Vísir - 28.11.1957, Qupperneq 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
Iestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að í>eir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fimmtudaginn 28. nóvamber 1957
Pineau ber sakir á Egyptaiand
'og SýrSand í Sþ.
í París fer Gaillard fram á traust.
Stjórnmálanefnd allsherjar-
þingsins ræðir Alsírmálið. Pine-
au utanríkisráðherra Frakklands
sat fundinn.
Hann sakaði Egyptaland og
Sýfland um að senda uppreistar
mönnum vopn. Þeir hefðu fengið
vopn frá þeim svo hundruðum
smálesta skipti.
Ekkert kvað hann fjær sanni
en það, að það væri alsirska þjóð
in, sem berðist gegn Frökkum.
Uppreistarmenn hefðu myrt 7000
Mohammeðstrúarmenn og sýndi
það, að alþýða manna fylgdi
þeim ekki að málum. Nú hefði
Frökkum tekizt að uppræta
hermdarverkin að kalla, og færi
Frakkland fram á, að Samein-
uðu þjóðirnar hættu afskiptum
af þessum málum, sem væru
frönsk innanríkismál, og lofa
Frökkum að leysa þau eins og
þeim þætti réttast, en stefna
Frakka væri: Vopnahlé, þar næst
frjálsar kosningar og loks sam-
komulagsumleitanir.
Fineau kvað Marokko og Túnis
ekki nógu háð til þess að taka
að sér málamiðlun.
Tilboð þeirra kvað hann mið-
að við, að Alsír fengi sjálfstæði
— en ekki kæmi annað til greina,
en að Alsír yrði. áfram innan
franska ríkisins.
Fulltrúar Egyptalands og Sýr-
lands neituðu, að uppreistar-
mönnum i Alsír hefðu verið send
vopn frá löndum þeirra.
> w
Fulltrúadeildin franska
samþykkti með 40 atkvæða
mun, að fresta um óákveðinn
tíma heimastjórnarfrumvarpi
stjórnarinnar, og snerust íhalds-
þingmenn þar gegn stjórninni,
en Gaillard lætur ekki bjóða sér
þessa afgreiðslu, og krefst
trausts og þar með, að frumvarp
ið verði lagt fyrir aftur. Líkur
eru sagðar fyrir, að Gailiard
hafi sitt fram.
Eldflaugasföðvar við
Suezskurð?
> I Lundúnadagblaði er birt
fregn um það nýlega, að
Rússar ætli að koma upp eld-
flaugastöðvum við Súezskurð
— sá sé tilgangurinn með
efnahagssamningi við Egypta,
en samkvæmt lionum leggja
Rússar Egyptum til kjarnorku
vopn. Frá þessum stöðvum á
að vera liægt að skjóta eld-
flaugum með kjarnorku-
sprengjum í oddinum 320 til
640 km. vegarlengd. — Krú-
sév á hafa sagt Amer, her-
málaráðherra Egyptalands,
;að brezku liersböðvamar á
eiðinu væru hinn ákjósanleg-
asti staður fyrir eldflaugar,
en þar sem Egyptar kynnu
ekki með siík tæki og vopn
að fara og hér um ræðir, yrðu
Rússar að senda sérþjálfaða
menn til að gæta þeirra, og
yrðu þeir að vera klæddir
borgaraiegum fötum.
Þýðing Nýja testament-
isins verði endurskoðuð.
Frá aðalfundi Biblíufélagsms.
Aðalfundur Hins íslenzka Bibl-
íufélags var haldinn í áómkirkj
unni í Reykjavík að afstaðinni
guðsþjónustu sunnudaginn 24.
nóv. s.I.
Forseti félagsins, dr. Ásmund-
ur Guðmundsson, biskup, setti
fundinn með bæn. Síðan gerði
hann grein fyrir störfum félags-
stjórnar á liðnu ári. Á árinu gaf
félagið út Biblíuna, og er það
endurprentun á útgáfu Bibliufé-
lagsins brezka og leturplöturnar
keyptar af því. Gerði sú ráð-
stöfun útgáfuna til muna ódýr-
ari. Biblían er prentuð á vandað-
an pappír og er í smekklegu
bandi og kápu. Verð hennar er
kr. 145.00. Aðalútsölu annast Ól-
afur B. Erlingsson í bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar, og er
hann jafnframt framkvæmda-
inu hvort um sig kr. 10.000.00.
Allar þessar gjafir og stuðning
þakkar félagið heils hugar.
Gjaldkeri félagsins, séra Ósk-
ar J. Þorláksson, lagði fram end-
urskoðaða reikninga félagsins,
og voru þeir samþykktir í einu
hljóði.
Á meðal þeirra mála, sem
rædd voru, var nauðsyn á, end-
urskoðun þýðingar Nýja testa-
mentisins og var talið æskilegt,
að þeirri endurskoðun yrði lok-
ið og vönduð útgáfa af Nýja
testamentinu kæmi út á 150 ára
afmæli Bibliufélagsins árið 1965,4. riðili.
Eins og kunnugt er hefur Ferðaskrifstofa ríkisins um árabil
rekið minjagripaverzlanir í Reykjavík og á Keflavíkurflug-
velli, og unnið markvisst að því að fá gerða þjóðlega minja-
gripi. Með ári hverju liefur fjölbreytni aukist og má nú segja
að margt þjóðlegra muna sé á boðstólum, sem eru landi og 'þjóð
til sóma. Auk bess sem erlendir gestir kaupa minjagripi, berast
Ferðaskrifstofunni þráfaldlega pöntunarbréf erlendis frá og
þúsundir sendinga liefur hún sent undanfarin ár til ættingja
og vina íslendinga víðsvegar um heim. Þeir sein senda vilja
jólagjafir með skipspósti, þurfa að velja og fá þær sendar
núna næstu daga.
Vantar stað undlr
drykkjumannahæli.
Alls hafa nú safnazt um sjö-
tíu þúsundir krónur til bygg-
ingar skýlis fyrir drykkjumenn.
Er það allt héðan úr Reykja-
vík og af því hafa Áfengisvarn-
arráð íslands, Áfengisvarna-
nefnd Reykjavíkur og fram-
kvæmdanefnd Stórstúkunnar
lagt fram tuttugu og fimm þús-
und krónur samtals.
Ekki en enn þá ákveðið,
hvar þetta skýli muni standa,
en þrír menn hafa verið kosn-
ir í nefnd til að fjalla um þetta
mál og hrinda því í framkvæmd.
Eru í nefndinni: Ásmundur
Guðmundsson biskup, Mggnús
V. Jóhannesson framfærslu-
fulltrúi og Jónas Guðmundsson
skhifstofustjóri.
Vafalaust munu margir
verða til þess að styrkja þetta
þjóðþrifafyrirtæki, jvo að skýli
fyrir drykkjumenn komizt seni
fyrst upp og geti tekið til starfa.
Hraðskákmót T. R. hófst í
gærkvöídi með 73 þátttakemkm
Aff feeim keppa 21 íil íírsliia
n. k. suiiiindag.
Hraðskákmót Taflfélags Reykja
víhur hófst í gær og voru þátt-
takendur í byrjunarkeppninni 73
að tölu.
1 gærkveldi fóru fram undan-
rásir og var keppt i 7 riðlum. Að-
eins 3 efstu menn úr hvorum
riðli komust í úrslit eða 21 alls og
keppa þeir til úrslita á sunnudag
inn kl. 2 e. h. í Þórskaffi.
Orslitin i einstökum riðlum í
gærkveldi voru sem hár segir:
1. riðiii.
Ingi R. Jóhannsson 9 vinninga,
Gísli Pétursson 7Mj v. og Reimar
Sigurðsson 7 v.
2. riðill.
Guðmundur Ágústsson 10 v„
Júlíus Loftsson 8 v. og Sigurgeir
Ingvarsson 6 v.
3. riðill.
Haukur Sveinsson og Sveinn
Kristinsson 9% v. og Björn V.
Þórðarson 6 v.
6. riðill.
Kári Sólmundarson 8 v., Guð-
mundur Lárusson og Ríkarður
Kristjánsson 6 v.
7. riðill.
Ásgeir Þór Ásgeirsson 8 v.,
Eggert Gilfer og Jónas Þorvalds-
son 7% vinning.
Framangreindir menn keppa
síðan til úrslita á sunnudaginn
kemur.
Þrír keppendanna í undanrás-
unum, þeir Ingi R. Jóhannsson,
Guðm. Ágústsson og Gunnar Ól-
afsson hlutu 100% vinninga —
þ. e. unnu alla keppinauta sína.
Kraf izt betrl land-
helgisgæzlu.
Á fiskiþinginu í gær voru m.a.
rædd landheigismál. Framsögu-
maðui’ Arngi’ímur Fr. Bjarna-
son gerði gi-ein fyrir liverning
málið stæði nú og samþykktum
f jórðungs sambandanna.
Einnig var rætt um landhelgis-
gæzluna og taldi framsögumað-
urinn, Einar Guðfinnsson, að
landhelgisgæzlan væri ófull-
nægjandi eins og hún er nú.
Komu fram kröfur frá fjórðungs
þingi Vestfirðinga og -sambanöi
fiskideilda á Snæfellsnesi um
aukna landhelgisgæzlu.
Þá var eirinig rætt um vitamál,
hafnarmál, stofnlán sjávarut-
vegsins hlutatryggingu og fiski-
rannsóknir.
Ensk lijúkrunarkona í Banda
ríkjunum liefur verið hand-
tekin fyrir að kveikja £ sjúkra,
liúsi, vegna þess, að piltur
sveik hana.
Kjörnir voru 4 menn í stjórn
félagsins samkvæmt félagslög-
um. Skipa stjórn þess nú:
Dr. Ásmundur Guðmundsson,
biskup, Bjarni Eyjólfsson, ritsj.,
Magnús Már Lárusson, prófes-
stjóri félagsins. Biblíuútgáfa sor, Ólafur B. Erlingsson, fram-
þessi kostaði að sjáifsögðu mikið
fé. En það hefur orðið félaginu
mikill styrkur, að félagatala þess
fer ört vaxandi og mörg fyrir-
tæki og einstaklingar hafa stutt
það með myndarlegum gjöfum.
Má þar einkum nefna Kaupfélag
Eyfirðinga og Samband ísl. sam-
vinnufélaga, er gefið hafa félag-
kvæmdastjóri, Ólafur Ólafsson,
kristniboði, Óskar J. Þorláksson
dómkirkjuprestur, Sigurbjörn
Einarsson, prófessor, Sigurbjörn
Á. Gíslason, prestur, Þorkell Sig-
urbjörnsson.
Fundinum lauk með bæn, er
dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup,
flutti.
Gunnar Ólafsson 9 v. Jón Guð-
mundsson 6% v. og Kristján
Sylveríusson 6. v.
5. riðili.
Gunnar Gunnarsson 9% v.,
Guðjón Sigurkarisson 8V2 v. og
Grétar Haraldsson 7 v.
Samþykkt hefur verið við
2. umræðu í neðri máistofu
brezka þingsins frumvarp til
laga um hafnarbætur í Mil-
ford Haven, svo að aJIt að
100.000 smálesta skip geti
fengið þar afgreiðshi.
Frjáls innflutningur á
menningarverðmætaiim.
26 þjóðir aðilar að slíkri samþykkt.
Á ráðstefnu, sem haldin. var
fyrir skömrnu í Gefn, urðu full-
trúar frá 52 þjóðum ásáttir um,
að fara framá, að innflutningur
ýmsra menningarverðmæta yrði
gerður frjálsari en hann er nú
víða um lönd.
Það er aðallega um að ræða
vísindatæki safnaáhöld og lista
verk, sem farið er fram á að
verði undanþegin tollum og inn-
flutningshöftum. Fundurinn í
Gefn var haldinn að tilhlutan
UNESCO, — Menntunar-, vísinda
og menningarstofnunar Samein-
úðu þjóðanna. Til fundarins var
boðað til þess að endurskoða al-
þjóðasamþykkt, er samin var á
vegum UNESCO fyrir nokkrum
árum og þar sem mælt er svo
fyrir, að tollar skulu afnumdir
og innflutningur gefinn frjáls á
dagblöðum, tímaritum, frétta-
kvikmyndum, segulbandi með
hljómlist, upplestri 0. s. frv.
Alls hafa 26 þjóðir gerst aðilar
að þessari alþjóðasamþykkt. Á
Genfarfundinum var samþykkt,
að stuðla að því, að flestar þjóð-
ir gerðust aðilar að samþykkt-
inni og stuðla þannig að aukn-
um menningarviðskiptum milii
þjóða.