Vísir - 28.11.1957, Page 1

Vísir - 28.11.1957, Page 1
i Borii) til baka, ai fis- eáower segi af sér. Fasfaráð NATO á fundi i elag. Richard Nixon varaíorseti Bandaríkjanna hefur borið til baka fregnir um, að Eisenhow- er forseti ætli að segja af sér vegna Ireilsubrests. Kvað hann stjórnina ekki hafa rætt uím það á fundi þeim, sem lialdinn var eftir að læknatilkynningin fyrsta var birt, og nú væri Eis- enhower óðum að hressast. Veikindi Eisenhowers eru áfram höfuðefni í ritstjórnar- greinum blaða vestan hafs og austan, einkanlega í Bretlandi og Bandaríkjunum, og kemur víða fram sú skoðun, að hyggi- legast væri fyrir forsetann að afsala sér völdunum, heilsu sinnar vegna. Times harmar mjög það áfall, að Eisenhower skyldi veikjast, þar sem hann sé sá forystumanna, sem óum- deilanlega hafi bezta hæfileika, til þess að fá menn til að sætt- ast á ágreiningsatriði og koma málum áfram, Blaðið Scotsman í Edinborg segir, að forsetinn ætti að segja af sér, að hér sé ekki um starf að ræða fyrir veikan mann, og • 9000 smálesta skipi var hleypt af stokkuuum í Belfast loft- leiðis í fyrri viku, með því að styðja á hnapp í 19.200 km. f jarlægð, þ.e. í Sidney í Ástra- líu. Það var kona, frú Middle- ton, eiginkona forstjóra skipa félagsins, sem þrýsti á hnapp- inn. Skipið á að heita Port Invercargall. Daily Ma’il spyr, hvort ekki sé' kominn tími til fyrir hann að hætta störfum. Friðarins maður. Blað jafnaðarmanna, Daily Herald, er sama sinnis og Tim- es, að ve'ikindin hefðu ekki get- að komið á óhentugri tíma,' með tilliti til lausnar vanda-j mála Nato. Blaðið kallar Eis- enhower friðarins mann, og segir, að jafnvel Rússar viður- kenni, að hann sé það. „Óskrifað blað“. Daily Express segir um Nix- on, að hann hafi tekið á sig æ meiri störf undangengna tólf ( mánuS'i, og hann sé vinveittur Bretlandi. Innan Bandaríkja- stjórnar hafi hann fyrstur manna rétt Bretum höndina, eftirl Suezinnrásina. Hversu hann reynist sem forseti verði ekki sagt um, hann sé í því efni „óskrlfað blað“, — en það hafi Truman líka verið. Breytt örlög verði mönnum stundum mikil lyftistöng til að sinna farsællega mftilum hlutverk- um. Nato. Fastaráð Norður-Atlantshafs varnarsamtakanna kemur sam- an á fund í dag til þess að ræða fyrírhugaðan forsætisráðherra- fund í desember og taka ákvarð anir varðandi hann. Alþýðubandalagið „í heild#/ ekki með „hernánti". En hvaða hluti þess samþykkir veru varnarliðs til 1960? Það er ekki nema eðlilegt,að kommúnistum líði illa, að því er verndarmálin snertir, þessa dagana eða síðan Þjóðviljinn birti fyrir réttri viku þá yfir- lýsingu, að allt væri í lagi með að varnarliðið væri hér fram til 1960, en þá yrði það að fara, ef vinstri stjórnin ætti að sitja áfram. Síðan hefir Þjóðviljinn birt hverja greinina af annari til að sýna, að kommúnistar séu svo sem ekki að gerast „hernáms- flokkur“ með þessu móti — þetta sé eiginlega alveg í sam- ræmi við stefnuna. í morgun skrifar einhver L. G. og til- kynnir, að það megi ekki skoða yfirlýsingu um stefnu ,,A1- þýðubandalagsins í heild“, enda þótt ritstjóri æskulýðssíðunnar — trúnaðarmaður folkksstjórn- ar kommúnista — hafi skrifað grein þessa, eins og getið er í upphafi. En samkvæmt orðanna hljóð- an mun mega ætla, að þessi frestur til 1960 sé í samræmi við einhvern hluta Alþýðubanda- lagsins! Hvor hlutinn — brúnn eða rauður — hefir þá þessa stefnu? Er ekki rétt að álykta, að kommúnistar séu sá hlutinn, úr því að þessi yfirlýsing birtist í blaði þeirra? Tovaritsj L. G. leiðréttir þetta, ef ranglega er ályktað. Það eru gamlar kapellurústir (frá 1132) sem eru undirstaða liússins sem á myndinni sést. Húsið var notað um tíma sem sjúkraskýli, en nú búa þar 5 fjölskyldur. Þessi sérkennilega bygging er í Heilsbronn í Þýzkalandi. Míkið síEdarmagn í Eyjalirði - en skipin ná ekki til þess. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Sjómenn telja, að gífurlegt magn síldar sé í öllum Eyjafirði, allt frá mynni lians og inn á Akureyrarpoll. En síldin heldur sig á miklu dýpi, eða á á að gizka 20 faðma dýpi og næturnar eru of grunn- ar t‘il þess að ná til hennar. Síldin, sem veiðzt hefur er falleg og fitumagn hennar 14%. í gær voru 14 skip að síld- veiðum í firðinum en öfluðu sáralítið og allt niður í ekki neitt. Aðdins tvö skip lönduðu afla sínum í Krossanesi, Gylfi eldri 130 málum og Pétur Jóns- son 70 málum og er Krossanes- verksmiðjan þá búin að taka á móti samtals 7200 málum til bræðslu. Af öðrum skipum, sem frétt- ist að fengið hafi veiði í gær Nor5lendingur selur. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Togarinn Norðlendingur seldi afla sinn í Cuxhaven í Þýzka- landi í gær. Aflinn var 144 lestir og sölu- verðið 68 þúsund mörk. var Snæfellið, sem fékk 60 mál, Hin skipin fengu öll minna og sum þeirra ekki neitt AfSasöBisr b vikuri'ni. Tveir ísleiizkir togarar scldu erlendis í gær og mánudag, Voru það Norðlendingur, sem seldi í Cuxhaven og Skúli Magnússon í Hull. Norðlendingur seldi í gær 127 lestir fyrir 69 þús. mörk og Skúli Magnússon á mánudag 107 lestir fyrir 5664 pund. í dag selur Ólafur Jóhannes- son í Girmsby og Egill Skalla- grímsson í Hull eða Grimsby á morgun. Síldveiðin í nótt var mjög misjöfn. Einstaka báfar voru með liátt á annað hundrað tunn- ur, en allur fjöldinn var með innan við 100 tuhnur og mjög margir með 5.0 tunnur. Bátarnir voru dreifðir og var afl'inn svipaður hvort sem var í Miðnessjó, Skerjadýpi eða í Grindavíkursjó. Til Akraness var von á 17 bátum í dag með 1000 tunnur. Keilir var hæstur með 150 150 tunnur. Höfrungur var líka með ágætisafla. Svipaður afli barzt til Akraness í gær. Til Sandgerðis bárust í gær 946 tunnur, til Grindavíkur 550 tunnur af 1 bátum og til Kefla- víkur rúmlega 1000 tunnur. —■ Nokkuð var af smásíld í afl- anum. r * AætlunarfSug LoBidon-Varsjá. Tilkynnt hefur verið í London, að áætlunarflugferðir milli Varsjár og London hefj- ist 1. apríl c.k. Hafa farið fram samkomu- lagsumleitanir um þetta að undanförnu og er þeim nýlok- ið. — Ekki hefur verið til- kynnt hversu margar ferðir verða vikulega. Kínversk fregn um rússneskt afrek. Brezkt blað spyr í morgun hvort Krúsév muni nú éta ofan í sig þau ummæli sín fyrir skftmmstu, að sprengjuflugvél- ar væru úrelt liernaðartæki. Tilefni blaðsins er, að birt hefur verið tilkynning um, að Rússar hai'i reynt fyrstu kjarn- orkuknúnu flugvélina — ekki hafi kjarnorkunni þó verið beitt við flugtak í reynsluferð- inni, af ótta við geislaverkun, og v’ið flugtakið notaður venju- legur hverfiskrúfuhreyfill, eni þegar komið sé hátt á loft komi kjarnorkan til. . Það er annars einkennilegt, að það er ekki Tassfréttastof- an, sem birtir fregnina um afrek’ið, heldur var það frétta- stofa austur í Kína, sem fékk það hlutverk. Fannfergi í S.-Evrópu. Um síðustu hclgi fengu S.- Evrópumenn að vita, að vetur væri genginn í garð. Gerði þá hríðarveður víða á Spáni og lokuðust öll skörð i Pyreneafjöllum. Þá var einnig svo vont veður á Ítalíu, að víða varð að fresta knattspyrnu- leikjum og í St. Bernharðsskarði féll 200 sm. þykkt snjólag. Samgöngur eru víða mjög erfiðar vegna fannkomunnar, og m. a. eru mjög mörg ár síðan eins mikið hefir snjóað í SV- Frakklandi. ,,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.