Vísir - 06.11.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað cr ódýraTa £ áskrift en Vísir,
Látið hann fœra yður fréttir og annað
lcstrarcfni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
WÍSIK.
Miðvikudaginn 6. nóvember 1957
Munið, að þeir, sem gerasi askrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Efnt til skíðaferðar á
hverjum sunnudegi.
IKenndar verða skíSaífjróttÍr jjeim sem óska.
Skíðafélögin í Reykjavik liafa
áln'eðið að efna til skíðaferða á
i«unnudögiun eftirleiðis svo fremi
líem þáttaka verður fyrir hendi.
Efndu þau til fyrstu skiða-
• ferðarinnar um síöustu helgi.
Farið var í Skíðaskálann i Hvera
iölum og var þáttaka allgóð.
onjór var nœgur.
Eftirleiðis verður farið á hverj
lim sunnudagsmoi'gni kl. 10 og
verða þær ferðir fyrst og fremst
í Skíðaskálann i Hyeradölum, en
einnig verður efnt til ferða í
aðra skiðaskála ef þáttlaka verð-
ur fyrir hendi.
Komið getur einnig til mála að
<efnt verði til ferða i skíðaskál-
ana á laugardagskvöldum, en
það verður þá auglýst sérstak-
lega.
Það er Guðmundur Jónasson
toifreiðarstjóri, sem annast skiða
.Eerðirnar í vetur eins og að und-
anförnu, en afgreiðslan verður
)hjá Bifreiðarstöð Reykjavikur.
Skíðaráð Reykjavikur hefur á-
Jkveðið að halda uppi skíða-
kennslu um helgar og fá þekkta
og góða skíðamenn innlenda til
þess að kenna. Þar geta jafnt
angir sem gamlir, kai’lar sem
.konur, fengið tilsögn, gegn vægu
gjaldi. Ep ráðgert að skíðaráðin
Utan Reykjavíkur taki upp sams-
konar kennslu hvert í sínu byggð
arlagi í vetur.
Um helgina, sem leið, tóku
iveir ágætir skíðamenn, þeir
Eysteinn Þórðarson og Óskar
Guðmundsson,það upp hjá sjálf-
um sér aö veita tilsögn í skíðai-
þróttum við Skiðaskálann í
Hveradölum. Saínaðist að þeim
stór hópur fólks, sem njóta vildi
tilsagnar þeirra og þykir sýnt að
áhuginn fyrir þessu er mikill.
Sendiherra Noregs
kominn aftur.
Sendiiherra Norðmajina, Tor-
geir Anderssen-Rysst, er kominn
aftur til Reykjavíkur eftir dvöl
S Noregi, og hefir liann tekið á
ný við stjórn sendisveitar Nor-
egs. (Skv. tilk. frá norsku sendi-
sveilinni).
Óvandaðar
kveðjur.
Nasser þræll — Huss-
ein svikari.
Útvarpiö! í Jórdaníu hefur
ráðist livasslega á Nasser. Var
hann kallaftur „þræll Moskvu1
o. s. frv.
í útvarpi frá Kairo s.l. sunnu-
dag var Jordaniustjórn sökuo
um að eiga í leynilegum sam-
j komulagsumleitunum við Israel.
I Því var svarað í gærmorgun í
j Jordaniu, að jEgvptum fær.ót
j ekki að koma með ásakanir
| sem þessar, þeir hefðu „afhent
Gazaræmuna og opnað Suez-
skurðinn fyrir israelskum
skipum“, og hefði Jordania
sannaniv fyrir leynilegu sam-
bandi iniili ísraels og Egypta-
lands. — í Kaifo útvarpinu var
Hussein kallaður svikari.
Lögregltinienn
handteknir.
í Lucknow á Indlandi hafa
62 lögi'eglumenn veriö liand-
teknir.
Þeir höfðu krafist þess að fá
að stofna með sér félag, en það
var bannað, þar sem hleypa
átti inn í félagið mönnum ulan
lögreglunnar.
■ i
Eisenhower Bandaríkjaforseti heftu- aðallega tvennt sér til afþreyingar — golfleik og fiskveiðar.
Nýlega ætlaði liann að íenna við í Newport City, þar sem menn fá oft hröndu úr sjó, og til að
tryggja það, að forsetinn færi ánægður heiin aftur, sendu bæjaryfirvöldin menn niður að
veiðistöðumun með æti, sem þeir dreifðu til að laða aflann nær landi. Um árangur er ekki
getið hjá forsetanum.
Stjórn Varðar endurkosin?
Aðalfttndur var i gær.
Mæðiveikihættan vestra.
Sauðfjárskoðanir og girðingafram-
kvæmdir.
Aðall'undur Varðar var hald-
inn í Sjálfstæðishúsinu í gær-
kvcldi. Þorvaldur Garðar Kristj
ánsson var endurkjörinn for-
maður cinróma.
Meðstjórnendur voru kosnir:
Sveinn Helgason, Sveinn
Björnsson, Sverrir Jónsson,
jPáll Björnsson, Þorkell Sig-
urðsson og Loftur Árnason, en
jvarastjórnendur Gísli Ólafsson,
Baldur Jónsson cg Þórður
Kristjánsson.
í upphafi fundar minntist'
íormaður Bjarna heitins Sig-
úrðssonar skrifstpfustjóra og
risu fundarmenn úr sætum í
ivirðingarskyni við minningu
hans. Lesnar voru upptöku-
beiðnir 39 nýrra félaga.
Þá flutti formaður skýrslu
um starf félagsins á liðnu ári.
Árni Ragnarsson hefur verið
ráðinn skrifstofustjóri. Sveinn
Björnsson kaupm., gjaldkeri
félagsins, gerði grein fyrir fjár-
hag þess, og las upp reikninga,
er síðan voru samþykktir.
Ólafur Björnsson prófessor
flutti því næst fróðlegt erindi:
„Hvað er framundan í efna-
hagsmálunum?"
Níxon hugleiðir
Póllandsheimsókn.
Nixon varaforseti Bandarikj-
anna er sagður liafa áliuga fyrir
að heimsækja Pólland.
Hann hafði sem kunnugt er
ákveðið að fara til ýmissa Vest-
ur-Evrópulanda í vináttuheim-
sóknir á þessu ári, en frestaði
þeim til næsta árs. Yrði af þess-
ari Póllandsheimsókn Nixons
yrði það fyrsta vináttuheimsókn
hátt setts bandarísks embættis-
manns í land austan tjalds.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Iblaðið iiefur fengið frá sauðíjái -
veikivörnuniini, fer nú fram skoð
<lin á sauðfé á Skógarsti'öndinni
<Dg' á Mýrunum.
Er hér um öryggisráðstafanir
að ræða, vegna þess að mæði-
veiki kom upp i Dalahólfinu i
Iiaust, en annars er sauðfé oft
skoðað ella af öryggisástæðum.
Eins og áður hefur verið getið
var slátrað á 6 bæjum og fannst
á þremur þeitra, og verður nú
Sauðlaust til næsta hausts á þess-
tim bæjum.
IFrekari öryg'gisi'áðstafanh'.
Blaðið spurðist fyrir um frek-
ari öryggisráðstafanir vestra.
Verður komið upp gii'ðingu með-
fram Haukadalsá i Haukadals-
vatn, og úr vatninu til norðaust-
urs I girðingu á Laxárdalsheiði,
íil varrmr því .að fé fari únn á
lönd þeirra 6 jarða, sem niður-
skurður fór fram í haust.
Niðiii'.skiuðui' og fjárskipti.
Skipulagður niðurskurður og
fjárskipti hófst 1944 og lauk
niðurskurði haustið 1952 í Rang-
árvallasýslu og tveimur bæjum
í Skaftafellssýslu og var þá búið
að fara hringinn frá Jökulsá á
Fjöllum.
Fargað var um 300.000 full-
| órðnu fé og fluttir um 200.000
dilkar á fjárskiptasvæðin.
Takmarkaður niðurskurður
hefur átt sér stað og fjárskipti
þar sem mæðiveiki hefur komið
upp, á stöku stað, og tekist að
> hindra að veikin breiðist út að
j nýju. Er það von manna, að þær
j varúðarráðstafanif sem gérðai'
hafá verið vestrá og verið er að
gera, komi að fullu gagni.
..Afmælis^juÍ>“ GaiUards:
Fékk traust samþykkt með 164
atkvæða meiríhhrta.
Hann varð 38 ára í gær,
Eftir íiðlega fimm vikna stjórn
arla'eppu hefnr Frakkland nú
aftur rikisstjórn, sem hefur
ineirihluta þings að baki sér, þvi
að fulltrúadeililin sainþykkti
traust í gærkvöldi til Gaiilards,
með 337 atkv. gegn 173.
Átti hann 38 ára afmæli igær
og er yngsti forsætisráðherra
landsins frá þvi á Napolennstím-
anum.
Nokkru lengur dróst, að géng-
ið vær i tii atkvæða, en búizt
hafði verið við, þvx að Gaillard
átti ósvarað ýmsum fyrirspurrt-
um í gærkvöldi allseint. Ein
þeirra var um frumvarpið um
heimastjóm fyrir AlSír, sem
varð Bourges-Maunorey að falli
fyrir 5 vikum. Gaillard kvað það
verða tekið til endurskoðunar og
þar næst lagt fyrir þingið áný.
í ræðu sinni Iagði Gaillard mikla
áherzlu á samstarf og samheldni
flokkanna í efnahagslegri við-
reisn — hún væri höfuðnauðsyn
til bjargar iandinu.
Allir helztu flokkarnir styðja
stjórn Gaillards, nema kommún-
istar. Hann hafði ekki leitað til
þeirra um stuðning.
Ágætt afía-
verð ytra.
Tveir togarar hafa selt er-
lendis og fengið ágætt verð fyr-
ir afia sinn. — Annar þeirra,
Röðull, hefir selt fyrir 421.000
mörk í 3 ferðum-á þessu hausti
og er 5>að aiveg einsdæmi.
Hann seldi nú i Cuxnaven,
230 smál. fyrir 133.760 mörk.,
í sept. seldi hann í Cuxhaven
fyrir 169.536.49 mörk, sem er
algert hámark, og í Bremer-
haven í okt. fyrir 119.029.20
mörk, og verður þannig með-
alsala í 3 söluferðUm um 140
þús. mörk.
Egill Skallagrímsson seldi í
Hull 255 kit rúm eða 162 smál.
fyrir 13.860 stpd.
í dag selur Júní í Bremer-
haven, Bjarni riddari í Brem-
erhaven á rnorgun og einnig
selur Jón Þorláksson í Cux-
haven í vikunni.
Hver er einfægni
Riíssa ?
Fulltrúar Kanada og Indhuids
í stjórnmálanefnd allsherjar
þings Sameinuðu þjóðanna hafa
ræðzt við um stækkun afvopnun
amefndai',
Er sagt, að þeir séu að þreifa
fyrir sér um að koma eitthvað
til móts við Rússa um stærri af-
vopnunarnefnd og sannprófa
þannig einlængi þeirra í afvopn-
unarmálinu.
Rússar höfðu, sem kunnugt er
stungið upp á, að allar Samein-
uðu þjóðimar (82) ættu fulltrúa
í afvopnunarnefnd. — Fulltrúar
vestrænu þjóðann, seinast Dull-
es i gær, hafa lýst yfir, að öllum
mætti ljósf vera, að svo mann-
mörg nefnd væri óheppileg.