Vísir


Vísir - 12.11.1957, Qupperneq 7

Vísir - 12.11.1957, Qupperneq 7
Þriðjudaginn. 12. nóvember 1957 vlsrB 7 /Ular íeiUt ■iffja til... 67 utan úr myrkrinu, að einhver ensk rödd ávarpaSi hana, og henni varð þegar hugarhægra. „Eruð þér ómeidd, ungfrú?" spurði rödtíín. Viktoría kinkaði kolli, en svo féil hún í öngvit. 7 Síminn hringdi og Ðakin tók upp talíærið. Rödd mæiti: „Við björguðum Viktoríu' Jones, án þess að hún vrði fyrir skakkafalli.“ ,,Það er fyrirtak," svaraði Dakin. „Við handtókum einnig Katrínu Serakis og lækninn. Hinn dón- inn stökk ofan af svölunum, og meiddist svo, að honum er ekki líf hugað.“ „Er stúlkan ómeidd?“ „Já, hún féll aðeins í öngvit." „Engar fréttir annars af hinni raunverulegu Önnu Scheele?" „Engar — alls engar.“ Dakin lagði frá sér talfærið. Viktoríu var þó að minnsta kosti óhætt, en Anna Scheele, hugsaði hann, hlýtur að vera dauð ... Hún hafði endilega viljað komast til Bagdad á eigin spýtur, og hafði heitið því aö vera komin fyrir þann 19. Nú var sá 19. kom- inn en engin Anna Scheele. Kannske var það rétt af henni að treýsta ekki opinberri hjálp, því ao menn höfðu brugöizt, og aðr- ir hlotið bana af þeim sökum. En óstudd kæmist hún aldrei á leiðarenda ... Og án Önnu Scheele mundi ekki vera hægt að leggja fram fullnægjandi sannanir. Skrifstofumaður kom inn í herbergið með bréfmiða í umslagi. Á miðanum stóð, að Richard Baker og frú Pauncefoot Jones ósk- uðu eftir viðtali við Dakin. „Eg er ekki við,“ sagði Dakin. „Biðjið þau að afsaka, — segið, að ég sé upptekinn." Skrifstofumaðurinn fór, en kom aftur að vörmu spori með ann- að bréf. Þar stóð: „Þarf að tala við yður varöandi Henry Carmi- chael. R. B.“ Nú stóð ekki á því, að Dakin væri við, og þegar frú Fauncefoot Jones og Richard Baker voru komin inn i skrifstofu hans, tók Richard til máls: „Eg skal véra stuttorður, en svo er mál rneð vexti, að ég gekk í skóla með manni, sem hét Henry Carmichael. Við misstum sjónar hvor á öðrum, og sáumst ekki fyrr en nýlega í Basra, þar sem ég hitti hann dulbúinn sem Araba. Honurn tókst að vekja athygli mína á sér, þótt aðrir veittu því ekki eftirtekt. Yður finnst þetta annars kannske ómerkilegt?" „Nei, ég hef mikinn áhuga fyrir sögu yðai-,“ svaraði Dakin. „Jæja, ég komst að þeirri niðurstöðu, að hann teldi síg í hættu, sem og kom brátt í ljós. Maður nokkur ætlaði að skjóta hann, en ég fékk hindrað það. Carmichael tók til fótanna, en áður laurn- aði hann í vasa minn einhverjum miða, sem þó virðist ekki ann- að en meðmæli með einhverjum Ahmed Mohammed. Eg leit svo á, að Carmichael teldi miðann mikils virði, svo að ég geymdi hann, . því að ég vænti þess, að hann mundi sækja hann bráðlega. Fyrir . fáeinum dögum sagði Viktoría Jones, að Carmichael væri dáin, og af ýmsu öðru, sem hún tjáði mér, réð eg, að þér munduS rétti . maðurinn til að taka við miðanum." Hann lagði óhreinan blað- snepil á borðið fyrir framan Dakin. „Kemur hami yður að nokkru gagni?“ spurði hann að endingu. Dakin dró djúpt andann. „Já,“ mælti hann., Þessi miði er meira virði en þér getið gert ýður í hugarlund. Eg er yður mjög þakk- látur, Baker,“ hélt hann áfram, og reis á fætur. „Þér afsakið, að ég skuli reka yður á dyr, en ég má engan tíma missa.“ Hann heils- aði frú Jones með handabandi og óskaði þess, að hún mætti una sér vel viö hlið mannsins við fornmenjarannsóknirnar. „Eg veit, að dr. Pauncefoot tekur ekki eftir möx-gu, sem gerist umhverfis hann,“ sagði Richard, „en þó geri ég ráð íyrir, að hann mundi gera gert greinarmun á konu sinni og mágkonu.“. Dakin leit spyrjandi á frú Jones, en hún sagði lágri röddu: „Eg er ekki frú Jones. Elsie systir mín er kona lxans og hún er enn í Englandi. Eg litaði bara á mér hárið, og fékk vegabréfið hennar lánað. Eg, lierra Dakin, er Anna Scheele.“ 24. KAFLI. Bagdar hafði tekið miklurn stakkaskiptum. Lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu meðfram öllum götum — innlend lögregla, Alþjóðalögi'egla, amerísk og í’ússnesk lögregla, hlið við hlið, eins og ekkert væri eðlilegra. Óteljandi flugufi'egnir voru sífellt á lofti. Menn sögðu, að hvoi-ugur hinna miklu manna mundi koma! Tvisvar hefði rússneska flugvélin komið í fylgd með fjölda orustuvéla, hún hefði lent, en í bæði skiptin hefðu flugmennirnir einir verið í henni. En loks spurðist það þó, að allt mundi fara eins og ætlaö hefði verið. Foi-seti Bandaríkjanna og einvaldui’inn væru komnir til Bagdad. Þeir byggju í höll ríkisstjórans. Loks hafði hin sögulega ráðstefna hafizt. í litlu foi’herbergi gerðust atburðir, sem gátu vel haft mikil áhrif á gang sögunnar um langt árabil. En alít fór .fram stórtíðindalaust eins og venju- lega, þegar mikilvægir atburðir gerast. Dr. Alan Breck, sem veitti forstöðu kjarnorkustofnun Breta í Harwell, gaf mönnum þær upplýsingar, sem til var ætlazt af honum. Hann skýrði svo frá, að Sir Rupert Croften Lee, er hefði látizt fyrir skemmstu, hefði beðið hann að rannsaka sýnishorn af steintegundum, sem hann hafði safnað á ferðum sínum um Kína, Turkestan og Kurdistan. Þegar hér var komið urðu skýr- ing&r dr. Brecks svo flóknar og vísindalegar, að erfitt var að fylgjast með þeim, en þó mátti skilja þaö, að Sir Rupert hefði fundið málmgrýti, sem í var mikið uranium-magn, en óvíst var um uppruna þessa, því að öll minnisblöð og dagbækur Sir Ruperts höfðu eyðilegazt í loftárás á stríðsárunum. Dakin tók næstur til máls. Með þreytulegri röddu sagði hann sögu Henry Carmichaels, skýrði frá trú hans á sannleiksgildi vissra flugufi’egna um miklar verksmiðjur og rannsóknarstofur, sem gerðar hefðu verið neðanjarðar í dal einum, er var langt fyrir utan endimörk siðmenningarinnar. Hann sagði frá leit hdns, og að hún hefði borið árangur. Sir Rupei’t Crofton Lee, er hefði haft trú á Carmichael vegna þekkingar sinnar á land- flæmi því, er kom við sögu, hefði fallizt á að koma til Bagdad til íundar við hann, en það hefði orðið hans bani. Síðan hefði Carmichael fallið fyrir hendi þess manns, sem tók að sér hlut-. verk Sir Ruperts. „Sir Rupert er dauðúr, og Henry Carmichaeler dauöur,“ mælti Dakin. „En til.er þriðja vitnið, sem enn er á lifi, og er einmitt státt hér í dag. Eg mun fara þ.ess á leit við uxigfrú Önnu Scheele, að hún flytji skýrslu sína.“ Anna Scheele var eins í’óleg og yfirlætislaus, og ef hún hefði verið í-skrifstofu húsbónda síns, Ottos Morganthals í New York, Dýfingar sýndar á sundmóti í kvöld. Býfingar er sú grein sundí» þróttarinnar, sem frekar lítið hef ur farið fyrir hér á landi. Nú bregður hins vegar svo viðs að kennsla í dýfingum hefur ver- ið tekin upp í Sundhöllinni og kennir þær Valdimar Örnólfssón. Áfyrsta sundmóti veti’arins, suncí móti Ármanns, sem haldið verð- ur í Sundhöllinni i kvöld verða1 sýndar dýfingar og leikur varla vafi á, að margir munu hafa gaman að sjá þær. Þá skal á það bent, að á mótinu má búazt við spennandi keppni í flestum: keppnisgreinanna. ----♦---- Bretar fá hrað- fleygar þotur. f Bretlandi er farið að afhenda flughernum Victor-sprengjuflug- vélar, en þær eru sagðar hrað’- fleygustu sprengj uf lugvélar heims sinnar stærðar. Þeim er ætlað að flytja eld- flugur og telja sérfi’æðingar, að um þessa gerð herflugvéla megi segja, að hún verði ekki úrelt eftir nokkur ár, eins og flestar aðrár. Kæmi til styrjaldar myndi lcoma í ljós, segja sérfræðingar,. að mikill hluti þeirra sprengju- flugvéla og annarra hei’flugvéla, sem ýmsar þjóðir eiga, sé úrelt- ur, og jafnvel ýmsar sem smíð- aðár hafa verið á siðari árum. Eisenhower forseti ræddi í gær við landvarnaráðherra sinn. Þeir munu einkum hafa rætt aukin fjárframlög til landvama- mála með tilliti til þess hve langt Rússar eru komnir í smíði og framleiðslu fjarstýrðra skeyta. Heyrzt hefur, að til standi að veita einna milljarð dollara auka lega í Bandaríkjunum til þess að herða sóknina og fara fram úr Rússum á sviði fjarstýrðra skeyta og gervihnatta. hekktœ hefst nf 'ýifígiM kemti ffá kjtjun 29 þiis. fjár slátraft í HásavÉk. Frá fréttaritara Vísis Húsavík í gær. Slátrun sauðfjár liófst li já Ivaupfélagi Þingeyinga Húsavík 16 septexnber s.l. og var lokið 11 október. Heiidarslátrun varð 29.052 kindui’, en til innlegs var slátrað alls 27.492, og er það um 1.100 kindum íleira en árið á undan. E. R. Burroughs ' wm Hann gekk inn á milli kof- anna í þeirri von að þar væri einhver, sem eitthvað vissi um hvarf stúlkunnar. Hann Tarzan svipaðist um eftir stúlkunni og undir morgun kom hann að þorpi einu, þar eem svertingjar bjuggu. — komst samt ekki inn í Þorp- ið. Varðmaður lá í fyrirsát, og þegar apamaðurinn fór fram hjá, stökk hann ofan á Tarzan með vopn reitt til höggs. Af þessari fjártölu var 3.300- slátrað á Ófeigsstöðum í Ljósa- vatnshreppi. Meðalvigt innlagði’a. dilka varð 14.8 kg. og er það 400 gr. hærri meðalvigt en á árinu 1956. Þyngsti dilksskrokk- ur, sem kom í sláturhúsið, var 27 kg. og var eigandi hans Frey- steinn Jónsson, Vagnbrekkus, Mývatnssveit. Nú þegar er búið að flytja um helminginn af öilu kjötmagninu frá sláturstioinni á markað £ Bretlandi. Óvenjuleg veðurblíða var hén ■ alla sláturstíðina og nokkrir bændur gerðu tilraun með að láta dilka ganga á ræktuðu landi. frá íyrstu göngumj þar til þeim, var slátrað og virðlst kjötþungi þeirra hafa aukist verulega.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.