Vísir - 03.12.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 03.12.1957, Blaðsíða 1
 »7. árg. Þriðjudaginn 3. desember 1957 284. ihí. mi og u eriSarslyse um helgina. Árekstra- eg slysahæffa eykst stórlega í hvert skfptl, sem tekur ai rígna. Talsvert varð um árekstra bif- reiða um helgina og það er eins og þeir aukist í hvert skipti sem tekur að rigna eða dimmir í lofti, enda saf nast þá móða á rúður og Mfreiðastjórarnir sjá verr út. Samt er það svo að heildar- tala árekstra þeirra, sem bók- færð er hjá lögreglunni er tals- vert Iægri það sem af er þessu ári heldur en á sama tíma í fyrra. I gær höfðu orðið 1508 á- rekstrar frá s.l. áramótum, en 2. desember í fyrra 1634, eða nær 130 árekstrum fleira. Um helgina varð árekstur á Öskjuhlíð, sem umferðardeild rannsóknarlögreglunnar æskir upplýsinga um ef einhverjir kynnu að geta gefið þær. Þann- ig var mál með vexti að um kl. hálfsjö á sunnudagskvöldið voru tveir bílar á leið útúr bænum suður Öskjuhliðina. Var annað 4 manna fólksbíll og fór hann á undan en á eftir kom jeppa- bíll. Á móti þessum tveim bílum kom fólksbifreið niður brekkuna og ók hann fyrst utan í fólksbíl- Snn, sem á undan fór, þó ekki þannig að um verulegar skemmd ír væri að ræða, en strax á eftir slengdist hann utan í jeppann, og olli. allmiklum skemmdum á honum. Síðan ók bílstjórinn, sem árekstrunum olli á brott, sem skjótast og greindist ekki skrá- setningarmerki hans, né heldur að hægt væri að gefa nokkura lýsingu á bilnum. Nú væntir rannsóknarlögreglan þess að þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið, sæju t. d. rispur eða skémmdir á hægri hlið fólksbif- reiðar, létu hana vita þegar i stað. Frá því fyrir helgi og þar til í gær urðu nokkur umferðarslys í bænum, en ekki alvarleg. Um helgina varð telpa 14—15 ára gömul fyrir bíl á Bergþórugötu en slasaðist ekki alvarlega. Þá varð og maður, Guðmundur Rós- mundsson að nafni, fyrir bíl á mótum Réttarholtsvegar og Suö- urlandsbrautar og meiddist á höfði. I gær slóst drengur utan í bíl á mótum Túngötu og Suðurgötu og var fluttur i slysavarðstofuna en reyndist lítið eða ekki meidd- ur. 1 Hafnarfirði urðu þrjú um- ferðarslys s.l. laugardag. Stúlka slasaðist í bíl, er bíllinn, sem hún var í, lenti i árekstri. Dreng ur varð fyrir bíl og skarst á höfði og loks datt kona af palli vörubíls og skarst hún einnig á höfði. Af öðrum slysförum má geta þess að á laugardaginn féll dreng ur, sem var að klifra upp vinnu- palla við kirkjubygginguna við Háteigsveg, niður og varð að flytja hann í Slysavarðstofuna. Þá var ennfermur ölvaður mað- ur, sem dottið hafði á götu og meitt sig fluttur í Slysavarðstof- una. Hornafjarðarbátar afla vel á línu. I vetur hafa vélbátar frá Hornafirði róið með línu og aflað vel. Afli í róðri heíur verið frá 5 —7 lestir af vænum fiski. M.b. Akurey hefur þegar farið 17 róðra. Friðrik og Yanowski hafa 1 vinning, en Friðrik enga biðskák. Friðrih vann tteshevshi í 2. wmferð. f annarri umferð alþjóða-1 skákmótsins í Dallas í Texas á sunnudag fóru leikar svo, að Friðrik vann Reshevsky, New York. Szabo og Najdorf gerðu jaín- tefl'i, en skákir Evans og Yan- ovskis, Gligorics og Larsens fóru í bið eftir sjö klukku- stunda leik. Standa leikar þannig eftir þessar tvær umferðir, að Frið- rik og Yanowsski hafa einn vinning hvor, en Szabo, Gli- goric, Najdorf og Evans hálf- an hver og Reshevski og Lar- sen engan, en hér verður að bæta því við, að allir eiga bið- skák nema Friðrik. , í þi'iðju umferð teflir Frið- rik við Evans, Larsen við Yan- owski, Szabo við Gligoric og Reshevski við Najdorf. Mótið stendur til 16. desem- ber, og hefur áhugi verið m'ik- ill í upphafi, að því er segir í skeytum frá Dallas. Komu um 400 áhorfendur, þegar tefld var önnur umferðin, en teflt er í danssal í Hotel Adolphus. Jeyce litlu Graig langaði til þess að sjá drottninguna við þing- setninguna á dögunum, og tókst það af því að hún laumaðist inn á milli raða varðliðsmanna, að aftanverðu frá — og fékk að vera þar, enda stóð hún kyrr þar sem hún var komin, — eins og varðmaður. « Síldveiðiskipin lóða mikið magn síldar9 en vesoa samt sáralítsÖ — Sjór líklega of heitur á yfirborðinu. Sáralítil síldveiði var hér við Suðvesturland í nótt, en samt telja sjómennirnir sig hafa lóðað óhemju magn síldar og aldrei meir en í nótt. Veður var h'ið ákjósanleg- asta og því ekki hægt að kenna því um að ekki veiddist. Sjómennirnir gizka helzt á að yfirborð sævarins sé of heitt og síldin haldi sig á of miklu dýp'i að til hennar náist. Hins vegar sé síldin, sem heldur sig ofar, smásíld, sem smýgur möskvana. Sandgerðisbátar fengu frá 10—15 tunnur bæði í nótt og Nægir aB senda fána íeldflaugtiltunglsins? Ekkert ákvœði í alþjóðaVóg- um getur komið í. veg fyrir, að Rússar slái eign sinni á tunglið. Andrew Haley, bandarískur sérfræðingur í alþjóðalögum, hefur sagt í fyrirlestri við laga- deild Harvard-háskóla, að ef Sovétríkin geti skotið fána sín- um til tunglsins með eldflaug, geti þau talið hann eign sína, samkvæmt fornum venjum. fyrrinótt, þeir sem á annað borð veiddu en nokkurir fengu ekki neitt. Svipaða sögu höfðu Akur- nesingar að segja. Nokkrir bát- ar þaðan fengu upp í 30—40 tunnur, en marg'ir minna og jafnvel ekkert. Heildarsíldarafli Akran'ess- báta í nóvembermánuð'i var 6661 tunna. Langhæstir voru Keilir og Höfrungur með um 1000 tunnur hvor. Heildarsölt- un frá því veiðar hófust hjá Akranesbátum í haust nemur 6478 tunnum. Eisenhower á stjórna rf unid i. Eisenhower Bandaríkjafor- seti sat fund með stjórn sinni í gær og var hinn hressasti að sjá. Fundurinn stóð á aðra klst. í dag mun forsetinn hefja við- ræður við þingleiðtoga um til- lögur þær, sem hann hyggst leggja fram á fundi forsætis- ráðherra Norður Atlantshafs- varnarbandalagsins 16. þ. m. Hamntarskjöfd er þjdðasættir. Fregnir frá aðalbækistöÖ Sameinuðu þjóðanna í New York herma, að Jórdanía hafi heitið Hammarsjöld |'>ví, að hafa einlæga samvinnu við eft- irlitsnefnd S.- þj. í Palestínu. Hammarsjöld dvelst nú þar eystra og ræðir við ríkisstjórn- ir ísraels, Jórdaníu Sýrlands og Líbanon. Talið er, að hann hafi lagt fram áætlun, sem miðar að því, að lausn fáist á deilumálum ísraels og Jórdaníu, eða a. m. k. girði fyrir, að í odda skerist út af deilunum. Samþykkt um Kashmir. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom saman á fund í gær- kvöldi og ræddi Kashmírmálið. Fyrir fundinum lá tillaga frá fimm þjóðum, þeirra meðal Bretum, um að dr. Graham gerði nýja tilraun til málamiðl- unar. Indland tók tillögunni illa en Pakistan vel. Fulltrúi Rússa tók fram, að stjórn hans teldi beinar sam- komulagsumleitanir heppileg- astar, en hann sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. „Karlinn" sá rautt! Sú fregn barst til útgerðar- félags á Englandi um helgina, frá skipstjóra á einum togara félagsins, er var á Ieiðl á fs- landsmið, að stjórnpallurinn hefði skipt um lit. Var hann hvítur, en var nú allt í einu orðinn fagurrauður. Nokkrum stundum síðar barst skeyti frá skipstjóranum um, að stjórnpallurinn væri aftur orðinn hvítur. Tekið er fram í fregnum frá Englandi, að skip- stjórnn sé þekktur að áreiðan- leik, og var þess helzt til getið, að einhverjar geislaverkanir hefðu valdið því, að grunnmáln ingin á stjórnpallinum, sem var rauð, hafi orðið hvítu málning- unni sterkari. Ná kommúnistar völdum í Guafemala? Efnt verður til forsetakjörs í Guatemala þ. 19. janúar næst- komandi. Óttast margir í grannríkjun- um, að laumukommúnistar muni ná völdunum, því að and- kommúnistar eru sundurþykk- ir og geta ekki starfað saman. Margir kommúnistar hafa snú- ið heim úr útlegð síðustu vik- urnar með leyfi stjórnarvald- anna.......... -^j, fei*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.