Vísir - 12.10.1957, Side 8
Kkkert bl»B w 'édýrara I áikrlft en Ví«lr.
KiátlS harm færa y8ur fréttir «2 armað
ySar hálín.
Siml 1-15-80.
Laugardaginn 12. október 195T
Munið, a3 Jieir, sem gerast óskrifendar
Vísis eftir 10. hvers mánaSar, fá bUSHI
ókeypis til mánaðamóta.
Að vesian :
Ný vatnsveita á Flateyri.
Vélstjóranámskeið á Ísaíirði. — Kvartað tmt
ónóga landhelgisgæzfu.
T1 ísafirói, 8, okt. 1947.
Nú er loldð nýrri vatnsveitu
á Flateyri í Önundarfirði. Er
vatnið leitt úr Klofningsá inn í
Ijiiorpið og er það nær tveggja
)km. lei£\ Kostnaður við verkið
iðr áætlaður 800 þúsund krónuv.
Vatnsskortur var áður á
Flateyri. Bætir nýja vatns-
leiðslan úr brýnni þörf.
I sumar var lagt hér á land
staurar og ýmislegt annað efni
í háspennulínu frá Flateyri til
Gúgandafjarðar og háspennu-
línu um Hvilftarströnd og Mos-
vallahrepp. Ákveðið er að línan
xnilli Flateyrar og Suðureyrar
f Súgandafirði liggi um Klofn-
ingsdal og Klofningsheiði niður
í Vatnadal og þaðán áfram til
Suðureyrar í Súgandafirði. Þess
ar framkvæmdir, sem eru einn
hluti Mjólkurárvirkjunar í Arn-
arfirði, bíða næsta sumars. [
Sjálfstæðisfélagið
Skjöldur
x Patreksfii'ði hélt fund I gær.
ðíthlutun úr MéÓurmáls-
SJOOI.
Stjórn Minningarsj. Björns Jóns
i sonai’, Móðurmálssjóðsins,
í ákvað á fundi, sem haldinn
f var 8. október síðastliðinn, á
j- fæðingardegi Björns Jóns-
sonar, að veita að þessu sinni
Bjarna Benediktssyni, aðal-
f ritstjói’a Morgunblaðsins,
f verðlaun. í skipulagsskrá
f fyrir sjóðnum segir, að til-
} gangur hans sé að verðlauna
f mann, sem hefur aðalstarf
sitt við blað eða tímarit, fyr-
ir vanda ðmál og góðan stíl.
Stjórn sjóðsins skipa: Dr.
Einar Ól. Sveinsson, prófes-
sor í íslenzkum bókmenntum
við Háskóla íslands; er hann
formaður stjói'narinnar; dr.1
Halldór Halldórsson, dósent
í íslenzku nútíðarmáli við
Háskóla íslands;. Jón Sig- |
urðsson frá Kaldaðarnesi,
skipaður af menntamálaráð-
r herra; Karl ísfeld, blaða-
maður, kjörinn af Blaða-
mannafélagi íslands, og Pét-
' ur Ólafsson, hagfræðingur,
fulltrúi niðja Björns Jóns-
sonar. (Frá stjórn sjóðsins).
Á fundinum var kosin nefnd til
undii'búnings sveitarstjórnar-
kosningum í janúar nk. Er mik-
ill hugur í Sjálftsæðismönnum,
að vinna vel og ötullega að
kosningunum.
Vélstjóranámskeið
Fiskifélags íslands á ísafirði
var sett 5. þ. m. Nemendur eru
14. Foi’stöðumaður og aðal-
kennari á námskeiðinu er Guð-
mundur Þorvaldsson yfirvélstj.
Kvartað
um ónóga
landlxelgisgæzlu.
Á fundi Fiskifélags Súgfirð-
inga 6. þ. m. komu fram kvart-
anir um ónóga landhelgisgæzlu
hér við Vestfirði nú í sumar.
Var þar sagt frá ýmiskonar á-
gengni erlendra togara við vél-
báta, sem stunduðu handfæra-
veiðar,
Veiðar í
þorskanet
hafa verið ágætar undanfarið.
Nú stunda alls 10 vélbátar
veiðar þessar. Se>: heimabátar
og fjórir aðkomubátar frá Rvk.
Afli í gær var hæstur hjá Her-
móði frá Rvk., 13 smálestir.
Mesetan afla hefir Aðalbjörg
frá Rvk. Hún fékk 17 smál. 4.
þ. m.; 23 smál. 5. þ. m. og í
gær 10 smál.. Alls 50 smál. á
þi’émur dögum. Heimabátai’nir
hafa færri net en aðkomubát-
arnir og hafá því aflað minna.
Bridge-keppn!:
Agnar og Ólafur
langefstir.
Tvímennlhggskeppni Bridgefé-
lags Keykjavíkur í I. flokki stend
ur yfir og eril tvrær umferðir
búnar af þremur, sem spilaðar
verða alls.
Efstu tvimenningarnir eru nú
þessir: 1. Agnar Jöi’ensson og
Ólafur H. Ólafsson 515 st. 2. Giss-
ur Guðmundsson og ívar Ander-
sen 457 st. 3. Haukur Snævalds-
son og Þórir Sigurðsson, 455 st.
Ragnar Halldórsson og Úlfar
Kristmundsson 452 st. 5. Ásmund
ur Pálsson og Indriði Pálsson 448
st. 6. Bjai’ni Jónsson og Marínó
Erlendsson 427 st. 7. Guðmund-
ur K. Sigurðsson og Karl Tóm-
asson 423 st. 8. Eirikur Baldvins-
son og Guðmundur Ó. Guð-
mundsson 419. stig.
Þriðja og síðasta umferðin
verður spiluð á þriðj udagskvöld-
ið kemur í Skátaheimilinu og
hefst kl. 8.
ítalska sexiatið lxefur stað-
fest Evrópusáttmálaim um
sameiginlegan inarkað, Ftxll
trúadeildin Ixafði áður stað
fest hamm.
ísl. háskólaborgurutn
bo5nir námsstyrkir
í Bandaríkjumim.
Menntastofnun Bandaríkj-
anna her á landi (Fulbright-
stofnunin) mun á næsta ái'i
gera tillögur um veitingar eft-
irtalinna ferða- og náms-
styrkja handa íslenzkum há-
skólaborgurum til háskóla-
náms í Bandaríkjmxum á skóla-
ári því, sem hefst í september-
mánuði 1958:
1. Sjö ferðastyrkja, sem
nægjamunu til þess að greiða
ferðakostnað milli Reykjavík-
ur og New York og heim aftur.
2. Allt að fjögurra náms-
styrkja til framhaldsnáms við
bandaríska háskóla. Þessir
styrkh' verða aðeins veittir
þeim, sem þegar hafa lokið
háskólapi’ófi og hyggja á frek-
ara nám erlendis.
Stofnun tekur á móti um-
sóknum um styi’ki þessa og
gerir tiliögur um hverjir skuli
hljóta þá.
Þá hefur sendiráð Banda-
ríkjanna hér tilkynnt, að til
viðbótar og samhliða þeim
námsstyrkjum, sem nefndir
eru hér að ofan, muni Banda-
ríkjastjórn veita þrjá náms-
styrki á háskólaái'inu 1958—
‘59, sem nægja ínunu fyrir
dvalarkostnaði og skólagjöld-
um yfir' skólaárið. Þessir þrír
styi'kir vei'ða veittir til fi'am-
haidsnáms, og koma þeir einir
til greina, sem þegar hafa lokið
háskólaprófi.
Þeir, sem hug hafa á að
sækja um styi’kina, skulu
skrifa hið fyrsta eftir xunsókn-
ai’eyðublöðum, en þau þurfa
þeir síðan að fylla út og senda
til stofnunai'innar fyrir 5.
nóvember n.k. — Utanáskrift-
in er: Menntastofnun Banda-
ríkjanna á íslandi, Pósthólf
1059, Reykjavík.
Skilmmgafélagió /yGunn-
logi" hefur starfsemi
sína.
Skylmingarfélagið „Gunnlogi“.
|iefur vetrarstarfsenxi sína
mánud. 14. þ. m. í Miðbæjar-
skólanum kl. 8.45.
Kennari verður Klemenz
Jónsson og hefur hann verið
þjálfai'i félagsins frá byrjun.
30—40 manns sóttu tíma að
jafnaði í fyrravetur og virðist
áhugi fyrir þessari göfugu
íþrótt fai’a vaxandi.
Skylmingaíþróttin er karl-
mannleg íþrótt og alhliða. ■—
Ungir sem gamlir geta stundað
hana. Áhöld eru nokkuð dýr og
áhaldabrot tíð. Félágið leggur
öll áhöld til.
Stjórn Gunnloga skipa nú
Garðar Steinason form., Ki’ist-
ján Gunnlaugsson gjaldkeri og
Rafn Hafnfjörð ritari.
•éf Vei’ð brezkra árdegisblaða
hefir verið liækkáð. nm
fjórðung — úr 2 í 2% pence
í lausasölu.
Efnt til fyrirlestra um
guðspeki hér.
Brezkur fyrirlesari staddur hér á vegum
Guðspekiféiagsms.
Komimx er hlngað tU lands il
vegum Guðspekifélagsixxs brezk-
xu' fyiirlesari að nafni Jolxn
Coats, maður xiðförull og víð-
kxmnur. Mun hann dveljast hér
;t landi tæpan hálfsmánaóartixna.
í sambandi við komu mr. Co-
ats vei'ður háð svokölluð „Guð-
spekivika" í aðalstöðvum Guð-
spekifélagsins hér, Guðspekifé-
lagshúsinu Ingólfsstræti 22 til
kynningar guðspeki og starfi og
sjónarmiðum Guðspekifélagsins.
Vei'ða fjórir opinberir fyrirlestr-
ar í Guðspekifélagshúsinu, haldn
ir af mr. John Coats, fyrsti á
sunnudagskvöld, annar miðviku-
dagskvöld, þriðji á fundi í Guð-
spekistúkunni Mörk á föstudags-
kvöld og fjórði sunnudagskvöld
20. okt. Frú Guðrún Indriðadótt-
ir túlkar fvrirlestrana. Utanfé-
lagsfólki er heimill aðgangur á
þá alla.
Mr. Coats er fimmtíu og eins
ái's og hefur verið guðspekifélagi
um áratugi. Hann var í fimm ár
foi’seti Englandsdeildar félagsins
og á nú sæti í stjórn Evrópusam-
bands Guðspekifélaga. Hann hef-
ur dvalizt í aðalstöðvum félags-
ins í Indlandi fjórum sinnum og
ferðazt um Ástralíu, Nýja-Sjá-
land, Afriku, Norður-Ameríku og
Evrópu á vegum félagsins.
Aðalfundur Guðspekifélags ís-
lands var nýlega haldinn. Deilda-
forseti var endurkjörinn Sigvaldi
Hjálmarsson. Enn fremur voru
endurkjömir í stjóm Guðjón B.
Baldvinsson og Þói’ir Ben. Sigur-
jónsson. Fyrir voru í stjórninni
frú Guðrún Indriðadóttir og Sig-
urjón Danivalsson.
Homsteiim ai kirkju Óháða*
safnaðarins lagður á sunnudag.
FélagslieiinSli saíuaðarins vígf
saiua dag.
Vér viljum vekja sérstaka at-
hygli safnaðarfólks og annarra
á því, að kirkjubygging vor er
að komast undir þak og félags-
heimilið í henni að verða fullgert
þó ekki sé nema ár liðið síðan
byggingai'framkvæmdir hófust.
í þvi sambandi leyfum vér oss
eiruxig að benda á það sem er
aðaleíni þessa ávarps að nú lief-
ur safnaðarfólkið með sérstökum
hætti færi á að lyfta þessu brýna
liagmunamáli og áhugamáli sínu
yfh’ örðugasta hjallann með sam
stilltu átaki, það er að segja með
því að kaupa skuldabréf kirkj-
unnar, sem safnaðarstjórnin
hefur nú látið gefa út og tryggt
með veði í félagsheimilinu.
Hér er ekki verið að fara fram
á neinar gjafir heldur aðeins lán
með 7% vöxtum, sem eru hærri
vextir en fólk fær af sparifé sinu
í bönkum. Nöfn þeirra sem
kaupa skuldabréfin eru ekki
skráð nema þeir vilji það sér-
staklega. Bréfin endurgreiðast á
15 árum, þau hljóða á 250 og 500
krónur og geta menn keypt eitt
eða fleiri eftir vild. Landsbank-
inn hefur tekið að sér að sjá um
árlegan útdrátt bréfanna og
vaxtagi'eiðslur. Bréfin eru seld á
þremxu’ stöðum, í Landsbankan-
um, hjá Andrési Andi’éssyni safn
aðarformanni, Laugaveg 3 og
hjá Boga Sigurðssyni safnaðar-
gjaldkex'a Laufásvegi 36.
Nú eru það einlæg tihnæli vor
að þeir sem á undanföi’num ár-
um hafa hugsað sér að Ijá
Kii’kjubyggingarmáli voru ein-
hvern tíma lið, gefi því gaum,
að þöx’fin verður naumast meiri
í annan tíma en einmitt nú þeg-
ar framkvæmdir byggingarinnar
standa sem hæst.
Töluvert hefur þegar selzt af
skuldabréfum kirkjunnar, mark-
miðið er að þau verði öll seld um
Kirkjudag safnaðarins, sem ekki
mun verða haldinn fyrr en í
næsta mánuði vegna seinkunnar
á ýmsu, sem þurft hefur að út-
vega frá öðrum lödum til nýja
félagsheimilisins.
Með vinsemd og virðingu
Þökkum fyrir birtinguna.
Stjórn Óháða safnaðarins.