Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 3
Laugardaginn 21. desember 1957 Yf SIB 3 Viðskilnaður stjóraarinnar á Alþingi: Nýir skattar verða álagð' ir eítir kosningar. Káðulegasta fjárlagaafgreððsla, setn um getur í sögu Alþingis. Á föstudagskvöld fór fram 3. umræða fjárlaganna í alþingi og deildu Sjálfstæðismenn fast á fjármálaráðherra og stjórnar- flokkana fyrir hina einstæðu afgreiðslu þeirra á fjárlögunum, þar sem kippt er út 65 milljónum króna af fjárveitingu til dýr- tíðarráðstafana, til þess að ná jöfnuði í fjárlögunum. Vísir birtir hér útdrátt úr ræðu sem Björn Ólafsson flutti við þessa umræðu. Ranglæti í skólamálum. B. Ó. gat þess fyrst, að mikil rangsleitni væri höfð í frammi gagnvart Verzlunarskóla ís- lands í fjárveitingum — sam- anborið við Samvinnuskólann. Síðasta skólaár var 331 nem- andi í Verzlunarskólanum en 64 nemendur í Samvinnuskól- anum. Nú leggur meirihluti fjárveitinganefndar til að ríkis- styrkur á hvern nemanda í Verzlunarskólanum verði um 1300 kr. en 5000 kr. á hvern nemanda Samvinnuskólans. Sagði B. Ó., að sú hlutdrægni, sem hér kæmi fram, væri ó- þolandi og lagði hann fram til- lögu um hækkun á framlagi til V er zlunarskólans. Fjallið tók jóðsótt. B. Ó. sagði og, að fjárlagafrv. •— eins og það væri ákveðið af stjórnarflokkunum — væri með slíkum endemum, að sjald- gæft mætti teljast. Kommún- istar höfðu lofað að bera fram víðtækar sparnaðartillögur við frv., til þess að vega á móti tekjuhallanum, 71 millj. kr. En fjallið tók jóðsótt og fæddist; lítil mús. Sparnaðartillögurnar reyndust aðeins 2V2 mtllj. á frv., sem er um 800 millj. Hinsr vegar komu þeir með útgjalda- hækkanir, milljóna. gætt, að á tímabilinu frá 10. október til þessa dags hefir rík- isstjórninni eða ráðherranum ekki tekist að finna nokkra frambærilega leið til að af- greiða fjárlögin á sómasamleg- an hátt. Nú hefir stjórnin gef- ist upp á ömurlegasta hátt. Til hvers eru þessir menn að taka a$ sér stjórn Iandsins, þessir menn, sem ekki reynast færir um að leysa aS- kallandi vandamál? Sjálfstæðismenn eru reiðu- búnir að leysa úr vanda efna- hagsmálanna, þegar ríkis- stjórnin hefir formlega tilkynnt uppgjöf sína og vanmátt til að stjórna landinu. Þögull og lj>ungbúinn. B. Ó. sagði, að Eysteinn Jóns- 'son hafði verið fjármálaráð- herra í 12 ár samtals. Hann væri glöggur og greindur mað- ur og varfærinn í fjármálum, ef flokkshagsmunir villa honum ekki sýn. Enginn maður hefir verið jafnmikið lofsunginn af blaðakosti Framsóknarflokks- ins fyrir fjármálasnilli. En þrátt fyrir allt þetta mikla hól, er fjármálaráðherra sýni- lega að missa tökin á sjálfum sér, síðan að hann gekk í björg með kommúnistum. Varfærni hans og glöggskyggni virðist nú með öllu horfin. Hann gengur nú um þögull og þungbúinn, eins og hann hafi orðið fyrir gerningum, eða einhver dá- dvaldur hafi hann undir áhrif- um sínum. Stundum örlar þó á hans gamla varúðartón, sem að vísu hljómar nú eins og hversdags- legur barlómm’. En þá rís dá- valdurinn upp, klappar hon- um á öxlina og segir, að þetta sé nú ekki eins slæmt og hann haldi. Þá róast hæstvirtur fjármála- ráðhei’ra og heldur svo áírarn sinni krossgöngu. Þeir, sem starfað hafa með honum og kunna að meta það, sem hann hefir haft til brunns að bera, harma nú það einlæg- lega, að sjá hversu honum eri brugðið og hvert hlutskipti] hans er nú orðið. Óskiljanlegt lánleysi. í þeim óholla félagsskap, seml hann hefir nú verið um sinn,J hefir ógæfan sest í götu hans o, búið honum það hlutskipti, semj fáir trúðu, að hann mundij hljóta. Eftir 12 ára fjármálastjórn,j sem að vísu licfir ekki veriðj hafin yfir gagnrýni, en þó ver-j ið mörkuð að verulegu leyti aí ákvörðunum, sem hann eftir beztu vitund taldi réttar, Siefir nú lient hann það ó- skiljanlega LÁNLEYSI, að Ieggja fyrir 3. umræðu ó Alþingi, herfilevustu o liáðulcgustu fjárlög, sem þessi virðulega stofnun hef-j ir nokkurn tíma verið beðir. að samþykkja. Þannig endar oft ferill merkra manna og jafnvel mik- illa þingskörunga, þegar þeir ganga til samstarfs við erkió- vini sína af pólitísku ístöðu- leysi og lúta þeirra leiðsögn gegn samvizkunnar og skyn- seminnar mótmælum. „Ekkert tækifæri“. Ráðherrann byrjaði á þvi, þegar þing kom saman í haust, að leggja fram fjárlögin með 71 millj. kr. greiðsluhalla. Það var fyrsta áfall hans. Sér til af- sökunar sagði hann þá, að ríkis- stjórnin hefði ckkert tækifæri haft til að ráðgast við stuðn- sem námu tugum Hvað vilja SjálfstæMsmenn? Fjármálaráðherra bar enn á ný fram spurninguna um það, hvernig Sjálfstæðismenn vilji afgreiða fjárlögin. Það er ekki furða, þótt hann vilji gjarna fá leiðbeiningar, þegar þess er Bardagi við Bjarkargil. Bardaginn við Bjarkargil nefnist Rauðskinnasaga, sem nýkomin er út hjá Leiftri. Höfundur er Karl May. Þessi bók er ætluð drengjum og ung- um piltum, sem hafa gaman af spenandi sögum um bardaga milli hítra manna og rauðra. Leiftur hefir áður gefið út slik- ar sögur eftir Cooper, Conan Doyle og Hawtjorne . o. fl. kunna höfunda, sem allar hafa orðið vinsælar og sumar eru uppseldar. Um vinsældir þess- arar sögu erlendis má t. d. geta þess, að hún hefir verið prentuð í milljónum eintaka í Þýzka- landi. Bókin er 128 bls. og er seld í góðu bandi með litprent- aðri kápu. úngsflokka sina á Alþingi, áður len frv. var lagt fram. Síðan eru nú liðnar 10 vikur og allan þann Jtíma hefir hann verið á ráð- stefnu með stuðningsflokkun- um. Fjárlögin eru enn með Jgi’eiðsluhalla — en ekki 71 jmillj. heidur 90 millj. [Svartsýnn ráðherra. I útvarpsumræðunum var Ifjármálaráðh. mjög svartsýnn á ástandið. En Harmibal klappaði á öxlina á honum í umræðun- um og sagði, að ástandið væri ekki alveg eins svart og hann segði. Kom þarna greinilega í ijós, að tvær stefnur voru ráð- andi innan stjórnarinnar um efnahagsástandið. Kommúnist- ar iitu á það öðruvísi en Ey- steinn. Þeir sögðust ætla að út- [rýma greiðsluhallanum með sparnaði. En útvegsmennina sögðu þeir ekki þurfa neina auka ctyrki. Allt var þetta marklaust slúður. Nú vantar ríkisstjórnina 90 millj. upp í dýrtíðarráðstafan- irnar, sem hafa verið teknar úr frv. Og 90—100 millj. þarf í aukinn styrk til útgerðarinnar. En lausn á þessum aðkallandi vandamálum láta þeir bíða fram í febrúar vegna þess að þeir þora ekki að horfa framan í kjósendur, með því að koma eins og jólasveinar fyrir kosningar með 180— 190 millj. kr. nýja skatta í pokahorninu. Nýir skattar eftir kosningar. Að lokum sagði B. Ó., að þegar þingið kæmi saman aft- ur, yrðu kosningarnar um garð gengnar. Þá yrði tekið til ó- spilltra málanna að leggja á nýja skatta fyrir þeim fjárhæð- um, sem nú hafa verið teknar út úr fjárlagafrv. ásamt þeim milljónatugum, sem útgerðin þarf til viðbótar. Stórkostlegri blekkingar hafa sjaldan verið hafðar í frammi við kjósendur hér á Iandi. Jólablað Samvinnunnar Brussel er þegar hafinn undirbúningur að heimssýningunni, sem hefst í sex mánuði. Hér má sjá frá undirbúningnum atomtákn sýningarinnar í apríl og stauda úr alúmíníum. —| er komið út, 64 síður. Þar er að finna Jólasögu eftir Gunnar Gunnarsson með teikningum eftir Guðmund Thorsteinsson, síðan 1914. Björn Th. Björnsson skrifar um dansæði og tízku í dans- listinni og' klæðnaði. Þá má nefna nýja smásögu eftir Indriða G. Þorsteinsson, séra Guðmundur Sveinsson skrif- ar um fæðingu Jesú og Vil- hjálmur Einarsson rifjar upp endurminningar frá keppn- isferðalagi til Aþenu o. m. fl. er í heftinu. Á forsíðu er litmynd af lgugga í Bessa- staðakirkju með málverki úr innbrenndu gleri af komu Papa til íslands. Jólablað Spegilsins er nýkomið út. Efni: Rusla’- kistan, Rakarinn minn sagði, Faraldur bjargar föðurland- inu, Torræða og tíkarannáil, Bréf úr sveitinni, Stjórnar- sprútt, Jólaglæpasagan, Heildsalamorðin og tækni- síða, auk margra kvæða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.