Vísir - 16.11.1957, Page 5
Laugardagínn 16. nóvember 1957
VlSIB
-5
Merkisplagg.
Þegar eg ópna'ði síðasta hefti
tímaritsins Akranes og sá, að
efni þess var allt um eitt og hið
sama, varð mér að hugsa sem
snöggvast: Nei, þetta les eg
ékki. En nú hef eg lesið allt það
merka mál og get ekki stillt m’.g
_um að vegsama það.
Þetta þriðja-ársfjórðungs
hefti ritsins 1957 er að hei-’a
uiá allt um vígslu Hallgrims-
kirkju í Saurbæ og næstum
hálirar aldar byggingarsögu
kirkjunnar. Þetta hefti ritsins
er sögulegt merkisplagg, sem á
það skilið að því sé sómi sýndur
og það varðveitt vel.
Frásögnin hefst á lýsingu
Árna Óla, ritstjóra, af vígslu-
athöfninni og hinum fagra og
tolíða Vígsludegi. Þar er endur-
sagt ávarp forsetans, herra Ás-
.geirs Ásgeirssonar. Þegar svo
frásögn Árna lýkur, birtir ritið
vígsluræðu biskups, herra Ás-
mundar Guðmundssonar. Þar
næst ræðu sóknarprestsins, séra
Sigurjóns Guðjónssonar. Tekur
svo við hið langa, ítarlega, |
greinargóða og efnismikla er- |
indi Ólafs B. Björnssonar, rit-
stjóra Akraness, um byggingu
kirkjunnar og alla sögu þess
rnáls. Ekki er þar aðeins fróð-
leikur, sem varðar alla þjó'ð-
ina, heldur leiftrar þar inn á
milli andagift, sem hver klerk-
ur mætti vera fullsæmdur af.
Ólafur hefur verið formaður
landsnefndar byggingarfram-
kvæmdanna og undirbúnings,
og kann því vel söguna og segir
hana líka ágætlega. Það verður
■ódauðleg saga, um kirkj una,
sem þjóðin hefur nú reist
sálmaskáldinu, er lýsti henni
'bezt og lagði hönd hennar í
hendi Guðs, á þeim öldum er
fastast svarf að og dimmast
var í landi hennai’.
Þetta hefti Akraness segir
dásamlega sögu, framkvæmda,
sem þjóðin fagnar og þakkar
hjartanlega öllvun þeim, er þar
lögðu sinn skerf til. Hallgrím-
t.ur Pétursson á mikil ítök í
hjörtum okkar allra, og mun
svo lengi verða.
Pétur Sigurðsson.
Tónleikar í há-
skólanum.
Annað kvöld kl. 8,15 eru
aðrir opinberir tónleikar Ut-
varpshljómsveitarinnar undir
stjórn Hans-Joachim Wunder-
lich £ hátíðarsal Háskólans og
verður þeim útvarpað bcint úr
fónleikasal.
Rússnesku söngvararnir EI-
isavelta Tsjavdar og Dmitri
Gnatjúk eru gestir hljðmsveit-
arinnar í kvöld. — Elisaveta
Tsjavdar syngtu’ aríur úr óper-
um eftir Verdi en Dmitri
Gnatjúk syngur Cavatinu
Figaros úr óperunni „Rakarinn
í Sevilla“ eftir Rossini. Önnur
viðfangsefni hljómsveitarinnar
að þessu sinni, eru Slavneskur
dans nr. 8 eftir Dvorák, Can-
sonétta og menúett eftir Helga
Pálsson og svo Serenade í C-
dúr op. 48 fyrir strengjasveit
eftir Tchaikovsky. Öllum er
helmpí aðgangur meðan hús-
i'ura íeyfir,
Á tónleikunum 3. þ.m. var
salurinun þéttskipaStu’ áheyr-
c-nduin.
Þarna virðist vera lirjóstugt og ömurlegt og lítt fýsilegt að
lenda á 'þessum stað. Það hafa sú samt ýmsir í huga, að sögn,
á þessum seinustu tímmn. Þetta cr sem sé sjónaukamynd
margstækkuð af bletti á tunglinu.
Síidaríeitín —
Framh. af 8. síðu.
skyldi starfa í sambandi við
Ægi og undir yfirst.jórn leiðang-
ursstjóra þar.
Ægir íór svo út til síldarleit-
ar 26. júní og við síldarleit við
Norður- og Austurland til ágúst-
loka. Tálknfirðingur var sama
tíma.
Þegar Ægir kom suður að
lokinni vertíðinni við Norður-
land leitaði hann nokkra daga að
síld við Suðvesturland. Síldar var
þá lítið vart.
Síldarleitinni stjórnaði Jakob
Jakobsson, fiskifræðingur, en
honum til aðstoðar var Ingvar
Pálmason, skipstjóri.
6. Sildarleit við Suðvesturland
hófst um miðjan september og
stóð til miðs október.
Var m. b. Tálknfirðingur við
leitina.
Bar sú leit iitinn árangur.
Leitinni stjórnaði Ingyar
Pálmason, skipstjóri.
7. Á tímabilinu 18.—30. okt.
var m. b. Magnús Marteinsson
N. K. 85, skipstjóri Viðir Sveins-
son, fenginn til síldarleitar og
veiðitilrauna með hringnót í
Austf jörðum. Síldin hafði veiðst
nokkuð I lagnet i Eskifirði. Mjög
litið varð vart við síld og var
þó leitað á öllum fjörðum frá
Seyðisfirði til Berufjarðar.
8. Á timabihnu 18.—26. okt.
var v.s. María Júlía við síldar-
leit við Suðvesturland. Veður var
óhagstætt á þessum tima og var
árangurinn enginn áf leitinni.
Ingvar Pálmasson stjórnaði
leitinni.
9. Dagana 4,—7. nóv. v.s. Ægir
til síldarleitar við Suðvesturland.
Mátti heita, að ekki yrði vart við
neina síld.
Leitinni stjórnaði Bergþói Guð
jónsson, skipstjóri.
10. Hinn 9. nóv. fór Ægir enn
í leitarleiðangur. Er leiðangurs-
stjóri Jakob Jakobsson; fiskifpæð
ingur.
II. Ftsklleit.
1. Fyrsta fiskúniSaleíílh á ár-
inu var fai’in á b. v. Brimnps og
stóð á tímabilinu 15. maí — 1.
júni. Var leitað fyrir S. og SA.
landi svo og undan Vestfjörðurn
og á svæðinu undan austur-
strönd Grænlands. Árangur af
þessum; leiðangri var að skip
fengti ágætan afla á einu svæð-
inu undan A-Grænlandi, sem leit-
að var á. Stóð það um skeið en
vegna íss tók fyrr fyrir það en
til stóð.
2. Önnur fiskileitin var farin á
b. v. Brimnes 19. júni — 4. júlí.
Var leitað við Ai-Grænland bæði
að karfa og þorski en árangur
var lítill.
Siðan var haldið austur á Fær-
eyjahrygg en einnig þar var ár-
angur lítill.
3. Hið þriðja sinn var farið i
fiskimiðaleit á b. v. Agli Skalla-
grimssyni á tímabilinu 5.—17..
september.
Var enn leitað við A-Grænland
en árangur var lítill.
Öllum þessum leiðöngrum
stjórnuðu Jakob Magnússon fiski
fræðingur og Ssémundur Auð-
unsson, skipstjóri.
Á árinu 1957 hefir samkvæmt
ofanskráðu verið farið alls í 11
leiðangra til siidarleitar og að
nokkru leyti einnig til veiðitil-
rauna. Samanlagður dagafjöldi
leiðangranna hefir verið 290.
• Ennfrenuu’ hafa verið farnir 3
leiðangrar til að. leita að fiski-
miðum, aðallega með tilliti til
togaranna. Samanlagður daga-
fjöldi leiðangranna var 46.
Jarðhiti til
orktivinnslu.
Útvarpið í Moskvu heíur birt
tilkynningu um, að Rússar séu
að koma upp raforkuveri á
Kamsjatkaskaga, Austur-
Sibiríú.
Þar eru éldíjöll og hverir og
er hveravatniS hagnýtt til raf-
örkuframleiðslunnar. , .
• I súðustu viku bur kýr i Idaho
fylki i Bamlaríkjunum fimm
káJfmn o«f llfft f.jórii’.
Úr skólum á samyrkjubú.
Unglmgar í Kína fluttír nau5ungar-
flutningl.
Kommúnistastjórnin kínverska
er að framkvæma stórfelld á-
form um flutniiig á ungu nánis-
fólki svo hiuidriiðiim skiftir af
skólaliekkjiuuini til að starfa á
samyrkjubiuinum.
Með þessu móti er verið að
gera tilraun til að uppræta þá
ólgu, sem mjög hefur gert vart
við sig i skólunum, vegna vax-
andi frelsisþrár, og jafnframt að
auka matvælaframleiðsluna á
tímum skorts og yfirvofandi
hungursneyðar.
Matvælaskorturinn orsakast
ekki eingöngu af flóum og þurrk
um heldur einnig af þvi, að
reynslan hefur orðið hin sama í
Kína sem í Ráðstjórnarríkjun-
um og leppríkjum Rússa, að
bændurnir sinna ekki ræktuninni
af áhuga og dugnaði, þar sem
samyrkjubúskapur er stundaðj-
ur. Ungmennin, sem flutt eru,
eru flest á aldrinum 12—15 ára.
Talsverður flutningur á kennur-
um á sér einnig stað.
Ungmennin eru oft flutt í
margra hundruð mílna fjarlægð
frá heimilum sínum, til starfa á
samyrkjubúum, eða í vinnuflokk
um t. d. 50.000 frá héruðunum
umhverfis Natung í Kiangsu-
Ný bingskjöl.
í'mís ný þingskjöl hafa komið
framá Alþingi undanfarna daga.
Skal getið nokkurra er athygli
kunna að vekja.
Fyrir nokkrum vikum var flutt
tillaga um að hraða byggingu
kennaraskóla. Nú hefur komið
fram breytingartillaga við frum-
varp þetta frá Gísla Guðmunds-
syni. Samkvæmt henni skal skól-
anum valinn staður á Norður-,
Austur- eða Vesturlandi.
Nýtt frumvai’p til laga um veit
ingasölu, gistihúsahald o. fl. er
komið frá samgöngumálanefnd.
2. gr. þess hljóðar svo: Lög
þessi taka til gististaðahalds og
veitinga matar og drykkjar fyrir
endurgjald, hvort sem þær fara
fram í veitingastofum eða öðrum
stöðum, sem almenningur á að-
gang að, undir þaki, i tjaldi eða
undir berum himni. Lögin taka
þó ekki til áfengisveitinga.
Aðalbreytingar éru að nú eru
orðskýringar um einstök heiti,
fellt er niður skilyrði að forstöðu
maður verði að iiafa lokið prófi
i matreiðslu, framreiðslu eða
gistihússtjórn. I stað þess er
þeim gert að ráða til sín séij-
fröðan mann. Endurnýja skal
leyfi til gististaðahalds á 5 ára
fresti.
Ingólfur Jónsson o. fl. bera
fram þingsályktunartillögu um
kostnaðaráætlun um brúar og
vegagerð. Samkvæmt tíll. skal
rikisstjórn íalið að gei-a kostn-
aðaráætlun um brúargerð á
Tungná hjá Búðarhálsi. Einnig
áætlun um kostnað við vegar-
gerð á leiðinni frá Galtalæk í
Landsyeit um Holtamannaafrétti
og Sprengisaiid að Mýrr i Bárð-
ardal. Skal liann vera sumarfær.
1 greinargerð segir að vafalaust
verði leið þessí fjölfarin og ekki
kostnáðarsöm pema bygging brú
arinnar yfir Tungná. Leiðin milli
landsfjörðunga styttist og tæki-
færi - gefst til þess að kynnast
,náiíúr.ufeg;urð hálendisins..
Frumvarp: að nýjiun - umferða-
fylki og 70.000 nemendur og
kennarar frá 78 framhaldsskól-
um í Szechawan-fvlki.
Haustmót Talðléiags
Reykjavíkiir.
Langt er nú liðið á hausíanót
Taflfélags Reykjavíkur, þar senra
tefldar hafa verið 11 umferðir.
Eru þá eftir tvær umferðir £
öllum flokkum nema 2. flokkí.
Þar er aðeins ein umferð eftir,
og verður hún tefld kl. 2 á morg-
un, en næstsiðasta umferð í hin-
um flokkunum. I 2. flokki er við-
haít Monrad-kerfi, þannig ao
þeir, sem jafnastir eru að vinn-
ingum, tefla saman hverju sinni.
Biðskákum er nú öllum lokið í
þessum flokki, og hefur niður-
röðun farið fram fyrir lokaum*
ferðina. Hefur Taflíélagið beðið
blaðið að birta þann lista. Þeir,
sem fyri’ eru nefndir, hafa hvitfc.
Friðbjörn Guðmundsson —
Björn Þorsteinsson, Júlíus Lofts-
son — Guðjón Jóhannsson, BjÖra
V. Þórðarson — Árni Jakobsson,
Þórður Sigfússon — Sig. Kristþ
jánsson, Bragi Björnsson
Guðm. Júlíusson, Sigurgeir Ing-
vason — Gunnar Béi’gþörsson*
Anton Sigurðsson — Hermana
Ragnai’sson, Halldór Karlsson
Magnús Fjeldsted, Vilhj. Eli-
varðsson — Egill Valgeirsson,
Jón Hálfdánárson — Sverrir
Bergmann, Helgi Ingimundar-
son — Karl Hjelm, Marteina
Davíðsson — Þorst. Guðlaugss.,.
Baldur Björnsson — Oddur Þor -
leifsson, Viggó Þorsteinsson —
Axel Clausen, Kolbeinn Ingólfs*
son — Ólafur Árnason, Þórárinn.
Ólafsson — Þórður Ragnarssoii,
Ölfar Guðmundsson— Hei’berfc
Guðmundsson, Sig. Þorkelssp’r*
Ingvi Guðmundsson, J.óhannés
Eiríkssón - Kjartan Júlí.ussoo.
og Helgi Guðmundsson • Krisfc-
jáni Björnssyni. 1 ;
A. m. k. fimm hinir efstu í 2.
flokki ganga upp í fyrsta fiokk.
Bílaframieiðsia
ítala eykst
ítalir juku bílftfrainlt’iöslia
sína veruléga fyrstn niu niánuð-
um ]>essa árs.
Var þá lokið við smíði næst-
um 236 þúsund biíreiða, og' er
það 7%' aukning frá síðasta ári.
Var aukningin vaxandi eftir þyí
sém á árið leið.
Ggypzkur sendí-
herra í hliana,
Egyptaland hefur sent sendi-
herra til Ghana,
Eru Egyptar fyrstir Araba-
þjóða til þess að taka upp slíkfc
stjórnmálasamband við þétfca
nýja, brezka samveldisland.
lögum hefur verið lagt fram Er
það mjög ítarlegt í þvi er lagt
til að ökuhraði verði hækkaðui:
upp í 45 km. í þéttbýli og í 70
km. utan þess. Breytingartillög >
ur eru komnar fram um að þess-
ar tölúr verði lækkaðar nokkuÁ
og lleiri atriði.
Engu skal spáð urr. framgahgt
þessara rháía á þingi. ,