Vísir


Vísir - 30.11.1957, Qupperneq 1

Vísir - 30.11.1957, Qupperneq 1
#7. órg. Laugardaginn 30. nóvember 1957 282. tbl, Gulifoss flutti 1817 farþeg- um færra vegna verkfallsins Skipið er síðustu ferð fyrir jól. Samkvæmt upplýsmgum frá farþegadeild Eimskipafélags Is- Ianðs flutti Gullfoss alls um 2790 farþega til og frá landinu síðastl. 'sumar, en 4607, i fyrrasumar. Alls fór skipið 6 ferðir á sumr- inu og er þar miðað við sumar- áætlunina. Sumarið 1956 voru farnar 9 ferðir og stafar lækkun- in af hinu langvinna framanna- verkfalli síðastliðið sumar. Frá landinu flutti Gullfoss 1287 farþega síðasta sumar en 2146 farþega sumarið 1956. Til landsins flutti skipið 1507 farþega siðasta sumar en 2461 farþega sumarið 1956. Er hér um mjög verulega lækkun að ræða eða um þús. farþega á hvorri leið. Veturinn 1956-7 voru farnar 9 ferðir og fluttir 760 farþegar til landsins en 491 frá landinu. Er það heldur lægri tölur en árið áður. Gullfoss tekur 209 farþega fullskipaður áð sumarlagi, Á Danir eiga lönd á tunglinu! Frá fréttaritar Vísis — Kaupm.höfn í nóv. Banskur alIgIýsing■amaðm•, Fritz Harlang að nafni, hefir fundið ágætt ráð tii að vekja athygli á sér og fyrirtæki sínu. Er hann kom nýlega frá Banda ríkjunum, kvaðst hann hafa keypt þar 300 lóðir á tunglinu, ög gaf hverjum viðskiptavina sinna afsal fyrir einni. En sú kvöð fylgir, að menn mega ekki gera sig seka um neitt jarð- rask. vetrum þegar minna er um far- þega, er 3. farrými tekið af og haft fyrir vörur en það tekur 44 farþega. Sem stendur er Gullfoss í síð- ustu ferð sinni til útlanda fyrir jól. Fer hann síðan eina ferð til Siglufjarðar og Akureyrar sem venja er til, fyrir hátíðar. Nýjar fréttir í stuttu máli. ©í Marokkofregnum segir, að Spánverjar hafi gert mikla árás á landamærunum og far- ið yfir þau og fellt uni 200 manns. Beitt var fótgöngu- liði, er naut stuðnings flug- liðs og flota. Sprengjum var varpað á þorp í Marokko. © Atkvæðagreiðsla átti að fara fram í gærkvöldi um heima- stjórnarfrumvarpið fyrir Al- sír og kosningaiagafrumvarp, livorttveggja stjórnarfrum- varp. Gaillard gerir það að fráfararatriði, nái frumvörp- in ekki samþykkt fulltrúa- deildarinnar. © Eisenhovver forseti er kominn til búgarðs síns skammt frá Gettysburg og hyggst dveljast þar nokkra daga sér til hvíld- ar og hressingar. © í Parísarfregnum er sagt, að Frakkar fáist nú við frani- leiðslu kjarnorkusprengna, sem þeir liyggist gera til- raunir með á næsta ári. Kvikmynd um kvikmyndir. Sýnd á vegum Íslenzk-ameríska félagsins. Kvikmyndasýningar íslenzk- ameríska félagsins hefjast að nýju í dag kl. 2 e. li. í Gamla bíó. Eru sýningar þessar orðnar fastur liður í starfsemi félags- ins, og hafa jafnan verið vel sóttar, enda vel til þeirra vand- að. í dag verða sýndir fimm þætt- ir úr sögu og starfi bandaríska kvikmyndaiðnaðarins. Er kvik- xnynd þessi í senií* fróðleg og skemmtileg. Þar er skyngzt á bak vuS tjöldin í Hollywood og sýndur margs konar undirbún- ingur að kvikmyndatöku, og ennfremur getur áhorfandinn fylgzt með sjálfri kvikmynda- tökunni. Þá er brugðið upp svipmyndum úr ýmsum göml- um kvikmyndum, sem skarað hafa fram úr. Má þar sjá marga kvikmyndaleikara, sem getið hafa sér heimsfrægð með leik sínum, svo sem Mary Pickford, Charlie Chaplin, John Barry- more, Charles Laughton, Sir Laurence Olivier og Clark Gable, svo nokkrir séu nefndir. Seinni hluti þessarar kvik- myndar verður sýndur á næstu sýningu félagsins eftir áramót. Þá verður auk þess sýnd í dag sekmmtileg skíðamynd sem tekin hefur verið í Sun Valley í Kaliforníu, en þar eru einhver vinsælustu og fegurstu skíða- lönd Bandaríkjanna. Sýning Íslenzk-ameríska fé- lagsins í dag hefst kl. 2 e. h. í Gabla bíói eins og áður er sagt, og er öllum frjáls aðgangur meðan húsrúm leyfir. Togarafiskur seldur fyrir 10 millj. kr. í uóvember. Skipin fóru 26 söluferðir — með- alverð kr. 2,57 pr. kg. Floíar Mörðmamia og Dana skki sameirfír. Frá fréttaritara Vísis Osló í nóvember. Hermálaráðherra Noregs, Nils Handal, segir að norska stjórnin liafi ekki fengið í hendur neina tillögu frá Bretum og Banda- ríkjamönnum þess efnis að floti Norðmanna og Dana verði sam- einaður undir einni stjórn. Franska fréttastofan APF birti þá fregn að slík uppástunga hefði komið fram í brezk-amer- ískri ráðagerð um endurskipu- lagningu NATO. Fréttastofan segir að fregnin sé ekki frá opin berum heimildum, en áreiðanleg- í nóvember fóru íslenzkir tog- arar 26 söíuferðir til útlanda með 3879,6 lestir af fiski, sem seldur var fyrir 9,989,5 milljónir króna. Þrettán farmar voru seldir i þýzkalandi og jafnmargir í Bretlandi. Aflamagnið, sem selt var í Bretlandi var 1812,8 lestir fyrir 5,263,5 milljónir ísl. króna. I Þýzkalandi voru seldar 2066,8 lestir fyrir 4,725,9 milljónir kr. samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi ísl. botnvörpuskipa eigenda. Meðalverð á kg. er kr. 2,57, sem er mjög gott. Skipin hafa yfir leitt verið með lítinn afla og hátt verð hefur haldist á fiski á erlendum markaöi í vetur. Hermálaráðherran sagðist ekki hafa heyrt um neina slíka tillögu að hálfu áðurnefndra ríkja. Aðalfygidur BÍL vilð samkeppni um ráðhús. Grindavíkurbátar reru einir í fyrrakvöld - öfíuðu Íítið. Búið að frysta nóg í beitu. 3. nóv. s.l. var haldinn aðal- fundur Bandalags íslenzkra listamanna, en fundinn sitja finim fulltrúar frá hverju bandalagsfélagi. Aðildarfélög bandalagsins eru: Arkitektafélag íslands, Félag íslenzkra leikara, Félag íslenzkra listdansara, Félag ís- lenzkra myndlistarmanna, Fé- lag íslenzkra tónlistarmunna, Rithöfundasamband íslands cg Tónskáldafélag íslands. Á árinu tóku rithöfundafé- lögin tvö, Rithöfundafélag ís- lands og Félag íslenzkra rithöf- unda upp samstarf sín á milli, og mynduðu Samband íslenzkra rithöfunda, sem tók við aðild rithöfunda að bandalaginu af Rithöfundafélagi íslands. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna haldinn 3. nóv. 1957, tekur undir þá kröfu Arkitektafélags íslands, að hald in verði samkeppni um teikn-1 ingu af Ráðhúsi Reykjavíku". Aðalfundurinn skorar því á bæjarstjórn að hún endurskoði afstöðu sína og hlutist til um að haldin verði samkeppni um ráð- hússteikningarnar, er samrým- ist samkeppnisreglum A. í.“ „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna þakkar menntamálaráðherra, ríkis- stjórn og alþingi hina nýju lög- gjöf um Menningarsjóð.“ Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna skipa nú: ForsetL Snorri Hjartarson, varaforseti Jón Leifs, ritari Þorsteinn Hannesson, gjaldkeri Ásmund- ur Sveinsson, með stjórendur Sigurður Guðmundsson, Valur Gíslason og Sigríður Ármann. Þrátt fyrir óhagstæða veður- spá réru 9 reknetabátar á fimmtudagskvöld. Báternh- fengu nær engan afla. Sá seni mest aflaði, fékk 16 tunnur. Allmikið hefur verið saltað í Grindavík undanfarna daga á fjórum söltunarstöðvum. Stærsta stöðin hefur saltað frá 120 til 150 tunnur þá daga, sem sild hefur borizt. Búið er að frysta nóg af síld til beitu og er nú hafin frysting á síld til útflutnings. Að jafnaði leggja hér upp afla sinn 4 eða 5 aðkomubátar úr Vestmannaeyjum. Ekki er búizt við fleiri aðkomubátum á síld-, veiðar frá Grindavík í haust. © Um síðustu helgi dóu 9 menn og 62 slösuðust í járn- brautarslysi nærri Bombay á Indlandi. Vegir auðir um Þing' eyjarsýslur. Tjörnnesvegur mikið notaður. © Ghana er að hugsa um að taka upp stjórnmálasam- band við Sovétríkin. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Á fimmtudaginn brá til sunnan áttar og þýðviðris á Ak- ureyri og gcrði allmikla rign- ingu þá um nóttina og morgun- inn eftir svo að autt er orðið upp í miðjar hlíðar. Vegir eru nú allir færir í byggð um báðar Þingeyjar- sýslur og komast bílar alla leið norður á Raufarhöfn. Reykja- heiði er að vísu löngu ófær orð- in, en í stað þess hefir vegur- inn um Tjörnes verið tekinn í notkun og má segja, að opnun þess vegar hafi skapað byltingu í samgöngumálum Þingeyings, enda er hann mikið notaður. Fram til þessa hafa engar vegasamgöngur verið milli Norður- og Suður-Þingeyjar- sýslu að vetrinum vegna þess að eini vegurinn, sem verið hef- ir milli þeirra fram að þessu —• Reykjaheiðarvegurinn — hefir jafan lokazt snemma á haustin og ekki opnast til um- ferðar aftur fyrr en komið hef- ir verið langt fram á vor. Nú er þetta breytt með hinum nýja vegi um Tjörnes og er búizt við, að hann verði fær oftast nær að vetrinum. Axarfjarðarheiði er lokuð vegna snjóa og samgöngur því engar til Þórshafnar. Hlutu verðlaun í rit- gerðasamkeppni. Þrjár stúlkur úr gagnfræða- skólanum við Hringbraut lilutu verðlaun í ritgerðarsamkeppnl skólabarna uni Ijósmyndasýning’ una „Fjölskylda þjóðanna“, sem sýnd var mn þriggja vikna skeið í Reykjavík. Stúlkurnar sem verðlaunin fengu eru: Erla Fradriksen 3. bekk Ásdís Skúladóttir, 2. bekk A og Þóra Steingrimsdóttir, 2. bekk A. Hlutu þær hver um sig í verðlaun vandað eintak af bók- inni „The Family of Man“, sem inniheldur allar Ijósmyndir, sem á sýningunni voru. Fór afhend- ing verðlauna fi’am s.l. miðviku- dag i skrifstofu fræðslustjóra að viðstöddum skólastjóra gagn- fræðaskólans, við Hringbraut, Árna Þórðarsyni. Vegna inflúenzufaraidurs, sem olli lokun skólanna dróst það nokkuð að ritgerðunum væri skilað. I dómnefndinni áttu sæti: Ragnar Jónsson, forstjóri, Magn- ús Gíslason, námsstjóri og Þórð- ur Einarsson, fulltrúi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.