Vísir - 14.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 14.12.1957, Blaðsíða 7
Laugardaginn 14. desember 1957 VÍSTR 7 W. Heidenfeld: Hádegisverðurinn. Mjög snjallt og ekkert um að villast, kæri Lorimer, sagði presturinn. Hann át ekki eitr- ið og auðvitað dó hann. — Ekkert undarlegt við það, sagði Lorimer. Það var einmitt það, sem skeði. Presturinn stundi, — þú tal- ar eins og þessi þarna hjá Chesterton. Hvað heitir hann nú aftur. Já, Pond heitir hann. En sérðu það ekki, kæri vinur, að ef þú heldur slíku áfram, þá er það hrein fjarstæða. — Það er engin fjarstæða, skal ég segja þér. Þú sæir það, ef þú þekktir alla málavöxtu. — Það er bezt, að þér segið okkur alla málavöxtu, sagði lögfræðingurinn. -— Edgar Harrison — sagði Lorimer — var leiðindapési. Rauður nöldrari, með svíns- augu. Hann minnti mann á Her- mann Göring. Það voru allir fegnir, þegar hann þagnaði. Hann var að vísu frábrugðinn fyrirmyndinni að því leyti, að hann tók ekki inn cyankalium, heldur bendir allt til þess, að hann hafi kosið muskarineitrið. — Muskarin? spurði prest- urinn. Er það ekki einhvers- konar sveppaeitur? — Einmitt, sagði Lorimer. Ég undrast, hvað þér eruð vel að yður í þessum fræðum, prestur minn. Ég hélt að prestar þekktu lítið til hlutanna í þessu fagi. En við skulum nú snúa okkur að efninu og því, sem gerðist þenna votviðrasama eftirmið- dag, þegar Edgar Harrison hætti að vera leiðindapési. Fyrr um daginn hafði hann látið ljós sitt skína við hádegis- verðarborðið. Það var í þriðja; sinn sem hann fékk tækifæri' fil að matast í sælkerklúbbn- um. Það er nefnilega nafnið á þessari einstæðu samkomu, þar sem ríkir piparsveinar rottuðu sig saman og töldu sér trú um, að þeir hefðu manna bezt vit á mat og víni. Þeir komu sam- an einu sinni í mánuði — til skiptis hver heima hjá öðrum. Harrison hafði troðið sér inn í klúbbinn og þó allir hefðu helzt viljað losna við hann, var það ekki hægt, á meðan hann braut ekki klúbbreglurnar. Reyndar voru reglurnar ósköp einfaldar. Allur sá matur, sem fram var borinn, varð að vera búinn til af húsbóndanum sjálf- um og hann átti að gjöra það sem unnt var til að gera borð- haldið sem minnisstæðast. Það var ekki til þess ætlazt, að framreiddar væru neinar sér- stakar, ókennilegar kræsingar og um það voru engar reglur. Það, sem ætlazt var til, var að maturinn væri vel tilbúinn og bragðaðist vel; þó að það væri ekki annað en dilkakjöt eða fiskur. Það þurfti ekki endilega að vera kínverskur eða pólskur matur — bara venjulegir, þekktir réttir, en vel tilbúnir. Það var matartilbúningurinn og bragðið, sem allt valt á. Meðlimirnir voru sem sé allir góðir matreiðslumenn, en þeir lögðu ekki síður áherzlu á borð- búnaðinn og hvernig borið var fram. í þetta sinn var borðið skreytt hinum fegursta krist- alli, gljáandi silfurborðbúnaði og mjallahvítum hördúk og þurrkum. Daginn sem Harrison lézt, var dr. Walker veitandinn við há- degisverðarborðið. Dr. Walker var undarlegur maður, sem fékkst við dulspeki. Hann hafði ferðazt um öll lönd veraldar- innar og' var mjög ríkur. Það vissu enginn hvaðan auður hans var kominn, og það vissi heldur enginn fyrir hvað hann hafði hlotið doktorstitilinn. Fyrir utan húsbóndann og Harrison voru þrír aðrir gestir til borðs. Einn þeirra var þekkt- ur rithöfudur, annar var atóm- fræður og sá þriðji var í ein- hverri hárri stöðu í City. Allir sungu þeir matseðlin- um lof og prís. Þeir lofuðu mat- inn — súpan var framúrskar- andi og fiskrétturinn, sem minnti þá á ítalíu, var kær- komin tilbreyting þennan vot- viðrissama dag í drungalegri stórborginni. Fiskrétturinn var framreiddur í eldtraustri gler- skál, sem hann hafði verið bak- aður í. — Sveppar! Þarna kemur það, sagði presturinn og smjatt- aði á orðinu. — Einmitt, sagði Lorimer. En það undarlega við þetta var það, NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið í vörugeymslu Eimskipafélags íslands h.f. í Haga hér í bænum eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík mánudaginn 16. desember n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða ýmsar vörur til lúkningar aðflutningsgjöldum, ennfremur 5 ha. rafmagnsmótor 220 volta fyrir jafnstraum, ísskápur og fleira. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Rorgarfógetinn í Reykjavík. 'að þeir borðuðu allir fimm af öllum réttum og allir átu þeir mikið af hverjum rétti. En lof- ið mér að halda áfram. Borð- haldinu lauk með ábæti, sem var vanillubúðingur og síðan drukku allir svart kaffi. Með matnum var borið þungt vín, sem enginn gestanna þekkti og voru þeir þó allir vel að sér á því sviði. Gestgjafinn sagðist hafa kynnzt því, er hann var einu sinni á ferð í Egyptalandi. Áður en þið farið nú að draga einhverjar ályktanir, vil ég taka það fram, að engum var skammtað á diskinn. Súpan var borin fram í stórri silfurskál og ausið úr henni á diskana við borðið. Fiskrétturinn var bor- inn um á fatinu, sem hann var bakaður í, og hver gestur tók sér sjálfur sinn skammt. Búð- ingurinn var auðvitað ekki skorinn niður í skammta, svo að hver gat tekið það sem hann vildi. Jafnvel kaffið var borið fram í kaffikönnunni og hellt úr henni í bollana í allra aug- sýn. — En, segið mér, sagði lög- fræðingurinn, vitið þér ekki í hvaða rétti eitrið var. Voru réttirnir ekki rannsakaðir á eftir? — Það var ekkert, sem hægt var að rannsaka á eftir, sagði Lorimer. Það var spursmálið um muskarin, ekki cyankalium eða annað bráðdrepandi eitur. Þegar Harrison féll saman og isvitnaði og kvartaði um kvalir í maganum, var búið að bera fiskfatið fram í eldhúsið og þjónninn og aðstoðarkona hans búin að þvo það upp og koma því fyrir á sínum stað. — Og það fengu allir sama matinn og sömu drykkina og Harrison? — Já, og meira að segja borðuðu sumir meira en Harri- son. En þeir drukku allir vín með matnum,, nema Harrison. Hann bragðaði ekki á víninu. Hann hafði aldrei drukkið vín- ið í fyrri matarveizlunum og sífellt verið að prédika bind- indi yfir þeim og lýsa því, hversu skaðlegt áfengið væri. Þegar ég kom til hússins, þar sem veizlan hafði verið haldin, og mér var sýnt líkið, þá komst ég að raun um, að hinn látni hafði borðað alveg það sama og hinir, en þeir kenndu sér einsk- is meins, nema hvað rithöfund- urinn kvartaði um að honum væri bumbult. Mér fannst það reyndar ekki undarlegt, þar sem J hann hafði borðað sama mat , og maðurinn sem drapst af át- inu. — En ef hinn látni hefur borðað sömu sveppina, spurði presturinn, hvernig gat hann þá dáið af þeim. Hann hefur þó varla komið með eitrið með sér í belg og gleypt hann með matnum? — Auðvitað ekki, kæri vin- ur, sagði lögfræðingurinn. Ef svo hefði verið, hefði Lorimer ekki þurft að taka á sig það ómak, að segja þessa sögu. — Hver er svo sem að segja sögu? spurði Lorimer undrandi. Þið eruð álíka ræðnir og þjónn- inn, sem kom inn til okkar og gaf mér tækifæri til að leysa gátuna. — Nei, stundi lögfræðingur- inn. Farið nú ekki að tala um þjóninn aftur. Þú getur ekki verið svo kaldranalegur, Lori- mer. Það segir svo í gamalli sögu, að þar sem þjónar eru, þar er líka eitur. En getur þú ekki gert eina undantekningu frá þeirri reglu í þetta eina sinn? Lofaðu mér þá að ljúka sög- unni. Ég hef aldrei haldið því fram, að það væri þjónninn, sem byrlaði eitrið. Ég veit bara, að hann kom inn og þvaðraði og rausaði og söng dónalegar vísur. Undarlegt urn mann á hans aldri. Hann pataði og glápti á okkur eins og hann ætlaði að dáleiða okkur. Mér féll allur ketill í eld, unz ég komst að því, að hann hafði fengið sinn skammt af eitrinu. — Fjöldamorð, tautaði lög- fræðingurinn. — Nei, sagði Lorimer, það gekk nú ekki svo langt. Ég hef læknirinn fyrir ffiér í því. Hann þurfti ekki annað en líta á þjón- inn. Svo sendi hann hanri í rúmið og gaf honum uppsölu- meðal og nokkra bolla af svörtu kaffi. Það kom nefnlega í ljós, að þjónninn hafði fengið sér vænan sopa af egypzka víninu. í víninu er nefnlega efni eitt, sem ekki á þar heima. « — Nú skil ég ekki, sagði presturinn. Mér skildist, að Harrison hefði einmitt ekki drukkið vínið. Eða gerði hann það kannske án þess að nokkur vissi? Stalst hann til þess? — Alls ekki, svaraði Lori- mer. Þið hljótið að skilja það, að hann drakk ekki vínið, og einmitt þess vegna dó hann. Hann hafði etið það sama og allir hinir, og þess vegna hafði hann fengið vænan skammt af ■muskarin, sem hinn snjalli dok- tor Walker hafði laumað í fisk- réttinn — auðvitað til þess að bæta bragðið. En af því að doktornum langaði ekki til að fremja sjálfsmorð, hafði hann sett atropin út í vínið. Hann vissi, að það var öruggt móteit- ur. Hann vissi líka, að hinn þrautleiðinlegi Harrison mundi ekki bragða á víninu. Bók um frumskóga og myrkviði Brazilíué í furðuveröld, eftir H. Fawcell. Útgefandi Ferðabókaútgáfan. Fi'umskógar og myrkviður Brasilíu geyma marga dul. Þar er heimkynni villimanna, hálf- villtra rauðskinna, eitursnáka, en einn'ig geyma þeir furðuleg- ar minjar horfinnar menning- ar. Bókín í furðuveröld er frá- sögn höfundarins P. H. Fawcett um. ævintýri hans á þessum leyri^dardómsfu.llui slóðúm, en hann starfaði þar fyrst sem landmælingamaður, en síðar sem landkönnuður í leit. að forn um minjum, og þar týndist hann loks ásamt syni sínum ag hefur ekkert t'il þeirra spurzt síðan. Frásögnin er byggð á dagbókum, bréfum og handrit- ( um Fawcetts, en sonur hans,1 Brian Fawcett hefur séð um út- | gáfuna og ritað eftirmála um hið dularfulla hvarf föður síns og þær getgátur, sem uppi hafa | verið um hvarf hans. i Höfundurinn, P. H. Fawcett höfuðsmaður, hefur verið mik- il hetja. Um það ber öll frésögn- in vott. Hann lendir í h'inum furðulegustu ævintýrum og er bæði æsilegt og skemmtilegt að fylgjast með honum um myrkviði þessarar leyndardóms fullu og furðulegu ævintýfa- veraldar. Bókin er cinnig á- gætlega skrifuð og nýtur sín. prýðilega í þýðingunni. Frágangurinn er ágætur í út- gáfu Ferðabókaútgáfunnar. K. í. Læknir til sjós, eftir Gordon. Læknir til sjós heitir nýút- komin bók eftir Richard Gor- don. Þýöandi er Jóhann Bjarna son. Höfundur þessara bókar, Richard Gordon, hefir skrifað nokkrar bækur, sem allar hafa verið þýddar á mörg tungumál og selzt í stórum upplögurri. Þessi er sú fyrsta, sem birtist á íslenzku, en kvikmynd eftir henni var sýnd í Gamla bíói í sumar við mikla aðsókn. Ægisútgáfan hefir gefið bók- ina út. Jólafundur Hús- mæðrafélagsins. Jólafundur Húsmæðrafélags R'aykjavíkur verður á mánu- daginn. Þar geta konur lært hvern- ig hægt er að létta sér undir- búning jólanna Næstkomandi mánudag, 16. þ. m. heldur Húsmæðrafélagið hinn árlega ,,jólafund“ félágs- ins í Borgartúni 7 kl. 8 síðdeg- is. Reykvískar, konur bíða æv- inlega með eftirvæntingu þéssa fundar og hafa þegar borizt margar fyrirsi(urnir til Hús- mæðrafélagsins hvenær hann yrði haldinn. * Að létta sér jólabaksturinn. Á fundinum segir frú Hrönn Hilmarsdóttir frá því, á hvern hátt húsmæður geta létt sér bakstur og matartilbúning jól- anna. Sýnir hún rétti og skreyt- ir borð á ódýran en smekkleg- an hátt. Þá verða til sýnis og sölu upp skriftir af hvers konar mat, kökum og ábætisréttum. —■ Allt þetta er konum látið í té endurgjaldslaust og eru allar konur velkomnar á meðan hús- rúm leyfir. Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.