Vísir - 09.12.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 09.12.1957, Blaðsíða 1
12 síður 12 síður Í7. érg. Mánudaginn 9. desember 1957 289. íbl. Spænsk flofadeild í land- heígi Marokkós. Mótmæli borin f r&m í Madrid - enn barizt í Ifni. Sendiherra Marokkó á Spáni er kominn til Rabat. Áður en hann lagði af stað frá Madrid lagði hnim fram mótmæli út af því, að Spánverjar hefðu sent flotadeild inn í landhelgi Mar- okkós. Fregnir frá itabat hermdu, að 17—20 spænsk herskip og herflutniingaskip væru komin inn í landhelgi Marokkó og væri búizt við. innrás þá og þegar. Fréttaritarar ætla, reyn ist þessar fregnir réttar, að mark Spánverja sé að komast að baki uppreistai-mönnum. Kunnugt er, að bardögum á Ifnisvæðinu er ekki lokið, og að Spánverjar telja sér mikla nauðsyn að treyst þar aðstöðu sína með því að brjóta mót- spyrnu uppreistarmanna alveg á bak aftur. í seinustu fregn- um frá Spáni segir, að upp- rdstarmenn geri strjálar árásir á stöðvar Sjánverja í Ifnihér- aði, en þeim hafi öllum verið hrundið. I Alsír er barizt. í Alsír er enn barizt og ekki Hollenzk skip í erfiðleikum. Tvö hollenzkt skip, bæði fremur lítil (500 og 750 smál.) áttu í erfiðleikum í nótt á Ermarsundi. Farmur í lestum annars hafði haggazt, en vél hins bilað. — Skip fóru til aðstoðar. Belgisku sktpstjórarnir dæmdir. í gær var kveðinn upp dóm- ur í máli belgisku skipstjór- anna, sem teknir höfðu verið í landhelgi aðfaranótt föstudags ins. Játuðu þeir báðir brot sitt, og var annar dæmdur í 94.000 króna sekt til ríkissjóðs — enda var þetta ekki fyrsta brot hans — og hinn hlaut 74.000 kr. sekt. Afli beggja og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjórarnir ákváðu báðir að áfrýja til hæstaréttar. Sýrlenzk sendtnefnd Sýrlenzk sendinefnd er í þann veginn að leggja af stað til Moskvu. Hún fer til að skiptast á stað- festingarskjölum við ráðstjórn- ina um efnahagsaðstoð Sýrlandi til handa. — Nefndin gekk á fund Kuwatly forsta í morgun um nein stórátök að ræða, en á olíuleitarsvæðinu, þar sem franskir verkfræðingar stjórna olíule'it, var hrundið allmikilli árás skæruliða. Féllu af liði þeirra 37 menn, en 16 særðust. I Lybiu er einnig leitað olíu. Þar hrapaði skozk leiguflugvél til jarðar á olíuleitarsvæði. Ekki er kunnugt um orsök slyss'ins, en leitarflokkur komst að raun um, að allir, sem í flugvélini voru, 6 menn, biðu bana. Síídarbátarnir sneru vift. Keflavíkurbátar rérú gær, en sneru aftur og lagði enginn bátur netin, því veður versnaði skyndilega í gær- kveldi og héldu bátarnir aftur í höfn. Enn halda flestir bátanna á fram veiðum þótt afli hafi verið sáralítill undanfarið, en búizt er við að aðkomubátar fari að halda heimleiðis ef afli glæð- ist ekki úr þessu. Sex eða sjö bátar róa með ýsunet frá Keflavík. Hefur afli þeirra verið lítill. Það komu tveir góðir veiðidagar um dag- inn en svo tók fyrir veiðina qg hefur hún ekkert glæðzt síðan. Um þetta leyti árs veiðist oft talsvert af ýsu en í ár virðist hún ætla að bregðast. Friðrik vann Szabo. Fregnir frá skákmótinu í Dallas herma, að Friðrik hafi unnið Szabo og er hann þar með kominn í efsta sæti á- samt þcim Larsen og Szabo. Hafa þeir 4 vinninga hvor, eins og sakir standa, en úrslit eru enn ekki kunn í biðskák Larsens og Resh- evsky, og vinni Larsen hana verður hann efstur með fimm vinninga — eftir fyrri um- ferð á mótinu. Standa nú leikar þannig, að þeir eru jafnir með fjóra vinn- inga Larsen, Friðrik og Szabo, en Larsen á auk þess e'ina bið- skák. Reshevsky hefur 3*/2 vinning og biðskák, Yanowski 3 vinninga og biðskák, Gligor- ic 2x/2 vinning og biðskák, Naj dorf 2 vinninga og biðskák og Evans sama. Mótið er nú hálfnað, því að búriir eru allir leikir fyrri um- ferðar. » AAíkif síEdvei&i í EyjafirðL Um helgina var mikil síldveiði í Eyjafirði og munu skipin hafa aflað betur en nokkru sinni áður. Samanlagður afli skipanna var um 2000 mál, sem allur fór til bræðslu í Krossanes. Hefur verk smiðjan nú tekið á móti um 12 þús. málum. , Aflahæsta skipið er Snæfellið, sem hefur veitt um 3000 mál og tunnur frá því veiðarnnar hóf- ,úst. Sildarmagn er nú talið mjög mikið í firðinum, sem sildin o © e #Ég er bara svo hás sagSi forsætisráðherrann. „Hernámsandstæðingar" fengu ekki önnur svör hjá Hermanni \ gær. „Hernámsandstæðingar" efndu til fundar í Gamla bíó eftir há- degi í gær til að heimta, að her- inn verði látinn fara úr landi. Tókst að safna saman all- miklu liði, enda voru sjóðir ým- issa félaga notaðir óspart til að auglýsa fundinní útvarpinu um hádegisbilið. Ræðumenn voru kommúnistar og hálfkommúnist- ar, og að endingu var samþykkt á fundinum, að varnarliðið skyldi hverfa á brott úr landinu eins skjótt og hægt væri. Þegar fundurinn var á enda, var haldið heim til Hermann Jón- assonar forsætisráðherra. Mætti hann komumönnum „á hlaðinu" eins og góðbænda er siður, og Einar Bragi hafði orð fyrir gest- unum og ávarpaði Hermann nokkrum orðum, um leið og hann Iaumaði ályktun fundarins í lófa hans. Heyrðist þá kallað í hópnum, sem fylgdi ályktuninni heim til ráðherrans: „Mundu það, Her- mann, að það verða kosningar eftir þessar kosningar." Munu menn hafa gert ráð fyr- ir, að Hermann svaraði gestun- um nokkrum orðum, en þeir, sem væntu þess, urðu fyrir sár- um vonbrigðum, því að Hermann sagði einungis: „Eg er svo hás, að ég get ekki talað við ykkur." 11 varleg tÉíá", sem enginn tekur mark á. Skrípaleikur stjórnarflokkanna út af út af varnarsammngnum. Síðastliðinn laugardag birtist í öllum blöðum stjórnar- flokkanna, með stórum fyrirsögnum á fyrstu síðu, yfir- lýsingar þeirra um varnir landsins, í bréfum sem farið höfðu milli flokkanna. Stjórnin er „opinberlega" klofin í málinu. Kommúnistar heimta tafarlausa uppsögn samn- inga en framsókn og kratar segja að uppsögn komi ekki til mála. Sjaldan hefur annar eins skrípaleikur verið leikinn í íslenzkum stjórnmálum fyrir innlenda og útlenda áhorfendur. Svo er mál vaxið, að kommúnistar (eða Alþýðubanda- lagið) skrifar samstarfsflokkum sínum bréf 1. nóvember og heimtar að ríkisstjórnin segi upp hervarnarsamningnum þegar í stað. f heilan mánuð eru hinir stjórnarflokkarnir að unga út svarinu við þessari kröfu. Loksins 6. desember hafa allir stjórnarflokkárnir komið sér saman um, hvernig svara skuli bréfinu, enda hafði sú ákvörðun þegar verið tekin, áður en kommúnistar gerðu kröfu sína í nóvember. Framsókn og Alþýðuflokkur eru á móti uppsögn og senda kommúnistum samhljóða bréf. Kommúnistar eru að sjálf- sögðu með henni. Síðan er þessi afstaSa stjórnarflokkanna básún- uð um allt land en til útlanda er hún símuð sem heimsfrétt. Þar meS var tilganginum náð. Vesalings Þjóðviljinn andvarpar í leiðara sínum á laug- ardag með yfirskriftinni „Alvarleg tíðindi", þar sem skýrt er frá, að neitað hafi verið „að framkvæma eitt mikil- vægasta fyrirheit stjórnarsáttmálans". En svo endar blaðið á því andvarpi, að nú sé skylda allra vinstrimanna, að knýja stjórnarflokkanna til að standa „við sín eigin lof- orð". Lengra ná ekki þessi „alvarlegu tíðindi", enda er nú sýnilegt, að almenningur tekur ekkert mark á þessum skrípaleik, sem stjórnarflokkarnir hafa sett á leiksvið. Margir spyrja þessa dagana hver sé ástæðan fyrir því, að stjórnarflokkarnir auglýsa nú fyrir alþjóð algeran klofning þeirra um aðalmál stjórnarsamningsins, Málið liggur nokkuð einfalt fyrir. Kommúnistar þurftu að sýna Rússum, svo ekki væri um að villast, að hugarfar þeirra hefði ekki breyst í sambúðinni við borgaraflokkana. Þess vegna heimta þeir varnarlið Atlantshafsbandalagsins burt úr Iandinu. Hins vegar var nauSsyníegt fyrir Hermann og Guðmund í. áður en þeir fara á fund bandalagsins í þessum mánuði, að útrýma þeirri tortryggni, sem flest lönd bandalagsins bera til þeirra, með því að gefa út yfirlýsingu um að endurskoðun samningsins sé ekki á dagskrá. Þar með er jþað mál afgreitt, Má segja að málið hafi orðið stjórnarflokkunum til Iítils sóma. Þó er hlutur kommúnista verstur. Aldrei hefur nokkur flokkur manna ausið úr sér jafn miklum stóryrðum og étið þau jafn hratt ofan í sig og kommúnistar hafa gert í varnarmálinu. Þeir segja að „án þess (varnarmálsins) hefði núverandi stjórn aldrei verið mynduð". Aldrei hefur nokkur stjórnarflokkur verið jafn-hundsaður í aðal baráttumáli sínu eins og kommúnistar í þessu máli. Þeir hafa verið opinberlega barðir eins og rakkar. En eðlið segir til sín. Þeir skríða upp í stólana, eins og ekkert hafi í skorist. Þessum þætti i skrípaleiksins er Iokið. I Stjórnarbreyting verður ekki á íslandi að svo stödduí vegna varnarmálsins. Um það er fullt samkomulag með: stjórnarflokkunum. ________ |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.