Vísir - 19.11.1957, Page 7
Þriðjudaginn 19. nóvember 1957
VÍSIB
I
skildi hann hvers vegna Colette hafði talað svo niðrandi um
vatnsleiðsluna.
Hann fór að velta fyrir sér hverskonar aðstöðu hún mundi
hafa innan fjölskyldunnar. Og hann fann að hann mátti ekki
veita Colette of mikla athygli. Það mundi vekja eftirtekt og
kannske grun hjá þessu ókunna fólki, sem hafði skotið yfir hana
skjólshúsi.
Svalirnir voru í miðju húsinu og gengu inn í það, þannig
að skjól var á þrjár hliðar. Colette hafði farið í upplitaðan bláan
bómullarkjól og setti á sig ilskó, en samt var hún enn eins og
barn, með sólbrennda handleggina og fæturna.
— Hvernig viljið þér hafa teið? spurði hún svo alvarleg, að
það lá við að John skellti upp úr. Þetta var ung ensk stúlka í
útlegð.... og nónteið var aðaihátíð dagsins.
— Með mjólk og ofurlitlu sykri, þökk fyrir.
Hann ætlaði að fara að slá henni gullhamra fyrir teið þegar
Fionettifjölskyldan kom með ærandi hávaða og skvaldri og festi
vélbátinn við bryggjuna. Það birti yfir Colette. — Emilio var að
sækja börnin í skólann.
— Colette! Colette!
Ungur, svarthærður maður með fjörleg augu kom hlaupandi
upp á svalimar. Vegna þess að skyrtan hans var hvít virtist
hörundið nærri því svart. Á eftir honum komu tvö stálpuð böm,
sem lögðu böggul við fætur Colette áður en þau litu við að
skoða gestinn. Þau störðu á hann eins og naut á nývirki.
— Hvar geymirðu þennan Englending þinn, Colette? hrópaði
Emilio áður en hann sá aðvörunaraugu Colette. Svo kom hann
auga á John og rétti fram höndina: — Benvenuto, signore....
Velkominn
John var skemmt er hann heyrði hve fljótlega Emilio ger-
foreytti röddinni. Hann tók fast í hönd Emilio, en þegar hann
leit í augu hans, hrökk hann við er hann sá andúðina, sem úr
þeim skein. Emilio þótt að visu vænt um að fá gesti — á þeim
lifði hann — en honum líkaði auðsjáanlega ekki að Colette drykki
te með Englendingnum. John fann á sér að hann mundi vera
afbrýðisamur. Líklega var hann ástfanginn af Colette.
John varð áhyggjufullur. Ef hún væri ástfangin af Emilio þá;
var það full skýring á því að hún skyldi hafna boðum ömmu
sinnar. Og þá mundi John fara erindisleysu.
John féll betur við yngri Fionettibörnin en við Emilio, lag-
lega ungan leiðsögumanninn, sem eins vel hefði getað komið |
beint úr rómantískri óperettu en ekki upp úr vélbát. Bianca sem!
var þrettán ára, var grannvaxin, og göngulagið var dansandi.
Hún var Ijómandi lagleg, og vissi vel af því sjálf. Colette var
bjartleit og norræn þegar maður sá hana við hliðina á Biöncu,!
með svörtu lokkana, brún augun og dökkt hörundið. John gerði
sér það til gamans að hugsa sér Colette í víðum fellingakjól,
sitjandi við teborðið hjá ömmu sinni í Osterley Kcuse — en ekki!
í upplitaða bómullarkjólnum. En hann var úvanur því að gera !
sér hugmyndir um kvenfatnað, og þessi mynd fór i mola hjá
lionum. Hér var Colette í gamla kjólnum, glöð og kát hjá 'börn-
unum, og það var erfitt eöa öllu heldur ómögulegt að hugsa sár
hana í dýrum kjól, og-eins og vel uppalda hefoardömu á svipinn.
Bianca hneigði sig og tók í höndina á John. — Góðan daginn,
sagði hún á ensku, eins og Colette hafði kennti henni, en það
var glettni í augum hennar þegar hún virti John fyrir sér. Henni
fannst þessi Johnson vera skrambi myndarlegur maður, miklu
eítirtektarverðari en strákarnir sem hún þekkti í þorpinu, og ef
til vill mundi Colette leyfa henni að humma lexíurnar fram af
sér í kvöld.... Bianca taldi þann tíma fara til ónýtis, sem hún
eyddi í lexíurnar. Hún hafði þá kunnáttu sem nauðsynleg var
til að krækja sér í mann — hún gat dansað og sungið, og hún
gat líka farið í sendiferðir og soðið mat cg búið um rúm þegar
hún nennti því. Einhvern tíma ætlaði hún sér að verða margra
barna móðir, en áður ætlaði hún að eignast föt eins og þau, sem
stúlkurnar í Lugano gengu í — og skemmta sér vel. Þegar móðir
hennar dó hafði hún haldið að nú mætti hún fara úr skólanum
og fara að vinna í veitingahúsinu í staðinn, en Colette hafði
fengið Emilio til að láta hana verða í skólanum í tvö ár enn.
Það var mesta flónska, fannst Biöncu, því að allt sem maður
lærði af bókum var gersamlega gagnslaust í daglega lífinu.
Pietro var ekki nema tíu ára. Hann tók líka í höndina á gest-
inum og spurði á bjagaðri ensku: — Langar þig til að koma og
veiða? Þú mátt koma með mér! Haim barði sér á brjóst: —Pietro,
bezti leiðsögumaður í allri Lugano!
Emilio, sem hafði staðið og hallað sér upp að stoð, þreif til
hans og sagði á ítölsku: — Þú verður aldrei góður leiðsögu-
maður ef þú lærir ekki lexiurnar þínar. Fyrst og fremst mann
kynssöguna. Ferðafólkið hefur svo mikinn áhuga á því, sem
gerst hefur í gamla daga. Farið þið nú að læra, bæði tvö. Strax!
Pietro fór hlæjandi út og Bianca á eftir. Og þegar þau gengu
fram hjá stól Colette kyssti hún þau bæði á kinnina og sagði
brosandi: — Þakka ykkur innilega fyrir gjöfina. Hún opnaði
böggulinn, sem börnin höfðu komið með, og i honum var falleg
hvít begónía, sem börnin höfðu verið að draga saman aura
fyrir í margar vikur.
HEIMILISÁNÆGJA.
Emilio s’tóö reykjandi og horfði á Englendinginn og Colette
; meðan þau voru að drekka teið. Honum fannst hjákátlegt að
j drekka te á þessum tíma dags. Hann horfði umvöndunaraugum
á Colette. Hún var ekki eins og hún átti að sér í dag. Þó að hún
væri vön að fara í kjól um þetta leyti. Líklega var hún hrifin af
þessum Englendingi. Henni þótti sennilega gaman að tala sína
eigin tungu — og tala um hluti, sem hún og Bianca og Pietro
og Lucia gamla botnuðu ekkert í.... samskonar hluti og signora
kvöldvökunni
i i
Á herbergjaganginum í sum-
argistihúsi einu stóð eftirfar-
andi auglýsing: Þér þuríið ekki
að bíða eftir að vera kynntur
fyrir meðgestum yðar. Hér er-
um við ein stór fjölskylda.
Og undir stóð: Við berum
ekki ábyrgð á verðmætum, sem
þér skiljið eftir í herbergjun-
um.
★
Konan fór með manninn sinn
til geðlæknis. Gerið eitthvað
fyrir hann, læknir. Hann held-
ur að liann sé járnbrautar-
teinar sem eru skotnir í eim-
vagni.
Þetta er furðulegt uppátæki.
Skiljið manninn eftir hjá mér.
Eg skal hjálpa honum.
Hálfum manuði seinna kom
maðurinn heim aftur og var nú
iðrandi vegna fyrri gerða. Nú
er eg kominn aftur fyrir fnl.lt.
og allt og hættur þessari járn-
brautarvitleysu.
Hvað gerði hann við þig?
Sýndi mér fram á, að þetta
gæti ekki gengið. Eimlestin
mundi fyrr eða síðar stinga mig
af.
★
Eg kom til að biðja yður að
skoða mig og sjá hvort nokkuð
væri að mér læknir, sagði frúin.
Hann horfði á hana ym stund:
Þrennt er að yður. Þéf eruð of
feit, notið of mikið púður og
sjáið illa. Á skiltinu stendur
nefnilega að eg sé dýralæknir.
Þegar konan fær karlmanns-
laun: Föstudagskvöld.
-k
Pétur var að fara á kappreið-
ar með hundinn sinn og þegar
hann gekk inn um hliðið á vell-
inum kom til hans hryssa og-
sagði: — Veðjaðu öllu á mig,
eg skal vinna.
— Nei, hvert í þreifandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem eg
heyri hross tala.
—; Eg líka, sagði hundurinn.
*
Jeppi: Kokteilhristari með
þrem hröðum.
V
Hún kom heim fremur seint.
Ó, elskan, bíUinn þinn er
uppi á Laugavegi.
— Hvers vegna komstu ekki
íheim með hann?
— Eg gat það ekki. Það var!
orðið of dimmt til að finna allaí
partana.
*
E. E. Br.rroughs
Áður lifðu rnenn þar til þeir
dóu, riuna þaf til keyrt er yfir
þá. í
'— Segið mér-citt, sagði lækn-í
irinn. —.Stamið þér alltaf?
— Ne-.ei, ba-barrra, þe-.
eegar eg tal-IIla.
j
— Það er svo þurrt í þorpinu .
heima,- sagði lygarinn, að þar
eru til þriggja óra gamlir fisk-
ar sem ekki kunna að syncla.
Hann: Eg sé kraft., hugrekki-
og góðvild í andliti þínu.
Hún: Hvernig sérðu betta allt
í andliíinu á mér?
Hann: Eg kann að lesa millf
lína.
var hellir hulinn kjarri og
var myrkt inn að líta.
Hinn fámenni hópur
svertingja hélt nú af stað
til fjallsins vopnum búinn
og Tarzan sem var grunlaus
fylgdi ■ leiðsögu . Remus, sem
virtist kunnugur öllum
staðháttum. Að lokum komu
þeir að rótum fjallsins. Þar