Vísir - 09.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 09.12.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Mánudaginn 9. desembei* 1957 Hinar heimsfrægu BABAR- BMUi Frönsku barnabækurnar af fílnum Babar og Selestu eru einhverjar vinsælustu í heimi. Öll börn hrífast af ævintýrum Babars og gleyma stund og stað meðan þau lesa þessar skemmtilegu bækur með öllum fögru mynd- unum. — Þær koma nú út samtímis á öllum Norðurlöndunum. IJtgefandi. Tvö merk Skaftfellsk ævisagnarit. Merkár Mýrdæfingar eftir Eyjólf Guð- mundsson, Lárus á Klaustri eftir Þórarinn Helgason. Skaftfellingafélagið í Reykja- vík hefur verið all stórtækt í bókaútgáfu, og einkum lagt stund á persónusögu, því að af fimm stórum bindum, sem það hefur jþegar gefið út, eru fjögur þeirra ævisagnarit. Af þessum ritum komu tvö út um síðustu helgi, fjórða og fimmta bindi í Skaftfellinga- ritum, hvorutveggja stórar og miklar bækur. Önnur bókin „Merkir Mýr- dælingar“ er eftir hinn góð- kunna höfund, Eyjólf , Guð- mundssori á Hvoli, en alþjóð yarð Eyjólfur kunnur með bók- um sínum „Afi og amma“ og „Pabbi og mamma", en síðar komu út eftir hann barnabæk- urnar Vökunætur I—II og skáldsagan Hlíðarbræður. f bók sinni „Merkir Mýrdæl- ingar“ lýsir Eyjólfur ævi fjög- urra mýrdælskra athafna- manna og höfðingja, en þeir eru: Jón Jónsson umboðsmaður í Suður-Vík, Halldór Jónsson kaupmaður í Suður-Vík, Einar Jóhannsson hreppstjóri í Þór- isholti og Runólfur Sigurðsson hreppstjóri á Skagnesi. Um frá sagnarhæfileika Eyjólfs á Hvoli efast enginn, sem lesið hefur fyrri bækur hans, enda eru þær skrifaðar á kjarngóðu skaft- fellsku máli og skemmtilegar aflestrar. Fremst í bókinni Merkir Mýrdáelingar er ævi- ágrip Eyjólís á Hvoli, sem Jón Aðalsteinn Jónsson hefur ritað. Bókin er ails á 4. hundrað síður, þéttprentaðar og með mqrgum myndum af mönnum, mann virkjum og landslagi. Hitt Skaftfellingaritið er ævisaga Lárusar á Klaustri eft- ir Þórarinn Helg'ason bónda í Þykkvabæ. Lárus Helgason bóndi á Kirkjubæjarklaustri var stór- bóndi, héraðshöfðingi og lands- kunnur maður. Hann lét sig ekki aðeins öll helztu fram- faramál sýslunnar skipta, held- ur öll þau landsmál, sem hann taldi íslenzkri bændastétt mætti að gagni koma. Fyrir bragðið er bók þessi annað og meira heldur en ævisaga Lár- usar á Klaustri, hún er um leið héraðssaga Vestur-Skaftafells- sýslu. Bókinni, sem er nær 400 síð- ur að stærð er skipt í 13 eftir- talda kafla, auk formála: Upp- runi og æskuár, Umhorf, Vax- inn störfum, Bóndi á Klaustri, Ýmis störf, Kaupfélag Skaft- fellinga, Sláturfélag Suður- lands, Hlutafélagið Skaftfell- ingur, Þingmennska, Lárus á Klaustri og Öræfingar, Ferða- mennska, Ýmsar minningar, 'Ævilok Lárusar á Klaustri. Urn ; 160 myndir eru í bókinni. Guðjón Ó. Guðjónsson bóka- I útgefandi hefur annast útgáfu ibeggja þessara rita fyrir Skaft- fellingafélagið og gert það með myndarbrag. Pe?ís ®g Ekúador <h!b um Bafidsklka. Undanfarin 15 ár hefir verií grunnt á því góða milli Perús og Ekuadors í S.-Amcríku. Árið 1942 börðust löndin um 12.000 ferkm. skika á landa- mærunum, og síðan afhenti gerðardómur Perú spilduna. — Voru menn sáttir að kalla, en alltaf er óttast, að ófriður muni brjótast út. Nú hefir Brasilía boðizt til að miðla málum. Karlmannaföt — Kalmannafrakkar — Drengjaföt Skyrtur — Bindi — Náttföt — Hanzkar o. fl, Kvenkápur — Kvendragtir — Peysur — Undir fatnaður — Hanzkar — Hálsklútar o. m. fl, ' Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar Laugavegi 3. Sí^ri 18-2-15 ÆYINTYRAFUOTIÐ Fimm á Fagurey Attunda og síðasta Ævin- týrabókin er komin út. Hún heitir Ævintýrafljót- ið og er jafn bráð- skemmtileg og spenn- andi og allar hinar. Urn 30 afbragðsgóðar myndir prýða bókina. — Ævintýrabækurnar lieita: 'Ævintýraeyjan Ævintýrahöllin Ævintýradalurinn Ævintýrahafið Ævintýrafjallið Ævintýrasirkusinn Ævintýraskipið Ævintýrafljótið Ævintýrabækurnar nú allar. fást Hafin er útgáfa á nýjum flokki barna- og unglinga bóka eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabók- anna. Sú fyrsta er komin út og heitir IÐUNN Skeggjagötu 1. Sími 12923

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.