Vísir - 03.12.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 03.12.1957, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. LátiS hann fœra yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af \ yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að bei sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Þriðjudaginn 3. desember 1957 Vetrarhjálpin er að taka til starfa. Skáíar safna í bænum 11., 12. og 13. þ.m. I Vetrarhjáipin er að Iiefja Starfsemi sína og verður hún framkvæmd eins og undanfarin ár, sagði séra Óskur ,T. Þorláks- son, er hann ása.mt stjórn vetr- arhjálparinnar ræddi víð frétta- nienn í gær. Gera má ráð fyrir, að enn fleil'i leiti til vetrarhjálparinnar nú íyrir jólin, en undanfarin ár, því hagur margra er nú þrengri en Verið hefur.lengi. Framkvæmdastjóri vetrar- hjálparinnar er. Magnús V. Jó- hannesson. f fyrra var úthlutað til 778 fjölskyldna og 785 ein- staklinga. Keypt voru matvæli íyrir 176,949 krónur, mjólk fyrir 29,427 krónur og fatnaður fyrir 68,438 krónuur. Samtals var út- hlutað keyptum vörum fyrir 274,815 krónur. * Auk þessa var úthlutað tals- verðu af nýjum fatnaði, sem lágt áætlaður var 40.000 kr., og urðu iataúthlutunarinnar aðnjótandi ca. 500 fjölskyldur og einstakl- ingar. Peningasöfnun á árinu nanr kr. 155,168,00, sem var meiri söfn Un en nokkru sinni áður. Af þeirri upphæð söfnuðu skátar 100 þús. krónum. Vetrarhjálpin fékk ókeypis hús næði til afnota hjá Rauða kross- inum í Thorvaldsenstræti 6 og þar verður vetrarhjálpin einnig I þetta sinn. Aðstoð Rauða kross ins var mjög mikill styrkur fyrir starfið, segir í skýrslu vetrar- hjálparinnar, bæði vegna staðar- legu og frá fjárhagslegu sjónar- armiði. Starfsemi vetrarhjálparinnar byrjar næstu daga, en 11., 12. og 13. þ. m. fara skátarnir um bæ- inn til að safna fyrir vetrarhjálp- ina og er þess vænzt að bæjarbú- ar taki þeim með jafnmiklu ör- læti og áður. Þeir, sem góðs nutu af starfi vetrarhjálparinnar eru nær ein- göngu aldrað fólk, einstæðingar og svo barnafjölskyldur. 1 stjórn vetrarhjálparinnar eiga sæti: Kristján Þorvarðsson læknir, Magnús Þorsteinsson, skrifstofustjóri, Magnús V. Jó- hannesson framkvstj. og séra Óskar J. Þorláksson. Bók um Aibert Gu&mundssðn. Um þessar mundir er að koma í bókaverzlanir bók um þann íslending, sem frægastur liefur orðið fyrir ‘Ieikni sína í knattspyrnu. Er þetta frásögn af Albert Guðmundssyni, hinum snjalla knattspyrnumanni, sem um skeið bar hróður íslands lengra en flestir aðrir, og var átrún- aðargoð tugþúsunda í þeim löndum, þar sem hann stund- aði íþrótt sína. Er það Jónas Jónsson, sem ritar hókina, enda hefur hann þekkt Albert frá því að hann var unglingur. Bókin er skreytt mörgum myndum af íþróttaferli Al- berts, og er ekki vafi á, að hún mun verða mikið lesin af yngri kynslóðinni, senr keppir um frægð í íþróttum. Útgefandi er Gunnar Þorleifsson. -r I nótt rfgndi á skógarelda- svæBlnu í Ástralsu, en eldar blossuðu upp á ný í morgun. í nótt rigndi talsvert á skóg- lareldasvæðinu « Bláfjöllum skammt frá Sidney og gerðu menn sér vonir um, að regnið myndi kæfa cldana, en svo Varð ekki. Þeir blossuðu upp af »ýju í morgun. í smábæ, Luna, skammt frá Eidney, brunnu 100 íveruhús log fjórar kirkjur. Fólkinu hef- Xir verið komið fyrir til bráða- birgða. Tjónið af skógareldun- Laugarneskirkja fær Guðbrandsbiblíu. Nú nýlega hefur kvenfélag Laugarnessóknar fært kirkju Binni að gjöf áletrað eintak af Iiinni Ijósprentuðu útgáfu Guð- brandsbiblíu. Var þessarar góðu gjafar jninnzt og hún þökkuð við guð- þjónustu safnaðarins síðastlið- Inn sunnudag. t um nemur yfir 2 milljónum ástralskra punda á húseignum og mannvirkjum, en tjón á skóglendi og graslendi og gripatjón verður enn eigi metið. Neyðarástand er ríkjandi í fjölda þorpa og borga, — marg- ir bæir alveg einangraðir, ekkert símasamband og ekkert rafmagn, og kvíði ríkjandi, að eldar leggi allt í rúst á svip- stundu. Heldur lægði í nótt meðan rigndi, en áður hafði snarpur vindur aukið eldhættuna að miklum mun. Um tíma var Sideny alveg hulin reykiar- mekki. • í Vestur-lndíum er verið að gera tilraunir með bygging- arefni úr úrgangi sykur- rófna. Það er vatnsþétt og þolir eld. Vetrardragt, nýjasta tízka, — sýnd á tízkusýningu í París fyrir skemmstu. ----+---- Var&arfundur um atvinnumáí. Laml (má|!afélagið Voaður heldur fund í Sjálfstæðishús- inu kl. 8,30 og er það fjórði og síðasti fundur félagsins um bæjarmálin undir umræðu- heitinu: Framtíð Reykjavíkur. Tillögur atvinnumálanefnd- ar Varðar verða til umræðu á fundinum í kvöld. En í þeirri nefnd eru: Svavar Pálsson, við skiprtafræ!f?jngur, förmaður, Gunnar J. Friðriksson, fram- kv.stjóri, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, Ingvar Vilhjálms son útgerðarmaður og Önund- ur Á(Sgeírsson viðskiptafræð- ingur. Frummælendur á fundinum i' kvöld verða þrír nefndar- j manna, þe'ir Svavar Pálsson, Gunnar Guðjónsson og Önund- ur Ásgeirsson. Spútnik hrapaður. Allar Iíkur benda til,að Spút- nik hinn fyrri hafa hrapað til jarc«ar, þrátt fyrir fullyrðingar í Moskvu í gær um hið gagn- stæða. í gærkveldi bárust fregnir um, að hrapað hefði til jarðar nálægt Hamborg þungur hlut- ur með allmiklum hávaða, en ekki var búizt við, að neitt yrði frekara um þetta kunnugt fyrr en með morgninum í fyrsta lagi, en ekki hafa enn borizt um það nánari fregnir. Síðari fregn: Rússar birta enn fregnir um fyrra gervi- tunglið og segja, að það muni sjást á suðurhveli jarðar eftir sólarlag. Öngþveíti og vandræði rskir á Indónesíu. Reynt að Eeiða sthygli frá því með hefnleð gerðum gagn loiland! cg hoiienskum fyrirtækjum. A/ðgerðÖjrnar gegn. i ^úiauui munu skaða Indonesíu meira en Hollendinga að áliti brezkra blaða. Brezk blöð í morgun ræða mest aðgerðirnar í Indónesíu gjagnvart Holland'i, Iiollend- ingum og hollenzkum fyrir- tækjum. Eru þau þeirrar skoð- unar, að þær stafi af gremju Indónesíustjórnar út af því, að hún hafði ekki sitt fram varð- andi hollenzku Nýju Guineu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, er hún vill ná undir yfirráð sín — en e'innig hafi verið til ráð- stafananna gripið til þess að leiða athyglina frá ríkjandi öngþveitis- og vandræðaá- standi í Indónesíu. Biöðin virðast vera nokkurn veginn, á sama máli um, að þessar aðgerðir, sem gr’ipið sé til, þegar íaugar þjóðarinnar séu í ólagi vegna banatilræðis- ins við Soekarno forseta, muni skaða Indónesíumenn og baka þeim álitshnekk. BiðlaS til SAS. Að því er Virðist stendur til að banna hollenzkum flugvél- um, KLM flugvélunum, að hafa viðkomu í Jkarta, sem verið hefur, og hefur í þess stað SAS verið boðið að hafa þar viðkomu, því að sjálfir hafa Indonesíumenn engin tök á að annast millilandaflugsam göngur. Hollendingum meinuð landganga. Ein flugvél frá MLM fór frá Jakarta. Var það í gær- morgun. Engum farþegum var leyft, að fara með henni. Og ekki verður neinum Hollend- ingum leyft að stíga á land af skipum. Engin samskiptij við Hollendinga, virðast einkunar- orðin. í Indónesíu eru a. m. k. 60.000 Hollendingar og fólk af hollenzku bergi brotið. margt af þessu fólki er ágætlega menntað og sérþjálfað, sem Indónesía getur ekki án verið. Hver höndin upp á móti annarri. í Indónesíu er hver höndin' upp á móti annarri og stjornin ræður raunverulega ekki yfir nema nokkrum hluta 'iins \íð- lenda ríkis og þéttbýla sam- bandsríkis. Á Súmötru og víð- ar hafa menn r'isið upp og gert byltingu, sem erfitt hefur ver- ið að bæla niður, og herstjórar mestu ráðandi hver á sínu svæði þar. Ástralía styður Holland. Ástralía styður Holland í Nýju Guineumálinu. í Ástra- líu er litið svo á, að Indónesíu- menn gætu alveg eins gert til- kall til Singapore og Malakka- skaga sem Nýju Guineu. Kommúnistiskum áhrifum er það mest að kenna hvernig komið er í Indónesíu, þessu auðuga landi, þar sem nú rík- ir fátækt og atvinnuleysi, en fólkinu vegnaði vel við stjórn Hollendinga, sem var fyrir síð- ai'i heimsstyrjöldina komin í miklu betra horf en áður var, og miklar umbætur verið gerð- ar fyrir atbeina og framtak Hollendinga. Drápu yflr 40 refi og yrðifnga í ÞlngvaiEasveit. Skipulagður hernaður gegn þeim á sl. vori. Á síðasta vori voru drepnir yfir hundrað rclir — fullorðnir og yrðlingar í Þingvallasveit, framtakssamur, að hann réð Grafningi og- Grímsnesi. Var Þitígvallahreppur svo tvær vanar skyttur til að herja á refinn innan endimarka hrepps ins, og voru þetta þeir Halldór Einarsson frá Kárastöðum og Pétur Jónsson frá Skógarkoti. Voru þeir um það bil sex vikur í hernaði þessum og lögðu 42 dýr, fullorðin og yrðlinga. Þeir félagar fundu fimm greni í Þingvallasveit, þar af fjögur, sem eigi var vitað um áður, og auk þess eitt í Grafningi. Sáust merki þess við fimm grenjanna, að lágfóta hafði lagzt á sauðfé, en þó kvað ekki verulega að ummerkjum eftiv slíkt nema við eitt grenið. Þar hafði rebbi verið mjög athafnasamur, því að hann mun hafa drepið bæði lömb og fullorðið fé. Fundu þeir Halldór og Pétur þrjár dauðar ær, sem refur þessi hefir vafalítið drepið. Auk þeirra grenja, sem þeir fé- lagar unnu, vann Kristján, bróð- ir Péturs, sem er bóndi að Gjá- bakka, þrjú greni að auki í Þingvallasveit, Grimsnesi og Lyngdalsheiði, en ekki er vitað, hve mönnum hefir orðið ágengt í Laugardal. Komið hefir til orða, að þeir Halldór og Pétur taki að sér refaveiðar fyrir Þingvellinga aft- ur að vori, en ekki er það þó fullráðið. Hitt mun engum blöð- um um að fletta, að sögn þeirra félaga, að með svo skipulögðum veiðum og eitrun er hægt að halda refnum í skefjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.