Vísir - 06.11.1957, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Miðvikudaginn 6, nóvember 195?
j^GATHA PhRISTIE
flUap leifap
lifflja til...
62
„Komu tveir menn, sem hétu André og Juvet einnig þangað,
meðan þú varst þar?“ spurði Edward snögglega.
„Já,“ svaraði Viktoria. „Annar var veikur í maganum, svo að
hann fékk að hvíla sig í bækistöðvarhúsinu.“
„Þeir voru okkar menn,“ mælti Edward.
„Hvað voru þeir að gera þar? Voru þeir að leita að mér?“
spurði Viktoria.
„Nei, eg hafði enga hugmynd um, hvar þú mundir vera niður
komin," sagði Edward. „Richard Baker var nefnilega í Basra um
leið og Carmichael, og við vorum hræddir um, að Carmichael
hefði getað laumað einhverju til hans.“
3nnar aftur, svo að hún reis á í'ætur i skyndi. Hana langaöi ti!
að komast sem skjótast í margmenni, fara til gistihúss Tios,
hitta hann og þiggja af honum hressmgu, þvi að henni hraus
hugur við að vera lengur ein í návist Edwards. Nú yrði hún að
bera kápuna á báðum öxlum framvegis — halda áfram að leika
á Edward með þvi ad þykjast full af iiundOatri lotningu íyrír i
honum, og vinna gegn ráðabruggi hans á laun. Hún tók til máls:
„Heldur þú, að Dakin viti ef til vill, hvar Anna Scheelé er niður
komin? Eg gæti kannske komizt að þvi hjá honum. Hann léti
kannske í þaö skína, ef eg fitjaði upp á því við hann.“
„Það er ósennilegt, og svo muntu heldur ekki hitta hann aítur,"
svaraði Edward.
„Hann sagði mér að koma og tala við sig í kvöld," sagði
Viktoria, þótt það væri síður en svo sannleikanum samkvæmtj
en óttahrollur fór um hana um leið. Honum mun þykja það
einkennilegt, ef eg kem ekki, eins og um var talað.“
„Það skiptir engu máli, hvað hann hugsar, eins og nú eri
ikomið,“ mælti Edward. „Við erum búnir að ráða við okkur,
hvernig við högum þessu í alla staði.“ Svo bætti hann við eftlr
andartak: „Þú munt ekki sjást aftur í Bagdad."
„En Edward, allar eigur mínar eru i gistihúsi Tios! Eg er búin
að taka herbergi á leigu þar.“ Hún var að hugsa um treíilinn,
sem var ómetanlegur.
„Þú munt ekki þurfa á neinni af þelm flíkum að haida fyrst
'um sinn. Eg er búinn að velja það, sem þú átt að klæðast," sagði
Edward. .Komdu nú.“
„Baker hafði orð á því, aö leit hefði veriö gerð i herbergi hans.
TJrðu þeir einhvers vísari?" mælti Viktoria.
„Nei, en hugsaðu þig nú vandlega urn, Viktoria. Kom þessi
Lefarge á undan eða eftir okkar mönnum?"
Viktoria þóttist vera í mjög þungum þönkum, meðan hun velti
því íyrir sér, hvort heppilegra væri aö segja að þessi tilbúni
Leíargé liefði komiö á uudan eöa eftir útsendurum Edwardsi
Svo tók hún ákvörðun sína.
„Það var," sagði hún með hægð, eins og hún rembdist við að
muna það, „já, það var daginn áður en hinir kornu!"
„Og hvað gerði þessi maður þar eiginlega?" spurðí Edward.
„Nú,“ svaraöi Viktoria, „hann skoðaði staöinn með dr. Paunce-
foot, en síðan fór Richard Eaker með honum til hússins, til þess
að sýna honum einhverja muni, sem þeir höfðu fundið upp á
síðkastið."
„Fór hann til hússins með Richard Baker? Töluðu þeir sam-
an?“
„Eg geri ráð fyrir því,“ sagði Viktoria. „Eg á við, að þeir hafi
varla skoðað formnenjarnar alveg steinþegjandi, eða hvað finnst
þér?“
„Lefarge," tautaði Edward aftur. „Hver er þessi Lefarge?
Hvernig getur staðiö á því, að við vitum ekki nokkurn skapaðan
hlut um hann?“
Viktoriu langaöi til að láta gaminn geysa og segja. „Hann er
bróðir frú Harris," en hætti svo við það. Hún var ánægð með að
hafa búið þenna Lefarge til. Hún sá hann greinilega í anda —
írekar grannan, fölleitan ungan mann, dökkhærðan, með yfir-
skegg. Rétt á eftir spurði Edward nánar um hann, og þá gaf hún
greinargóða lýsingu á honum.
Lestin hafði aldrei verið talin
hraðlest en þennan morgun tók
út yfir allan þjófabálk. Eftir að
lestin hafði stoppað átta sinnum
og tuttugu mínútur í seinasta
sinnið stakk maSur nokkur
hausnum út um gluggann eld-
rauður í framan af vonzku og
hrópaði: —• Halló, hvers vegna
stoppum við svona lengi hérna?
— Það er verið að setja vatr.
á eimvagninn.
•— Segið þá vélamanninum ac9
nota stærri teskeið.
Feit og fyriríerðarmikiU
kvenmaður kemur inn í yfir-
fullan strætisvagn og litur ár-
angurslaust í kringum sig að
sæti. |
— Þér hafið ekkert að sitja á,
frú mín góð, segir ungur mað-
ur, sem vill vera hjálplegur.
— Jú, hað hef eg en eg veit
ekki hvar eg á að láta það.
*
Þau stigu aftur upp í bifreiðlna, og þá sagði Vikíoria við sjálfa
sig: „Eg hefði átt að vita, að Edward mundi aldrei vera sá sauður
að leyfa mér að ná sambandi við Dakin, þegar eg var bú!n að
komast að öllu saman. Hann heldur, að eg sé alveg vitlaus 5 «ér
— já, eg held, að hann sé viss um það — en samt ætlar hann
ekki að eiga neitt á hættú að því er það snertir." Svo sagði hún
við Edward: „Verður ekki gerð leit að mér, ef eg — ef eg týnist
þannig?"
„Við munum sjá við því. Opinberlega munum við kveðjast viS
torúna, af því að þú ætlar að hitta einhverja kunningja á vinstri
bakka fljótsins."
„En hvað gerist í raun og veni?“ spurði Viktoria.
„Við skulum bíða og sjá, hverju fram vindur," svaraði Ed-
ward.
Viktoria sat þegjandi, meðan bíllinn þaut áfram eftir ósléttum
veginum, sem beygði sitt á hvað innan um pálmatrén og skauzt
yfir brýrnar á áveituskurðunum.
„Lefarge," tautaði Edward fyrir munni sér. „Eg vildi óska, að
við vissum, við hvað Carmichael átti meö því na,fni.“
Viktoria tók viðbragð, þegar hún heyrði þetta. „Ó, eg stein-
gleymdi að segja þér frá því,“ sagði hún. „Eg veit ekki, hvort
það hefur nokkuð að segja, en einhver maður að nafni Lefarge
kom til bækistöðvarinnar við Tell-hæð einn daginn, meðan eg
var þar.“
„Hvað?“ Edward varð svo forviða, að hann missti næstum
jstjórnina á bifreiðinni. „Hvenær var þaf ?“
„Ó, það hefur verið fyrir svo sem viku. Hann kom frá Sýrlandi,
jninnir mig.“
Þau voru nú komin inn í úthverfi borgarinnar. Edward beygði
inn í hliðargotu milíi einbýlishúsa í hálf-evrópskum stíl. Hann
stöðvaði bifreiðina fyrir framan hús eitt, þar isem all-stór bif-
reið var fyrir. Síðan stigu þau út úr bifreiöinni og gengu upp
aö húsinu. Grannvaxin kona, dökk yfirlitum, lauk upp fyrir •
þeim, og Edward sagði eitthvað við hana á frönsku. Hann talaði
svo ótt, að Viktoria gat ekki fylgzt með því, sem hann sagði, en
eltthvað var það líkt því, að hann tilkynnti, að hér væri unga
konan komin, og bezt væri að framkvæma breytinguna þegar
í stað. ,
Konan sneri sér að Viktoriu og sagði kurteislega á fi-önsku:
„Gerið svo vel að koma ineð mér.“
Hún fylgdi Viktoriu til svefnherbergís, þar sem nunnuklæðn-
aður lá á hvilumii. Konan gaf Viktoriu merki, bg hún fór strax
að afklæðast, og klæddist síðan nunnubúningnum, sem var mikill
fyrirferðar og úr dökku, þykku efni. Konan hagræddi á henni
höfuðbúnaðinum, og þegar Viktoria leit í spegil, fannst henni
andlit sitt einkennilega bjart og ójarðneskt. Konan lagði talna-
band um hálsinn á henni, og þegar Viktoria var komin í gróf-
gerða skó, var hún á ný leidd fyrir Edward.
„Búningurinn virðist fara þér ágætlega,“ sagði hann. „Gættu
þess að vera niðurlút jafnan, en einkum þegar karlmenn eru
nærri."
Franska konan hafði gengið frá, en kom aftur að vörmu spori
í samskonar búningi. Nunnurnar tvær gengu þvi næst út úr
húsinu, og stigit upp í bifreiðina, sem beðið hafði utan dyra, en
hávaxinn maður i Evrópufötum sat nú við stýri hennar.
„Nú máttu ekki bregðast, Viktoria," sagði Edward, þegar hún
var sezt. „Allt er undir því komið, að þú hegðir þér nákvæm-
lega eins og þér verður sagt.“
Það var ekki laust við, að nokkurrar ógnunar gætti í rödd hans.
„Kemur þú ekki með okkur, Edward?" spurði Viktoria kvíðin.
f New York keypti ínaðni*
nokkur vindlakassa og tryggði.
innihaldið gegn bruna.
Þegar hann hafði reykt
vindlana, fór hann ■ til trygg-
ingarfélagsins og heimtaði
tryggingarféð, en það vildi ekki.
greiða það. Maðurinn fór í mál
og vann það. En félagið lét koma
krók á móti bragði og kærði
hann fyrir að leggja vitandi
vits eld í tryggan hlut. Maður-
inn var dæmdur í þriggja mán-
aða fangelsi.
Queen Elizabeth sem vae
stærsta skip heimsins var not-
að til herflutninga en seinna
gert upp. Skipið var svo stórfc
að farþegi einn á öðru farrými
spurði einu sinni þjón einn í
örvæntingu: — Hvar er eigin-
lega leiðin að Atlantshafinu.
Ný „Dönsk-ísfenzk
orðabók".
E. R. Burroughs
tarzam -
2487
Tarzani fannst pab nu
vera skylda sín að . fylgja
Betty-.CoIe til strandarinnar.
Þetta var erfið ferð, en Tar-
zan sýndi konunni enga mis-
kun og iét hana bera þunga
þyrði á daginn cg annast
hin ýmislegu störf í áning-
arstað að kvöldi. Betty 'var
Tarzani gröm végna allra
þeirra starfa, sem hann skip
aði henni að gera, og svo
var það kvöld nokkurt, er
Tarzan hafði sofnað við eld-
inn, ao nun recuí ser srutta
göngu út í skóginn, en hún
hafði ekki hugmynd um að
ókunn augu hvíldu á henni.
Fyrir helgina kom út „Dönsk
íslenzk orðabók" eftir Freystcin
Gunnarsson skólastjóra í nýrri,
endurskoðaðri og breyttrí út-
gáfu, sem þeir Ágúst Sigurðs-
son og Ole AVidding sáu unx
auk aðalhöfundar.
Þetta er mikil bók, rösklega
1000 síður að blaðsíðufjölda og
sett í tvo dálka á hverri síðu.
Helztu breytingar frá fyrri út-
gáfu eru þær að hvcrt upp-
sláttarorð er nú prentað full-
um stöfum og gerir hana þar
með gleggri og auðveldari £
notkun, þá hefur verið fellt
burt mikið af úreltum orðum
og miklu við bætt af nýjum
orðum. Þýðingum hefur víða
verið breytt, forsetningarkafl-
ar margir verið endursamdir
og dæmum fjölgað um föst
orðasambönd og talshætti. Þá
hefur ýmsum skýringum verið
við bætt, svo sem um sjaldgæf
orð, skáldleg orð, óvandað mál,
úrellt orð o. s. frv.
ísafoidarprentsmiðja h.f. gaf
bókina út.