Vísir - 10.12.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 10.12.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 10. desember 1957 VlSIR S Á Spáni kveiur við annan tón eftir gervitunglssigur Rússa. Franco lofsyngur einveldi og aga - Bandaríkin harðlega gagnrýnd. Dagens Nyheter í Stokkliólmi birtir fyiir nokkru fregn inn, það, að einvaldurinn á Spáni, Franco hershöfðingi, væri að Siætta „köldu styrjöldinni" gegn Káðstjórnarríkjunum. Þess liafi sézt merki fyrr, að í þessa átt stefndi, en þegar Rússar skutu Spútnik I. á loft hafi Franco kúvent, eins og það er kallað á sjómannamáli. Samtímis gerðist það, simar fréttaritari blaðsins, að álit Spán verja á Bandaríkjastjórn og öllu bandarísku fer hraðminnkandi. Eftir að Spútnik var kominn á loft hafi gagnrýnisalda risið og það hafi verið Franco sjálfur, sem hratt henni af stað. Hann flutti nefnilega ræðu þremur dögum eftir, að fregnin um Spú- tnik barst, og gerði nokkurn samanburð á Ráðstjórnarríkjun- um og einvaldsríki sínu. Grunn- tónninn var sá, að í einræðis- rikjunum byggðist allt á „aga og skipulagi". „Vér getum ekki neitað því hverja stjórnmálalega þýðingu það hefur“, sagði Franco," er þjóð tekst að skjóta út í geiminn fyrsta gervihnettinum. Slíkt gat ekki gerst í gamla Rússlandi. Það hlaut að gerast.í hinu nýja. Mikil afrek krefjast stjórnmála- legrar einingar og aga. Hvort sem oss líkar betur eða verr verð xim vér að játa, að slík afrek eru ekki unnin, í ríkjum, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. En vér megum ekki láta blind- ast, vér verðum að gera greinar- mun á því, sem er illt, og því sem hefur raunverulega, varan- legt gildi, en til þess þarf stjórn- málálega einingu, framhaldsþró- un. vald og aga.“ Erlendir sendimenn í Madrid lita svo á, að því er talið er, áð Franco hafi með þessum um- mælum af ráðnum hug lítilsvirt Bandaríkin. Trúman, Stalín og kjarn- orkusprengjan. „Það er sagt“, sagði Franco I sömu ræðu“, og ég held, að það sé satt, að þegar Truman for- seti ságði bandamönnum sínum frá kjarnorkusprengjunni, sem varpa skyldi á Japan, hafði Stal- ín barið í borðið með hnefanum og sagt: „Fyrst þið höfðuð hana, hvers vegna létuð þið þá Rússum blæða í sókn á vigstöðvunum?" Þá sagði Franco, að Stalin hefði gert sér ljóst hverja þýðingu þetta myndi hafa, og hafði hann þá fyrirskipað gerbreytta náms- tilhögun fyrir rússneskan æsku- lýð, til þess að beina honum inn á brautir tækninámsins, einkan- lega á atómsviðinu og öðrum sér greinum. Af þvi hafi leitt, að Ráðstjórnarrikin hafi nú heilan her sérfræðinga i margvislegri tækni og öllum vísindagreinum. Og þetta sýni, sagði Franco enn- fremur, hvað hægt sé að gera, þegar uppeldið sé skipulagt, og lærdómurinn notaður í þágu landsins. Gagnrýni í blöðum. Gagnrýni á Bandarikjamenn í blöðum þurfi ekki lengi að bíða. 1 Hiija del Lnnes kom beiskasta gagnrýni á Bandarikin, sem sézt hafði í blöðum Spánar. Þar var sagt, að afrek Rússa væri hinn mesti álitshnekkur fyrir Banda- ríkin, og væri Bandaríkjamönn- um nú hentast að „læra þá lex- íu“, sem Rússar hafi veitt þeim, og hætta öllum æsinga-áróðri, og selja ekki feldinn fyrr en björninn sé unninn. í fyrsfa skipti í stjórnartíð Francos var nú blöðunum leyft áð birta rússneskar myndir af gervitunglinu með rússneskum texta. Áður en Spuntnik kom til sögunnar hefði ekkert slíkt get- að gerzt. Þegar Stalin dó var blöðunum ekki einu sinni leyft að birta myndir af honum. Og svo var haldinn fyrsti fundurinn erlendum blaðamönnum, þar sem Rússar voru viðstaddir, að vísu ekki blaðamönnum, heldur rússneskum visindamönnum, er voru á ráðstefnu í Barcelona. Aðdáun á einveldi- hatur á kommúnisma. En þrátt fyrir allt þetta, segir fréttaritarinn, ber ekki að skilja þetta svo, að Franco hallist að kommúnisma, — hann hatar kommúnismann, og óttast veldi Rússa, — en hann ann einræði. Ummæli hans ber að skilja sem .ósk um að Spánverjar fái í friði að fara sínar götur, eins og Vest urveldin sínar lýðræðisgötur, og hafa friðsamleg skipti við Ráð- stjórnarrikin, en ekki sem ósk um virkt samstarf. M.s. „Gullfoss" fer frá Reykjavík 17. þ.m. til Siglufjarðar og Akureyrar. — Skipið hefur viðkomu á ísa- firði í báðum leiðum vegna farþega. — Fráteknir farseðlar með þessari ferð skipsins óskast sóttir fyrir 13. þ.m. H.f. Eimskipaféiag Islands ALLT MEÐ EIMSKIP. lífZT Afl AUGLÝSA (VÍSI Mý Ijóðabók: Yflr biikandf höf, eftir Slgurð Einarsson. Yfir blikandi höf heitir nýút- komin Ijóðabók, eftir séra Sig- urð Einarsson prest í Holti und- ir Eyjafjöllum. Sigurður er nú, eins og kunn- ugt er, í fremstu röð íslenzkra ljóðskálda og er þetta fjórða Ijóðabók hans. Hinar eru Ham- ar og sigð 1930, Yndi unaðs- stunda 1952 og Undir stjörnum og sól 1953. Auk þess hefur Sigurður gef- ið út margar aðrar bækur, þar á meðal sjónleikinn Fyrir kóngsins mekt, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu, og ritgerðar- safn, Líðandi stund 1938, en Sigurður er einnig með snjöll- ustu ritgerðarhöfundum á land- inu. í þessari nýju bók, sem höf- undur nefnir Yfir blikandi höf, eru yfir þrjátíu kvæði, þar á meðal hátíðaljóðin af tilefni 9 alda afmælis biskupsstóls í Skálholti, sem höfundur fékk 1. verðlaun fyrir á sínum tíma. Útgefandi er Rangæingaút- gáfan, en aðalumboð hefur Leiftur h.f. Jólakort Barnalijálpar Sameinuðu þjóðanna: Kvenstúdentafélag íslands hefur nú eins og að undan- förnu tekið að sér sölu jóla- korta Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF), og er það í fimmta sinn. Mjög margir kaupa nú orðið þessi kort til þess að senda vinum sínum á jólunum, og má geta þess, að á síðastliðnu ári var ísland annað í röðinni af löndum heims um sölu jóla- kortanna, miðað við fólks- fjölda. Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, sem hefufl starfað síðan 1946, eru víð- tækustu alþjóðasamtök, sem vinna að auknu heilbrigði og bættum kjörum mæðra og barna. Barnahjálpin hef- ur þegar hjálpað milljóna- tugum barna og færir stöð- ugt út verksvið sitt. Sjóðura Barnahjálparinnar er variff til sjúkrahjálpar, bólusetn- inga gegn farsóttum og kaupa á matvælum, t. d. mjólk, til barna og mæðra, sem þjást af næringarskorfi. Ein aðalfjáröflunarleið stofn unarinnar er sala korta, og er leitað til almennings með því að hvetja fólk til þess að kaupa þau. Kortin eru teikn- uð af ágætum listamönnum og eru mjög smekkleg og falleg. Þau eru til sölu í bóka verzlunum í Reykjavík og úti á landi. Það er ástæða til að minna fólk á, að með því að senda þessi jólakort getur það hjálpar bágstöddum börnum víða um heim. RITSAFN BENEDIKTS GRÖNDALS l-V Fimm bindi, bundin í skinnband, samtals tæpl. 3000 bls. —- Verð kr. 610,00. ísafoldarprentsmiðja Sveinn Víkingur EFNIÐ OG ANDINN í þessari bók gerir séra Sveinn Víkingur grein fyrir vandamálum lífsins og kjarna siðgæðis og trúar. í stuttu en ljósu máli ræðir hann um gildi og takmark lífsins og framhald þess eftir dauðann. — Þetta er mjög nýstárleg bók, sem á brýnt erindi til hugsandi manna, jafnt yngri sem eldri — bók, sem allir ættu að eignast og lesa. Fróði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.