá vil ek veita þér bón þína. En hygg at þú, at hundr þinn geri oss enga dvöl.“ „— I»á hleypr fram liundurinn.“- En at bjóðanda bónda þá hleypr fram hundrinn i ótalliga flokka hjarðarinnkr ok rannsak- aði. Ok eigi á hálfri.stundu "dags- ins hafði hann fráskiíit allt fé bóndans ok rak á brott frá öðru

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.