Vísir - 14.11.1957, Síða 7

Vísir - 14.11.1957, Síða 7
í'immtudaginn 14. nóvember 1957 VÍSIB C: GATHA I.HRISTIE 0at letíit lifflja til... 69 „Hálf-fertugur eða hálf-sextugur?“ spurði Dakin. Viktoria starði á hann. „Hláf-fertugur, auðvitað,“ svaraði hún. „Mér léttir. Eg hélt sem snöggvast, að þér væruð að biðja mín.“ Viktoria hló. „Eg veit, að eg má ekki spyrja yður neins,“ sagði hún, „en mig langar þó til að vita, hvort nokkurt nafn hafi verið prjónað í trefilinn.“ „Já, þar var nafn að finna — en gátan var þó ekki ráðin með því einu, því að miðinn, sem Baker fékk til varðveizlu, geymdi hálfa lausnina. Trefillinn geymdi nafn Husseins el Ziyara, hér- aðshöfðingja í Kerbela. Þégar joðgufa var látin leika um mið- ann, komu fram orðin, sem mæla átti fram við héraðshöfð- ingjann, til þess að hann léti af hendi böggulinn, sem honum var fenginn til varðveizlu. Það hefði varla verið, hægt að finna öruggari stað til þess að geyma svo dýrmæt sönnunargögn en hina helgu borg Kerbela." „Og það voru þá þessir farandbióstjórar, er voru sendiboðar Carmichaels — mennirnir, sem við hittum á auðninni?“ „Já, hrekklausir menn en vel-þekktir. Höfðu aldrei verið við stjórnmál riðnir — voru aðeins góðvinir Carmichaels. Hann var vinmargur." „Hann hlýtur að hafa verið valmenni. Það hryggir mig, að hann skuli ekki lengur í lifenda tölu.“ „Eitt sinn skal hver deyja,“ sagði Dakin. „Og sé til annað líf eftir þetta, eins og eg trúi fastlega, þá mun honum veitast sú fróun að vita, að trú hans og staðfesta gerðu meira til þess að bjarga þessum auma heimi okkar frá frekarl blóðsúthellingum og eymd en nokkur annar maður, sem mér kemur i hug.“ „Það er einkennilegt," sagði Viktoria hugsi, „að Richard skyldi varðveita annan hluta lausnarinnar og eg hinn. Það er rétt eins og---------“ „Eins og forlögin hefðu ætlazt til þess,“ bætti Dakin við og brosti við. „Og hvað ætlið þér að taka yður fyrir hendur næst, ef mér leyfist að spyrja?“ „Eg neyðist til að fá mér vinnu," svaraði Viktoria. „Eg verð . að fara að litast um í þeim efnum.“ „Þér skuluð ekki leita með of mikilli ákefð,“ mælti Dakin, kankvíslega. „Mig grunar að yður bjóðist starf alveg á næstunni." Hann rölti leiðar sinnar, og rétt á eftir settist Richard Baker hjá Viktoriu. „Heyrið þér Viktoria," tök hann til máls. „Það er nú komiö á daginn, að Venetia Savile getur ekki komið. Hún hefur nefni- lega fengið hettusóttina. Þér komuð að góðu gagni, meðan þér störfuðu fyrir leiðangurinn. Munduð þér fallast á að taka til starfa fyrir hann aftur? Eg er hræddur um, að við getum aðeins greitt yður með fæði og húsnæði. Og sennilega getum við greitt fargjaldið yðar heim til Englands, er þar að kemur — en um það getum við talað síðar. Frú Pauncefoot Jones kemur frá Englandi í næstu viku. Jæja, hvað segið þér um þetta?“ „Ó, viljið þér mig raunverulega?" hrópaði Viktoria í gleði sinni. Af einhverjum ástæðum setti Richard Baker dreyrrauðan. j Hann höstaði og strauk af gleraugunum sínum. Eg held,“ sagði hann, „að þér munduð koma okkur — humm — að góðu gagni.“ „Eg á ekki, aðra ósk heitari eir að fá að starfa við rannsókn- irriar," svaraði Viktoria af heilum hug. „Sé svo, þá er bezt, að þér takið íarangur yðar, og við förum strax aftur til bækistöðvanna. Eg geri ekki ráð fyrir, að þér viljið tefja hér í Bagdad, er það?“ „Nei, alls ekki,“ sagði Viktoria." „Jæja, þér eruð þá komin aftur, Veróníka mín,“ mælti dr. Pauncefoot Jones. „Richard var í uppnámi út af yður, þegar hann fór til borgarinnar. Jæja, jæja, eg vona, að þið verðið bæði hamingjusöm." „Við hvað á hann eiginlega?“ spurði Viktoria, og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þegar dr. Pauncefoot rölti leiðar sinnar. „Ekkert," svaraði Riehard. „Þér vitið, hvernig hann er. Hann er — humm aðeins dálítið — fljótur á sér.“ — ENDIR. — Bók um konur og ástir i Austurlöndum. Gó5a tungl, eftir iörgen Andelsen>RosendaL í <lag kemur í bókaverz'anir bók, sem fjallar um konur og ástir í Austurlöndum. Er hún eftir danskan blaðamann, Jörg- cn Andersen-Rosendal og lieit- ir Góða íungl. Hersteinn Páls- son ritstjóri hefur íslenzkað bókina. Höfundurinn, Jörgen Ander- sen-Rosendal, sem er danskur blaðamaður, eins og áður er sagt, befur ferðast mikið um Austurlönd og eru þetta endur- minningar hans þaðan. Hefur hann dvalizt langdvölum í Kírii, Japan, Ind’.andi og mörgum fleiri löndum þar aust- ur frá og kann frá mörgu að segja. Raunar hefur hann ferð- ast um allan heim og eru þeir staðir fáir, sem hann hefur ekki að minnsta kosti stungið stafni við, ef ekki dvalizt langdvöl- um. Jörgen Andersen-Rosendahl nægir ekki að skoða aðeins ytra borð hlutanna. Hann skyggn- ist að tjaldabaki og kryfur til mergjar bæði menn og málefni. Honum nægir ekki að skoða landslag, þar sem hann ferðast heldur vill hann kymiast fólk- mu. í þessari bók lýsir hann lifn- aðarháttum og siðvenjum As- íubúans, hvort sem hann býr í Kína, Japan, á Indlandi eða Bali. En aðallega fjalla þessi bók um ástina, sem er eins um allan heim, aðeins undir mis- munandi formum. Og „Góða tungl“ er raunar nafn á ungri og fallegri kínverskri söngmey, og því er lýst hvernig hún kynnist listinni. Bókin er afburða skemmti- leg aflestrar, prýdd mörgum fögi'um myndum og útgáfan sérstaklega vönduð. Þessi bók er í bókaflokknum Endurminningar og ókunn lönd. Áður eru komnar út í þeim flokki bækurnar Sjö ár í Tíbet, eftir Heinrich Ilasser og Veiði- mannalíf, eftir John A. Hunter. Útgefandi er Bókfellsútgáfan. • Sölumaður einn í New York sinnti ekki kærum fyrlr 103 umferðarbrot á 3 árum. Nú má hann velja milli 5150 doll- ara sektar og 206 daga í „grjótinu“. • Á síðasta ári eyddu 1,2 millj. Bandaríkjamanna 1,5 millj- arði dollara í öðrum löndum. Dagblaðið VISIR óskast sent undirrituðum. Áskrifstargjaldið er 20 kr. á mánuði. Nafn .............................................. Heimili ........................................... Ðagsetníng................ Sendið afgreiðslunni þetta eyðublað í pósti eða á annan hátt, t. d. með útburðarbarninu. E. R. R^iroughs TARZAIM 2492 ... .cu' 'iiu i>igt par sem stóð hópur innfæddra. Hann gekk til höfðingja þeirra og sagði við hann: „Hvítri konu, sem með mér var, var rænt í gærkveldi.“ Höfðingjanum brá og hann sagði: „Þetta er senniíega verk óvina okkar.“ 7 Slys á Reykjanesbraut, Síðdegis í gær varð geysi- harður árekstur milli tveggja bifreiða á Reykjanesbraut móts- |VÍð Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd. Önnur bifreiðin var varnar- liðsbifreið en hin var úr Keflavík. Báðar bifreiðirnar skemmdust verulega og tvær- stúlkur, sem voru farþegar í Keflavíkurbifreiðinni slösuðust og voru fluttar í sjúkrahús til aðgerðar. Hafði önnur skorizt á höfði en hin marist á fótum. Poplin- og gaberdinfrakkar nýkomnir Kauni guli og silfur Ný sending: Pýzkar vetrarkápur Peysufatafrakkar ný, falleg snið. Unglingafrakkar í fallegum litum Nýtt úrval af kjélum, sbppum peysum og pilsum Kápu- og dömubúðin 15 Laugavegur 15.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.