Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Laugardaginn 21. desember 1957 — Eg á ekkert ættland núna, sagði hún daufleg. En hún lifnaði við aftur þegar hún sá ána. Það var ekki orðið dimt en í bláu rökkrinu spegluðust ljósin í spegilsléttu vatninu og alls- konar fleytur lágu við bakkana. Hún dró hann með sér inn í vafasaman bar í Strand til að fá Coca-Cola, og roðnaði þegar hópur af slæpingum góndu á hana, frá toppi til táar. — Eg hélt að þetta væri kaffihús. Það leit svo sakleysislega út, andvarpaði hún er hún fór út aftur. John hafði einsett sér að Colette skyldi fá að ráða ferðinni 'sjálf í kvöld, — meira að segja að fara í neðanjarðarbraut og á almenningsvagni. Það var orðið framorðið og þau þreytt er þau komu á gistihúsið. í lyftunni brosti Colette og sagði: — Þakka þér hjartanlega fyrir, John. Eg er hrædd um að þér þyki ekkert gaman að rangla tim göturnar, en eg skemmti mér prýðilega. — Gaman að heyra það, litli bjáninn minn, sagði hann. Eg fer að verða latur, hugsaði hann með sér. Eg er orðinn vanur að fara ekki nokkurn spöl nema í bíl. Það er flónska að eiga annríkt — bruna um göturnar í öskju úr málmi og gleri, sem lokar mann úti frá öðru fólki, — frá andrúmsloftinu. Colette er merkilegt barn.... Þegar þau gengu um anddyrið rétt áðan sáu þau að verið var að dansa inn í salnum — þau heyrðu hljóðfærasláttinn. Flestar stúlkur hefðu orðið sjúkar af þrá eftir að komast í dansinn, en þegar hann spurði hana hvort hún vildi dansa, hristi hún höfuð- ið. — Þarna.... innan um þessa ísjaka? Nei. Og svo er eg ekki dansklædd heldur, John. Eg hef skemmt mér nógu mikið. — Eg hef skemmt mér líka, sagði hann þegar lyftan nam staðar og hann opnaði dyrnar. — Góða nótt, og sofðu vel, væna :nín. — Þökk fyrir í dag, hvíslaði hún og stóð og horfði á eftir íyftunni. Henni fannst hún líkust gyltu búri. Hún hélt á lyklinum að herberginu sínu í hendinni — að öðru búri, fangaklefa. Colette brosti að fjarstæöunni — að líkja lúxusherbergi á gisti- húsi við fangaklefa, og fór inn. Svefnherbergið var með bláum veggjum og gylltum listum — rúmið var svo stórt að heil fjöl- skylda hefði komist fyrir í því. En hún var þreytt og sofnaði þrátt fyrir hávaðann og lætin á götunni. Það síðasta sem hún mundi var ilmurinn af nellikkunum. Hún hafði sett þær í vatns- glas á borðinu við rúmið. Þær minntu hana á Lugano — og John hafði gefið henni þær. Morguninn eftir fóru John og Colette út i borgina til að sjá meira. Hann sýndi henni Westminster Abbey og St. Páls-kirkju og einni hliðargötunni kom hún auga á litla kaþólska kirkju og fór inn. — Hún er alveg eins og kirkjan heima, hvíslaði hún og kraup á kné fyrir framan miðalda líkneski af Maríu mey. Og John fann að andrúmsloftið þarna inni í svalri kirkjuhni var þrungið frið- sæld. Þar logaði á kertum og þar var blómailmur. Þau óku á gistihúsið aftur og sóttu töskurnar sínar og það munaði minnstu að þau yrði af lestinni, sem var ferðbúin er þau komu móð og másandi út á stéttina, með óþolinmóðan buröar- mann á hælunum. . <;Reykjavikur Apóteki). Sími 1-98,-66. En þegar þau voru komin inn í klefann hvarf góða skapið hjá Colette. Nú mundi hún allt í einu hvert hún var að fara. John fann líka að einhver breyting var orðin. í Castleton mundi þeim aldrei detta í hug að hlaupa um göturnar, hönd í hönd — eða liggja í bát út á vatni og hvíla sig. Nú var úti um frjálsa glaða lífið hjá þeim báðum. — Ertu þreytt? spurði hann vingjarnlega. — Dálítið. Hún þorði ekki að segja honum að hún væri daúð- hrædd. Iíann mundi fyrirlíta hana ef hann vissi, að hún var máttlaus í hnjánum og hjartað komið upp í háls. í gær hafði liann hlegið og fengið hana til að lofa a'ð hræðast ekki neitt — en í dag var allt öðru vísi. Hann mundi ekki einu sinni skilja hvers vegna hún var hrædd. Þess vegna sat hún þegjandi Iengi í einu og svaraði aðeins stutt en hæverskulega þegar hann sagði eitthvað við hana, eða benti henni á eitthvað athyglisvert, sem þau fóru fram hjá. — Nú er ekki nema stutt eftir, sagði hann er þau höfðu fariö fram hjá Salisbury. Þetta var heitur og heiðskír dagur og Colette gat ekki annaö en dáðst að landslaginu. John var þakklátur fyrir að veðrið skyldi vera svona gott — honum þótti vænt að Colette gæti sannfærst um, að sól og hiti væri í Englandi líka. Lestin hvarf inn í jarðgöng og þegar þau komu úr þeim aftur blasti sjórinn við. í botni mjórrar víkur var Iítill bær með raúð- um húsaþökum, og blátt hafið á bak við. — Castleton! sagði John lágt og fór að taka saman dótið. Hann gægðist til Colette og sá að andlit hennar var dapurlegt og þögult, en hann gat ekki hjálpað henni eins og á stóð. Aðeins tekið í handlegginn á henni og brosað hughreystandi til hennar áður en lestin nam staðar og þau stigu niður á stéttina, þar sem frændi hans og frænka biðu þeirra. kvöldvökunni Eg hefi hevrt sagt, að þú haf- ir gifzt konu þinni af því að frænka hennar arfleiddi hana að miklum auðævum. Því er nú ekki svo varið. Eg hefði gifzt henni þó einhver annar hefði arfleitt hana. ★ Eg hefi verið óheppinn með báðar konur mínar. Hvernig þá? Önnur hljóp á brott með öðr- urn manni. Og hin? L | Gerði það ekki. . ★ Áhyggjufullur: Tengdamóð- ur minni var rænt í síðustu viku. Ræningjarnir sögðust verða að fá tíu þús. strax ann- ars skiluðu þeir lienni aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.