Vísir - 18.10.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 18.10.1957, Blaðsíða 7
Föstudaginn 18. október 1957 VlSIK Ungur, íslenzkur fjörliestur. Sigrasf þarf á ördugleikum á lítfhitningi á hestum, Frumnfðmning hesfa kennd á Hvanneyri. Bsietaahir tíiltarar ag arahískir gtvöiagar. í eftirfarandi viðtali svarar Gunnar Bjarnason spuminguin tíðindamanns Vísis um vió- skipti og flutninga í sambandi við þann litflutning hesta, scm vikið hefur verið að í tveim fyrri viðtölum. Ennfrcmur fjallar viðtalið um tamningu hesta á Hvanneyri. Fyrri spurningin var svo hljóðandi: „Er auðvelt að fást við þessi viðskipti og flutninga í sambandi við þau?“ Ýmsir ört'agleikar. Nei. Þessi viðskipti eru í fyllsta máta örðug viðureignar.' Ber þar margt til. í fyrsta lagi eru öll viðskipti íslendinga við sterlings- og dollaralöndin örðug og vegna þess verða hest- arnir okkar allt of dýrir. Einnig 1 leggst óhemjulegur kostnaður á hestana, t. d. er svipað flutn- ingsgjald fyrir hest og farþega á ódýru farrými, og verður flutningskostnaðurinn með tryggingum 800—1000 kr. Þá þarf að greiða 25%, toll af gelt- um hestum í Þýzkalandi, en hægt er í sumum íkjunum (þ. e. ríkjunum í þýzka sambands- lýðveldinu), að fá endurgreidd- an tollinn af hryssum og stóð- hestum. Svo leggst líka mikill kostnaður á hrossin í hinum erlendu höfnum. Viðskiptin eru miklu auðveldari við Bretland og þar er enginn tollur og eng ar hindranir gegn innflutningi íslenzkra hesta. Nauðsyn að draga úr hömlum. Það er ekki aðeins mikil- vægt heldur nauðsynlegt, að ís- lenzk stjórnarvöld reyni að komast að .samkomulagi við þýzku ríkisstjórnina um að draga úr hömlunum á þessum viðskiptum. Því miður hefir sendiherra íslands í Bonn, Helgi Briem, ekki haft trú á málinu, og hefir því ekki haft áhuga á að vinna að því, eftir því sem eg bezt veit. En ekkert málefni vinnst án trúar á það, og raunar má einnig segja, að þá fyrst verði málin að málefn- um, þegar einhver fer að vinna fyrir þau af trú og þrautseigju. Skylt er að geta þess, að þýzka sendiráðið hér hefir sýnt mik- inn skilning og áhuga á málinu !og brýnt mig til dáða. Eitt mesta vandamálið er innlent. Eitt mesta vandamálið er þó innlent. Það er flutningarnir. Það virðist svo, sem ekki megi nota íslenzk skip til þess að flytja hesta úr landi. Skipin mega ekki áhreinkast og hest- arnir geta ekki verið með öðr- um varningi. Eimskipafélag ís- lands virðist gera allt, sem í þess valdi stendur fyrir mig, en það virðdst alltaf tapa mikl- um fjárhæðum i hvert skipti, sem hestar eru fluttir, og eg sé ekki nokkra leið, eins og stend- ur, til þess að koma þeim 60 hestum, sem fyrr var um rætt, til Bretlands, en þeir þurfa að fara fyrir 1. desember. Hér er um að ræða vandamál, sem verður að leysa, en sem ekki er leyst enn. Hestarnir þurfa að geta farið reglulega með áætlunarskipum til brezkra og þýzlcra hafna, og sennilega þarf að byggja sérstakar hesta- geymslur í slíku áætlunar- skipi. Ætli minnki ekki bráðum um farþegaflutningana, svo að hætt verði að flytja Færeyinga á þeim stað í Gullfossi, þar sem bezt er að koma hestunum fyr- ir. Eg hygg þó, að málið verði leyst með þrautseigju. Þannig fengust loks sömu gjaldeyris- fríðindi fyrir hesta og fiskaf- urðir. Það stóð í stappi með það í mörg ár, virtist óleysanlegt i og var samþykkt með dræm- , ingi. Kvabb og viðskiptafrelsi. Eg mun ekki hætta að kvabba. Verst er hvað þeir, sem sífellt kvabb, verða óvinsælir, en ef við fengjum meira viðskipta- frelsi mundi eg þreyta færri með kvabbi mínu, sem sumir kalla frekju og ósvífni, og þá mundi sjást hve auðvelt er að vinna hesturn okkar markað. Það er ömurlegt að stríða við vitlaust verðlag og viðskipta- hömlur, sjálfskaparvítin. ' Kennsla í tamningu hesta. ,,Þú kennir hestatamningu á Hvanneyri á vetrum? Hvernig gengur sú starfsemi? Eru ekki ýmsir vantrúaðir á, að hægt sé að kenna mönnum hseta- mennsku?“ „— ef hann vildi hætta við þá firru.“ Þegar Hvanneyrarskóli tók til starfa veturinn 1899 sótti að- eins einn piltur um skólavist, og góðbóndi í héraðinu bauð honum hæsta vetrarmanns- kaup, ef hann vildi hætta við þá firru, að ætla sér að læra bú- skap af bókum. Menn hneyksl- ast alltaf á öllum hlutum, — einhverjir. Menn vitna í Matt- hías, sem sagði föðurnum, að hann gæti ekki kennt svni hans að verða skáld, því að slíkt [ sennilega verður hún einnig væri náðargjöf. Rétt er það, að ibjargvættur íþróttarinnar og enginn verður skáld með því að hestamannafélaganna, þvi að ganga í skóla, en jafnvel ljóð- skáldin verða að læra brag- fræði, og þeir, sem vilja njóta Ijóðlistar þurfa einnig að kunna grundvallarreglur bragfræð- innar. Sama gildir um hesta- mennskuna. Grundvallarreglur. „Hestamenn af gu& náð.“ þar verða mönnum“. menn að „hegta Aðstaðan i ekki góð. 1 Að vísu er aðstaðan á Hvann- 'eyri alls ekki goð, en það'ér hægt að kornast af samt. Það er áhugi nemendana, sem allt byggist á. Án hans hefðu veg- A Hvanneyri kennum við legar byggingar engin áhrif. Eg nemendunum grundvallarregl- ur hestamennskunnar og samn- ingárinnar, og nemendurnir frumtemja, gera hestana mann- vana og þæga, og oft er farið að bera á kostum hjá hestun- um eftir þessar 8—10 vikur, sem tamning stendur yfir. Annars fulltemjast fáir hestar á skemmri tíma en tveimur ár- um, nema brúkunin sé stöðug veit ekki hvort eg óskaði eftir beti'i aðstöðu, því að eg hefi svó oft séð byggð musteri yfir aum- ingjaskapinn og áhugaleysið og af almanna fé, svo að ekki s& tekið dýpra í árinni. Skóli ér fyrst og fremst „starf“. „Hvað viltu annars segjá okkur um framtíð hestsins hér á landi og annars staðar?“ Hestaræktendur og hesta- og góðir tamningamenn eigi hlut j vinir hafa helzt ekki viljað að máli. — Hér á landi vilja: horfast í augu við staðreynd- ýmsir'telja sig „hestamenn afjirnar og rás viðburðanna, en eg guðs náð“. Eg þekki marga góða | er þeirrar skoðunar, að þræl- hestamenn og held, að þeir liafi allir aflað sér þekkingar, mest úr bók Theódórs Arnbjörnsson- ar (Hestar), og úr öðrum bók- um; einnig á sýningum og í ritgerðum. Kitgerð, sem myndaði þjóðarskoðun. Ólafur Stephensen myndaði fyrstur manna fræðilegar skoð- anir um hesta og hestarækt með ritgerð sinni í Klausturpóstin- dómssögu hestins sé lokið, og eg fagna því. Skemmtihestur- inn á liins vegar mikla framtíð, og þar verður íslenzki reiðhest- urinn brátt settur í fremsta sæti. Eg marka það af því, að mest af vinsældum sínum hefir hann fengið, án þess að dáend- ur hans þekki töltið. Seinná komast menn einnig erlendis upp á að nota unaðsganginn, og þá margfaldast hamingjan. Þeir fáu útlendingar, sem hafa kom- izt upp á lag með að nota tölt- um á 18. öld. Þessi ritgerð; ið, geta ekki hugsað sér annan myndaði þjóðarskoðun, ér varð hestamönnum rótgróin. Hún er þeii'ra „eðlisvit" á hestum, þótt þeir viti það ekki sjálfir. — Tamningakennslan á Hvann- reiðhest en íslenzkan töltara, enda þótt þetta fólk sé vant arabískum gæðingum. Reiðskól,- arnir hafa ekki tekið þetta mát ennþá á sína dagskrá, en eg eyri á eftir að hafa mikil áhrif. vinn að því, og það kemur áður á íslenzka hestamennsku, og en langt um líður. Hilmar Jónsson: Moldvörpustarfsemi Krist- ins Andrássonar. Stefán Jónsson í Kirkjubæ á Randveri hesti sinum. uppáhalds kynbóta- I þessari stuttu grein langar mig til að víkja nokkrum orðum að hinni séi'kennilegu moldvörpu starfsemi menningarfulltrúans við Þingholtsstræti. Mannkyns- sagan fræðir okkur um einstak- linga, er gert hafa glæpi og af- , brot að féþúfu. Frá síðustu ár- um þekkjum við mann að nafni A1 Capone, ér stundaði slikan atvinnurekstur í Ameríku. Eg geri ráð fyrir að flestir þeii', er nutu handleiðslu hans, hafi ekki gert sér neinar grillur um hlut- verk sitt í lííinu. Þeir vissu, að þeir voru brotlegir liæði gagn- vart Guði og mönnum. Kommúnistum er öðru vísi farið. Þeir eru fyrstu stórglæpa- I mennirnir í sögunni, er halda að þeir vinni í þágu mannúðarinn- ar. Þótt Klaus Fuchs, atómnjósn arinn frægi, fremdi laridráð í landi, þar sem allir liöfðu reynzt honum góðir og honum hafði verið trúað fyrir leyndarmálum, er vörðuðu velferð alis mann- kynsins, þá flaug honum aldrei i hug, að hann væri á rangri liraut. Svo sterkur er lygaáróður nútimans. Hér á landi gefa kommúnist- ar út um 20 blöð og timarit, j sem öll haía það markmið að. veiða fólk í sama netið og Fuchs sat fastur i. Yfirmaöur austur- manna i þeirri ófögru baráttu er Kristinn Andrésson forstjórl Máls og menningar. Hlutverk Kristins er tvíþætt: annars vegar útgáfustarfsemi, hins vegar bók- mennta og skemmdarverk. Sem bókmenntafræöingur á hann að búa í haginn fyrir byltinguná á Islandi. Það gerir hann með því að níða mikilmenni en iofá skoðanalausa vesalinga, sovét- trúarmenn og atomskáld. Allir, sem rniða að upplausn og eyði- leggingu íslenzks menningarlífs, eiga vissan griðastað Iijá Kristni Andréssyni — Máli og menning. Áðurnefnt útgáfufyrirtæki austan manna mun hafa um 3 þúsund fasta kaupendur. Margir umboösmanna þess eru kennar- ar. Að æskulýðsleiðtogar á Is- landi hafa í stórhópum ánetjast Stalín og erfingjum hans, stafar. meðal annars af hinu óheppilega kennslukerfi sem Brynjólfur Bjarnason fékk hér samþykkt 1946. Samtímasaga, bókmenntir og þróun mála á íslandi eftir daga Jóns Sigurssonar hafa ver- ið gerð hornreka i skólum lands- ins. Afleiðingin er rótlaus æská og áhugalitir uppalendur. Þess,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.